Þjóðviljinn - 30.10.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.10.1980, Blaðsíða 16
MOÐVIUINN Fimmtudagur 30. október 1980 'BRAGAGATA EINBYLK Lítiö og vinalegt einbýlishús úrf timbri. Húsiö er mikið endurnýj-l aö og býöur upp á möguleika til j stækkunar. Nú er það ca. 35 i term. aö grunnileti. ein hæö og< ris, stotur. 3 svefnherb , eldhús c og baö. Verö 36—37 millj Fermetri á milljón VerBbólgan á Islandi er ekkert lamb aö leika sér við. Nú um helgina voru sum dagblaðanna full af fasteignaauglýsingum og virðist svo sem enn riki logn- molla á þeim markaöi. 1 einu blaðanna birtist þessi auglýsing: „Bragagata 7 einbýli. Litiö og vinalegt ein- býlishús úr timbri. Húsið er mikið endurnýjaö og býður upp á möguleika til stækkun- ar. Nú er það ca. 35ferm.aö grunnfleti ein hæð og ris, stofur, 3 svefnherbergi, eld- hús og bað. Verö 36—37 milj.” Fermeterinn kostar rúma miljón, takk! —ká 300tonna smjötjjall á útsölu Auk 264 miljóna niður- greiðslu á sm jörfjallinu mun rikisstjórnin verja 1700 milj. kr. samkvæmt lánsfjár- og framkvæmdaáætlun 1981 til að greiða niður hluta af halla á óverðtryggöum útflutningi búvara á veröla gsá rinu 1979—80. Þetta hefur verið sam- þykkt f tengslum við sam- komulagsgerð sex manna nefndarinnar um verölags- grundvöll landbúnaöarins, sem nú er unnið að. Jafn- framt er gert ráð fyrir, að veröhækkun á ull, gærum og kartöflum veröi sambærileg við hækkun grundvallarins. Hafa landbúnaðar-, fjár- mála- og viðskiptaráðherra Iheimild til að ákveða hugsanlega aukningu niöur- greiðslna á þessum vöruteg- , undum. bau mál verða tekin ■ til athugunar eftir komandi I helgi og er þess jafnframt I óskað, aö nýtt verö þessara , vara verði ekki kynnt fyrr en ■ ákvörðun liggur fyrir. —mhg/vh I Niðurgreiðslur búvara: 1700 milj. vegna halla á útflutningi Akveðið er aö efna til út- sölu á 300 tonnum af smjöri. Er útsalan einn þáttur þess samkomulags sem tókst um verölagsgrundvöll búvara. Útsöluverö smjörsins verður 2000 kr. kflóiö en núverandi verð er kr. 3760. Alls nemur verölækkunin ,528 milj. kr. Rikisstjórnin mun sjá um greiðslu á helm- ingi þeirrar upphæöar, eöa 264 milj. kr. en framleiðend- ur bera hinn helminginn. Mun sú upphæð nema að meðaltali eitthvað á annaö hundraö þúsund kr á hvern mjólkurframleiðenda. Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tlma er hægt að ná I blaöamenn og aðra starfsmenn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími blaðsinsiþessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot afgreiðslu 81663 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiöslu blaösins i slma 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Fimmtugt útvarp í stereó Rikisútvarpið ætlar að veita sér þann munað á fimmtugsafmæli sinu I desember nk. að hef ja útsendingu I stereó. A meðan breytingin stendur yfir,, hafa þulir og tæknimenn aðsetur i stúdiói 2, þar sem útvarpsleik- ritin hafa verið tekin upp. Hér er Jóhannes Arason þuiur þangað kom- inn ásamt gömlu „græjunum”, sem brátt munu syngja sitt siðasta. i stúdiói 2 cr talsvert viöara til veggja en i gamla þularklefanum. Hér stendur Jón örn Asbjörnsson tæknimaður i bækistöðvum útsend- ingarstjóra, sem nú er veriðaö stækka. Myndin er tekin daginn áður en byrjað var á þeim framkvæmdum. Búiö er aö brjóta niöur vegg og stækka vistarverur útsendingarstjóra um helming. (Myndir: — gel).) Sigfinnur Karlsson, form. Alþýðusambands Austuriands: Stórkostleg réttar- bót fyrir sjómenn Sigfinnur Karlsson, formaður Alþýðusambands Austurlands á sæti i stjórn Sjómannasambands tslands. Við hringdum i Sigfinn og ræddum við hann um þau atriöi sem snúa aö sjómönnum i yfirlýs- ingunni sem rikisstjórnin gaf úr I tengslum við nýgerða kjara- samninga. — Ég vil fyrst taka fram, sagði Sigfinnur, að þau ummæli sem höfö eru eftir mér á 2. siöu Morgunblaösins i gær, 29. okt., eru ekki algerlega rétt eftir mér höfö. 1 viðtalinu viö Morgunblaöið tók ég m.a. fram aö ég virti margt i yfirlýsingu rikisstjórnar- innar um félagslegar úrbætur, ekki sist þau atriði sem að sjó- mönnum snúa. — Hvað finnst þér, Sigfinnur um þá réttarbót, sem felst i yfir- lýsingu rikisstjórnarinnar að sjó- menn öðlist nú rétt til lifeyris frá 60ára aldri, hafiþeir stundað sjó- mennsku i 25 ár? — Þetta tel ég stórkostlega réttarbót. Við höfum barist fyrir þessu i nokkur ár i sjómannasam- tökunum, en það er fyrst nú sem árangurnæst.ÉgtellÍka, aö lögin frá siðasta Alþingi um rétt sjó- manna i veikinda- og slysatil- vikum hafi verið mikill ávinn- ingur fyrir sjómenn. Við höföum lengi barist fyrir réttindum sjó- manna i þeim efnum, en aldrei verið tekið jákvætt undir þá kröfugerðaf stjórnvöldum meðan ihaldið réöi hér mestu. Ég met lika mikils það atriði i yfirlýsingu nkisstjórnarinnar nú, að heitið er fjármunum til sjó- mannasamtakanna til aö gera þeim kleift aö fylgjast betur með öryggisbúnaði skipa og halda uppi eftirliti meö lögskráningu auk almenns erindreksturs. Sigfinnur Karlsson. Þetta atriði i yfirlýsingunni er i samræmi við þær kröfur sem ég beitti mér fyrir i stjórn Sjó- mannasambandsins og á þingi þess nú á dögunum aö settar yrðu fram, sagöi Sigfinnur að lokum. k. . Hjálmar Jónsson formaður Málarafélagsins um málaraverkfallið: Man ekki betri samstööu Það er niikil samstaða hjá málurum að gefa ekki eftir I þessu máli og ég get fullyrt það aö i öll þau ár sem ég hef verið i Málarafélaginu man ég ekki eftir betri samstööu félaga en i verk- fallinu I dag, það mun hafa veriö nær 100% þátttaka félagsmanna I þvi, sagði Hjálmar Jónsson for- maöur Málarafélagsins i viðtali viö Þjóðviljann i gærkveldi. Málarafélagið var sem kunnugt er ekki aðili að kjarasamningum sem undirritaöur var á dögunum, félagiö haföi áður sagt sig úr samninganefnd ASl. Hjálmar sagði að ákvæðiö um ákvæðisvinnuna i hinum nýja kjarasamningi hefði verið aöalástæöan fyrir verkfalli málara, sem vildu með þessum hætti mótmæla þvi hvernig farið hefði verið meö ákvæöisvinnu- menn i byggingariðnaði i þessum samningum svo og samningum siöustu 10 til 12 árin. Okkur er alltaf stillt upp viö vegg þegar samningar eru gerðir og sagt þið fáiö þetta og ekkert meira, enda höfum verið jafnt og þétt aö dragast afturúr, sagði Hjálmar Jónsson. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.