Þjóðviljinn - 18.11.1980, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 18.11.1980, Qupperneq 11
Þriöjudagur 18. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 frá M Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum, esendum SMJOR Dægurflugur Keypti 70 tonn af smjöri Arni Jóhannesson hringdi: — I tilefni af þvi gegndarlausa hamstri sem átti sér staö meðan smjörútsalan stóö yfir langar mig til að beina þeirri fyrispurn til óskars Gunnarssonar, forstjóra Osta- og smjörsölunnar, hvort hann geti gefiö yfirlit yfir það hversu mikið einstaklingar hafi keypt, og hvort það geti staðist að einstaklingar hafi keypt allt upp i 70 tonn. Mér er kunnugt um mann, sem keypti 70 tonn og geymir það á góðum stað, i þeim tilgangiaðselja það þegar verð- ið hækkar. Stutt athugasemd viö danskvæöi eöa skrif þar aö lútandi hér i blaöinu nýveriö: Það kann að vera nærri lagi að verið sé að bera i bakkafullan lækinn blandi fleiri sér i nýleg skrif um gúanórokk i Þjóðvilj- anum. Einsog kunnugt er orðið verður öll músik til yfir lok- uöum pottum, textarnir ef einhverjir eru við kulnaöan eld á hafi úti. Analisur, fleðulegar lofgerðarrollur, hroðaleg hneykslan og sú aðsópsmikla sjálfumgleði, sem gerir venju- legar mannvitsbrekkur og leiötogaefni þeirra dýrleg, birt- ist siðan i Þjóðviljanum. Lifið hefur sumsé sinn vanagang og dægurflugurnar suða, ekki vantar það. A það skal bent, til þess að auka þriflegustu menningar- forkólfum letina, að lótusinn, sem er blóm blóma, situr úti i svaði, vex þar og dafnar og hvergi annarsstaöar. Helstu spekúlantar á sviði dægurflugna segja það vera fyrir mestu, að spilverkið keyri heila gillið áfram. Brennheitustu mál, eilifðarmálin og baráttu- söngvarnir, eiga sjálfgefið að ganga upp i tónaflóðinu eða þess konar skeytingarleysi, sem firr- ist við mjög skiljanlegri gagn- rýnihagyrðingsins. titkoman úr þessum athyglisverðu skrifum viröist mér ætla að verða skæt- ingurinn eintómur með tilheyrandi klikuskap. Ekki má heyra á það minnst að texti sé klúðurslegur. Hann þolir ekki gagnrýni eöa betrumbót, slikur er baráttuandinn. Já, málstaðurinn, þaö er nú það og allur hetjuskapurinn. Vissulega er það yfirsjón að betrumbótar megi ekki vænta, þegar málstaður sósialista er borinn fram, hvort sem það er i sönglagatextum eða einhvern- veginn öðruvisi. Málstaðurinn felst m.a. i framsetningu og bæði þolir og þarfnast stööugrar betrumbótar. Þaö á að vera mögulegt jafnvel áður en sjálf rikisskipan kommúnismans tekur til við að matreiða allt þaö besta oni fólk, sem væntanlega ælir þvi öllu jafnharðan aftur skipulaginu til dýrðar. Það er sannarlega munur á hressilegu oröbragði, sem er meira i ætt við danstextana fornu en rimur Breiðfjörðs og bragsnilld Jónasar, og klúðurs- legu orðbragði sem nær niður á fast I sálmaþýðingum Glsla biskups i Skálholti á 16. öld. Það á engan rétt á sér þó að munnur manna kunni að vera stór og fjölbreytnin æskileg. Baráttukveðjur, Jón Bergsteinsson Barnahornid Umsjón: Jónas og Birgir. Umsjónarmenn óskast! Krakkar! Nú er okkur hætt að litast á blikuna. Ætlið þið ekki að hrista af ykkur slenið og fara að skrifa i Barnahornið? Utanáskriftin er: Þjóðviljinn (barnahornið), Siðumúla 6, Reykjavik. Simanúmerið er 8 13 33. Best væri auðvitað þið kæmuð til okkar i Siðumúl- ann og hefðuð meðferðis sögur, teikningar, gátur, skrýtlur, þrautir osfrv. Notið nú hugmyndaflugið og heilasellurnar! Og munið lika eftir myndinni af hafmeynni, sem auglýst var eftir i siðasta sunnudagsblaði! „Hvernig er þetta krakkar: ætl- iö þiö ekki aö fara aö skrifa i Barnahorniö?” Póstmaður: Þetta bréf er alltof þungt. Þú verður að bæta einu frímerki á það. Bóndi: Já, einmitt það. En ekki get ég nú samt almennilega skilið að bréfið verði neitt léttara fyrir það, þótt bætt sé á það einu frímerki. Gesturinn: Það er stór maðkafluga i súpunni minni! Skrýtlur Þjónninn: Æ, vesalings dýrið! Haldið þér að hún sé dauð? A. : Hvernig í ósköpunum ferðu að því að lesa og éta í einu? B. : Það gengur ágætlega. Ég les með öðru auganum og ét með hinu. 4 Gamla konan: Væru allir jafnhyggnir og ég, þegar farið er út úr kirkj- unni, þá væri aldrei neinn troðningur við dyrnar. Ég sit alltaf kyrr í sæti mínu þangað til allir eru farnir út. Tveir bílar mættust á mjóum vegi. — Ég vík ekki fyrirfífl- um! — æpti annar bíl- stjórinn. — Það geri ég hinsvegar ævinlega, — svaraði hinn og ók út á vegarbrúnina. Kötturinn og músin •tC A Sjónvarp TT kl. 20.35 Þaö þarf auövitaö ekki aö minna yngstu sjónvarps- áhorfendurna á Tomma og Jenna. Hinsvegar má alveg minna forráðamenn sjónvarpsins á þá staðreynd, að margir foreldrar eru óánægðir með timann, sem valinn var fyrir þetta sjónvarpsefni. Margir tryggustu vinir Tomma og Jenna eru syfjaöir eða jafnvel sofnaðir þegar þessi kvikindi koma loksins á skjáinn. Uppeldislegt gildi Tomma og Jenna er vægast sagt umdeilanlegt, en úr þvi verið er að sýna þetta á annað borð, þvi þá ekki að sýna það fyrr á dagskránni? Nú er farið að sjónvarpa fréttum á táknmáli og auglýsingum fyrir átta, munar þá nokkuö um aö setja Tomma og Jenna þar inn? Þessari spurningu fylgir svo fróm ósk um að teiknimynda- flokkur sem hugsanlega tekur viö af Tomma og Jenna verði uppbyggilegri. — ih Sami grautur? Stjórnmáiaflokkar á islandi eru margir, miöaö viö þennan fræga fólksfjölda. Sumir eru hinsvegar aö velta þvi fyrir sér hvort þeir séu nokkuö ólfk- ir hver öörum, þegar allt kem- ur til alls. Sjónvarp Tf* kl. 22.45 Það er auðvitað á hreinu hjá okkur hérna vinstra megin að Alþýöubandalagiö er öðruvisi, en sennilega vita það ekki all- ir. Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur varpar fram spurningunni: er raunveru- legur munur á Islensku stjórnmálaflokkunum? I umræðuþætti I sjónvarpssal, sem hann stjórnar i kvöld. — ih Jffe Útvarp kl. 11.00 Svipmyndir frá sumrinu 1955 Agústa Björhsdóttir sér um þáttinn „Aður fyrr á árunum” i morgunútvarpinu I dag. —■ Þátturinn er settur saman úr stuttum póstum, sem að miklu leyti eru teknir upp úr dagblöðum hér syðra sumarið 1955. Lesari er Guðni Kolbeinsson. — Þetta var mesta óþurrka- sumar I manna minnum suð- vestanlands, en á Norður- og Austurlandi var steikjandi hiti og sólskin samfleytt I fleiri vikur, og er óhætt að segja að þá hafi veðurfarið svo sann- arlega sett mark sitt á lifið og tilveruna hér á landi. 1 raf- orkumálum var heilmikiö að gerast, og einkum var raf- væðing sveitanna mjög á dagskrá, og einnig komu sild- veiðar talsvert við sögu, — sagði Agústa. — 1 lista- og menningar- málum skeði eitt og annað — Guðni Kolbeinsson. margvislegar sýningar haldn- ar og snemma sumars var i fyrsta sinn sett á svið i Þjóðleikhúsinu þar sem íslenckir leikarar og söngvar- ar fóru með öll hlutverk, stór og smá — og var frábærlega vel tekið. Þetta var óperan La Boheme eftir Puccini. Hljóm- sveitarstjórinn var italskur en Lárus Pálsson leikstýrði. — Þessi samantekt endar á að minnst er lltillega á þann stórviðburð er það fréttist að Halldóri Kiljan Laxness hefðu verið veitt bókmennta- verölaun Nóbels, — sagði Agústa að lokum. — ih Söngur, ljóð og frásagnir Æjþ, Útvarp Wlp kl. 20.20 A kvöldvöku hljóövarpsins I kvöld kennir margra grasa aö venju. Jóhann Konráðsson syngur lög eftir Jóhann 0 Haraldsson, við pianóundirleik Guörúnar Kristinsdóttur. Siöan kemur Jón Gislason póstfulltrúi og flytur annað erindi sitt um Hraungerði og Hraungeröis- hrepp. Auður Guðmundsdóttir les bernskuminningar Guðmundar Guðmundssonar frá Ófeigsfirði á Ströndum, og er frásögnin úr minninga- keppni aldraðra, sem efnt var til fyrir nokkru. Siðasta atriðiö er svo frásögn úr þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfússonar um Ingunni skyggnu Daviösdótt- ur. Rósa Gisladóttir frá Krossgeröi les. — ih

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.