Þjóðviljinn - 29.11.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.11.1980, Blaðsíða 15
Helgin 29. — 30. nóvember 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Alfræða- bindi um tón- menntir „Músík er fylginautur manns frá vöggu til grafar. Barn i vöggu hjalar viö söngtón og viö syngjandi bænagjörö leggst þaö viö ævilok til hinstu hviidar. Þar á milli liggur bernska, æska, manndómsár og elli. A sér- hverju æviskeiöi sækir tónn aö hlustum. Uppeldi kennir aö velja og hafna. Hver athöfn dt- heimtir sitt lag; músik gagntek- ur gjörvallan mann, stuölar aö þvi aö móta hug hans, hjarta og skilning. Hún auðgar hvers- dagslif og prýöir hátiö. Þess- vegna er músikuppeldi veiga- mesta hlutverk i músikmenn- ingu hvers tima...” Svo segir dr. Hallgrlmur Helgason i inngangsoröum seinna bindis Tónmennta, sem er tólfta rit í Alfræðum Menn- ingarsjóðs, fyrri hluti kom út 1977. Tónmenntir I—II fjalla um fagheiti og hugtök tónmennta undir uppflettioröum í stafrófs- röö likt og önnur rit í flokki þessum. Höfundurinn, dr. Hall- grimur Helgason tónskáld, hef- ur ritað mikiö um bessi efni Hann gerir ýtarlega grein fyrir verkefnisinu og vinnubrögöum i inngangsoröum beggja bind- anna. Tónmenntir 1—ö eru 317 bls. aö stærö og bókin sett og offset- prentuö i Odda en bundin i Sveinabókbandinu. Hún er prýdd fjölda mynda og teikn- inga. Rit I bókaflokki þessum, auk Tónmennta I—II, eru: Hannes Pétursson: Bókmenntir, Ölafur Björnsson: Hagfræöi, Einar Laxness: -íslandssaga I—II, Hannes Pétursson og Helgi Sæmundsson: tslenskt skálda- tal I—II, Ingimar Jónsson: tþróttirI-II, Guösteinn Þengils- son: Læknisfræöi, Þorsteinn Sæmundsson: Stjörnufræöi — Rimfræöi. Hey Urvalsgott hey til sölu. Uppl. I sima 99-6342. T eppahreinsun hreinsum teppi, upplýs- ingar i sima 50678. Rætt vid fulltrúa á ASÍ þingi Hagsmunir verkalýðs- stéttarinnar í deiglunni Þingi Alþýðusambands íslands lýkur nú um heilgina, en það er haldið á f jög- urra ára fresti. Þingið sækja fulltrúar frá nánast öllum stéttafélögum landsins sem aðild eiga að ASf og þar er mörkuð stefna i málum sem varða hagsmuni verkalýðsstéttarinnar. Að þessu sinni eru mörg merk mál í deiglunni sem eflaust eiga eftir að hafa áhrif á lífskjörin, þar á meðal sú tækni sem ef til vill á eftir að gjörbylta at- vinnuháttum á næstu árum og áratugum. Hvað hafa þingfulltrúar að segja um sína hagi og hvaða mál finnast þeim brýnust? Um það spurðu blaðamenn Þjóðviljans nokkra fulltrúa sem sitja þingið. Einar Karlsson, Verkalýðsfélagi Stykkishólms: Fræðslumálin brenna á okkur Félagsmenn f verkalýös- félögum viöa um landsbyggöina vinna fjölbreytt störf I mörgum starfsgreinum. Oft eru þvi uppi ólik sjónarmið og starf féiaganna erfiöara en hinna stærri á höfuö- borgarsvæöinu þar sem allir féiagsmenn sitja viö sama borö. A ASt þingi er meðal fulltrúa Einar Karlsson, formaöur Verka- lýösfélags Stykkishólms, en í þvl eru 250 manns, bæði landmenn og sjómenn, karlar og konur. Þjóö- viljinn ræddi viö Einar og spuröi hann hvaö hann teldi mikilvægast i störfum yfirstandandi þings. Þetta þing mótast fyrst og fremst af kjaramálunum, sagöi Einar, en mér býöur I grun aö þegar kemur aö fræðslu- og menningarmálunum, þá muni Einar Karlsson: Of fáar sérkröf- ur náöust fram. þau einnig taka mikinn tima. Fræöslumálin er þaö sem á okkur brennur, —verkalýðshreyfingin þarf aö taka meiri þátt i full- oröinsfræöslunni og vera virkari I mótun hennar, ekki aöeins hvaö varöar félagsmál heldur alla al- menna menntun. Ég hef mikinn áhuga á þeim málum. Þaö sem af er, hefur mestur timinn eðlilega fariö i kjara- málin, en þetta eru nú allt kjara- mál ef út i þaö er fariö. Ég get tekiö undir þá gagnrýni sem komiö hefur fram hér á þinginu um aö þaö vantar betri tengsl milli samninganefndar ASI og óbreyttra félagsmanna og þeirra félaga sem ekki áttu mann I samninganefndinni, sagöi Einar, og þaö er brýnt að vinna aö betri samtengingu heildarsamtakanna viö verkalýösfélögin ftti á landi. Þegar samningum var aö ljúka sendu sum sérsamböndin, einnig þau sem eru minni en Verka- mannasambandiö, menn út til sinna félaga um landiö til aö veita upplýsingar og skýra samning- ana, og Verkamannasambandiö heföi gjarnan mátt senda menn þeirra erinda á Snæfellsnesiö. Þegar taliö barst aö nýgeröum kjarasamningum i lokin sagöist Einar vera ósáttur viö hversu litiö af sérkröfum Verkamanna- sambandsins heföu þar náöst fram, — kröfum sem löngu eru komnar i' samninga hjá öörum, svo sem fæöis- og flutningsgjald, hádegismatartimi á laugar- dögum og helgidögum, sagöi hann. Þá er ég lika ósáttur viö aö ekki skuli hafa náöst árangur I aö afnema eftirvinnuna enn frekar. — AI Valdimar Guðmannsson, Verkalýðsfélaginu Blönduósi: Pólitíkin mœtti vera minni Fyrir augu okkar ber Valdimar Guömannsson i Bakkakoti I Austur-Húnavatnssýslu. — Sæll, Valdimar. Þú kominn á Alþýöusambandsþing. Ég hélt aö þú værir bóndi noröur I Bakka- koti. — Jú, þú hefur nú aö nokkru leyti rétt fyrir þér i þvi. Ég bý reyndar I Bakkakoti,en hinsvegar vinn ég mikiö utan búsins, eink- um á Blönduósi, enda stutt aö fara ,,i kaupstaöinn”. 1 raun og veru jaörar nú viö aö ég sé fast- ráöinn starfsmaöur hjá sam- vinnufélögunum á Blönduósi. — Og nóg aö gera þar? — Hjá þeim fyrirtækjum er þaö nú, já, en annars eru atvinnuhorf- ur ekki sem bestar á Blönduósi Valdimar Guömannsson: Fundurinn var ekki löglegur. núna og raunar óttast menn aö at- vinnuleysis verði þar vart i vetur. Ýmis fyrirtæki eiga I erfiöleikum og eru aö draga saman seglin. —■ Hefur þú áöur setiö Alþýöu- sambandsþing? — Nei, þaö hefur nú ekki fyrr oröiö mitt hlutskipti og leit nú svo út á timabili, aö sú för kæmi fyrir litiö. Þaö kom til tals aö dæma af okkurfélögum atkvæöisréttinaen málfrelsi og tillögurétt máttum viö hafa. — Oghvervar ástæöan? — Sú, aö fundurinn, sem kaus fulltrúana hjá okkur, taldist ekki löglegur, of fáir mættir, en þeir þurftu að vera 20. Hinsvegar var búiö aö segja okkur, aö þrátt fyrir þennan ágalla myndum viö njóta fullra réttinda á þinginu, annars heföi ég heldur ekki fariö. En úr þessu rættist nú. Fulltrúar frá Sauöárkróki lentu i þessu lika. Þaö er nú alkunna I öllum félagsskap aö illa gengur aö fá menn til þess aö sækja fundi, og er út af fyrir sig mjög slæmt. Auövitaö er sjálfsagt aö reyna aö örva fundarsókn en menn verða nú ekki dregnir nauöugir á fundi. Ekki myndi þaó þykja lýöræöis- legt. Fundur ætti aö teljast lög- legur ef löglega er til hans boðaö og ég býst viö aö lögum okkar félags veröi breytt i þaö horf. — Og hvernig likar þér svo þingsetan. Eins og þú bjóst viö kannski? — Nei, þaö get ég nú naumast sagt. Mér finnst flokkapólitikin ólga hér meira, undir niöri a.m.k., en ég átti von á. Ég er þeirrar skoöunar aö hún vegi of þungt hjá verkalýöshreyfingunni. Og ég er sannast aö segja smeyk- ur um aö hin flokkspólitiska tog- streita kunni stundum aö torvelda kjarasamninga. Verka- lýöshreyfingin þarf aö leggja meiri stund á aö starfa faglega. — mhg Asdis Guðmundsdóttir: Allur vökutlmi kvenna fer I látlausa vinnu Ásdis Guðmundsdóttir, íðju, Reykjavík: Meiri hörku í samninga — Þaö eru nú þessi eillfu kjara- mál, sem alltaf eru efst I huga okkar, sem teljumst til láglauna- fólksins I þjóöfélaginu, sagöi As- dis Guömundsdóttir, en hún er fé- lagsmaöur I Iöju, samtökum verkafólks. — Ég held, aö ekki sé ofmælt, að Iöja sé láglaunafélag og mjög margir eru þar I lágum launa- flokkum. Og konur eru þar fjöl- mennar. Verksmiöjuvinna ýmiss konar og saumaskapur eru illa launuö störf. Þaö er meö öllu borin von, aö nokkur einstakling- ur, sem vinnur á þessum töxtum, geti séö fyrir fjölskyldu. Þar þurfa fleiri aö koma til. Og hvaö má þá til varnar veröa, spyröu. Nú, hvaö annaö en yfir- vinnan, þegar — og ef — hana er aö fá. Allt tal um 40 stunda vinnu- viku er i raun marklaust raus hvaö láglaunafólk áhrærir. Til þess er dagvinnukaupiö of lágt. Og svo eru eftir heimilisstörfin. Ekki er nú hægt að vanrækja þau meö öllu þó að svo virðist stund- um, aö þau séu ekki talin vinna. Þaö er alveg óhætt aö slá þvi föstu, aö allur vökutimi láglauna- konunnar fer i linnuláusa vinnu daginn út og daginn inn. Viö höfum blátt áfram ekki neina möguleika á þvi að sinna félags- störfum og þaö er m.a. skýringin á þvi, að karlmenn eru yfirgnæf- andi i stjórnum og trúnaöarstörf- um hjá verkalýösfélögunum yfir- leitt. — Nú eru nýafstaðnir kjara- samningar. Breyta þeir engu um þetta? — Ekki vil ég segja þal^en alltof litlu auk þess sem maöur óttast alltaf aö kjarabæturnar verði meö einum eöa öörum hætti teknar til baka. Og eiginlega blöskrar manni hvað mikill timi fer i þetta samn- ingaþóf. Þjarkiöer búiö aö standa hátt upp i heilt ár en árangurinn er nú varla eftir þvi. Ég held, aö verkalýsöhreyfingin þyrfti strax I upphafi samninga að sýna meiri hörku, vera ákveönari i afstööu sinni og kröfum. Trúa min er sú, aö þá myndu bæöi nást betri samningar og þófiö tæki fyrr enda. - mhg AGH 302/01 AGH 301/01 IGNIS I t/wí>io: Tokum notada skána uppí nýja. RAFIÐJAN H.F. I\4I1K9 Stærsta kælitækjaverksmiðja Kirkjustræti 8 Simi: 19294 59,5 cm 67.6 cm 59.6 cm 58.5 cm 54,5 cm =^====si o 49.5cm í hvropu 44.5 cm 72.5 cm ARF 52.5 cm 799 p—rr— ARF 3 866 140 L 160 L 220 L 270 L 225 L 265 L

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.