Þjóðviljinn - 30.10.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.10.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. október 1980 Ólafur Ragnar Grímsson um Flugleiðamálið: Heilli Kröfluvirkjun tapað á tveim árum Ólafur Ragnar Grims- son tók til máls i umræ5- um i efri deild Alþingis um Flugleiðafrumvarp- ið siðasta þriðjudag. I upphafi vakti hann athygli á ræöu Þorvaldar Garöars Kristjánssonar sem haföi talaö á undan honum ogsagöi vilja Sjálf- stæöisflokksins hafa komiö þar fyrst og skýrt og greinilega fram. . Þorvaldur gagnrýndi rikisstjórn- ina fyrir þaö aö hiin væri ekki reiöubúin að borga fé beint úr rikissjóöi til aö styrkja rekstur Flugleiöa. Sjálfstæöisflokkurinn vill aö almenningur borgi meö beinum f járframlögum hallann af rekstri Flugleiða. Sömu öfl sem ráöa Geirsarmi Sjálfstæöisflokksins eru stórir hluthafar i Flugleiöum og Morg- unblaðinu og vilja aö rikisvaldiö styrki þessa fyrirtækjasam- steypu. 1 umræöum um þessi mál hefur þaö hvaö eftir annaö komiö fram aö islenskum stjórnvöldum er legiö á hálsi fyrir aö hafa ekki gert sér grein fyrir þróun máls- ins. Samþykkja átti rann- sókn 1978 Það er þvi full ástæöa til aö minna á þingsályktunartillögu sem Alþýðubandalagiðflutti fyrir tveimur árum um rannsókn á starfsemi Flugleiöa. I henni og framsöguræðu fyrir henni var rækilega vakin athygli á öllum þeim hættum sem nú hafa reynst veruleiki. Þá töldu þingmenn Sjálfstæöisflokksins enga ástæöu til aö kanna þetta mál. Utan Alþýöubandalagsmanna voru aö- eins nokkrir þingmenn Alþýöu- flokksins sem tóku undir þessar óskir. Ef Alþingi hefði borið gæfu til þess veturinn 1978—79 aö sam- þykkja þessa tillögu þá heföu þingmenn ekki þurft aö standa upp nú og segja: Af hverju er þessi taprekstur, af hverju hafa þessar fjárfestingar reynst svo hæpnar, af hverju er þessi óöld innan fyrirtækisins o.s.frv.. Fyrirtveimur árum sagöi ég aö brátt myndi koma aö þvi aö stjórnvöld þyrftu aö gripa inn i þennan rekstur. Þá stóöu hér á Alþingi upp varömenn hags- munaaðilanna i Flugleiöum og sögöu þvert nei. Sjálfstæöis- flokkurinn baröist gegn tillögunni þá en nú spyrja þessir sömu varö- menn: Af hverju gripu stjórnvöld ekki fyrr inn i málið. Beðið um rikisábyrgð i annaðsinn á fimm árum Þetta er ekki i fyrsta sinn sem Alþingi er beöiö um rikisábyrgö fyrir Flugleiöir. Þaö geröi rikis- stjórn Geirs Hallgrimssonar 1975. Þaö er gagnlegt aö rifja upp eitt og annaö úr þeim umræöum sem þá uröu á Alþingi. Þá kom fram sannspár ótti margra um þennan hæpna rekstur og margar spum- ingar um aöferöir fyrirtækisins og fjárfestingar. I annaö sinn er beöiö um rikisábyrgö á fimm ár- um, reyndar miklu hærri og þaö gagnstætt öllum yfirlýsingum stjórnar fyrirtækisins þá. Þeir sömu menn sem nú gagn- rýna rikisstjórnina fyrir seina- gang, mánuöur hafi liöiö frá beiöni um rfkisábyrgö til frum- varps, ættu aö hugleiöa þaö aö rikisstjórn Geirs Hallgrímssonar lét átta mánuöi liöa frá beiöni um rikisábyrgð til þess er hún lagði fram frumvarp. Þaö sem tók rikisstjórn Geirs átta mánuöi tók þessa rikisstjórn einn. Þá fékk stjórnarandstaöan engin gögn um máliö, fékk ekkert að vita en nú hefurrikisstjómin afhent öll gögn i málinu jafnóðum og þau hafa borist oghaft samráö viö fulltrúa þingflokka stjórnarandstööunn- ar. Þáverandi rikisstjórn lét kanna fjárhagsstööu fyrirtækisins sér- staklega svo þaö er ekki nýtt aö rikisstjórnin telji þaöskyldu sina aö kanna rekstrar- og eignastööu fyrirtækisins og setji skilyröi um rekstur og annaö fyrir ábyrgð- inni. Fé frá fluginu i hótel og bilaeign I umræöunum 1975 kemur fram mikil gagnrýni frá þingmönnum ýmissa flokka á notkun f jármuna frá flugrekstri til aö byggja upp hótelrekstur, bilaleigu, kaffiteriu osfrv. Þingmenn telja þessa út- þenslustefnu fyrirtækisins i hæsta máta óeölilega og vara viö einok- unartilhneigingum hjá stjómend- um fyrirtækisins. 1975 köiluöu fjárhags- og viö- skiptanefndir beggja deilda fyrir sig fjölda aðiía til aö reyna aö komast aö þvi hverjar væru eign- ir fyrirtækisins en ekki fékkst botn i þaö mál. Þá setti Alþingi itarleg skilyröi og er rétt aö hug- leiöa þaö hvort stjórnendur fyrir- tækisins haf i á þessum fimm ár- um staöiö viö þessi skilyröi. Eftirlitsmenn sem rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar skipaöi komust aö þeirri niöurstööu aö ekki væri vist aö erfiöleikarnir væru timabundnir. Þetta er sama niöurstaöa og eftirlitsmanna nú- verandi rfkisstjórnar. 1973 voru skipaöir þrir menn til aö meta eignir fyrirtækisins, en þeir gátu ekki fengiö neinn botn i það og segja engan kost aö afla upplýsinga um þaö. Seðlabankinn þjónn Flugleiða? Eitt af þvi sem ég tel ástæöu til aö kanna eru afskipti Seölabank- ans af málefnum Flugleiða. Hvaö eftir annaö rekst maöur á stjórnendur Seölabankans meö fingurinn á einn eöa annan hátt i rekstri fyrirtækisins notandi sambönd sin við viöskiptabank- ana til fyrirgreiðslu sem hefur veriö andstæö hagsmunum ann- arra. Má þar nefna kaupin i hús- næöi Hótel Esju. Olafur Ragnar vitnaöi i nokkra þingmenn, sem tóku til máls I umræöunum 1975, Halldór E. Sigurösson, Jón Armann Héöins- son, Ragnar Amalds, Steingrim Hermannsson og allir vita þeir um vafasaman rekstur fyrir- tækisins, linkind stjórnvalda og tregöu forstjóra fyrirtækisins til aö veita nægilegar upplýsingar. Fyrir fimm árum sagöi Stein- grimur Hermannsson aö stjórn- völd þyrftu á næstu fimm árum aö búa sig undir aö þurfa aö ganga inn I fyrirtækiö og lauk hann ræöu sinni á Alþingi þannig: /Égvil endurtaka aö ég samþykki rikisábyrgöina eingöngu á þeirri forsendu aö mjög náiö og ná- kvæmlega veröi fylgst meö þessum rekstri og Flugleiöum gert þaö ljóst aö ekki veröur liö- inn neinn yfirgangur.” í umræöum um þingsálykt- unartillögu mina 1978 áttu Flug- leiöir talsmann i þinginu, Friörik Sophusson, sem þrætti fyrir öll þau atriöi sem ég sagöi aö myndu gerast en þvi miöur haföi ég á réttu aö standa þvi vissulega heföi þaö veriö betra bæöi fyrir fyrirtækiö, Jijóöina og starfsfólkið aö þeir spadómar heföu reynst •angir. Lögmál frumskógarins — Frjáls samkeppni Þaö var Utilokaö fyrir Flugleiö- ir aö halda fluginu áfram i óbreytti mynd eftir aö Carter Bandarikjaforseti tók upp hina nýju flugmálastefnu sina sem for- stjórar Flugleiöa kalla lögmál frumskógarins en hugmynda- fræöingar Sjálfstæðisflokksins nefna yfirleitt frjálsa samkeppni, leiftursókn i markaösmálum. Þessu til viöbótar bættust mis- tök i rekstri, mistök i fjárfest- ingu, bæði hvaö snertir DC-8 og DC-10 þoturnar og ósamkomulag i Stjórn fyrirtækisins og fjölmarg- ar ákvaröanir sem geröu þaö aö verkum aö stjórnendur brugöust hvorki nægilega vel eöa fljótt viö aösteöjandi vanda. Þess vegna er þaö algerlega út i hött þegar Geirsarmurinn reynir aö flytja þá söguskoöun aö þaö sé að ein- hverju leyti rikisstjórninni aö kenna hvernig komiö er. Málun- um væri ekki komiö svo illa ef hlustað heföi veriö á varnarorð Alþýöubandalagsins og ef Sjálf- stæöisflokkurinn heföi gengiö til liös viö okkar i málinu 1978. Alþýöuflokksmenn hafa i þess- um umræöum gengiö lengst og Eiöur Guönason krafist þess aö stjórn Flugleiða fari frá. Samt sem áöur vitir þingflokkur hans Alþýöubandalagiö fyrir afskipti af þessu máli. Allar þeirra yfirlýsingar marklausar I byrjun september kynnti stjórn Flugleiöa almenningi gleöifregnir. Allt væri i besta lagi meö reksturinn,fyrirtækiö ætti vel Auglýsing um skipulag i Seltjarnarneskaupstað Samkvæmt lögum nr. 19/1964 er hér með auglýst eftir athugasemdum við breyt- ingartillögu að aðalskipulagi Seltjarnar- ness, Tillagan nær yfir svæðið frá landamerkj- um Seltjarnarness og Reykjavikur að austan að Bakkavör, Skólabraut og Fornuströnd að vestan. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu byggingafulltrúa Seltjarnarness frá og með deginum i dag til 15. desember n.k. Hlutaðeigendum ber að skila athuga- semdum sinum til bæjarstjórnar Seltjarnarness eigi siðar en 31. desember 1980 að öðrum kosti teljast þeir hafa sam- þykkt tillöguna. 27.október1980 Skipulagsstjóri rikisins Bæjarstjóri Seltjarnarness • Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ Onnumst þakrennusmíöi og uppsetningu annfremur hverskonar blikksmiöi. Gerum föst verötilboö SÍMI53468 ólafur Ragnar Grlmsson pingsjá fyrir skuldum og myndi innan 12 mánaöa skila 900 miljón kr. hagn- aði. Mörg blöö slógu þessu upp sem miklum fagnaöartíöindum og þegar ég leyföi mér aö benda á aö veruleikinn væri nú reyndar ekki svo, var þaö kallað aöför og ókurteisi. A sama hátt var annar eftirlitsmaður Flugleiöa for- dæmdur þegar hann leyföi sér aö benda á aö ýmislegt væri vafa- samt i þessari skýrslu fyrirtækis- ins og Geirsarmurinn og þing- flokkur Alþýöuflokksins sam- þykkti vitur á okkur. En hver var niöurstaðan, hver var sannleikur- inn? Tæpum tveimur mánuöum siöar lýsir Siguröur Helgason þvi yfir i blööum aö ef hann fái ekki rikisábyrgö aö upphæö 6 milj. dala fyrir byrjun nóvember þá hrynji fyrirtækiö. Og þaö er ekki einu sinni ljóst hvort fyrirtækiö eigi veö fyrir þeim ábyrgöum sem fariö er fram á. Yfirlýsingar Siguröar Helgasonar, 5 ár aftur I timann hafa allar reynst mark- leysa. Að tapa heilli Kröflu- virkjun á 2 árum I greinargerö eftirlitsmanna er vakin athygli á þvi aö þeir sendu stjórnendum fyrirtækisins 50 spurningar en svörin reyndust ófullnægjandi. Fyrir tæpum mán- uöi sendu þeir viöbótarspurning- ar en ekki hafa borist svör viö þeim. Stjórnendurnir hafa ekki einu sinni sýnt rikisstjórninni fjár- streymisáætlun á greiðslugrunni, og ekki heldur hvernig greiöslu- staöa fyrirtækisins gagnvart skuldbindinum sinum næstu mánuöi er. Ég lýsi þvi yfir sem form f járhags- og viðskiptanefnd ar þessarar deildar aö viö mun- um krefjast þess aö fá allar upplýsingar sem Alþingi og rikis- stjórn telur nauösynlegar. Frá 1978 hefur fyrirtækiö tapaö upphæö sem nemur andviröi einnar Kröf lu virkjunar . Stjómendur þess hafa þrisvar sinnum haft I hótunum nú síðast fyrir helgina þegar krafist var 6 milj. kr rikisábyrgðar , annars kæmi til stöðvunar. Alþýöubandalagiö hefur skýra og ljósa stefnu I þessu máli. t fyrsta lagi veröi skiliö á milli áhættu-og grundvallarflugs og fé almennings ekki hætt i áhættu- flugi. t ööru lagi aö starfsfdlk fyrirtækisins beri meginábyrgö á rekstrinum og ráöi feröinni. t þriöja lagi aö stjórnvöld fái aö- stööu til aö fylgjast meö rekstri fyrirtækisins. -€b. SKIPAUTGtRB RIKISINS Ms. Coaster Emmy fer frá Reykjavik 4. nóv. vestur um land til Akureyrar og snýr þar viö. Ms. Esja fer frá Reykjavik 6. nóv austur um land til Vopna- fjaröar. Ms. Hekla fer frá Reykjavik 7. nóv. vestur um land í hringferö. Viökoma samkvæmt áætlun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.