Þjóðviljinn - 30.10.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.10.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 30. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 um Alusuisse- á Nýja-Sjálandi i»ar ætlar ál- hringurinn lika ad krækja sér í ódýra raforku- borgar samt þrefalt meira en á íslandi A Nýja-Sjálandi ætlar Alusuisse aö borga 1,8 sentfyrir kwt. stund en andstæðingar álversins segja aö Nýsjálendingar þurfii 3,3 sent! Deilt álver Alusuisse hefur samiö viö stjórnvöld á Nýja-Sjálandi um smiöi álverksmi'Oju sem á aO geta afkastað um 200 þúsund tonnum á ári. Þessi áform þykja mörgum Nýsjálendingum næsta hæpin og hefur veriö hafin gegn þeim mótmælahreyfing. Adeila þessi er um margt furðulik þeirri sem hér var á íslandi háö viösama fyrirtæki —og þá ekki sist út af raforkuverðinu. John Parker heitir hagfræði- prófessor i Dunedin á Nýja-Sjálandi sem nýlega gerði sér ferð til Sviss til að safna gögnum og stuðningi i baráttu gegn álverksmiðju þessari. Hann segir á þessa leið i viðtali við svissneska blaðið Rote Anneliese. Orkuverð Samkvæmt þeim samningum sem gerðir hafa verið mun Alusuisse kaupa af Nýsjálend- ingum 400 megavött fyrir 1.8 sent kwstund (það þætti tslendingum allgott — við fáum 0.6 sent fyrir kwtstund þeirrar orku sem er seld til Straumsvik- ur.) Parker og hans samherjar eru mjög óánægðir með þennan samning vegna þess, að þeim reiknast svo til, að sú viðbót við orkukerfi Nýja-Sjálands sem þarf til að koma þessari álverk- smiðju I gagnið kosti 3,3 sent á hverja einingu. Þessi samning- ur á að gilda i 22 ár og á það grunnverð á raforku sem fyrr var nefnd (1,8 sent) að elta verð á áli á heimsmarkaði upp og niður Með öðrum orðum, segir John Parker, er til þess ætlast að rikisframlög og skattpeningur almennings á Nýja-sjálandi tryggi að fjárfesting Alusuisse beri ávöxt. --------------------------------í Dýr fjárfesting Auk þess telur John Parker að hér sé um mjög hæpna fjárfest- ingarstefnu að ræða. Alusuisse ■ mun leggja til 650 miljónir doll- ara, en Nýsjálendingar munu I þegar allt kemur til alls, leggja | helmingi meira á móti. At- ■ vinnuleysi er mikið og vaxandi og þvi brýnt að skapa sem flest atvinnutækifæri. Álfjárfestingin I kostar hinsvegar landið um eina ■ miljón dollara, hvert nýtt starf — og er það kannski tiu sinnum I dýrara en það kostar að skapa störf i ýmsum öðrum greinum • t.d. f iðnaði sem vinnur úr skóg- um Nýja-Sjálands. Millifærsla Rote Anneliese hefur reyndar ] fengið merkilegt tilsvar um > Nýja-Sjáland frá einum tals- manna Alusuisse: ummæli hans gætu ósköp vel átt viö um , Island. Hann segir: „Auðvitað gætum við byggt einstaka álver i Evrópu enn. En j raforkuveröið yrði ekki sam- , bærilegt við það sem viö fáum á Nýja-Sjálandi. Þvi getum við - I sagt, að við fjárfestum i Nýja- Sjálandi til að halda álverum ■ okkar i Evrópu samkeppnis- I færum”. Alusuissemaðurinn mun að T sjálfsögðu eiga við meginland ■ Evrópu, þegar hann talar svo, i en ekki þá Paradis sem fyrir- tækið hefur eignast á Islandi. I (áb tók saman). * ________________________________I STYRJÖLDIN MILLI ÍRAKS OG ÍRANS: Leysir styrj aldarástandið gíslamálið? Styrjöld trans og traks og svo kosningabarátta forsetaefna i Bandarikjunum hafa enn á ný fært mál bandarisku gislanna i lran upp á dagskrá fjölmiðla. Sumir fréttaskýrendur telja, aö þaö mundi duga Carter forseta tii sigurs, nú, ef gislamálið leyst- ist á tiltöiulega hagkvæman hátt. A hinn bóginn hefur transþingi ekki tekist aö komast að neinni niðurstöðu um máliö þrátt fyrir stifa leynifundi og áhuga Bani Sadr forseta og fleiri áhrifa- manna á þvi aö fá máliö út úr heiminum. Það mun útbreitt skoðun meðal áhrifamanna i tran að gislamálið geti nú orðið aðeins skaöað Iran. En á hinn bóginn hefur það vaxið upp i þvilika stærð i vitund al- mennings, að erfitt reynist að finna smu^u út úr þvi. Hér við bætist, að í opinberum áróöri hef- ur stjórnin i Teheran lagt svo mikið upp úr þvi, að Bandarikin hefðu lagt á ráðin um innrás Iraka aö erfitt er að útskýra fyrir þeim almenningi sem þessu átti að trúa, hvers vegna nú mætti sleppa gíslunum lausum. Viötal við Bani Sadr Það er ekki langt síðan Bani Sadr forseti itrekaði einmitt þá skoðun aö Irak ætti Bandarikin að bakhjarli I viötali við Newsweek, sem birtist 6. okt. Þar var hann fyrst spurður aö þvi, hvaða ávinning hann teldi að trak vænti sér af striðinu. Bani Sadr svar- aöi: „Irakar og Bandarikjamenn hafa hvorir tveggja það sama markmiö aö steypa byltingar- stjórninni i Iran. Þeir vilja setja bandariska leppa i staö okkar.... Um leiö og þeir hófu árás sina, væntu Irakar þess, að Iranski herinn fremdi valdarán og koll- varpaöi byltingarstjórninni. Þeir héldu, aö i Iran yrði komiö á nýrri stjórn undir verndarvæng iraska hersins. Að minnsta kosti töldu þeir, að þeim mundi auðnast að „frelsa” svæöi austan Iraks og að setja þar á laggir svonefnda frjálsa rikisstjórn”. Sameinar landsmenn Newsweek spurði þá aö þvi hvort striðið yrði hættulegt fyrir irönsku byltinguna ef það dragist á langinn. Forsetinn svaraði: Striöiö er sem spjót Akkilesar: Það græðir sár, sem það veldur. Vegna þess munum við eiga hægara með að koma fólki i skilning um það, að það veröi að risa undir örðugleikum byltingarinnar. I þvi tilliti kemur striðið okkur aö góðum notum. En ég verð að viðurkenna, aö á þvi eru ein likindi á móti þúsund, að byltingin hrynji. Biaðamaðurinn: Mynduð þið lýsa Hormuz-flóa i siglingabann, ef Iran yrði króað inni I Persa- flóa? BaniSadr: Já, svo gæti farið. Okkur féllust ekki hendur, þótt að okkur yrði sótt á alla vegu, en við gripum til allra tiltækra ráða. Blaðamaöurinn: Gæti striðiö leitt til valdaráns i tran? Bani Sadr: 1 tran? Hver gæti framið slikt valdarán? Nokkrir áhangendur gamla stjórnarfars- ins undir verndarvæng Banda- rikjanna dreymir um valdarán, I öllum bæjum landsins eru menn undir vopnum. Þeir bera vopn landinu til varnar. Meðal vopnaðrar þjóðar kemur ekki til valdaráns. Afsökunarbeiðni? Bani Sadr var þessu næst spuröur aö þvi, hvort styrjöldin breytti ekki stööu bandarisku gislanna — og þar meö aö þeirri spurningu sem efst er á blað sett núna. Hann svaraði: Nei, ekki eins og sakir standa. En ef ástandiö innanlands versn- ar, bitnar það á gíslunum. Við höfum frétt, að Bandarikjamenn veiti Irökum hernaðarlega að- stoð. Ef satt reynist, verða gísl- arnir verr staddir. Blaðamaöurinn: Þurfa Banda- rikjamenn aö biðjast afsökunar á Veggmálverk i Teheran af bar- dögum viö traksher: það hefur verið haidið fast við þá kenningu aö Bandarikjamenn stæöu að baki innrásinni. „glæpum i Iran”, til aö gislarnir verði leysir úr haldi? Bani Sadr: Hvað mér viövikur hlýtur afsökunarbeiðni alltaf að verða þörf. Biaöamaðurinn: En nýlega itrekaði ayatollah Khomeini ekki kröfuna um afsökunarbeiöni. Bani Sadr: Honum láðist þaö. Ég er þess viss, aö hann æskir hennar lika. Tvísýna I viðtalinu Itrekaði Bani Sadr einnig að Iran væri ekki með neinum hætti að færast nær Sovétrikjunum. Hann taldi að Iran þyldi að verða af tekjum af oliuflutningi i eitt ár eöa kannski nokkru skemur. Eins og Rajai forsætisráðherra lagði forsetinn áherslu á aö ekki kæmi nein málamiölun til greina, vegna þess að Irakar væru árásaraðilar. Ekki myndu Iranir fallast heldur á neinar þær kröfur Iraka um yfirráð yfir umdeildum svæðum á Shatt-el-Arab né heldur láta af hendi þær þrjár eyjar sem Irak hefur gert tilkall til. Viðtal þetta, spm og flestar seinni yfirlýsingar ráðamanna Irans, benda þvi ekki til að styrj- aldarástandið muni flýta fyrir lausn gislamálsins. Hinsvegar getur margt gerst: bandariskt blað telur sig t.d. hafa komist að þvi nú nýverið að erkifjendurnir I Israel hafi útvegað Iran varahluti I bandariskar orrustuþotur flug- hers landsins. Þetta hefur reynd- ar verið borið til baka i Israel en með nokkurri tviræöni þó. Hafi slikt gerst, gæti margt annað fylgt á eftir. jrjrjrjrjrjrjrjrjrjrjrjrjrjrjfjrjrjrjrjr Hvað er svo glatt sem GÓÐRA VINA FUNDUR Miðnæturtónleikar Söngskólans i Reykjavik i Háskólabiói næsta föstudagskvöld kl. 23.15 Söngur — og svolitið grín Kennarar og kór Söngskólans i Reykjavik Hljómsveit undir stjórn Björns R. Einarssonar Aöstoö við sviðsetningu Sigriður Þorvaldsdóttir Kynnir Guðmundur Jónsson. Söngskglinn í Reykjavík Miðasala i Háskólabiói daglega frá kl. 16.00 jrjrjrjfjrjrjrjrjrjrjrjrjrjfjrjrjrjrjrjf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.