Þjóðviljinn - 31.10.1980, Blaðsíða 1
UOWIUINN
Föstudagur 31. október 1980 — 246. tbl. 45. árg.
Námsfólk fái aðild
1 frumvarpi um námslán og
námsstyrki sem væntanlega
verður lagt fyrir alþingi i vetur er
gert ráð fyrir aðild námsmanna
að lifeyrissjóðum. Þar er um
algjöra nýjung að ræða, en það
gefur auga leið að námsmenn,
sem geta verið við nám fram
undir þritugt (og lengur), sitja
ekki við sama borð og aðrir að
námi loknu. Þá er i frumvarpinu
gert ráö fyrir virkara endur-
greiðslukerfi, þannig að fé
streymi mun örar inn i sjóðinn en
hingaö til. Er reiknaö með þvi að
námsmenn greiði lánin til baka,
sem ákveðið hlutfall af tekjum.
— ká
Sjá grein bls. 2.
Fjárhags- og við-
skiptanefnd með
Flugleiðamálið
3 fundir
á dag
Fjárhags- og viðskiptanefnd
efri deiidar alþingis hélt I gær
þrjá fundi um Flugleiðamálið og
tók daginn snemma, hóf
fund kl. 8.30, annan kl. 11 og þann
þriðja kl. 17. t dag verður fundur
hjá nefndinni ki. 10 og hefur
Steingrímur Hermannsson sam-
gönguráðherra óskað eftir að fá
að mæta þar. Þá hefur nefndin
ákveðið að bjóða fulltrúum
starfsfólks að koma á fund á
mánudag.
Ólafur Ragnar Grlmsson, for-
maður nefndarinnar.sagði i sam-
tali við Þjóöviljann I gær að hann
gæti engu spáð um það hvenær
umf jöllun nefndarinnar um frum-
varpið lyki og málið færi til ann-
arrar umræðu. Nefndin hefði i
framhaldi af viðræðum kl. 11 i
gærmorgun við.Sigurð Helgason
og Björn Theódórsson ákveðið að
óska skriflega eftir formlegri
svörum viö ýmsum spurningum
sem þar hefðu komið upp og vænti
hann þess að þau lægju fyrir eftir
helgina. Aðspurður um hvað hefði
verið rætt um á þessum fundi,
sagði Ólafur að úmræður hefðu
snúist um þrjú meginatriði. 1
fyrsta lagi snertu spurningar
nefndarmanna Atlantshafs-
flugið, m.a. hver það væri sem
tekið hefði ákvörðun um að þvi
skyldi haldið áfram. I öðru lagi
hefðu umræður snúist um beiðni
félagsins um ríkisábyrgð á 12
miljarða dollara láni sem færi i
reksturinn, rekstraráætlun næsta
árs, sölu eigna og-fleira. 1 þriðja
lagi hefði verið spurt um það
hvaða áhrif samþykkt frum-
varpsins hefði á endurráöningu
starfsfólks.
A fundi nefndarinnar kl. 17 I
gær mættu rikisskipaðir eftirlits-
menn með félaginu og Rúnar
Jóhannsson endurskoðandi og
geröu grein fyrir athugun sinni á
stöðu félagsins. Er gert ráð fyrir
að mat á eignum félagsins liggi
fyrir i næstu viku. —AI
Ekki eru allir háir I loftinu sem nú standa i sildarsöltuninni eystra.
Þessi hressilegi strákur á Djúpavogi heitir Haraldur Hermannsson, er
11 ára og þóttist hvergi finna til þreytu þótt hann stæði til miönættis
nokkur kvöld. — Ljósm. —gel —
Flugleiðamáliö í nýju Ijósi:
Var ekki beðið um neitt?
Ummæli Sigurðar
Helgasonar forstjóra
Flugleiða í Morgunblaðinu
í gær, þess efnis að hann
hafi aldrei farið fram á
neina aðstoð vegna N-
Atlantshafsflugsins, koma
flestum undarlega fyrir
sjónir um leið og félagið
þrýstir á að fyrirgreiðsla
af hálfu ríkisins verði veitt
hið fyrsta. Hlýtur sú
spurning að vakna, hvort
verið sé að neyða aðstoð
upp á Flugleiðir. Hefur
Steingrímur Hermannsson
samgönguráðherra óskað
eftir því að fá að mæta á
fjórða fund fjárhags- og
viðskiptanefndar efri
deildar í dag vegna þess-
ara orða Sigurðar svo og
vegna ummæla hans á
fundi nefndarinnar í gær-
dag. Sagði ráðherrann í
gær að sér kæmu þessi um-
mæli spánskt fyrir sjónir
og áreiðanlega yrðu yfir-
völd í Luxemborg ekki síð-
ur undrandi á þeim.
Erlendir fuglaveiðimenn hér
Borga 1000 dollara á dag
Sýslumaður vill ekkert segja
í fyrirspurn Stefáns
Jónssonar alþingismanns
til dómsmálaráðherra á
Alþingi í fyrradag kom
fram, að erlendir sport-
veiðimenn, einkum
ameriskir, eru farnir að
koma hingað til lands á
hverju hausti og stunda
gæsaveiðar. Stefán nefndi
veiðar í Mýrarsýslu í þessu
sambandi og benti á 'að
sýslumaðurinn í Borgar-
nesi gæfi út byssuleyfi til
þessara útlendinga.
Þjóðviljinn hafði í gær
samband við Rúnar Guð-
jónsson sýslumann og
spurðist fyrir um málið og
sagðist hann þá ekkert
vilja um það segja nú,
hann væri ekki reiðubúinn
til að svara þessu.
1 viðtali við Stefán Jónsson
alþingismann i gær kom fram, að
hann segist vita til þess að þessir
sportveiðimenn hafi verið með
ólögleg skotfæri, sjálfvirkar
byssur sem eru bannaðar og einn-
ig haglabyssur NR: 10 en slik vopn
eru einnig bönnuö viö veiðar hér á
landi.
Þá benti Stefán á að hann hefði
hvergi séö þaö i lögum um meö-
ferð skotvopna að heimilt væri aö
veita útlendingum byssuleyfi hér
á landi. Islendingar sem sæktu
um byssuleyfi þyrftu að sýna sak-
arvottorö, þá þyrftu þeir að sýna
fram á að þeir hefðu kunnáttu til
að fara með skotvopn og vottorð
uppá aö þeir væru andlega heil-
brigðir. í iögunum er einnig tekið
fram, að lögreglustjóri i þvi um-
dæmi, sem viökomandi byssu-
leyfisumsækjandi á heima, veitir
leyfiö.
1 Borgarnesi er starfandi fyrir-
tæki sem nefnist Veiðiþjónustan
og sér hún um allt sem varðar
þessar veiöar erlendra sport-
veiðimanna og einnig mun hún
sjá um þjónustu við laxveiðimenn
á sumrin. Erlendu skotveiði-
mennirnir munu greiða 1.000 doll-
ara á dag fyrir leyfi til veiöanna,
húsnæði, fæði og flutning. Hér á
landi er staddur ameriskur um-
boðsmaður sem annast allt sem
að þessum sportveiðimönnum
snýr, meöan veiðarnar standa yf-
ir.
Stefán Jónsson sagði að á
hverju hausti kæmu nokkrir tugir
þessara skotveiðimanna og sagð-
ist hann bera ugg i brjósti um að
eins færi með gæsaveiðar hér á
landi og laxveiðarnar, að þær
yröu aðeins fyrir erlenda auðkýf-
inga ef svo héldi fram sem horfir.
—S.dór
Rikisstjórnin ræddi ósk Flug-
leiða um bráðabirgðafyrir-
greiðslu i Landsbankanum i gær-
morgun, en sú ósk var sett fram i
bréfi sem fór á flakk i alþingis-
húsinu á fimmtudag þegar engir
þingfundir voru haldnir fyrr en
um kvöldið þegar stefnuræöa for-
sætisráðherra var flutt.
Ragnar Arnalds fjármálaráð-
herra sagði i gær að hann hefði
siðdegis rætt við bankastjórn
Landsbankans um að bankinn
veitti félaginu bráöabirgðafyrir-
greiðslu nú næstu daga. ,,Við
göngum út frá þvl að bankinn
verði fyrst og fremst aö taka
tryggingar fyrir sliku bráða-
birgðaláni sjálfur og meta hversu
mikfllar fyrirgreiðslu er þörf,”
sagði Ragnar, ,,og það er nú til
athugunar hjá þeim. Það er bank-
ans sjálfs að sjá til þess að veð
séu fyrir sliku láni og hugsanlegt
að taka allsherjarveö I eignum
félagsins fyrir láninu, en ekki er
vist að þaö þurfi að nema allri
þeirri upphæð sem Flugleiðir
óska eftir aö fá á rikisábyrgð.”
Ragnar sagði að rikisstjórnin
hefði veriö sammála um þessa
stefnu og sjálfur sagðist hann
eiga von á þvi að Landsbankinn
veitti slika fyrirgreiðslu.
—AI
Undir stjórn vinstri manna:
Fjárhagur borgarinnar traustur
Fjárhagsstaða borgarinnar er
mjög þokkaleg um þessar
mundir og er þaö veruleg breyt-
ing frá þvi sem við tókum við,
segir Sigurjón Pétursson for-
seti borgarstjórnar Reykja-
vfkur m.a. i viðtali sem birtist i
blaðinu i dag. Ef viö ættum aö
skila af okkur i dag, yröi við-
skilnaðurinn góður, segir hann
ennfremur.
t viðtalinu er fjallaö um þá
goðsögn, sem nú hefur af-
sannast bæði I rekstri rikis og
borgar, aö vinstri menn kunni
ekkert með fjármál að fara,
heldur eyði bara og spenni.
Þessifullyrðing var meginstefið
i kosningabaráttu Sjálfstæðis
flokksins fyrir siðustu borgar-
stjórnarkosningar en hljótt
hefur veriö um hana upp á sið-
kastið og er það aö vonum.
Sigurjón svarar m.a. spurn-
ingum um breytingar I rekstri
borgarinnar svo og um fiár-
hagsútlitið fyrir næsta ár. Sjá
opnu.
—AI
Sjá viðtal við Sigurjóti Pétursson