Þjóðviljinn - 31.10.1980, Page 3
Föstudagur 31. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Grœnlenskir framámenn i heimsókn
Byggjum á
aðstæðum
í landinu
Jonathan Motzfeldt
og Lars Emil Johansen
segja frá grænlenskum stjórnmálum
Lars Emil Johansen atvinnumálarábherra Grænlands og Jonathan Motzleldt formaöur grænienskra
landsráösins eru á leiötii Bruxelles til aö ræöa viö EBE um þaö hversu mikiö má veiöa viö Grænlands-
strendur. Ljösm.: — eik.
Hér á landi eru nú staddir full-
trúar granna okkar i vestri,Græn-
lendinga. Þaö eru þeir Jonathan
Motzfeldt form. grænlensku
iandsstjórnarinnar og Lars Emil
Johansen sem fer meö atvinnu-
mál fyrir hönd heimastjórnarinn-
ar, ásamt þeim Gunnari Martens
ráöuneytisstjóra og Emil Abelsen
forstjóra.
Grænlendingarnir komu hingaö
á þriöjudag og eru þeir aö endur-
gjalda heimsókn Péturs Thor-
steinssonar sendiherra, til Græn-
lands.
Blaöamenn ræddu viö Jonathan
Motzfeldt og Lars Emil Johansen
I gær um heimsókn þeirra og þaö
sem efst er á baugi i grænlensk-
um stjórnmalum.
Sameiginleg
hagsmunamál
Motzfeldt sagöi aö þaö væri
margt sem Grænlendingar gætu
lært af lslendingum, þeir heföu
farið og skoðað virkjanir, heim-
sótt samvinnufyrirtæki og rætt
við ráðamenn um sameiginleg
hagsmunamál þjóðanna tveggja.
1 Grænlandi sem annars staðar
eru orkumál til umræöu og þar-
lendir hafa mikinn áhuga á að
reisa vatnsaflsstöðvar og er unnið
að áætlunum um slíkar virkjanir.
Lars Emil sagði að Fiskveiðar
væru mál sem snertu bæði lslend-
inga og Grænlendinga. Við Græn-
land rfkja takmarkanir á þorsk-
veiöum eins og vföast annars
staðar og sama gildir um rækj-
una. Laxveiðar eru deilumál milli
Kanadamanna og Grænlendinga,
þvi laxinn er veiddur i sjó við
Grænland, en gengur upp i árnar i
Kanada. Lars Emil sagöi, að það
Þing Sjómannasambandsins:
Fagleg samstaða rofin
við stjórnarkjör
A undanförnum dögum hefur
hér og þar mátt lesa um póli-
tiskar sviptingar á þingi Sjó-
mannasambandsins fyrir
nokkrum dögum.
1 Morgunblaðinu og Alþýöu-
biaöinu er hæist um yfir þvi, aö
Alþýöubandalagsmenn hafi veriö
nær þurrkaðir út úr stjórn Sjó-
mannasambandsins.
Við spurðum Guömund M.
Jónsson Akranesi, sem verið
hefur varaformaður Sjómanna-
sambandsins s.l. 4. ár en féll nú i
stjórnarkosningu á þinginu, um
þessi mál.
Guðmundur sagði að á undan-
förnum árum hefðu menn reynt
að starfa saman i Sjómannasam-
bandinu á faglegum grundvelli og
varast að láta flokkspólitisk
sjónarmið veikja samstöðuna og
riðla fylkingum sjómanna.
A þingi Sjómannasambandsins
nú hefði hins vegar komið i ljós
við stjórnarkjör það sem reyndar
haföi kvisast áöur, að tveir al-
þingismenn.þeir Pétur Sigurðs-
son og Karl Steinar Guðnason,
hefðu safnaö liði i þvi skyni að\
rjúfa hina faglegu samstöðu og
setja flokkspólitisk sjónarmið
ofar hagsmunum sjómanna. Allir
sem vildu vita vissu fyrirfram, að
Alþýðubandalagið hefur aldrei i
sögunni haft flokkslegan meiri-
hluta i Sjómannasambandinu og
óskar Vigfússon: Hlýtur aö hafa
neikvæö áhrif
svo var heldur ekki nú. Fyrst al-
þingismönnunum Pétri Sigurös-
syni og Karli Steinari tókst að
rjúfa hina faglegu samstöðu og
knýja fram flokkspólitiskar kosn-
ingar á þinginu þá voru úrsíitin
fyrirfram ráðin.,,Við sem vorum
felldir úr stjórninni fengum samt
i kosningu til sambandsstjórnar
fast að helmingi atkvæða.
Þeir Pétur og Karl Steinar náðu
sinu fram, en hvort sú niðurstaða
er heppileg fyrir sjómannasam
tökin læt ég ósagt. Alvarlegast er
þó, ef nú á almennt að taka upp
þau vinnubrögð i verkalýðshreyf-
ingunni aö láta flokkspólitisk
sjónarmiö ráöa einhliða feröinni
á kostnað faglegrar samstöðu”.
— Þetta sagði Guðmundur M.
Jónsson á Akranesi. En i þessu
sambandi er einnig vert aö vekja
athygli á ummælum Óskars Vig-
fússonar Hafnarfirði sem verið
hefur forseti Sjómannasam-
bandsins undanfarin fjögur ár og
var endurkjörinn á þinginu nú.
í Morgunblaðinu i fyrradag er
frá þvi greint að i lok þingsins
hafi Óskar sagt að þaö gæti orðið
erfitt að ná samstöðu innan sam-
bandsins þegar fulltrúar Akur-
nesinga, Grindvikinga og Vest-
mannaeyinga ættu ekki fulltrúa i
aðalstjórn, en þeir voru allir
felldir.
Og Óskar svarar spurningu
Guömundur M. Jónsson: Fagleg
samstaöa rofin
Morgunblaðsins sama dag og
segir: ,,Ég lit ekki á starf innan
Sjómannasambandsins meö
augum stjórnmálamannsins. Það
er tvennt ólikt, þvi þetta eru
hagsmunasamtök, sem eiga
að efla einingu sjómannastéttar-
innar og það verður ekki gert með
þessum hætti, að fella fulltrúa
þessara byggðarlaga úr stjórn-
inni, það er á hreinu. Þarna
standa utan stjórnarinnar stór
félög sjómanna, sem hafa átt sæti
i stjórn Sjómannasambandsins
meira og minna frá þvi það var
stofnað. Þaö að fulltrúar þessara
félaga falla nú úr stjórn sam-
bandsins hlýtur að hafa neikvæð
áhrif á einingu innan stéttar-
innar.”
væri um það deilt hver ætti lax-
inn, hvort hann væri kanadiskur
eða grænlenskur, en auðvitaö
teldu þeir lax sem veiddist viö
strendurnar vera grænlenskan.
Laxveiöikvótinn var ákveðinn
fyrir 7 árum, og er svo lágur að
það tekur aðeins 14 daga að veiða
upp i hann.
Þjóðaratkvæði
um EBE
Þeir félagar eru á leið til
Bruxelles og voru þeir spurðir
hvaö þeir myndu ræða i höfuð-
stöðvum Efnahagsbandalagsins
og hvernig væri meö afstöðu
Grænlendinga til EBE.
Motzfeldt sagöi að fiskveiðar
yrðu til umræðu, þeir yrðu að fara
alla leið til Bruxelles til að fá að
vita hvaö þeir mættu veiöa mikiö
viö Grænlandsstrendur á næsta
ári. öllum fiskveiðum rikja EBE
er stjórnað frá aðalstöövunum.
Þegar þjóðaratkvæðagreiösla fór
fram innan Danaveldis um inn-
göngu I EBE var meirihluti
Grænlendinga á móti, en þeir
fengu ekki við neitt ráðið. Nú hef-
ur staða þeirra innan danska
rikisins breyst, þannig að þeir
geta sjálfir ákveöið aðild. Eftir
þrjú ár rennur samningurinn viö
EBE út og fyrir þann tíma veröur
efnt til þjóöaratkvæöagreiðslu I
Grænlandi um aðildina.
En hvers konar flokkur er
Siumut sem hefur meirihluta i
grænlenska landsráðinu og þeir
Motzfeltd og Lars Emil Johansen
tilheyra? Að hverju stefnir hann?
Lars Emil sagði aö hann væri
vinstri flokkur, sem legði áherslu
á að vinna aö sjálfstjórn Græn-
lendinga, hann heföi á stefnuskrá
sinni úrsögn úr EBE.Hann
vill efla verkalýðshreyfinguna
og vinna að hagsmunum verka-
lýðsins og efla samvinnufyrir-
tæki. Hann vill vinna að eflingu
fiskveiða og innlendra atvinnu-
vega.
Motzfeldt bætti því við að sam-
vinna væri við eskimóa i Kanada
og Alaska og Grænlendingar
hefðu lagt fram umsókn um aöild
að Noröurlandaráði. En þegar
talað væri um pólitiska stööu
■flokks þeirra, sem hefur hreinan
meirihluta i landsráðinu (13:8)
mætti minna á að þeir stjórnuöu
stærstu eyju i heimi.
Þrátt fyrir alla góða hugmynda-
fræði,byggðu þeir á þeim hefðum
sem skapast hafa i grænlensku
samfélagi gegnum aldirnar og á
þeim aöstæðum sem rikja I land-
inu.
Olía og orkumál
Þeir félagar voru spuröir um
orkumálin, en árum saman hafa
farið fram miklar umræöur um
oliu og auölindir i jörðu og neöan-
sjávar við Grænland.
Þeir sögðu að eftir miklar um-
ræöur hefði veriö ákveðið i lands-
ráðinu að leyfa oliuboranir við
Grænland. Það er ameriskt oliu-
félag sem hefur leyfi til aö bora,
ásamt dönsku námafélagi. Motz-
feldt sagði að olian gæti oröið
vandamál, en hún gæti lika skipt
þjóðir á norðurhveli jarðar miklu
máli.
Næst var rætt um skólamálin I
Grænlandi, en menntamálin eru
nú I höndum Grænlendinga ásamt
félagsmálum almennt, atvinnu-
málum og málefnum kirkjunnar.
Jonathan Motzfeldt sagði, að
það heföi orðið mikil breyting á,
eftir aö heimastjórn fékkst. 1
heimastjórnarlögunum er græn-
lensk tunga gerð að aðalmáli, og
hana á skilyrðislaust aö kenna
Framhald á bls. 13
Kranamennimir hjá Lyfti hf.
Við höfum sama
rétt og aðrir
Þá vildu þeir lika mótmæla
þeim ummælum varaformanns
Dagsbrúnar að taka yrði i
taumana ef kranamenn Eim-
skips misstu vinnu vegna leig-
unnar á krana Lyftis h.f.
Viö erum Dagsbrúnarverka-
menn eins og þeir hjá Eimskip
oghöfum þvi sama rétt og aðrir
til Dagsbrúnar vinnu, sögðu
þeir.
Þá bentu þeir einnig á að þeim
kæmi i sjálfu sér ekki við leigan
á stóra krananum og væri þvi
ekki viö þá að sakast um þaö
mál. Kranamenn Eimskips
heföu ekki við aðra aö sakast en
eigið fyrirtæki i þessum efnum.
Þeir teldu hinsvegar útilokaö að
þeir gæfu eftir með vinnu á
krönumLyftish.f., þar sem þeir
hefðu starfaö i mörg ár.
—S.dór
Vegna fréttar í Þjoöviljanum,
um aö óánægja væri hjá krana-
mönnum Eimskips vegna þess
aö þeir heföu misst vinnu eftir
aö Lyftir h.f., leigöi Eimskipa-
félaginu stærsta krana landsins,
komu kranamennirnir hjá Lyfti
h.f., aö máli viö blaöiö og
sögöust vilja svara þessum um-
mælum.
Þeirsögðust vita það, aö unn-
ið væri að því að láta þá fara af
krönum Lyftis h.f., sem eru
leigðir Eimskip til þess að
kranamenn þess kæmust aö.
Þessu sögðust þeir vilja mót-
mæla harðlega. Þeir bentu á að
þeirheföu unnið um langt árabil
hjá Lyfti h.f., á krönum fyrir-
tækisins og teldu sig hafa for-
gangsrétt á þessa krana, þótt
þeir væru leigðir Eimskip.
Kranar frá Lyfti h.f., heföu oft
Telja að unnið
sé að þvi að
koma þeim af
krönum
Lyftis hf., sem
leigðir eru
af Eimskip
áöur verið leigðir til Eimskips
og annara aðila við hafnarvinn-
una. Þaö væri ekki fyrr en þessi
stóri krani kæmi til sögunnar að
menn færu að amast við þeim.