Þjóðviljinn - 02.12.1980, Page 1
Háskólastúdentar héldu að venju
upp á 1. des. í gær. Að þessu sinni
var fjallað um efnið Alþýðu-
menning — Alþýðumenntun. Sam-
koma var haldin í Félagsstofnun
stúdenta þar sem flutt voru ávörp,
tónlistog Tryggvi Emilsson las upp
úr verkum sinum. Samkoman var
fjölsótt og undirtektir góðar.
— Ljósm:gel
Þriðjudagur 2. desember 1980 273. tbl. 45. árg.
Svavar Gestsson kynnir
mikilvæg stefnumál:
Friðlýsing
Kjarnorkulaust svæði
tslendingar geta lagt inikilvægt
1Ó6 á vogarskál friöarins nú þegar
stórveldin skaka vopnin hvert
aö ööru, með þvi að leggja til
bann viö kjarnorkuvopnum á ís-
landi. stofnun kjarnorkuvopna-
lauss svæöis á Noröurlöndum og
stuölaö aö friðlýsingu Noröaustur
Atlantshafsins, var megininn-
takiö i ræðu Svavars Gestssonar
félagsmálaráöherra, er hann
flutti á Alþingi s.l. fimmtudag.
Umræður um þetta mál hófust
eftir að Benedikt Gröndal (A)
mælti fyrir þingsályktunartillögu
sinni um takmarkaöan aðgang
erlendra herskipa og herflugvéla
aö landhelgi islands.
Sjá 6. síðu
Niðursoðin saltfiskur
Gæti orðið
þýðingarmikil
útflutningsvara
Fárviðri gekk yfir Austfirði í gærmorgun
Pantanir eru þegar farnar að berast
Lögreglustöðin
fauk á haf út
óskaplegt veður skall á í
gærmorgun á Austf jörðum
og N-Austurlandi og urðu
mjög miklar skemmdir á
húsum og bifreiðum af
völdum þess. i fyrri-
nótt var all-hvasst á þessu
svæði, en um kl. 10 i gær-
morgun skall svo þessi
mikli veðurhamur á, og
stóð víðast yfir í rúma
klukkustund. Þá tók að
draga úr veðrinu, en víða
var þó hvasst fram eftir
degi.
A Seyðisfirði urðu miklar
skemmdir á húsum. Til að mynda
fauk hús sem stóð við bryggjuna
þar, og hefur verið notað sem lög-
reglustöð og tollstöð, á sjó út.
Enginn var i húsinu og þvi urðu
ekki slys á mönnum. Skúrar fuku
um og þakplötur voru eins og
skæðadrifa. Söluskáli Shell
splundraðist i verstu hrinunni.
Rúður brotnuðu i mörgum húsum
og skemmdir urðu á fjölmörgum
bifreiðum. Litið ibúðarhús úr
timbri, nýlegt, var að fjúka um
koll og tóku menn það til bragðs
að binda það niður við veghefil,
sem var þarna nærri og tókst með
þvi móti að halda húsinu á grunn-
inum, en það mun eitthvað hafa
skemmst.
1 Neskaupstað urðu allmiklar
skemmdir á húsum, að sögn Ernu
Egilsdöttur fréttaritara Þjóðvilj-
ans þar. Nær allar þakpíötur fuku
af fjölbýlishúsi á staðnum og eins
fuku þakplötur af gagnfræða-
skólabyggingunni. Vinnupallar
við fjölbrautaskólann fuku, rúður
brotnuðu i mörgum húsum og
sagðist Erna hafa frétt af þak-
skemmdum á einum 8 ibúðarhús-
um. Simi og rafmagn. fóru af um
tima, en voru komin aftur á
seinnipart dags i gær. Erna sagði
að veðrið hefði verið hreint út
sagt skelfilegt og á milli kl. 10 og
11 i gærmor.gun hefði verið nær
ógerlegt að vera utanhúss. Þvi
hefði litið sem ekkert verið hægt
að athafna sig við björgunarstörf
á þeim tima, en reynt var að ná
saman björgunarsveit á staðnum.
Siðdegis var komið gott veður i
Neskaupstað.
A Eskifirði skall veðurhamur-
inn á nokkru siðar en i Neskaup-
stað, og virðist sem veðrið hafi
ekki verið alveg jafn vont þar. Að
sögn Björns Axelssonar á Eski-
firði urðu miklar skemmdir á
þaki frystihússins, þar sem nær
allar þakplöturnar fuku af þvi.
Vindátt var þannig að þær fuku á
haf út og ollu þvi ekki skemmdum
i bænum. Gömul skemma sem
hætt var að nota eyðilagðist alveg
i veðrinu. Björn sagði aö sér væri
ekki kunnugt um skemmdir á
ibúðarhúsum. Tveir litlir bátar
sukku á Eskifirði.
Simasambandslaust var við
Vopnafjörð, Þórshöfn, Raufar-
höfn og Kópasker i gærdag og þvi
ekki hægt að fá fréttir af veðrinu
þar, en það mun hafa verið svipað
þvi sem var á Austfjörðunum.
— S.dór
Formanna- og flokksráðstefna Sjálfstæðisflokksins
Englnn sáttartónn
Um 200 manns sátu formanna-
og flokksráðs.ráöstefnu Sjálfst,
flokksins um helgina og er það
amk. 100 færri en áttu rétt til
fundarsetu. A ráðstefnunni sagði
dr. Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráöherra aö skoöun sin á
stjórnarsámstarfinu væri óbreytt
og að hann myndi vinna að þvf á
allan hátt sem hann gæti að rfkis-
stjórnin sæti út kjörtimabiliö.
Atkvæðagreiðsla um þann kafla
stjórnmálaályktunar ráðstefn-
unnar, sem fjallar um afstööuna
til stjórnarinnar gefur fróðlega
mynd. 120 voru þvi meömæltir að
fordæma stjórnarmyndunina og
stefnu stjórnarinnar, 40 voru á
móti en aörir sátu hjá. Þetta er
ivið hagstæðara hlutfall en á
flokksráðsfundi i febrúar,
tveimur dögum eftir stjórnar-
myndun, þegar atkvæði um sömu
atriði gengu 103 gegn 29.
Geir Hallgrimsson gekk sér-
staklega fram í þvi að láta visa
frá tillögu, þar sem 14 „vinir”
Gunnars Thoroddsens lögöu til að
miðstjórn skipaði 3—5 manna
nefnd til þess að leita „allra
hugsanlegra” sáttaleiöa. Var
henni vi'sað til þingflokks og mið-
stjórnar dn þess að ráöstefnan
gerði hana aö tillögu sinni. Allar
tillögur „stjórnarsinna” um
breytingar á stjórnmálaályktun-
inni voru felldar, þar á meðal
breytingar á klausu þar sem for-
dæmd er sú „aðferð að leiða
kommúnista til æðstu valda á Is-
landi með þeim hætti er raun ber
vitni”.
Flokksráðs- og formannráö-
stefnur eru höfuðvigi Geirs Hall-
grimssonar innan Sjálfstæðis-
flokksins, og er taliö að skipan
þess gefi litla hugmynd um
ástandið innan flokksins. Samt
sem áður virðast sjónarmið
Gunnarsmanna hafa fengið auk-
inn hljómgrunn þvi lögð er
áhersla á „viðsýna, frjálslynda
og þjóðlega umbótastefnu”, og
aukin útgjöld til félagsmála, en
GunnarThoroddsen hefur einmitt
verið gagnrýndur fyrir það atriði
I stjórnarsáttmálanum af
„leiftursóknarm önnum ”.
— ekh
Horfur viröast á þvi, aö niður-
soöinn saltfiskur geti oröiö meiri-
háttar útflutningsvara héöan á
næstunni. Aö sögn Eyþórs éllafs-
sonar hjá Sölustofnun lagmetis
hel'ur verið gerö markaöskönnun
á niöursoönum saltfiski á Spáni,
Portúgal, Mexikó og i S-Aineriku
og helur liann likaö alveg sér-
staklega vel. Nú þegar hefur bor-
ist pöntun frá Spáni uppá eitt þús-
und kassa, en þaö eru 51! þúsund
dósir af niöursoðnunt saltfiski og
veröur þetta magn framleitt i
Noröurstjörnunni i Hafnarfirði.
Verömæti þessa ntagns er 22 milj.
kr.
Eyþór sagði að allt útlit væri
fyrir það að hægt yrði að selja
mikið magn af þessari vöru á
næstunni, ef miðað er við þær
móttökur sem fiskurinn fékk,
þegar verið var að kynna hann.
Hér er um að ræða tilbúinn rétt,
framleiddan eins og fyrrgreindar
þjóðir vilja hafa saltfiskinn.
Verðið sem fyrir saltfiskinn
fæst svona verkaðan er við-
unandi, enda má nota 2. og jafn-
vel 3. flokks fisk til niðursuðu.
Hver dós inniheldur 200 gr. þar af
135 gr. af saltfiski og fást á milli
450 og 500 islenskar fyrir dósina.
Ef svo fer sem horfir myndi þetta
skapa mörgum niðursuðuverk-
smiðjunt hér á landi verkefni á
næstu árum.
— S.dór
Sigurður Klosason, starfsniaöur
Happdrættisins, tekur á móti
Happdrætti
Þjódviljans
uppgjörum á
(írettisgötu 3.
skrifstofunni
Ennþá getur
þú keypt miða
Uppgjöri er ekki lokið
Enn gefst velunnurum Þjóövilj-
ans kostur á aö kaupa miöa i
happdrætti blaösins 1980. Það er
þegar búið aödraga, en vinnings-
númerin voru innsigluö og vcröa
ekki birt fyrr en uppgjöri er lokið,
en það getur dregist þó nokkra
daga.
Að sögn Sigurðar Flosasonar
sem annast happdrættið hefur
dreifingin gengið vel, einkum úti
á landi, en eins og gengur vill
dragast að uppgjöri sé skilað á
réttum tima.
Þeir sem ekki hafa fengið niiða
eða eiga eftir að gera skil eru
beðnir að hafa samband við skrif-
stofu Alþýðubandalagsins að
Grettisgötu 3 i sima 17504.