Þjóðviljinn - 30.10.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.10.1980, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 30. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Þijú félög sameinast Wmm Sunnudagurinn næsti veröur stór dagur hjá bóka- gerðarmönnum á tslandi. Þá verður hið nýja stéttarfélag þeirra — Félag Bókagerðar- manna — stofnað formlega. Það mun svo taka til starfa 1. janúar nk.og þá um leið verða þrjú stéttar- félög lögð niður. Það eru Hið isl. prentaraféiag, elsta stéttarfélag á landinu, stofnað 1897, Bók- bindarafélag islands sem stofnað var 1906 og Graf- Iska sveinafélagið sem stofnað var 1973. Hér á myndinni eru formenn þessara félaga f.v. Ólafur Emilsson formaður HtP, Arnkeil B. Guðmundsson formaður Bókbindarafélagsins, Arsæll Ellertsson formaður Graffska sveinafélagsins og svo Magnús E. Sigurðsson, sem verður formaður hins nýja félags, Fél. Bókargerðarmanna. (Ljósm.—eik—) Verkamanna félagið Dagsbrún Félagsfundur verður haldinn i Austurbæjarbiói í dag fimmtudaginn 30. okt kl. 5 síðdegis. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Nýir kjarasamningar. Á fundinum verður dreift nýjum kjara- samningum og kauptöxtum. Dagsbrúnarmenn mætið vel á fundinn Stjórnin. Listamenn Kjallari 90 ferm. i steinhúsi, rétt hjá Hlemmi, er til sölu. Leirbrennsluofn ásamt rennibekk ofl. getur fylgt. Upplýs- ingarisima 20266. Ný tegund tíðatappa tekin af markaði i Bandarikjunum Tapparnir eru varhugaverðir Sjaldgœfur eitrunarsjúkdómur er rakinn til notkunar þeirra Eru tiðatapparnir llfshættu- sjúkdómsvaldandi gerla og flestir legir? Að minnsta kosti ein teg- und þeirra, Rely tappar, sem ný- lega kom á markað I Bandaríkj- unum, liggur undir þeim grun og hafa bandarisk heilbrigðisyfir- völd bannað sölu og dreifingu þeirra. Virðist tappinn eiga sök á þvi að gerillinn Staphyiococcus Aureus, sem við eðlilegar að- stæður veldur ekki sýkingu i leg- göngum kvenna, nái að fjölga sér svo að eiturefni sem hann fram- leiðir sfist út i blóðrásina. Veldur það útslætti, hækkandi hita og eins konar sjokkeinkennum og hafa 19 dauðsföll á þessu ári verið rakin til sjúkdómsins I Banda- rikjunum. Sjúkdómstilfellin eru hins vegar nær 350 talsins og stærsti hluti sjúklinganna er konur, sem notað hafa tappa i tiðablæðingum. Rely tappar hafa ekki verið á markaði hér á landi. En hvað er það sem gerir tappa varhugaverða? Lengi hefur það verið viðurkennd staðreynd að blóðósa tappi er ákjósanlegasta gróðrastia fyrir ýmsar tegundir Helmingi fleiri í Sókn Sóknarkona hafði samband við okkur ogbenti á að I grein Bjarn- friðar Leósdóttur „Fyrirvinna þjóðarinnar” sem birtist hér i blaðinu 24. október s.l., heföi verið rangt farið með tölu félaga i Sókn. — Bjarnfriður sagði, að i Sókn væru 2000 konur, en þaö kom fram á félagsfundi s.l. mánu- dagskvöld, að i Sókn eru 4078 félagar, eða rúmlega helmingi fleiri, — sagði Sóknarkonan, og leiðréttist þetta hér með. — ih læknar vara konur við notkun tappanna ef þær eru með sýkingu ileggöngum eða útferð. A undan- förnum árum hefur sogkraftur tappanna verið aukinn markvisst og á vaxandi útbreiðsla lykkj- unnar trúlega sinn þátt i þeirri þróun þar sem henni fylgja venjulega miklar blæðingar. Aukinn sogkraftur veldur þvi að sjaldnar þarf að skipta um tapp- ana, — þeir eru lengur að fyllast og gerilvöxtur i þeim verður geysilega hraður. Rely tapparnir erue.k. hápunktur iþessari vöru- þróun og með miklu magni trefja- efna hefur tekist að tvöfalda sog- kraft þeirra miðað við gömlu tappana. Enda reyndust flestar bandarisku kvennanna hafa notað einmitt þessa tegund af töppum! 1 viðvörun bandariskra heil- brigðisyfirvalda vegna þessa máls hafa konur verið áminntar um að henda þeim birgðum Rely tappa, sem kunni að leynast i baðskápnum, — nota aðrar teg- undir sem ekki safna eins miklum vökva i sig, — skipta oftar um tappa og nota þá ekki um nætur og þegar draga fer úr blæðingum. Á það hefur hins vegar verið bent að of ör skipti á töppum valda oft ofþornun I slimhúð legganganna: hún verður viðkvæmari fyrir hnjaski og þar með sýkingum! Eins og fyrr segir hafa Rely tappar ekki verið á markaði hér á landi og eru algengustu tegund- irnar hér o.b.og Tampax.Giskað er á að hátt i tvær miljónir tappa séu seldar hér árlega en þeir eru misstórir og sogkrafturinn mis- mikill. Virðist fyllsta ástæða til þess að vara konur við þvi að nota tappana eingöngu og alltaf og hvetja þær til að láta ekki auglýs- ingaskrum um notagildi þeirra og öryggi villa um fyrir sér. — AI Tónlistarskóli Akureyrar, Hríseyjardeild ásamt grunnskóla Hriseyjar óska eftir að ráða tónlistarkennara i fullt starf frá 1. jan. n.k., Umsóknarfrestur til 15. nóv. Umsóknir sendist skólanefnd. Upplýsingar veittar i simum 96-61763 og 96-61704. TEKKOSLOVASKIR DAGAR AÐ HÓTEL LOFTLEIÐUM 30. OKT.-2. NÓV. STÓRKOSTLEG SKEMMTIATRIÐI TEKKNESKIR DANSAR LÁTBRAGÐSLEIKUR FYRRVERANDI HEIMSMEISTARI í HAPPDRÆTTI Á HVERJU KVÖLDI HARMONIKULEIK Aðalvinningur: Skíðaferö til Tékkóslóvakíu. TRÍÓ SEM LEIKUR FYRIR DANSI TÉKKNESKUR MATSEÐILL TÉKKNESK SÖNGKONA Framreiddur af tékkneskum matreióslumönnum. GOÐA SKEMMTUN HOTEL LOFTLEIÐIR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.