Þjóðviljinn - 29.11.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 29.11.1980, Blaðsíða 13
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 29. — 30. nóvember 1980. Helgin 29. — 30. nóvember 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Brynjólfur Bjarnason var formabur Kommúnistaflokksins alia tift. Hún er þá svona þessi saga í tilefni af því að 50 ár eru nú liðin frá stofnun Komm- únistaflokksins hringdi blaðamaður Þjóðviljans í Brynjólf Bjarnason og faiaðist eftir viðtali. Hann visaði i viðtal frá árinu 1937 sem hér birtist að hluta á opnunni. Að öðru leyti vildi Brynjólfur taka þetta fram: „Þegar ég ies. margt af þvi sem skrifaö hefur veríb um sögu Komm- únistaflokksins i nafni visindanna veit ég aö komandi kynslóöir fá alranga mynd af flokknum og þessu tlmabili. Þaö vill nú svo til aö ég veit aö þetta eru sögufalsanir enda þótt þær séu oft meira eöa minna óvisvitaöar. Jafnvel þótt fólk af eftirstriöskynslóðinni geri sér allt far um að segja satt og rétt frá eftir bestu vitund finnst mér ég aldrei hafa lifaö þessa sögu. Veruleikinn var allur annar og þá hugsa ég oft sem svo: Hún er þá svona þessi saga sem okkur er kennd í skólanum.” —GFr 50 ÁR FRÁ STOFNUN KOMMÚNISTAFLOKKS ÍSLANDS Úr viötali viö Brynjólf Bjamason sem var alla tíö formaöur Kommúnistaflokksins Kommúnistaf lokkur ís- lands var formlega stofn- aður 29. nóvember 1930 og eru þvi 50 ár liðin f rá þeim atburði í dag, laugardag. Flokkurinn starfaði í 8 ár eða þangað til Samein- ingarflokkur alþýðu — Sósialistaf lokkurinn, var stofnaður síðla árs 1938. Formaður Kommúnista- flokksins alla tíð var Brynjólfur Bjarnason. Sumarið 1973 átti ViI- mundur Gylfason viðtal við Brynjólf í útvarpinu og var það síðan prentað í Tímariti Máls og menn- ingar í desember sama ár. Hér er hluti þessa viðtals endurprentaður. Kröfuganga kommúnista á Lækjartorgi 1. mai 1931. Hægra megin viö fánaberann er Haukur Björnsson en vinstra megín Brynjólfur Bjarnason. Hin sögulega nauðsyn Var stofnun Kommúnistaflokks islands söguleg nauösyn áriö 1930? Söguleg nauðsyn er stórt orö og um þaö má vist lengi deila. En ég held, að rétt sé aö oröa þaö svo, aö stofnun Kommúnistaflokksins hafi verið rökrétt afleiðing af þeirri þróun sem varð i verka- lýðshreyfingunni á þriöja ára- tugnum. Var raunverulega grundvöllur fyrir slfkan flokk i landi, sem kannski var bændaþjóöfélag og bændamenningar fyrst og fremst? Islenskt þjóðfélag haföi tekið geysimiklum breytingum frá þvi um aldamót. Það var ekki lengur dæmigert bændaþjóðfélag, og enda þótt kapitalisminn væri á frumstigi, var kominn upp nokk- uð fjölmenn verkalýösstétt. 1927 bjó ekki nema helmingur lands- manna i sveitum en fast að 90% áriö 1890. Og þessi þróun hélt áfram og var mjög hraöfara. Svo að þaö var vissulega til þjóð- félagslegur grundvöllur, eins og lika sýndi sig. Hefði vinstri armur islenskra stjórnmála hugsanlega náö mnw—a—aggauw—im—wtw betri árangri, ef kommúnistar heföu haldiö áfram aöstarfainn- an vébanda sósisldemókrata? Við sem vorum til vinstri, reyndum eftir bestu getu að starfa innan Alþýðuflokksins. í verkalýðshreyfingunni á Norður- landi og i Vestmannaeyjum höfðu kommúnistar og samherjar þeirra forustu. Á þeim árum var Alþýöuflokkurinn skipulagður sem Labour Party, i honum voru bæði verkalýðsfélög og stjórn- málafélög. I þessum stjórnmála- félögum höföu ýmist hægri eða vinstri menn forustuna, og siðast var svo komið, að vinstri félögin fengu ekki að vera i Alþýðusam- bandinu, var ýmist neitað um upptöku eða visað úr þvi. Kommúnistar urðu i meirihluta i Sambandi ungra jafnaðarmanna og hægri menn svöruðu óðara með þvi að kljúfa sambandið. Við áttum ekki að fá að skrifa i mál- gögn flokksins frá okkar sjónar- miöi. Og við fórum að gefa út blöð og timarit. 1 Verkalýðsblaðinu, sem út kom 1930 i fyrsta sinn, var lagt til að skipulaginu yrði breytt, stofnað yrði óháð verkalýössam- band og einnig yröi stofnaður kommúnistaflokkur, sem væri eðlilegt, vegna þess að hinn póli- tiski klofningur verkalýðshreyf- ingarinnar væri staðreyridrEn ein- íngu verkalýðshreyíingarinnar yrði að varðveita, þrátt fyrir þaö sem á milli bæri i stjórnmálum. Fjórðungssambönd Alþýðusam- bandsins á Norðurlandi og Vest- fjörðum og fulltrúaráð verkalýðs- félaganna i Vestmannaeyjum studdu þessa stefnu okkar. Sumarið 1930 birtu þau ávarp i Verkalýðsblaðinu, þar sem þau lögðu til, að á verkalýðsráðstefnu þá um haustið yrði ákveöið aö stofna verkalýðssamband óháð pólitiskum flokkum. Ollum tillögum okkar um skipulagsbreytingu og pólitiskt sjálfstæði verkalýðsfélaganna var hafnað. Þegar Kommúnista- flokkurinn var stofnaður, óskaði hann eftir að verða deild i Al- þýðusambandinu. öllu þessu var hafnað, en i stað þess vorum við sviptir kjörgengi til Alþýðusam- bandsþinga og fulltrúaráða og til allra trúnaðarstarfa fyrir flokk- inn. Þeim félögum, sem kusu eigi að siður kommúnista á sam- bandsþing og fólu þeim forustu, var meinuð vera i sambandinu og önnur félög stofnuð i staðinn. Þetta leiddi til þess, að verka- lýöshreyfingin var margklofin á fjórða áratugnum. Svo að þar var um enga valkosti að ræða fyrir okkur. Við fengum ekki að starfa innan Alþýðuflokksins og berjast þar fyrir okkar skoðunum. Eigi að siður héldum við áfram að vinna í Alþýðuflokknum, þ.e. i verkalýðsfélögunum, aö svo miklu leyti sem við áttum þess kost og meðan við vorum ekki reknir úr þeim, og viö lágum ekki á liði okkar. Þessu er nauðsynlegt aö menn geri sér grein fyrir til þess að geta skilið þá þróun, sem átti sér stað á þessum árum. Kommúnistaflokkurinn vinnur kosningasigur 1937 og Sósialista- flokkurinn stórsigur 1942. Ilverjar voru ástæður fyrir þessu? Sigur Kommúnistaflokksins 1937 var árangur af baráttu hans og starfi i sjö ár. Hann stóö þá i broddi fylkingar fyrir hörðustu stéttabaráttu, sem háð hefur verið hér á landi, oftast nær i fullri andstöðu við Alþýðuflokk- inn og forustumenn Alþýðusam- bandsins, sem oft tóku sér stööu með andstæðingunum á móti Rætt við Guðmund Vigfússon fv. borgarstjómarfulltrúa okkur. Þaö yrði mikil saga, ef ég færi að rekja alla þessa baráttu, en henni er best lýst i bókinni Vor i verum eftir Jón Rafnsson.Það nægir að minna á nokkra helstu atburðina. Þúsundir manna gengu atvinnulausir og heimili þeirra sultu oft heilu hungri. Kommúnistaflokkurinn stóö svo að segja i daglegri baráttu fyrir rétti þessara manna til að lifa. 1 júli 1932 varð mikill liössafnaöur og bardagi við lögregluna i Reykjavik, foringjarnir sem flestir voru kommúnistar, voru fangelsaðir og dæmdir upp á vatn og brauö fyrir að neita aö svara fyrir rétti, en látnir lausir að lok- inni mörg þúsund manna kröfu- göngu til fangahússins. Alkunn- astur i sögunni er bardaginn við lögregluna i sambandi við liðs- safnað á bæjarstjórnarfund 9. nóv. þá um haustið. Þá átti að lækka kaup verkamanna i at- vinnubótavinnunni um þriðjung. Það tókst að koma i veg fyrir að fundurinn næöi að afgreiða málið og að knýja meirihluta bæjar- stjórnar til þess að hætta við kauplækkunaráformin. En fjöldi manna, þar á meðal flestir for- ustumanna kommúnista, voru dæmdir i margra mánaöa fang- elsisvist. Arið eftir varð fjögurra vikna verkfall i járniðnaöinum undir forustu kommúnista, sem vannst að mestu leyti. Sama ár varð hið fræga Nóvuverkfall á Akureyri, sem lauk meö sigri þrátt fyrir herútboð af hálfu yfir- stéttarinnar með stuðningi Al- þýðuflokksins. Arið eftir uröu sambærileg átök á Siglufirði, hin svokallaða Dettifossdeila. Þá var boöið út liði gegn verkamönnum, vopnuðu slökkvidælum, bareflum og grjóti, og að þvi stóðu bæði borgarar og Alþýðuflokksmenn. Þarna varð verkalýðurinn lika sigursæll. En á þessu timabili voru kommúnistar lika allsstaðar forustuaflið i samfylkingarbar- áttu gegn hinum risandi fasisma. Kommúnistaflokkurinn reri að þvi öllum árum að sameina hin klofnu verkalýðsfélög og að stofnað yrði óháð verkalýössam- band, eða með öðrum orðum, að Alþýðusambandið yrði skilið frá Alþýðuflokknum. Honum tókst aö ná samstarfi við stóra hópa innan Alþýðuflokksins, sem risu önd- verðir gegn stefnu forustunnar. 1. maí 1935 varð kröfuganga kommúnista i fyrst skipti stærri en Alþýðuflokksins. Veturinn 1936-1937 safnaði Kommúnista- flokkurinn á sjötta þúsund undir- skriftum undir kröfur sinar um endurbætur á alþýðutryggingun- um og þær voru lika samþykktar i flestum verkalýðsfélögum. 1 kosningunum 1937 hvatti flokkur- inn kjósendur sina til þess að greiða hinum vinstri flokkunum atkvæöi, þar sem hann hefði ekki mann i kjöri, en hvatti jafnframt kjósendur þessara sömu flokka að kjósa kommúnista, þar sem þeir væru i kjöri, og tryggja þannig ósigur versta afturhalds- ins. Ætli þetta sé ekki nóg skýring á kosningasigrinum 1937. Stofnaði deild á Barðaströnd Guðmundur Vigfússon fyrrv. borgarfulltrúi i Reykjavik var félagi i Komm únistaflokki islands. Blaðamaður Þjóðviljans gekk á fund hans nú i vikunni þar sem hann starfar á skrifstofum Húsnæðismálastjórnar og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. — Hvenær kom byltingin til þln, Guðmundur? — Ég var I skóla i Flatey á ár- unum 1929—30, þá aðeins 14—15 ára gamall, og komst þá I kynni viö mann aö nafni Vigfús Stefáns- son en hann var mjög eindreginn byltingarsinni og hafði útsölu bæöi á Alþýðublaðinu og Rétti. Ég hneigðist snemma aö sósialisma og þá sérstaklega að vinstri armi Alþýðuflokksins viö lestur Réttar. í hann skrifuðu m.a. Einar Olgeirsson, Brynjólfur Bjarnason og Sverrir Kristjánsson, sá siöastnefndi einkum um alþjóöa- mál. — Hvenær gekkstu i Kommúnistaflokkinn? — Min heimasveit var Baröa- strönd og gekkst ég fyrir stofnun deildar úr Kommúnistaflokknum þar og gengu I hana um 20 manns. — Hvernig var litið á þetta uppátæki unglingsins i sveitinni? — Það var ekki litið hýrum augum af öllum. Fólkið skiptist þá flest i tvo hópa, var annaö- hvort I Sjálfstæöisflokknum eöa Framsóknarflokknum. Litið var á okkur sem öfgahóp óreyndra unglinga. — Voru þá engir fullorðnir meö ykkur? — Viö vorum flest mjög ung að árum en þó voru fáeinir fullorðn- ir. Annars var ekki neikvæðara viöhorf til okkar en Alþýðuflokks- ins. Litið var á Alþýðuflokksfólk á þessum árum sem öfgahóp af borgaralega þenkjandi fólki. Þaö var ekki gerður mikill greinar-, munur á þvi og okkur. — Hvernig starfaöi Barða- strandardeild Kommúninsta- flokksins? — Viö komum saman til funda og ræddum vandamálin og tókum gjarnan afstöðu til mála sem voru á döfinni. Þegar ég fluttist suður 1933 lagðist deildin niður. Sjálfur gekk ég þá strax i Félag ungra kommúnista og Reykjavikurdeild Kom múnistaf lokksins. — Hvernig kom þér flokkurinn syðra fyrir sjónir 18 ára gömlum? — Þá bar langmest á þremur glæsilegum mönnum i hreyfing- unni, þeim Einari, Brynjólfi og Stefáni Péturssyni. Ýmsir fleiri menn eru mér minnisstæöir, td. Haukur Björnsson, Áki Jakobs- son, Jens Figved, Gunnar Benediktsson, Hendrik Ottósson, Jón Rafnsson, Guðjón Benedikts- son, Þorsteinn Pétursson og Loft- ur Þorsteinsson járnsmiður. Þessir koma mér i huga svona 1 fyrstu, en auðvitað mætti nefna marga fleiri. — Það er greinilegt að lang- Rætt við Hauk Björnsson en Kommúnista- flokkurinn var stofnaður heima hjá honum „Man ekki öðru vísi eftir mér en sósíalista” Nafn Hauks Björnssonar var mjög áberandi I starfi Kommún- istaflokks tslands og reyndar var flokkurinn stofnaður á heimili hans. Hann býr nú I Sólheimunum og þangaö lagöi Þjóöviljinn leiö shia til aö inna hann eftir tiöind- um frá gömlum dögum. — Hvernig stóð á þvi Haukur að Kommúnistaflokkurinn var stofnaður heima hjá þér að Laufásvegi 72 fyrir 50 árum? — Við vorum þá tiltölulega nýgift hjónin og höfðum tekið á leigu Ibúð Júliönu Sveinsdóttur listmálara sem dvaldi erlendis 'eftir forystukonu ihaldsins i dag- blaði þar sem hún sagði að þarna væri þeim rétt lýst þessum kommúnistum, þar sem kona min hefði farið á fæðingarheimili til að fæða barn alveg eins og gert væri i Rússlandi i stað þess aö fæöa það i heimahúsi. Svonavoru nú viðhorfin þá. — Hvers vegna varðst þú sósial- isti? — Ég man nú eiginlega ekki eftir mér öðru visi. Faðir minn, Baldvin Björnsson gullsmiður, var róttækur og strax þegar ég settist I menntaskólann 12 ára GJAI.D.MERKl ARIÐ 19 3 ^ 1. «. 0,15 2. H. 0,25 K.F.f. 0,341 O.AO ■& * K.r.í.ter, ~ I V''1 1 4 ""X" | ^T-J. »Sbi : 4*.oJ *>- K.» J. 0«tr.: j pv.í'.i. 0.15 i<æjí.í-. ....„... " ;1 arip 1? »•■ •• i ut? _ * wA€ •*» V Vá .4 U..M45? f 5 K.l-.(.0,.-.« K.r,h^s» \í. v VI uVÍ. <u>* “II I K.r.t.iw V; v \«- .(. ».» -.K- > SLJ CSjI , . o , s. u.r.f. o.ro : K.r,f. (i.ro, L. . K.l'.í. O.Ta’ V ' •OK... . Opna úr flokksskirteini eins félaga úr tsafjaröardeild Kommúnista- flokks tslands. Eins og sjá má eru félagsgjöld greidd mánaöarlega og kvittað fyrir meö gjaldmiöum i skirteiniö. Halldór ólafsson átti skir- teini^en þær sem kvitta á miðana eru Karitas Skarphéöinsdóttir og lik- lega Halldóra Danivalsdóttir. um þessar mundir. Þarna var rúmgóður salur sem Júliana notaði sem vinnustofu. Þannig stóð á að konan min lá einmitt á fæðingarheimili og ég gat þvi lánað húsið fyrir stofnþingið. — Manstu vel eftir þessu stofn- þingi? — Já, mjög vel. Við vorum þarna samankomnir um 30 full- trúar og setti Jón Rafnsson þingið. Flest vorum við ung að ár- um en þó voru þarna menn á öll- um aldri. Mér eru t.d. minnis- stæðir þeir óitó N. Þorláksson og Rósenkranz ivarsson sem báðir voru á fundinum. — Manstu eftir einhverjum sér- stökum viðbrögðum við stofnun flokksins? — Ég get sagt það hér til gam- ians að eftir þingið birtist grein BSHBi gamall var ég farinn að lesa bækur á þýsku um sósialismann og naut ég þar þess að kunna reiprennandi þýsku, þar sem móðir min var þýsk. Aðdragand- ann að stofnun Kommúnista- flokksins má eiginlega rekja til Drengsmálsins 1921 þegar farið var að Olafi Friðrikssyni, en þar var ég heimagangur og þekkti t.d. Natan Friedman, rússneska drenginn sem lætin urðu út af, vel. Við vorum jafngamlir og löðuðumst hvor að öðrum m.a. vegna þess að báðir töluðum viö þýsku. — Tókst þú kannski þátt i átök- unum sem urðu? — 1 fyrra skiptið þegar lög- reglan var hrakin frá var ég inni i húsinu og tók þátt i atganginum eftir bestu getu,en i seinna skiptið þegar drengurinn var sóttur, laumaðist ég inn ihúsið en ólafur Friðriksson rak mig út. Hann sagðist ekki vilja hafa mig svo ungan þarna. — Tók ekki Natan þetta nærri sér? — Nei, ekki svo mjög. Hann var búinn að upplifa eitt og annaö og m.a. hafði faðir hans verið skot- inn á heimili hans og bróður hans drekkt, svo að hann var orðinn ýmsu vanur. — Þú varst siðan virkur sóslal- isti? — Já, Félag ungra kommúnista var stofnaö fljótlega upp úr þess- um átökum og þar starfaði ég. A þessum árum tók ég m.a. þátt i Blöndahlsslagnum og háseta- verkfallinivog I menntaskólanum voru haldnir kennarafundir út af mér. Þá var verið að reka kommúnista úr skólum um allt land. — Varstu rekinn? —- Nei, ekki beint, en ég var settur út úr menntaskólanum á mjög laglegan hátt. — Hvernig var Kommúnista- flokknum tekið fyrst eftir að hann var stofnaður? — Kreppan var þá að byrja og atvinnuleysi farið að gera vart við sig. Viö fórum þá i hóp á fund bæjarstjórnar, og höfðum viö Guðjón Benediktsson og Þor- steinn Björnsson orð fyrir hópn- um og kröfðumst atvinnubóta- vinnu. Lögreglan var þá kölluð til og vorum við allir þrir settir i Steininn fyrir hávaöa og mót- mæli á fundinum. Sátum við þar inokkra daga. Ég hafði verið svo heppinn aö vera nýbúinn að fá vinnu á skrifstofu sem bréfritari á þýsku. Forstjðrinn lét senda mann til min i Steininn til að ná i lykilinn að skrifstofunni og til- kynna mér að ég þyrfti ekki að koma aftur til vinnu. Upp frá þessu var ég svo að segja at- vinnulaus i 2 ár. — Þú hefur tekiö þátt i 7. júli og 9. nóvemberslagnum? — Já, ég er hræddur um það; var I bæði skiptin dæmdur i' stein- inn en sleppt fyrir konungsnáð. — Nú varst þú rekinn úr Kommúnistaflokknum. Hvernig stóö á þvl? — Já, það komu upp deilur um afstööuna til sósiaidemókrata og ég var þar i hópi svokallaðra tækifærissinna ásamt Stefáni Péturssyni og Einari Olgeirssyni og vorum við Stefán reknir. Ég Haukur Björnsson: Forstjórinn sendi mann til min i steininn til að tilkynna mér að ég þyrfti ekki að mæta meira til vinnu, var nú fljótlega tekinn inn aftur enda varð okkar stefna ofan á ári , siöar. — Manstu eftir einhverjum eftirminnilegum atvikum úr Bröttugötusalnum ? — Þar var oft ansi fjörugt og fjölmennt, en aldrei neinar óspektir svo að ég muni eftir. — Einhvern tima urðu einhver læti út af þvi að hakakrossfáni var skotinn niður af þýsku skipi i höfninni. Er það ekki rétt? — Jú, við skárum niður þennan fána, og I þeim átökum var ég sleginn I rot á hafnarbakkanum af islenskum nasista. Þessum fána var komið fyrir I vörslu manns úti i bæ^en seinna var hann sýndur á fundi I Bröttugötunni og honum sýnd litilsvirðing með þvi að trampa á honum. — Nú var Kommúnistaflokkur- inn i Komintern. Fórst þú ein- hvern tima til Rússlands? — Ég fór sem fulltrúi á 6. þing alþjóðasambandsins árið 1928, tveimur árum áður en Kommún- istaflokkurinn var stofnaður, og var þar eini Islendingurinn. Þar var ég I 4 vikur og var m.a. við- staddur hátiðahöld i tilefni af 25 ára afmæli Bolsévikaflokksins. — Komstu þar i kynni við ein- hverja af leiðtogum Sovétrikj- anna? — Nei, en ég sá þá alla, bæöi Stalrn og þá sem siðar voru teknir af lifi t.d. Búkartn o.fl. Ég varð þarna var við töluverða dýrkun á Stalln og fór það i taugarnar á mér. Á þessu ári stóðu einmitt yfir deilur um hvort stórbændur ætti að eiga tilverurétt, en þeir höföu þá gert uppreisn og m.a. neitað aö selja afurðir sinar. Stalin vildi slá þá niður og varð sú stefna ofan á. Ég kom m.a. á flokksfund i leikhúsi i Moskvu, þar sem verið var að deila um þessi mál og var greinilegt að flestir voru á Stalinslinunni. — Aö lokum, þegar þú litur til baka yfir farinn veg. Hvert tel- urðu að gildi Kommúnistaflokks tslands hafi verið I islenskum stjórnmálum? —- Ég tel að hann hafi haft griðarlega mikið gildi i islenskri verkalýöshreyfingu,enda hafa flestir leiötogar hans verið þar i forystu allt fram á þennan dag. — GFr flestir flokksmanna voru korn- ungir, enda margir enn á lifi. Kommúnisminn hefur mjög höfð- að til ungs fólks á þessum tima. — Já, enda var auðvaldsskipu- lagið ekki fýsilegur kostur fyrir ungt fólk á þessum árum. Það var kreppa, atvinnuleysi og fátækt og við sáum fram á bjartari framtið i þessu. — Var ekki mikil áhersla lgöð á aga I flokknum? — Jú, reglan var sú að allir stæðu viö þá ákvörðun sem meirihlutinn tók. Þaö var lika hart sótt sbr. 7. júli og 9. nóvember 1932. Baráttan gegn at- vinnuleysinu og fyrir þvi að halda uppi lifskjörunum var aðalmál flokksins. Almennir fundir úti og inni á vegum flokksins voru tiöir og einnig voru nefndir á hans veg- um sendar á fund borgarstjórnar og rikisstjórnar til þess aö freista þess að fá kröfum okkar framgengt. — Nú var hart deilt innan Kommúnistaflokksins á vissu tima’oili. Hvað viltu segja um þær deilur? — Á flokksþingunum 1933' og 1934 varð ágreiningur um af- stööuna til sósialdemókrata og vildi vinstri armur flokksins haröari afstöðu gegn þeim. Urðu lyktir mála þær aö allstór hópur var rekinn úr flokknum en flestir komu þó inn i hann á nýjan leik. Þessar deilur tóku á sig broslegan blæ og voru á vissan hátt ömur- legar. Þetta er ósköp litið ánægjulegt timabil i sögu flokks- ins. Það rikti eiginlega hálfgerð trúarbragðastyrjöld innan hans. Arið 1935 varö svo samfylkingar- stefna með Alþýðuflokknum ofan á I flokknum. Frá árunum 1935 og 1936 eru mér stórar kröfugöngur Guðmundur Vigfússon: Vegna uppgangs fasismans voru ungir menn vantrúaðir á að hægt væri að bjarga borgaralegu lýðræöi. og útifundir eftirminnilegastir. — A vegum flokksins var svo- kallað Varnarlið verkalýðsins. Hvað var þaö? — Varnarliðið gekk I farar- broddi i kröfugöngum til að verja þær árásum nasista. Þeir voru þá farnir aö ráðast bæði á kröfu- göngur okkar og Alþýöuflokksins og eins að einstaklingum aö næturþeli. Guðjón B. Baldvinsson og Höskuldur Dungal, þá ungur stúdent, urðu t.d. báðir fyrir slik- um árásum. — Var varnarliðiö vopnaö? — Nei, en bar litlar fánaveifur á trépriki. — Var ekki aðalsamkomu- staöur ykkar i Fjalakettinum eöa Bröttugötusalnum svokallaöa um árabil? — Jú, þar voru haldnir fundir i flokknum og einingum hans._ Siðan voru sellur starfandi i hverf unum og einnig á vinnustöðum t.d. viö höfnina. Þaö voru tölu- verð átök I Dagsbrún á þessum árum. Héðinn Valdimarsson var þá formaður Dagsbrúnar, en málsvarar fyrir vinstri and- stöðuna I félaginu voru aðallega þeir Eðvarö Sigurðsson, Þorsteinn Pétursson og Pálmi Þóroddsson. Héðinn var ákaflega eftirminnilegur, umsvifamikill og stórbrotinn forystumaöur. Auk þess aö vera aðalverkalýösfor- • inginn var hann einnig stórat- vinnurekandi,en hagfræðingur aö mennt. Hann gekk siöan til liös viö okkur er Sósialistaflokkurinn var stofnaöur. — Að lokum, Guðmundur: Stefnduð þið að byltingu? — Kommúnistaflokkurinn var byltingarsinnaður, á þvi leikur enginn vafi. Ég held aö óhætt sé aö segja að vegna uppgangs fasismans hafi menn vart trúað þvi að hægt væri aö bjarga borgaralegu lýðræði og það hlyti fyrr eða síöar aö leiöa til loka- átaka milli verkalýðsins og fulltrúa auöhyggjunnar. Hins vegar voru allir á þvi að vernda ætti þau réttindi sem borgaralegt þjóðfélag hafði áunniö. — GFr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.