Þjóðviljinn - 30.10.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.10.1980, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 30. október 1980 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 7 Kvikmyndir Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar Idjótinn í Fjala- kettinum 1 þessari viku sýnir Fjala- kötturinn sigilda, japanska kvik- mynd: Idjótinn (Hakuchi), sem snillingurinn Akira Kurosawa gerfti árift 1951, og byggöi á sam- nefndri skáldsögu eftir Fjodor Dostojevski. A undanförnum árum hafa Fjalakettlingar lagt töluveröa rækt viö aö sýna japanskar kvik- myndir. Er að þessu mikill fengur, þvi varla fengi maður að sjá þessar myndir annars- staðar.Kurosawa er nafnið sem gnæfir yfir önnur nöfn þar eystra, einskonar Bergmann þeirra Japana. Margar mynda hans eru löngu komnar i flokk með þeim perlum kvikmyndalistarinnar sem aldrei fyrnast (vonandi): Rashomon, Rauðskeggur, Dodeska den, Dersu Uzala, Nátt- bólið, Idjótinn. Auk þessara sigildu mynda hefur hann gert margar aðrar, sem bera snilld hans vitni: samuraimyndir, þrillera o.s.frv. Kurosawa er nú orðinh sjötugur og heyrst hefur að á siðustu árum hafi hann átt i erfiðleikum með að fá fjármagn til að gera myndir sinar, sem er vissulega sorgar- saga. Gamla manninum virtist ekki vera farið neitt að förlast þegar hann gerði Dersu Uzala fyrir nokkrum árum„ en sú mynd var sýnd hér i Laugarásbiöi eins og menn muna. Það voru Rússar sem gerðu Kurosawa kleift að gera Dersu Uzala. Tengsl japanska snillings- ins við Rússa eru ekki ný af nál- inni, þvi að hann hefur kvik- myndað a.m.k. tvö rússnesk bók- menntaverk: Náttbólið eftir Gorki og Idjótinn eftir Dosto- jevski. Við gerð þessara mynda hefur Kurosawa ekki bundið sig fastan við hinn ytri búning bók- menntanna, heldur fyrst og fremst fengist við kjarna máls- ins: persónurnar og sálarlif þeirra. Mynd eftir Kurosawa verður alltaf fyrst og fremst japönsk, hverrar þjóðar sem við- fangsefni hans er. Hann er einn af þessum meisturum sem kafa undir yfirborðið og finna það sem er sameiginlegt mönnum hvar- vetna, án þess þó að búa per- sónum sinum stað i háspekilegu tómarúmi. Skáldsaga Dostojevskis, Idjót- inn, kom út 1868. I henni er sögð sagan af Myskin fursta, sem er flogaveikur og einskonar Kristur sins tima. Hann er gjörsneyddur allri eigingirni og gæddur rikri samúð með öllu sem lifir. Þetta góðmenni kemur til Pétursborgar og ipn i spilltan yfirstéttarheim sem dregur dár að honum og eyðileggur hann smám saman. I þessari sögu gerir Dostojevski grein fyrir sinum hugmyndum um siðferðisboðskap Krists, en þær hugmyndir voru oft á tiðum viðs fjarri boðskap kirkjunnar. 1 þeim vonda heimi sem Myskin fursti lifði i var hann uppnefndur Idjótinn, og áður en lýkur er vonska heimsins búin að gera þetta uppnefni að sannnefni. Það er ekki rúm fyrir góðmennsku og samúð i þeim heimi. Yfirstéttin i Pétursborg á nitjándu öld var auðvitað ekkert einsdæmi hvað þetta snerti, og Kurosawa þarf ekki að byggja upp gömlu Péturs- borg i kvikmyndaveri til að finna kvikmynd sinni verðugan bak- grunn. En sjón er sögu rikari. Sýn- ingar Fjalakattarins eru i kvöld og um helgina. Myndin er nokkuð löng (165 min.) og verður hún sýnd i Tjarnarbiói af þeim sökum. Sýningar eru i kvöld kl. 18.50, laugardag kl. 13.00 og á sunnudag kl. 18.50. — Félagsskir- teini verða seld i Tjarnarbiói um helgina. Verð þeirra er 13 þús. kr., og gilda þau á allar sýningar vetrarins. Úr kvikmynd þessari viku. Kurosawa, „Idjótinn” Fjalakötturinn sýnir Djákninn á Myrká a motorhjoli Þeim islendingum fer stöftugt fjölgandi sem ieggja stund á nám i kvikmy ndagerð. Einn þeirra er Viftar Vikingsson, sem undanfarin ár hefur numið vift einn þekktasta kvikmyndaskóla Vestur-Evrópu, IDHEC i Paris. í fyrrakvöld sýndi Viftar próf- mynd sina „Hvitur blettur i hnakka" fyrir troftfullu húsi i franska bókasafninu viö Laufásveg. Einsog nafnið bendir til er myndin, sem er hálfrar klukku- stundar löng, byggö á þjóðsög- unni um djáknann á Myrká. Mjög frjálslega er þó farið með efniö. Djákninn á Myrká ekur mótorhjóli um götur Parlsar, klæddur leðurjakka og skrýddur vikingahjálmi meö hornum. Dauða hans ber þannig að hönd- um, að hópur töffara stöðvar hann á brú, lemur hann i hnakk- ann og fleygir honum yfir brúarhandriö i Signu. („Ekki gat ég látið hann fara niður um is á Signu”. — sagöi Viðar). Sagan er sett i nútimalegan búning, með þvi að myndin byrjar og endará miðilsfundi. Þar fáum við að sjá Sigurð Pálsson skáld fara á kostum i hlutverki miðilis.GerardChinotti leikur djáknann og er mikiluö- legur ásýndum. Stúlkuna Garúnu, sem I myndinni heitir reyndar Peggy Sue, leikur Sissý Benediktsson. „Hvitur blettur i hnakka” ber glögg einkenni skólamyndar, en þetta er skemmtileg og frumleg skólamynd. Ekki er rétt að vera með neina stóra spádóma á þessu stigi málsins, en vissu- lega væri óskandi að Viðar fengi tækifæri til að spreyta sig hér heima. Ný gerð rafmagnsþilofna Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hjá Hrafnatindi íVík Nýlega hefur fyrirtækið Hrafnatindur í Vík í Mýr- dal hafið framleiðslu á nýrri gerð rafmagnsþil- ofna, svonefndra Telmaster-of na sam- kvæmt norsku fram- leiðsluleyfi. Eru ofnhlut- arnir f luttir inn f rá Noregi, en Hrafnatindur sér um samsetningu þeirra. Telmaster-inniofnarnir eru að því leyti frá- brugðnir venjulegum raf- hitaofnum að þeir eru úr Hestamenn mættu gefa því gaum, að laugardaginn 8. nóv. n.k. fer fram á Stóðhestastöðinni á Litla - Hrauni uppboð á sex reið- hestaefnum og stóðhest- inum Svarti 777 frá Syðra - Laugalandi. Folarnir eru allir nokkuð tamdir, gang- góðir og „alþægir Ijúfling- ar". Uppboðið hefst kl. 15:00. Upp verða boðnir eftirtaldir folar: Aldur, 6 vetra, frá Akureyri. Skilir, 5 vetra, frá Skáney I Borgarfirði. Raf magnsþilofnar frá Hrafnatindi. áli. Alið hefur mjög góða hitaleiðningaeiginleika sem gefa betri varmaflut- Kraftur, 5 vetra, frá Kröggólfs- stöðum, Arnessýslu. Litli-Núpur, 5 vetra, frá Kirkju- bæ, Rang. Bárekur, 4ra vetra, frá Báreks- stöðum i Borgarfiröi. Dreyri, 4ra vetra, frá Odds- stööum i Borgarfiröi. Stóðhesturinn Svartur777, sem er 12 vetra, friður, ganggóður reiðhestur, hefur hlotiö önnur verðlaun fyrir afkvæmi, en þau voru þá ung og ekki fullmótuö. Þau hafa góðan vilja og ágætt tölt, sum laglega vökur. Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðu- nautur telur að „margur mundi bætd ræktun sina meö þvi að nota Svart 777”. —mhg ning úr til rifjanna. Hinn mikli hraði á gegnum- streyminu leiðir af sér minnstan mögulegan rykagnabruna og hindrar þar með „þurrt" loft. Telmaster-rifjaofninn er ný ofngerð. Rif og hitöld eru sett saman á nýjan hátt. Þetta er ofn fyrir margskonar notkun þvi hann er sprautuvarinn og ryöfrir. Telmaster-skipaofninn er hinn eini slikra ofna, sem gerður er úr ryðfriu stáli og búinn hitastilli. Telmaster-öryggisofninn er þeirrar geröar, að hann veldur ekki bruna þótt á hann séu breidd brennanleg efni. Þvi er hægt aö staðsetja ofninn þar sem hætta er á að heft sé loftstreymi gegnum hann, t.d. i fatahengjum, á barna- og elliheimilum o.s.frv. Þegar breitt er yfir ofninn rofnar straumrás hans áöur en hitastigi eldhættu er náö. Er þetta leyst þannig, að tveir óháðir hitastillar þreifa á hitastiginu á allri ofn- lengdinni. Afgreiösla á Telmasterofnun- um er hjá Jötni h.f. i Reykjavik og þar er hægt að fá allar nánari upplýsingar. — mhg Stóðhestastöðin á Litla-Hrauni: Hestar til sölu Lausar stöður Staða yfirlæknis á Svæfinga- og gjör- gæsludeild F.S.A. er laus til umsóknar. Umsóknir er greini aldur, námsferil og fyrri störf sendist stjórn, eða framkv.stj. sjúkrahússins, sem gefa nánari upplýs- ingar. Umsóknarfrestur er til 1. des. 1980. Staða yfirlæknis i bæklunarlækningum er laus til umsóknar. Umsókn er greini aldur námsferil og fyrri störf, sendist stjórn eða framkvæmdastjóra sjúkrahússins, sem gefa nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 1. desember 1980. Allur akstur krefst varkárni Ytum ekki barnavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar UUMFERÐAR RÁÐ Siitiiim er 81333 UÚÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.