Þjóðviljinn - 30.10.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.10.1980, Blaðsíða 1
UÚBVIUINN Fimmtudagur 30. október 1980 — 245. tbl. 45. árg. Svo gæti farið að einhver hluti þeirra 50 þúsund lesta af síld sem leyft hefur verið að veiða á þessari vertíð' verði óseljanlegur/ nema með þvi móti að leyfa skipum að sigla með afla og selja fersksild ytra. Það yrði óhjákvæmilega til að keppa við þá aðila sem eru að reyna að selja frysta síld héðan, en gengur mjög illa vegna þess hve verðið er lágt. Sitjum uppi með óseljanlega síld Þær 50 þúsund lestir sem nú má veiöa nema um .500 þúsund tunnum af sild, mældum uppúr sjó. Ljóst er nú aö Sildaútvegs- nefnd getur ekki selt meira af saltsild en hún hefur þegar gert, en það eru 230 þúsund tunnur. Ekki er hægt að segja nákvæm- lega til um hvað þessar 230 þús. tunnur af verkaðri sild nema mörgum tunnum mældum uppúr sjó, en ekki er fjarri lagi að álykta að þær nemi sem svarar til 250 til 270 þúsund tunnum uppúr sjó. Mjög litið hefur verið fryst á þessari vertið, einkum vegna þess hve lágt verö fæst fyrir frysta sild erlendis um þessar mundir, enda offramboð af sild á heimsmarkaði nú. Að sjálfsögðu veröur eitthvert magn fryst til beitu og niöurlagn- ingar, en samt sem áður er ljóst að ef ekki tekst að selja frysta sild i haust i meira mæli en gert hefur verið til þessa, þá er ljóst aö ekki veröur hægt aö selja umtalsvert magn af þeim kvóta sem veiða má. Gæti það magn legið á bilinu 10 til 15 þúsund lestir. Að visu hefur sú ákvörðun verið tekin að leyfa loðnuveiðibátunum, sem hafa leyfi til sildveiða, að sigla með sinn afla og nemur þaö um 7 þúsund lestum ef þeir notfæra sér veiðiréttinn allir. Þá um leið eru þeir farnir að keppa við þá sem eru aðreyna að selja héöan frysta sild þvi um sama markað er að ræða. Útflutningsverðmæti verkaörar sildar, sem Sildarútvegsnefnd hefur þegar selt fyrirfram, nemur á milli 18 og 20 miljörðum króna, en eins og áður segir mun útilokaö að selja meira af verk- aðri sild en þær 230 þúsund tunnur sem þegar hafa verið seldar fyrirfram. —S.dór Eigum við eftir aö lenda i erfiölcikum með aö selja siidina sem verkatólk á Austfjöröum hefur lagt nótt viö dag aö undanförnu viö aö salta? Myndina tók —gel— á Breiödalsvik og fleiri þaöan eru i opnu. Siguröur Helgason forstjóri Flugleiða h.fi Get ekki dagsett rekstrarstödvun — ekkert formlega verið rætt við rikisstjórnina um fyrirgreiðslu segir Ragnar Arnalds fjármálaráðherra Því hefur verið haldið fram i ræðu og riti undanfarna daga, að f járhags- vandi Flugleiða h.f., sé nú orðinn svo mikill, að fyrirtækið komist ekki yfir næstu mánaðarmót, ef ekki kemur til fyrirgreiðsla frá rikisstjórninni. Sig- urður Helgason forstjóri Flugleiða h.f., var inntur eftir þvi í gær hvort rétt væri með farið. Siguröur Mikil reiði meðal hafnar- verkamanna: Krani Davíðs fékk einn helgar- vinnuna Eins og Þjóöviljinn skýröi frá á dögunum hefur Davlð Scheving Thorsteinsson keypt sér einn heijarmikinn krana, sem hann hefur ieigt Eimskipafélagi ts- lands og miöast leigan viö aö hann sé notaöur 40 klst. á viku. A laugardaginn var, geröist þaö aö unnin var helgidagavinna viö aö skipa uppúr einu skipa Eimskips og brá þá svo viö aö fastráönir kranamenn félagsins fengu ekki aö njóta aukavinnunnar, þeir voru ekki boöaðir til vinnu, en krani Daviös látinn ganga allan daginn fram á kvöld. Hafnarverkamaöur sem hafði samband við Þjóðviljann i gær sagði að mikil reiði rikti nú meðal hafnarverkamanna hjá Eimskip út af þessu, þar sem ljóst væri nú aö kranamenn Eimskips muni missa vinnu vegna þessa samn- ings Daviös og Eimskips og að krani Daviös yrði notaöur meira en 40 klst. á viku. Hafa verkamenn hjá Eimskip kvartað til Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, sem aftur hefur skrifaö Eimskip bréf vegna þessa máls, og vill að haldinn veröi fundur um málið. Guðmundur J. Guðmundsson varaformaður Dagsbrúnar sagði i gær aö honum, eins og fleirum, væri þessi viðskipti Daviös Schevings og Eimskips fullkom- lega óskiljanleg og aö ljóst væri aö ef fastráðnir starfsmenn Eim- skips myndu missa vinnu vegna þessa samninga yröi að taka málið upp milli Dagsbrúnar og Eimskips. S.dór— „Við höfum nú ekki dagsett rekstrarstöðvun en hitt er ljóst að fjárhagsvandi fyrirtækisins er mikill og við höfum fariö þess á leit við rikisstjórnina að hún veiti þvi fyrirgreiðslu strax meö láni frá Landsbankanum. Enn hafa engin skilaboð þess eðlis borist bankanum svo ég veit ekki hvað veröur, en upphæðin sem farið var fram á er sem svarar til 6 miljóna dollara”. sagði Sigurður. Ragnar Arnalds fjármálaráö- herra var inntur eftir þvi i gær hvaö þessari fyrirgreiðslu liöi. Sagöi Ragnar aö enn hefði engin formleg beiðni borist til rikis- stjórnarinnar vegna þessarar fyrirgreiðslu. Hann sagðist hins- vegar hafa rekist á bréf, sem var á flækingi niður i Alþingishúsi, bréfið er frá stjórn Flugleiða h.f., til samgönguráðherra þar sem farið er fram á þessa aðstoð. ,,Eg spurði Steingrim Her- mannsson samgönguráðherra hvort hann kannaöist við þetta bréf og kvað hann svo ekki vera. Mér þykja það forkastanleg vinnubrögð I svona máli að senda einhvern meö bréf niður I Al- þingishús og afhenda þaö ein- hverjum þar. Þaö er siöur manna aö senda slik bréf i ráöuneytin en ekki að láta “þau flækjast um Al- þingishúsið eins og i þessu til- felli”, sagði Ragnar. Hann sagöist aftur á móti hafa boðaö eftirlitsmenn rikisstjórnar- innar með rekstri Flugleiða h.f., til fundar um þetta mál til aö fá nánari upplýsingar um gang mála hjá fyrirtækinu, en á þessu stigi gæti hann litið meira um málið sagt. I einhverju blaði i gær var þvi haldiö fram, aö oliufélög og fyrir- tæki það i London sem annast alla farmiðasölu Flugleiöa h.f., væru um það bil aö loka á Flugleiðir h.f. vegna skulda. Sigurður Helgason var spuröur um málið i gær og sagöist hann ekki kannast við þetta og taldi þessa frétt al- gerlega tírlausuloftigripna. — S.dór Á tveimur árum hafa Flugleiðir tapað Siða andvirði heillar Kröfluvirkjunar O

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.