Þjóðviljinn - 29.10.1980, Side 13

Þjóðviljinn - 29.10.1980, Side 13
Miðvikudagur 29. október 1980 -JÓÐVILJINN — SIÐA 13 Borgarráðsmenn ósammála gagnrýnendum: Fer Pæld’í því ekki í skólana? Tillaga um jjárstuðning felld Borgarráð felldi i gær tillögu Sigurjóns Péturssonar um að styrkja Alþýðuleikhúsið til sýn- inga á leikritinu „Pæld’i þvi” i skólum borgarinnar. Hlaut tillag- an aðeins atkvæði Sigurjóns og Kristjáns Benediktssonar, for- manns Præösluráðs, Björgvin Guðmundsson og Albert Guð- mundsson sátu hjá en Birgir Is- leifur Gunnarsson var vikinn af fundi. Sem kunnugt er fjallar leikritið um unglinga og kynlif og er byggt upp sem fræðsla um þau mál. Hafa skólamenn sýnt leikrit- inu mikinn áhuga og pantað margar sýningar í skóla borgar- innar en beiðni um f járstyrk mið- aðist við það að ekki væri dýrara inn á sýningarnar en i bió. —AI Ólafur Jónss. Framhald af bls. 7 viö allar heilsugæslustöðvar um land allt. Sveitarstjórnum ber að hafa frumkvæði að slikum fram- kvæmdum og nýta alla mögu- leika til þess að fá fjármagn til uppbyggingarinnar m.a. lánsfé frá öldruðum, sem eru helstu eigendur sparifjár i lána- stofnunum. Rekstur slikra stofnana fyrir aldrað fólk þarf að tengja rekstriheilsugæslustöðva og þá sérstaklega hjúkrun á heimil- um og starfi félagsmálafulltrúa sveitarfélaganna. Hjúkrunar- stofnanir eiga ekki og mega ekki taka að sér hlutverk sjúkrahúsa. 4. Heildarskoðun þarf að fara fram, og ef til vill samræming á Lögum um heilbrigðisþjónustu, Lögum um heilbrigöiseftirlit og Lögum um heilbrigði, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum, til þess að tryggja samræmd og markviss vinnubrögð að heil- brigöismálum i landinu. 5. Stóraukinn kostnaður við heil- brigðismálin og sérstaklega við heilsugæsluna á næstu árum, má ekki koma niður á annarri þjónustu seitarfélaganna. Bætt heilsugæsla er aukin sam- neysla i þjóðfélaginu, sem fólkið á að borga, og vill borga fyrir. Til álita kemurað taka hluta af þeim skatti með afgreiðslu- gjaldi á heilsugæslustöðvunum, en þá verður um leið að losa lækngna undan þeirri kvöð að taka hluta af launum sinum með gjaldi fyrir viðtöl. ALPYÐUB áNDÁLAGIÐ Alþýðubandalagsmenn Sel- fossi og nágrenni. Garðar Sigurðsson verður til viðtals fyrsta laugardag hvers mánaðar kl. 14.30 i kjördæmishúsinu, Kirkjuvegi 7 Selfossi. I fyrsta sinn laugardaginn 1. nóv. n.k.. Garðar Sigurösson Alþýðubandalagið á Reyðarfirði Almennur, opinn fundur um ATVINNU- OG ORKUMÁL verður haldinn i Félagslundi Reyðarfirði fimmtudaginn 30. október kl. 20.30. Framsögu hefur Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra. Orðsending til flokksmanna Styrktarmenn Alþýðubandalagsins sem ekki hafa greitt framlag sitt til flokksins fyrir árið 1980 eru vinsamlega minntir á að greiða giró- seðilinn fyrir 1. nóvember. Orðsending frá Þjóðviljanum Þeir sem koma vilja tilkynningum á framfæri hér í flokksdálki Alþýðubandalagsins eru vinsamlega beðnir að hafa samband við skrifstofu Alþýðubandalagsins/ Grettisgötu 3, — símar 28655 og 17500, á skrifstof utíma. Danskir kratar Framhald af bls. 5 heilbrigöismála og menntamála, og er það orðinn árviss atburður i kreppusiglingu krata. Hvarvetna er bannað að ráða i nýjar stöður, og viða er skorið beinlinis niður. Um þessar mundir er Rikisspital- inn i Kaupmannahöfn undir hnifnum, og er yfirmönnum hans bannað að ráöa 1 70 stööur, sem eru lausar eða að losna. Afleið- ingin er fækkun sjúkrarúma og aukiðálag á starfsfólk, sem hefur mótmælt harðlega. Háskólum hefur veriö bannaö að ráða fólk, jafnvel þótt stöður losni. Jafnframt hafa verið lagðir niður allir kandidatastyrkir þeirra, eða fleiri hundruð starfa, enda hefur þar verið um tiltölu- lega frjálsar rannsóknir aö ræða. Jafnframt er ætlunin sú aö sam- eina ýmsar námsbrautir háskól- ans og fækka um leiö kennurum. Niðurskurðurinn gagnvart háskólum hófst að marki fyrir 3 árum, þegar settar voru fjölda- takmarkanir. Andspyrnan veik Þótt niðurskurður rikisins og kaupmáttarrýrnunin fari vaxandi og verði sárari eftir þvi sem dýpra er seilst i pyngjuna, er and- spyrnan með veikara móti. Verkalýðshreyfingin kyngir öllu. Vinstri andstaðan er klofin, — t.a.m. lauk ráðstefnu róttæks verkafólks um daginn með þvi að um fjórðungur gekk út. Núverandi niðurskurður rikis- útgjalda bitnar harðast á þeim sem erfiðast eiga með að verja sig, þ.e. sjúklingum, námsmönn- um og ungum atvinnuleysingjum. Jafnframt hefur tekist að telja öllum almenningi trú um að hann veröi að sætta sig við að lifskjör hans versni. A þessum tima er ekki hægt að neita kjaraskerð- ingum og niðurskuröi, án þess að hafna um leið auðvaldinu sem samfélagsformi. Og bylting er ekki á dagskrá i Danaveldi, þótt rotið sé. Kaupmannahöfn 22. okt. Gestur Guðmundsson Pípulagnir Nýlagnir, breytingar, itaveitutengingar. imi 36929 (milii kl. 12 og og eftir kl. 7 á kvöldin). TOMMI OG BOMMI Ms. Coaster Emmy fer frá Reykjavik 4. nóv. vestur um land til Akureyrar og snýr þar við. Ms. Esja fer frá Reykjavik 6. nóv. austur uin land til Vopna- fjarðar. Ms. Hekla fer frá Reykjavik 7. nóv. vestur um land í hringferð. Viðkoma samkvæmt áætlun. FOLDA Það ert þú, sem mér þykir vænt um! J Ég elska ekki áhyggjur þin heldurÞIG. Ég vil allt fyrir þig k Takk? —ÍT o ©

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.