Þjóðviljinn - 02.12.1980, Page 4

Þjóðviljinn - 02.12.1980, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 2. desember 1980 NOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis (Jtgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Hitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ó'.fsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaðamenn: Alfheiður Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. tþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. CJtlit og hönnun: Guðjón Sveipbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, EHas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvaröardóttir. Jóhannes Harðarson Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir. Bára Sigurðardóttir. SMnavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney’B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir. Ctkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6, Keykjavik, slmi 8 13 33. Prentun : Blaðaprent hf. Trékallar íhaldsins O ,,Engar sættir fyrr en núverandi ríkisstjórn hefur verið slitið" er enn sem fyrr boðskapurinn sem Geir Hallqrimsson sendir flokksmönnum úr höfuðvíqi sínu innan Sjálfstæðisflokksins. Þeir sem best þekkja til innanhúss hjá íhaldinu telja af og frá að formanna- og f lokksráðstefnan um helgina sé spegilmynd af viðhorf- um í Sjálfstæðisf lokknum. Skoðanakannanir á árinu og fundir í flokksfélögum bregða upp annarri mynd. • Athyglisvert er að ástandið í flokksráðinu virðist vera nær óbreytt frá því tveimur dögum eftir stjórnar- myndum í febrúar sl. Einn þriðji f lokksráðsmanna kýs að sitja heima og standa utan orrahríðar. Hlutföllin milli Gunnars- og Geirsarmsins í ráðinu eru nú ívið hagstæð- ari hinum fyrrnef nda heldur en í febrúar, og miklu f leiri sitja hjá, þegar atjjvæði ganga um afstöðuna til ríkis- stjórnarinnar. Meirihlutinn í flokksráði Sjálfstæðisflokksins gerir sig að aðhlátursefni þegar hann samþykkir að „ráð- stefnan fordæmi þá aðferð að leiða kommúnista til æðstu valda á islandi með þeim hætti er raun ber vitni". Það er skilningur meirihlutans að útlátalaust sé að leiða kommúnista til æðstu valda, en hinsvegar sé hreint ekki sama „með hvaða hætti það sé gert". Ekki sama hvort meðreiðarsveinn komma er Gunnar eða Geir, og veru- legur munur á því hvort tal um „sögulegar sættir" kemur frá helstu ráðgjöum og ræðuriturum Geirs Hall- grímssonar á Morgunblaðinu, eða f rá f rjálslyndari armi Sjálfstæðisf lokksins. Það er semsagt skoðun formanna- og flokksráðstefnunnar að ekki sé sama hvaðan gott kemur. • Atburðir á ASI-þingi sýna vel hversu f jarri veruleik- anum Geirs-armurinn dvelst um þessar mundir. Stjórnarandstæðingar reiddu hátt til höggs fyrir þingið og ætluðu sér stóran hlut. Þegar á þingið kom koðnuðu þeir niður og vindhöggin bera ekki vott um styrka stöðu. Þrátt fyrir stöðugt varnaðartal um ofurvald kommún- ista í landsmálunum taka Sjálfstæðismenn upp á þeim skratta að leiða Alþýðubandalagsmenn til hásætis í ASÍ. Þetta gera þeir þvert ofan í fyrirmæli Geirs og tilraunir Péturs Sigurðssonar til þess að fylkja „lýðræðisöflun- um" innan ASI. Jafnvel nokkrir stjórnarandstæðingar létu sig hafa það að kjósa Ásmund Stefánsson og aðra „komma" í miðstjórn ASÍ. Sjaldan hefur nokkur stjórn- málaf lokkur rekiðeins vita gagnslausan áróður og Sjálf- stæðisflokkurinn undir forystu Geirs-armsins og með milligöngu Morgunblaðsins. • Andstæðingar Sjálfstæðisf lokksins geta prísað sig sæla meðan slíkir tréhausar fara með formleg völd í flokknum. Boðin til landsfundar Sjálfstæðisflokksins í vor f rá ráðstef nunni um síðustu helgi eru ákaf lega skýr. Trékallarnir ætla að standa þar til þeir brotna. Tillögu 14 stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens um að fela mið- stjórn að skipa 3—5 manna nefnd til þess að leita „allra hugsanlegra leiða til sátta", var vísað f rá f yrir forgöngu Geirs Hallgrimssonar. • Við þessar aðstæður er leiðin heim lokuð fyrir þá sem stóðu að myndun ríkisstjórnar Gunnars Thorodd- sen, enda er það helsta von Geirs-armsins að henni muni farnast það illa að auðveldara verði að ráða við Gunnar er frá liður. En forsætisráðherra er óragur maður, og sagði á flokksráðs- og formannaráðstefnunni að sín skoðun væri óbreytt og hann myndi vinna á allan þann hátt, sem hann gæti að því, að ríkisstjórnin sæti út kjör- tímabilið. • Ekkert hef ur því gerst sem breytir á neinn hátt for- sendum núverandi stjórnarsamstarfs, nema ef vera kynni að stjórnin hefði styrkst til átaka. Og vígreif ir eru þeir Friðjón og Pálmi sem um helgina ætla að sitja að teiti með þingmönnum sinum í Dölum vestur, enda er svo sagt að goðorð þeirra standi traustum fótum, og margir vilji vera i þeirra þingmannasveit, þóttaðra goða haf i nauðugir. —ekh klippt Tómas i uppáhaldi 1 íorystugrein Morgunblaðs- ins sl. sunnudag er að þvi vikiö að innan Kramsóknartlokksins hafi veriö að myndast hörö stjórnarandstaða. „Nokkrir þingmenn Framsóknarflokks- ins, með Tóirtas Arnason við- skiptaráöherra i broddi fylk- ingar hafa lialdiö uppi háværri gagnrýni á aðgerðarleysi rikis- stjórnarinnar i efnahagsmálum undanlarnar vikur. Málgagn Framsóknarflokksins, Timinn, hefur tekið undir þessa gagn- rvni og raunar má segja, að Timinn háfi haldiö uppi herferð gegn elnahagsstefnu rikis- stjórnarinnar um skeið. I.iklega er þessi hópur framsóknar- rnanna enn i minnihlula i þing- llokki þeirra, en þess kann að vera skammt að biða, að þeim bætist liðsstyrkur”. Ekki hjá ASÍ- fulltrúum Oskhyggja Morgunblaösins um vaxandi liðsstyrk eftirlætis þess i rikisstjórninni er spaugi- leg i ljósi nýafstaöins ASl-þings. Þar var friður flokkur sem Framsókn vildi slá eign sinni á og hélt 60-70 manns veislu á Hótel Heklu sunnudaginn 23. sl. mán, daginn áður en þingið hófst. Var þar margt spjallað yfir lambasteik og flokkssósu, en það bar helst til tiöinda, aö þrir forystumenn úr verkalýðs- hreyfingunni risu upp og gagn- rýndu Tómas Arnason fyrir tal sitt um visitóluskeröingu. Þeir lýstu yfir þvi aö hætti Tómas Arnason ekki silelldu kauplækk- unartali sinu hefðu þeir ekkert að gera á þessum staöog myndu ekki láta sjá sig i samfloti Framsóknarmanna á ASt-þingi. Lyktir mála urðu þær að Tómas Árnason varð að gefa ylirlýs- ingu um að hann myndi draga úr áherslum sinum á nauðsyn kauplækkunar. Framsóknarflokkurinn helur verið drjúgur ylir itökum sinum i verkalýðshreylingunni og ekki seinna vænna að Tómas Árna- son kæmist að þvi hvers liðs- styrks hann getur vænst úr þeirri áttinni haldi hann áfram klifi sinu um kauplækkun. Uppljóstrun Þórarins Morgunblaðið viH aðeins kannasf við aðra af tveimur ásjdnum Janusar-andlitsins á Timanum. Rétt er að J.S. viröist vera farinn á taugum, en Þ.Þ. heldur ró sinni og snýr spjótum sinum að st.jórnarandstöðunni. Þvi miður er ekki annaö sýnna en uppljóstrun Þórarins fyrir rúmri viku hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá landsmönn- um. Hann skýrði frá þvi að stjórnarandstöðuflokkarnir hefðu siður en svo brugðist þeirri skyldu sinni að fylgja gagnrýni á stjórnarstefnuna eftir með eigin úrbótatillögum i efnahagsmálum. Alveg er ein- sýnt eftir þá uppljóstran að al- menningur á úr mörgum góðum koslum að velja: Tillögur stjórnarandstöðu „Þaö skal upplýst hér stjórnarandstöðuflokkunum til málsbóta að þeir eru að undir- búa slilcar tillögur. Geir Hallgrimsson hefur faliö Mr. X sem áður hefur komið viö sögu að veita forustu sérstökum j vinnuhópi, sem á að undirbúa [ ASl þingið *„Flokkshagsmunir réðu segir Karvei Pálmason um forsetakjörið á ASÍ þinginu — Sjálfstæðismenn og stjórnarlið- ar ganga í fóstbræðralag! Rikisstjórnarmynstur Uoppi verkalýdshreyfing tarinnar er nú staðreynd, 'hvort sem Asmundur Stefánsson heldur þvi ^ennþá fram, eða ekki, að |það séu hin faglegu mál, / sem ráðið hafi framboði ^hans. Almennir þingfull Mrúar gera I frainhaldi aí þessu spurftum vift Karvel hvort hann teldi þaft æskilegt aft slik blokk, ríki*- sljornarblokk. færi meft forysfu \ erkalyftshreyfingarinnar? Kg held aft þaft geti allir veriftsammála um þaft. aft þetta mynstur sem kemur hérna fram er óheppilegt Þaft er alltaf óheppilegt þegar menn gera hagsmuni flokks*og hreyfingar aft sama hlutnum Þetta tel ég munum og hefi alltaf staftift vift , þá skoftun mina. Hvort sem um er aft ræfta pólitiskan þingmann. miftstjórnarmann. efta flokks póiitlskt bundinn mann verftnr tillögur Sjálfstæðisflokksins um lausn efnahagsvandans. Eins og kemur fram i bókinni Valdataíl i Valhöll segir Geir ekki eitt i dag og annað á morg- un. Hann hefur þvi lagt fyrir vinnuhópinn að tillögurnar verði i aðalatriðum byggöar á leiftursóknarstefnu Sjálfstæðis- flokksins frá siðastl. hausti. Kjarni tillagnanna á aö verða þessi: Allar verðbætur sam kvæmt visitölu skulu afnumdar. Verðlag skal gefið frjálst og ríkisstofnanir fái þær hækkanir. sem þær hafa farið tram á. Skráning vaxta skal hætt, og lánsfé skal boðið upp á frjálsum markaði. Kikisútgjöld skulu lækkuð um minnst 35 milljarða króna og skal nákvæm grein gerð lyrir þvi, hvernig þeim niðurskurði skuli háttað. með báða fætur i lausu loíti. Eini klolningurinn sem um munaði á Alþýðusambandsþingi var viðskilnaður kratabrodd- anna við sitt fótgöngulið. Svo illa tókst þeim forystan aö þvi má fastlega gera skóna aö far- sælli verkalýðsleiðtogar ur röð- um Alþýöuflokksins fari nú aö gera sig gildandi og taki aö sér leiðtogastörlin i verkalýösarmi flokksins. Hróp gerð að kratabroddum Það varð ofaná hjá krötunum þegar 1 jóst var aö h verju stefndi eftir aö þeir höfðu íyrirgert öllu trausti, að tefla Karvel Pálma- syni fram i forseta, varaforseta og i miðstjórn ef allt um þryti. Á siöustu stundu treysti kempan sér ekki i vaíaforsetaslaginn, og Jón Helgason tók á sig okið. Þegar sú staða var komin upp aö bæði toppembættin voru úr höndum krata gengin heimtuöu toppkratar eins og Jón Baldvin, Vilmundur og Karvel, aö Ai- þýðuflokksliðið á þinginu drægi sig út úr öllum kosningum, og tæki ekki þátt i miöstjórnar- kjörinu. Að baki þessari kröfu lá rómantísk hugmynd um alls- herjar stjórnarandstöðupólitik i verkalýðshreyfingunni. Blöskr- aði þá ýmsum forystumönnum verkalýðsfélaga i liöi Alþýðu- ilokksins og voru hróp gerö aö hinni pólitisku forystu. Var greinilegt á öllu að þorri krata i verkalýðshreyfingunni ætlar ekki aðláta Jón Baldvin né Kar- vel og Vilmund segja sér fyrir verkum um þaö, meö hverjum unnið verður aö faglegri einingu innan hreyíingarinnar. Kjartan Jóhannsson vill ekki verða eftirbátur Geirs. Hann hefur lika faliö sérstökum vinnuhópi að undirbúa efna- hagstillögur af hálfu Alþýðu- flokksins. Kjarni tillagna Al- þýðuflokksins mun eiginlega rúmast i' einu orði: Raunvextir. Kappsamlega er unnið að þessari tillagnagerð, en til- lögurnar veröa þó ekki birtar fyrr en eftir Alþýðusambands- þing. Þ.Þ.” Kratar klofnir i rótina „Verkalýðshrey fingin er klofin niður i rót”, segir Jón Baldvin Hannibalsson i Alþýðu- blaðinu vegna þess að Karvel Pálmason, Karl Steinar Guðna- son og hann sjálíur fóru póli- tiska hrakför á Alþýðusam- bandsþing. Sem fyrr sleppur veruleikinn úr greipum þeirra kratanna, og þeir standa eftir Flokksráðs- og formannaráð- stefna Sjálfstæðisflokksins verður ekki opin fjölmiðlum, samkvæmt einróma samþ.vkkt miðstjórnar , síðdegis í gær, að því er Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri , tjáði Morgunblaðinu. A ndi Bismarcks Morgunblaðiö hefur veriö aö skrifa um hinn „staliniska anda” i Alþýðubandalaginu, og m.a. vitnað i þá ákvörðun aö loka siðari hluta landsíundar Alþýðubandalagsins máli sinu til stuðnings. Og svo ber það við að sérstaklega er auglýst að for- manna- og flokksráðsfundur Sjálfstæðismanna sé harölok- aður fréttamönnum. „Þetta sem helst hann varast vann... o.s.frv.” Þessu réði þó ekki „hinn staliniski andi” heldur andi Bismarcks, sem Bjarni hélt upp á á þeirri tið þegar Sjálfstæðisflokkurinn var og hét. Hver hefur sinn djöful að draga... — ekh 09 skorið

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.