Þjóðviljinn - 02.12.1980, Page 12

Þjóðviljinn - 02.12.1980, Page 12
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 2. desember 1980 Umboðsmenn Happdrættis Þ j óðvil j ans Happdrætti Þjóðviljans 1980. Skrá yfir umboösmenn. Reykjaneskjördæmi: Mosfellssveit: Gisli Snorrason, Brekkukoti, s. 66511 Kópavogur: Albýöubandalagsfélagið. Garöabær: Björg Helgadóttir,Faxatúni 3, simi 42998. Hafnarfjörður: Alþýðubandalagsfélagið. Álftanes: Trausti Finnbogason, Birkihlið, s. 54251 vs. 32414 Seltjarnarnes: Þórhaliur Sigurðsson Tjarnarbóli 6, s. 18986. Keflavik: Alma Vestmann, Faxabraut 34c, vs. 92-1450. Njarövikur: Sigmar Ingason, Þórustig 10, s. 92-1786 vs. 92-1696 Gerðar: Sigurður Hailmansson, Heiðarbraut 1, s. 92-7042 Grindavik: Ragnar Ágústsson, Vikurbraut 34, vs. 92-8020. Sandgerði: Elsa Kristjánsd., Holtsgötu 4, s. 92-7680. Vesturland: Akranes: Sigrún Gunnlaugsd. Vallholti 21. s. 93-1656 vs. 93-1938 Borgarnes: Sigurður Guðbrandsson, Borgarbraut 43, s. 93-7122, vs. 93-7200. Borgarfjörður: Haukur Júliusson, Hvanneyri, s. 93-7011. Hellissandur: Hólmfriður Hólmgeirsd, Bárðarási 1, s. 93-6721. Ólafsvík: Ragnhildur Albertsd, Túngötu 1, s. 93-6395. Grundarfjörður: Matthildur Guðmundsd. Grundargötu 26, s. 93-8715. Stykkishólmur: Ólafur Torfason, Skólastig 11, s. 93-8426. Bóöardalur: Gisli Gunniaugsson, Sólvöllum, s. 93-4142 vs. 93- 4129. Vestfirðir. Patreksfjörður: Bolli Ólafsson, Sigtúni 4, s. 94-1433, vs. 94-1477. Tálknafjörður: Lúövik Th. Helgason, Miötúni 1, s. 94-2587. Bfldudalur: Smári Jónsson, Lönguhlið 29, Þingeyri: Davið Kristjánsson, Aðalstræti 39, s. 94-8117. Flatevri: Guövarður Kjartansson, Ránargötu 8, s. 94-7653 vs. 94- 7706 Suðuieyri: Þóra Þórðardóttir, Aðalgötu 51, s. 94-6167. ísafjörður: Elisabet Þorgeirsd. Túngötu 17, s. 94-3109. Bolungarvik: Kristinn Gunnarsson, Vitastig 21, s. 94-7437. Hólmavík: Hörður Asgeirsson, Skólabraut 18, s. 95-3123. Boröeyri.Strand: Guðbjörg Haraldsd. s. 95-1116. Norðurland vestra. Hvammstangi: Órn Guðjónsson, Hvammstangabraut 23, s. 95- 1467. Blönduós:Sturla Þórðarson, Hiiðarbraut 24, s. 95-4357. Skagaströnd-.Eðvarö Hallgrimsson, Fellsbraut l,s. 95-4685 Hofsós: Gisli Kristjánsson, Kárastíg 16, s. 95-6341. Sauöárkrókur: Friðrikka Hermannsd. Hólmagrund 22, s. 95- 5245. Siglufjöröur: Kolbeinn Friöbjarnarson, Hvanneyrarbraut 2, s. 96- 71271 VS. 96-71404 Norðurland eystra. ólafsfjörður: Agnar Viglundsson, Kirkjuvegi 18, s. 96-62297 vs. 96- 62168. Ilalvik :Hjörleifur Jóhannsson, Stórhólsvegi 3,s. 96-61237. Akureyri:Haraldur Bogason, Norðurgötu 36, s. 96-24079. Hrisey :Guðjón Björnsson, Sólvallargötu 3, s. 96-61739. Húsavik: Maria Kristjánsd. Arholti 8, s. 96-41381. Mývatnssveit: Þorgrimur Starri Björgvinsson, Garði Kaufarhöfn: Angantýr Einarsson, Aðalbraut 33, s. 96-51125. Þórshöfn: Arnþór Karlsson. Austurland. Neskaupstaður:Guömundur Bjarnason, Melagötu 11, s. 97-7255, vs. 97-7500. Vopnafjörður: Ágústa Þorkelsdóttir, Refsstað. Egilsstaöír: Ófeigur Pálsson, Artröð 8, s. 97-1413. Seyðisfjörður: Guðlaugur Sigmundsson, Austurvegi 3, s. 97-2374. Reyðarfjörður: Ingibjörg Þórðard. Grimsstöðum, s. 97-4149. Eskifjörður: Strandgötu 15, simi 97-6494. Fáskrúðsf jörður : Þorsteinn Bjarnason, Skólavegi 138, simi 97- 5270. ‘Stöðvarfjörður: Ingimar Jónsson, Túngötu 3, . 97-5894. Breiðdalsvik: Guðjón Sveinsson, Mánabergi, s. 97-5633. Djúpivogur: Þórólfur Ragnarsson, Hraunprýði, s. 97-8913. Höfn I Hornafiröi: Benedikt Þorsteinsson, Ránarslóö 6, s. 97- 8243. Suðurland. Vestmannaeyjar: Edda Tegeder, Hrauntúni 35. Simi 98-1864. Hveragerði: Þórgunnur Björnsdóttir, Þórsmörk 9, s. 99-4235. Selfoss: löunn Gisladóttir, Vallholti 18, s. 99-1689. Laugarvatn: Torfi Rúnar Kristjánsson, s. 99-6153. Þorlákshöfn: Þorsteinn Sigvaldason, Reykjabraut5, s. 99-3745. Eyrarbakki: Auður Hjálmarsd. Háeyrarvöllum 30. s. 99-3388 Stokkseyri: Margrét Frimannsd. Eyjaseli 7, s. 99-3244. Hella: Guðmundur Albertsson, Geitasandi 3, s. 99-5909 vs. 99-5830. Vík I Mýrdal: Magnús Þórðarson, Austurvegi 23, s. 99-7129 vs. 7173 og 7176. Kirkjubæjarklaustur: Hilmar Gunnarsson s. 99-7041 vs. 99-7028. Ósigurinn: Hermenn Francos reka á undan sér handtekna vinstrisinna. Árni Bergmann skrifar um bókmenntir „Hverjum klukkan glymur” gefin út aftur Meistaraverk Hemingways og borgarastriðið á Spáni Þótt undarlegt megi virðast hefur það komið í hlut AAáls og menningar að halda á lofti frægð banda- risku skáldsögunnar. Það forlag gaf út Griðastað Faulkners, Þrúgur reið- innar og Vopnin kvödd eftir Steinbeck og Heming- way — og það í tvígang. Og nú hefur forlagið gefið út aftur merka þýðingu Stef- áns Bjarmans á Hverjum klukkan glymur, eftir Heimingway, en það verk hafði fyrst komið hjá öðr- um útgefanda. i spænskri mold Ernest Hemingway var einn þeirra mörgu rithöfunda sem létu borgarastriðið á Spáni til sin taka og gerði málstað lýðveldisins gegn fasistum að sinum. Hann skrifaði margt frá borgarastrið- inu þarsyðra, meðal annars kvik- myndahandrit við heimildar- myndina Spænsk jörð, sem Joris Ivens gerði, leikritið Fimmta hcrdeildinog margt fleira. Þegar spænska lýðveldið hafði beðið ósigur skrifaði Hemingway i minningargrein um bandariska sjálfboðaliða sem féllu á Spáni og ,,eru orðnir hluti af spænskri mold". „Spænsk mold deyr aldrei. Hún virðist dauð á hverjum vetri, en hvert vor lifnar hún aftur við. Okkar menn sem þar dóu munu ávallt lifa með henni. Og rétt eins og moldin deyr ekki mun sá sem eitt sinn hefur verið frjáls aidrei snúa aftur undir þrældómsok. Bændurnir sem plægja moldina, þar sem okkar föllnu sjálfboðaliöar liggja vita fyrir hvað þeir létu lifið. Striðs- árin tvö fengu þeir skilning á þvi og þeir munu ekki gleyma... Þetta eitt Sagan „Hverjum klukkan glymur” fjallar um einn hinna bandarisku sjálfboðaliða. Hann er látinn heita Robert Jordan og hann er sendur yfir viglinuna og á að hjálpa skæruliðaflokki að sprengja i loft upp þýðingarmikla brú á réttri stund. Hann hugsar með sér þegar hann hefur gert það upp við sig hve erfitt verk- efnið er og hættulegt: „Þetta eru nauðsynlegar skip- anir sem þið eigið enga sök á og þarna er brú, og sú brú getur verið það atriði sem framtið alls mannkynsins veltur á. Eins og hún getur oltið á hverju einu sem gerist i þessari styrjöld. Þú hefur aðeins einn hlut að gera og þú verður að gera hann...” Mörgum stórum orðum hefur verið farið um þessa sögu. Um það hvernig þrir dagar sem Ro- bert Jordan á ólifaða verða hon- um heil æfi, full með miklar hugs- anir, sterka reynsiu, og ást sem er stærri en orð fá lýst. Um lýs- inguna á einstökum persónum eins og Pilar fylgikonu skæruliða- foringja sem er á svikabraut. Og ekki sist hefur Hemingway fengið lof fyrir uppgjör sitt hrein- skiptið við þau hermdarverk sem fylgdu bæði rauðliðum og fasist- um — uppgjör sem ekki jafn- gildir þvi, að mönnum sé gefinn kostur á þvi að fy rirlita báða jafnt ogyppa öxlum og segja sem svo: svona eru þessar borgarastyrj- aldir. Lýðveldishermenn I Barcelona Deilur Bókin vakti upp deilur. Þeir sem höfðu tekiö nærri sér málstað lýðveldisins vildu heist ekki þurfa að viðurkenna margar þær ónotalegar staöreyndir sem koma fram i skáldsögunni um alþýðu i uppreisnarham, um lýðveldisher- inn og ekki sist um hramm stal- inskra hreinsana, sem sáir hatri og tortryggni og tortimir mætum mönnum ekki sist i sjálf- boðasveitum útlendinga, sem börðust meö spænska lýðveldis- hernum. Hemingway var sagöur hafa gefist upp fyrir vonbrigöum ósigursins eða einhverju öðru verra. Rússar hafa vist ekki fyrirgefið honum enn i dag þessa skáldsögu, enda þótt þeir haldi Hemingway á Spáni mikið upp á Hemingway að öðru leyti. 1 allstórri útgáfu verka Hemingways , frá þvi um 1960 er flest að finna sem hann skrif- aði — nema Hverjum klukkan glymur. Enginn er eyland Kristinn E. Ar.drésson gerði þessa skáldsögu Hemingways að drjúgum þætti i bók sinni um „tima Rauðra penna”, en hann nefnir hana einmitt „Enginn er eyland” — það er ivitnun i sömu orð Johns Donne og bók Hemingways hefst á. Kristni finnst að Hemingway hafi skilið öðrum mönnum betur þá tviráðu tima sem fóru á undan seinni heimsstyrjöld og lætur hann verða sér að réttlætingu á mann- fórnum sem þá voru færðar — Kristinn segir á þessa ieið: „Boðskaparkjarninn er hetju- hugsjón verks og skálds er spegl- ast best i höfuðpersónunni Robert Jordan. Hér dregst allt i einn brennidepil, i samþjöppum sem mest getur orðið á úrslitastund- um, staða hans og hugsanir and- spænis dauðanum, þeirri ógn að fórna mannslifum. Hann veit eða reynir með sjálfum sér að það sé i rauninni ekki leyfilegt að taka lif annarra, en verður: veit hann verður að gera það, veit, ef hann gerir það ekki, getur það kostað lif miljóna manna á komandi tima, veit að hér er úrslitaorusta háð, að honum ber skylda til að standa sig. Hann stendur frammi fyrir mesta vanda mannlegrar tilveru, einn, sjálfur á valdi at- burðanna, á valdi lögmálsins, nauðsynjarinnar, en jafnframt með heiðskira hugsun, sjálfur innan þessarar nauðsynjar frjáls maður er vitandi vits tekur sinar ákvarðanir, velur af frjálsum vilja á skilningi nauðsynjarinnar leið fórnar og hetjulundar, ákveður, særður til ólifs, i nafni komandi kynslóða, að eyða lifi eins margra fasista, fyrirliða þeirra, og hann hefur mátt til og getur valdið vopni, og eins þótt ósigur þessarar orustu blasi við augum hans, i þeirri vissu að sú næsta vinnist, að lokasigur vinn- ist. „Og ef þú biður og heldur aftur af þeim þó ekki sé nema ör- skamma stund eða bara banar foringjanum geturþað riðið allan baggamuninn...” ÁB tók saman

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.