Þjóðviljinn - 30.10.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.10.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 30. október 1980 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ó’rfsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsbiaös: Guöjón Friöriksson. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Sigurðardóttir. Sbnavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Fœðingarorloffyrir öll foreldri • Eitt af þeim 12 atriðum sem f jallað er um í yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar um félagslegar úrbætur er fæð- ingarorlof. Þar segir: ,,Rikisstjórnin mun stefna að því með lagasetningu að koma fæðingarorlofi fyrir öll foreldri frá og með 1. janúar 1981." • í yf irlýsingunni kemur fram, að heimavinnandi hús- mæður sem einskis fæðingarorlofs hafa notið hingað til skulu nú fá eins mánaðar laun kr. 440.000,- við hverja barnsfæðingu. Það er þeirra fæðingarorlof. Sömu upp- hæð skulu þær konur fá greidda i fæðingarorlof, sem vinna f yrir launum utan heimilis skemur en 516 stundir á ári, en það samsvarar um þriggja mánaða vinnu. • Konur sem vinna fyrir launum utan heimilis 516 — 1031 stund á ári, það er þrjá til sex mánuði, skulu fá tveggja mánaða laun við barnsfæðingu, eða 880.000,- krónur í fæðingarorlof. • Konur sem vinna fyrir launum utan heimilis 1032 stundir á ári eða lengur, það er í um það bil sex mánuði eða meira skulu fá þriggja mánaða laun við hverja barnsfæðingu, eða 1.320.000- krónur. • Hér er krónutalan miðuð við núverandi laun, og sam- kvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar á hún síðan að hækka í fullu samræmi við almennar kaupbreytingar. • Hér er sannarlega um mikla og góða réttarbót að ræða fyrir mikinn f jölda af konum, bæði heimavinnandi húsmæður og þær sem afla tekna utan heimilis. • Ekki eru mörg ár liðin síðan konur í verkalýðsf élög- unum innan A.S.Í. öðluðust fyrst rétt til einhvers fæð- ingarorlofs. Og það er f yrst nú sem ríkið tekur að sér að standa að einu og öllu leyti undir greiðslum fæðingaror- lofsins. Allt til þessa hefur atvinnuleysistryggingasjóði verið gert að standa undir þeim greiðslum á fæðingaror- lofi kvenna innan A.S.I., sem lögboðnar eru. Nú er þeirri kvöð af sjóðnum létt. • Hingað til hafa margar ungar konur í verkalýðs- félögunum, sem unnið hafa skemur en þrjú ár aðeins átt réttá fæðingarorlof i í þrjár vikur. Nú öðlast þær rétt til fæðingarorlofs í þrjá mánuði séu þær við störf utan heimilis í hálft ár eða lengur. • Það er líka einkar athyglisvert, að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um fæðingarorlof ið er gert ráð fyrir þvi að greiðslur fæðingarorlofs séu ekki mismunandi háareftirþvíhvaða launum foreldri vinnur fyrir, heldur er miðað við kr. 440.000,- á mánuði fyrir alla jaf nt. Þann- ig getur láglaunakona t.d. í Iðju orðið á hærra kaupi þá þrjá mánuði sem hún nýtur fæðingarorlofs, heldur en hún ber út býtum aðra mánuði ársins. Kona sem vinnur fyrir háum tekjum á sínum vinnustað fær hins vegar heldur ekki nema 440.000,- á mánuði meðan hún er í fæð- ingarorlofi, og missir þá nokkurs í launum. — Þetta er jafnaðarstefna sem ástæða er til að fagna sérstaklega og þyrfti að verða til fyrirmyndar víðar. • Hér er einnig ástæða til að fagna því, að hið nýja fæðingarorlof verður ekki eingöngu bundið við mæður, heldur geta foreldrar komið sér saman um það hvernig orlofstimanum skuli skipt milli móður og föður, en gert er ráð fyrir að í þeim efnum ráði þó vilji móðurinnar jafnan úrslitum. • Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Starfs- mannafélagsins Sóknar segir um yf irlýsingu ríkisstjórn- arinnar í Þjóðviljanum í gær: • „Félagsmálapakkinn er góður og mun betri en ég átti von á. Kaflinn um fæðingarorlofið hefur mikið að segjafyrir konur innanVerkamannasambandsinsog Iðju en þar eru þeir hópar sem hingað til hafa verið hvað verst settir... Ég er mjög ánægð með að það skuli vera talað um foreldri. Þar með er karlmönnum opnuð leið til að njóta fæðingarorlofs. Það er annað sem líka gleður mig, greinin um aðekki megi segja ófrískum konum upp starfi. Það hefur viljað brenna við að Sóknarstúlkum væri sagt upp ef þær urðu barnshafandi." • Þetta voru ummæli Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur sem um árabil hefur verið í forystu eins helsta verka- lýðsfélags láglaunafólksins í landinu. • Það er sannarlega ekki lítils virði að geta nýtt að- stöðu í ríkisstjórn til slíkra réttarbóta fyrir alþýðu sem fæðingarorlof ið er. Slíkar réttarbætur er ekki auðvelt að draga til baka, þótt skipt verði um ríkisstjórn. —k. klippt ! Myglo og stöngulsýki Þaö er full ástæöa til aö menn ! spyrji sig og aöra þessa dagana: sósialdemókrat — hvaö er þaö? Margir telja aö veröldin | sé aö veröa ansi sósialdemó- I kratisk, og þvi fer fjarri aö Al- þýöuflokkurinn hafi nokkurn einkarétt á þvi einkennisoröi. , Alþýöubandalagiö sé oröiö svo I og svo kratiskt, Framsóknar- flokkurinn hefi lengi haft ýmis skýr krataeinkenni og kratiskir , sjúkdómar herji á Sjálfstæöis- flokkinn likt og mygla i kartöflu- haug. Hann Hannes okkar Hólmsteinn, sú mikla hjálpar- , hella og samviáka vinstri I raanna, vill raunar meina aö kratismi eöa „lýöræöisjafn- I aöarsamhyggja” sé á góöri leiö [ meö aö ganga af allri „katp- Isýslueinkafrjálshyggju” vest- rænna þjóöfélaga dauöri, og Ióviöa sé ástandiö verra en á Is- landi. En er nú ástæöa til aö ör- , vænta? Er ekki þróunin einmitt á hinn veginn, aö kapitalismi og borgarahyggja kreppi aö krat- ismanum og ógni tilveru hans? < Margt bendir 1 þá átt. Aö Iminnsta kosti aö þvi er tekur til hins aldna vigis sósialdemó- krata á íslandi, Alþýöuflokks- ■ ins. Þaö sýna best atburöir siö- Iustu daga, sem þó eru ekki nema rökrétt framhald lang- vinnrar þróunar (eöa stöngul- • sýki, svo aftur sé gripiö til kart- | öflumálfars). j Horfin sjónarmið hotfinna krata II sambandi viö ástandiö i Al- þýöuflokknum og þann félags- , anda sem þar rikir nú: Hvaö ■ heföu forgöngumenn verkalýös- stefnu og jafnaöarmennsku, þeir sém mótuöu Alþýöuflokk , fyrstu áratuganna, sagt um ■ undirbúning fiokksþings á þessu | herrans ári 1980? Ætli þeir væru ekki fegnir margir hverjir aö , þurfa ekki aö taka þátt I þeim • „félagsstörfum” sem nú eru talin einna nauösynlegust? A þeim árum er sósialisminn . var aö festast i sessi sem féiags- ■ hreyfing og hugsjón á Islandi og | þegar allir eöa velflestir sósial- I istar voru saman i flokki, þá | böröust menn ekki um forystu- ■ sætin, heldur unnu hver á sinum I staö svo sem kraftar entust. Væru menn kallaöir til forystu, | þá gegndu menn kalli og gengu • tilstarfa, en væri mönnum skip- I aöur annar bás, þá störfuöu I menn af ekki minna kappi og | gleöi þar. Menn geröu siöferöi- • legar kröfur til sjálfra sin og I félaga sinna, enda litu menn á I sig sem samverkamenn viö aö | leysa aökallandi þjóöfélags- . legan vanda. Samhyggjan I næröist af félagsskapnum I sjálfum og glæddist viö daglega | baráttu fyrir sameiginlegum . hagsmunum og hugsjónum. Af I þessu leiddi aö menn litu ekki á I svokölluö forystustörf sem feng | og hnoss heldur sem skyldu og ■ kvöö. I__________________________ Jón Baldvin Hannibalsson rit- stjóri minnist Stefáns Jóhanns I blaði sinu i gær meö þvf aö af- neita fööur sinum og setja rétt- trúr.aðarsiimpil á eyöimeri.ur- göngu Alþýöuflokkgir.s gegnum tföina. t nútfmanum stefna allir Aiþýöuflokksmenn aö sama marki... (Raunar er óþarfi og allt aö þvi skammarlegt aö vera aö rekja þetta fyrir félagsvönu fólki: Siöferöi gömlu kratanna er auövitaö rikjandi í svo ákaf- lega mörgum hagsmuna- og áhugafélögum enn þann dag I dag, og út i hött aö leita aö dæmum úr einhverri gullinni fortiö — nema aö þvi er tekur til Alþýöuflokksins.) Valdapólitiskur flokkur útávið og innávið Þegar svo er komiö fyrir Al- þýöuflokknum, aö hver ryöst um annan þveran til aö hreppa forystu- og tignarsæti I flokknum, þá segir þaö fróölega en um leiö sorglega sögu: Ekki aöeins útáviö er flokksstarfiö oröiö aö valdapólitisku tafli, heldur einnig innáviö. Enginn starfar lengur f flokknum fyrir flokkinn, heldur einvöröungu fyrir sjálfan sig, og þá er nú hætt viö aö hugsjónirnar séu litiö á dagskrá. Togstreita mis- munandi sjónarmiöa um stefnur og starfsaöferöir má heita regla i hverjum hugsjóna- flokki. En um slikt er ekki aö ræöa i Alþýöuflokknum. „Viö erum báöir traustir hægri kratar”, segir Vilmundur Gylfason um sig og MagnUs Magnússon. Enginn þátttakandi i kapphlaupinu um stööur innan Alþýöuflokksins færir fram neitt þaö sem á skylt viö póli- tiskan ágreining viö annan keppnismann. Þess vegna eru þærliössveitir sem „fory stumannaefnin” safna um sig, ekki einkenndar málefnum og stefnu heldur ein- vöröungu persónum og poti. Enginn er borinn fram af fylgis- mönnum sinum, heldur bjóöa menn sig fram sjálfir og safna siöan liöi. I bændaglimu kusu bændur sér liösmenn. Svipaöan I hátt hafa hinir framagjörnu I I Alþýöuflokknum. Og hafa I gleymt þvi aö stundum féllu • bændur báöir. Alþýðuflokkur j varð úlfaflokkur Félagsböndin i Alþýöu- . flokknum eru hætt aö vera sam- I tengjandi og sameinandi afl. Félagsböndin eru ekki friöbönd , og marka ekki griöastaö heldur • þvert á móti vigvöll þar sem ! launsátriö er jafn sjálfsagt og burtreiöarnar. Um völlinn reika forystukomplexeraöir menn J sem ekki sjá neitt verkefni æöra I en þaö aö efla eigin dýrö. I Félagsskapurinn er þeim ekki 1 uppspretta afls vegna sam- J hyggju og bræðralags, heldurer I hann þeim einvörðungu tæki- I færi til liössafnaöar utan um 1 einstaklingshyggju sína. Þetta j þýöir um leiö aö þaö hefur ræst | sem jafnaðarmenn fyrri tiöa i óttuöust að mundi dynja yfir sem afleiöing hins skefjalausa kapphlaups kapitalismans um , gróöa, völd og áhrif: „hver i maður er öðrum úlfur”. Og auövitaö gætir þessarar | borgarahyggju hjá fleirum en . fáeinum komplexamönnum. Ef ■ þeir væru einir I sök, uppskæru þeir ekkert nema fyrirlitningu | félaga sinna fyrir bolabrögðin. ■ Hiö alvarlega fyrir Alþýöu- i flokkinn er þaö, aö meginhluti I flokksmanna viröist h'ta á þetta j sem eðlilegt ástand og eru þvi • orönir úlfar sjálfir. Hvað má sigurvegara til varnar verða? j I slikum félagsskap er enginn öðrum tryggur lengur en hann sjálfúr telur sig hafa gott af. Þess vegna er hætt við þvi aö I sigur á einu flokksþingi sé skammgóður vermir. Þaö koma , fleiri flokksþing og fleiri tæki- færi til „lýöræöislegrar af- greiöslu”. Sá sem sigrar I dag, I liggurívalnum á morgun, nema | hann geti skapað einhverja sér- , staka vamarmúra I kringum ■ sig. Aður fyrr töldu menn Alþýöu- flokkinn virki og háborg jafn- , aöarstefnu og fleiri dyggöa. Nú i er þaö löngu liöin tiö og flokkur- I inn hefur um skeiö likst | vallgrónum rústum þar sem , stefnulausir menn slægju. tjöldum sinum til einnar nætur eöa svo. En senn rekur aö þvl, aö Alþýöuflokkur veröi samheiti , á mörgum virkjum harösvlr- ■ aöra ójafnaöarmanna sem búast til langrar setu og þekkja ekki lýöræðislega vegferö nema , úr hrollkenndri endurminningu. ■ Og eins og oft vill veröa, er vopnabúnaöurinn meira miö- aöur viö innbyröis átök en fólk- ■ orustur viö stéttaróvini og aöra I drauga fortiöarinnar sem Al- I þýöuflokkur nútlmans telur til | hindurvitna. —iut ■ oa skorid Kvennaverkfalls minnstá Selfossi: Vilja umræðufundi árlega Sjö kvenfélög og klúbbar á Sel- fossi gengust fyrir fundi þar I bæ föstudaginn 24. október s.l. til aö minnast þess aö fim m ár voru þá liöin frá kvennaverkfallinu mikla. Sjötiu manns sóttu fundinn. A dagskrá voru ávörp, skemmti- atriöi og fjöldasöngur, svo og frjálsar umræöur um jafnréttis- mál. Borin var upp áskorun til allra kvenna á landinu aö beita sér fyrir kvennaverkfalli 24. októ- ber fimmta hvert ár, og var hún samþykkt meö 27 atkvæöum gegn 16. Þá var samþykkt samhljóöa ályktun um aö skora á kvenna- og jafnréttissamtök i landinu aö beita sér fyrir umræöufundum um jafnréttismál 24. október ár hvert. — ih

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.