Þjóðviljinn - 29.11.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.11.1980, Blaðsíða 9
Mikilvœg réttindamál hafa náðst fram Helgin 29. — 30. nóvember 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 TRANSCRIBER eru örugglega bestu kaupin í dag Innlend framleiösla þess vegna mjög góö kjör. Takmarkað framleiðsluupplag. 2. ára ábyrgð Utsölustaðir: RAFRÁS hf. söluskrifstofa Fellsmula 24. sími 82980 STERIÓ, Tryggvagótu gengt Skattstpfunni. sérverslun með hágæða hljómtæki Jafnrétti í líf- eyrismálum Brýnasta baráttumál ÁSÍ á næstunni ,,Þó ýmislegt hafi náðst fram í félagsleg- um efnum biða samtak- anna mörg brýn bar- áttumábog ber þar hæst jafnrétti allra lands- manna í lifeyrismál- um”, sagði Ásmundur Stefánsson í yfirlitsræðu sinni á ASÍ-þingi er hann drap á yfirlýsingu þá sem rikisstjórnin gaf samhliða nýgerðum kjarasamningum um ýmis félagsleg atriði. Fæðingarorlof: 530 þúsund á mánuði „Rikisstjórnin hefur heitið þvi að beita sér fyrir nýjum lögum um fæðingarorlof, er taki gildi 1. janúar næstkomandi og er frum- varps að vænta á næstu dögum. Samkvæmt yfirlýsingu rikis- stjórnarinnar skulu allir for- eldrar eiga rétt á 3ja mánaða fæðingarorlofi. Skal móðirin taka að minnsta kosti 2 mánuði, en heimilt er, ef foreldrar eru um það sammála, að faðirinn taki or- lof þriðja mánuðinn. Fæ ðin g aro rlo f s g reiðslur n a r munu væntanlega verða 530.221 á mánuði miðað við kaup i desem- bernæstkomandi, og siðan breyt- ast ársfjórðungslega i samræmi við kaupbreytingar samkvæmt 8. flokki kjarasamnings Verka- mannasambands Islands, efsta starfsaldursþrepi. Þetta á við um foreldra 1 fullu starfi. Sérákvæði um fæðingarorlof Sé foreldri utan vinnumark- aðar, eða hafi það unnið 515 dag- vinnustundir eða minna á sl. 12 mánuðum fyrir töku fæðingaror- lofs, á þaðrétt á l/3hluta heildar- greiðslna. Er þetta i fyrsta sinn sem fólk utan vinnumarkaðar fær rétt til fæðingarorlofs. Fæðingarorlof skal framlengj- ast um mánuð sé um fleirbura- fæðingu að ræða eða alvarlegur sjúkdómur barns krefst nánari umönnunar foreldris, og á sama- hátt getur fæðingarorlof lengst fyrir fæðingu, ef móður er nauð- synlegt af heilsufars- eða öryggisástæðum að hverfa frá vinnu meira en mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag. Ættleið- andi foreldri, uppeldis eða fóstur foreldri öðlast rétt til 2ja mánaða fæðingarorlofs-greiðslna vegna töku barns til fimm ára aldurs. Fæðingarorlofsgreiðslurnar skulu greiddar frá Trygginga- stofnun rikisins og verður kostn- aði vegna fæðingarorlofs þannig létt af atvinnuleysistrygginga- sjóði. Tvö ný atriði i tryggingum Varðandi almannatryggingar er gefið fyrirheit um tvö ný atriði. I fyrsta sinn fær nú fólk utan vinnumarkaðar rétt tii fæðingar orlofs. eða 1/3 af heildargreiðslum sem verða á desemberkaupi 530 þúsund á mánuði i þrjá mánuði. 1 fyrsta lagi skal hver sá sem stundað hefur sjómennsku i a.m.k. 25 ár eiga rétt til töku elli- ltfeyris frá og með 60 ára aldri. 1 ööru lagi verður Trygginga- stofnun heimilt að veita fullan ör- orkustyrk þeim sem missir a.m.k. helming starfsorku sinnar, sé viðkomandi orðinn 62ja ára. Dagvistun: 10 ára áætlun Hvað snertir dagvistarmálin er það væntanlega mikilvægast að rikisstjórnin gaf yfirlýsingu um aðhún muni beita sér fyrir þvi að fullnægt verði þörf fyrir dagvist- unarþjónustu barna á næstu 10 árum. Verkalýðssamtökin verða að hafa vökul augu á þróun þess- ara mála svo áformin verði að raunveruleika. Úrlausn á málum sjómanna Viðeigandi úrlausn á loforðum til sjómanna fékkst ekki á árinu 1979 til samræmis viö gefin fyrir- heit. Þess vegna voru þau málefni tekin inn i sameiginlega kröfu- gerð verkalýðshreyfingarinnar á sl. vetri. Stærst þessara mála eru þau, er lúta að rétti sjómanna til launa i veikinda- og slysaforföll- um og lögskráningu. Lausn á þessum málum fékkst svo sl. vor og á sjómaður nú rétt til allt að 4 mánaða launa i veikindatilfell- um og 7 mánaða i slysatilfellum, ef um er að ræða 4 ára samfellda ráðningu hjá sama útgeröar- manni. Við samningsgerð nú kom fram loforð frá rikisstjórninni um að beita sér fyrir þvi að rikis- sjóður greiði sjómannasamtök- unum ti'u milljónir króna á árinu 1981 til könnunar á öryggisbúnaði skipa til erindreksturs og eftir- lits með lögskráningu. Krafan um aðlögfestir verðifridagará öllum fiskiskipum yfir jóladagana er enn til umræðu. Aðbúnaður og hollustuhættir As.l. vori voru samþykkt ný lög um aöbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum, sem taka gildi um þessi áramót. En endurskoðun laganna hefur lengi verið i kröfu- gerö samtakanna. Meö lögunum eru lagðar forsendur að varan- legum úrbótum i' vinnuverndar- málum og verklýðssamtökin fá nýja möguleika til þess að hafa áhrif á vinnuumhverfi starfs- fólks. I tengslum við nýgerða kjarasamninga gaf rikisstjórnin fyrirheit um tvö ný atriði varðandi almanna tryggingar: Sjómenn eiga rétt á töku ellilifeyris frá og með 60 ára aldri, hafi þeir stundað sjómennsku I 25 ár, ogheimilt er að veita þeim fullan örorkustyrk sem missir a.m.k. helming starfsorku sinnar, sé viðkomandi orðinn 62ja ára. Ljósm. frá ASl-þingi — gei. Unga fólkið og húsnæðislögin Þá er nauðsynlegt að minna á að sl. vor voru sett ný lög um Húsnæðismálastofnun rikisins, en þau lög eru sett i framhaldi af margitrekuðum yfirlýsingum rikisstjórna allt frá árinu 1974. Það hefur þannig tekið alllangan tima að koma þessu máli i höfn. Allir þekkja siaukna erfiðleika ungs fólks við að koma þaki yfir höfuö sér, og bindum við miklar vonir við það að þessi nýju lög bæti úr þessu brýna hagsmuna- máli. Atvinnuleysis- tryggingar Fulltrúar Alþýðusambands Is- lands áttu ýtarlegar viðræöur viö fulltrúa rikisvaldsins um at- vinnuleysistryggingar i sam- bandi við nýafstaðna kjarasamn- inga. Þeim viðræðum er ekki lokið, en af hálfu fulltrúa rikis- stjórnarinnar liggja þó fyrir lof- orð um gagngerar breytingar. Vil ég nefna að bótatimabilið verður lengt i 180 daga úr 130, fellt verður niður skerðingarákvæði vegna tekna maka, sem tekið hefur at- vinnuleysistryggingaréttinn af stórum hluta giftra kvenna, bætur verða hækkaðar verulega og breytingar gerðar á skrán- ingu, þannig að aðalreglan verður vikuleg skráning i stað dag- legrar.” Hér lýkur tilvitnun i umfjöllun Asmundar Stefánsonar um fé- lagslegan þátt nýgerðra kjara- samninga. —ekh „TRANSCRIBER er einstakur plötuspilari" úr umsögn danska High Fidelity, maí 1979. Hefur Microtracer í stað tónarms. Microtracer er festur við lokið og er álíka stór og tónskelin í venjulegum tónarmi. Microtracererauðveldari í notkun, t. d. þarftu aldrei að snerta hann. Lengdin er 3.8 cm. frá legu til nálar. Hann hefur minni núningstregðu. Hámarks legufrávik (tracking error) er 0.1° og hann getur ekki rispað plöturnar, ekki runnið til, ekki hoppað, ekki skemmt nálar, ekki valið rangt spor. Hreyfimassi (moving mass) venjulegra tónarmaerminnst 150gr. (t.d. B&O) en algengt er að hann sé 250gr. og þar fyrir ofan. Microtracerhefuraðeins 13.4 gr. hreyfimassa. Mikilvægter: Tregða hans er 1 /70 af tregðu venjulegra arma og það stór minnkar plötuslit. Listræn bygging úr gleri og áli (glerið er hert triplex öryggisgler). Plötudiskurinn færist fyrir tilstilli fótósellu. Transscriber hefur allsstaðar vakið óskipta athygli frá því er hönnuður hans Dr. Gammon kynnti hann 1978.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.