Þjóðviljinn - 02.12.1980, Side 13

Þjóðviljinn - 02.12.1980, Side 13
Þriðjudagur 2. desember 1980 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 13 Þorskafli á næsta ári verði 400 þús. tonn Kvótatímabil verði þrjú og langmest veitt á þvi fyrsta Fiskiþing, sem lauk á laugar- daginn, leggur til að hámarksafli af þorski á næsta ári verði 400 þúsund tonn. Einnig er lagt til að teknar skuli upp timabilskvótar 1981, án skiptingar milli tegunda fiskiskipa eða svæða. Kvóta- timabil fylgi hefðbundnum ver- tiðar- og verðlagstimabilum og verði þrjú, hið fyrsta 5 mánuðir, annað 4 mánuðir og hið þriðja 3 mánuðir. Fiskiþing leggur til, að veiði- takmörkunum verði beitt á öllum þorskveiðitimabilum. Þau veiði- Öllum flugmönnum boðin endurráðning Flugleiöir hafa ritaö stjórnum beggja flugmannafélaganna bréf, þar sem öllum flugmönnum er boðin endurráöning, er gildi eigi skemur en til 1. október 1981, eða i 10 mánuði. t bréfinu er jafnframt lagt til, að sérstökum úrskurðaraðila eða gerðardómi verði falið að úrskurða um starfsaldurslista- málið og fleiri ágreiningsatriði, og að flugmenn sameinist i eitt stéttarfélag. Flugleiðir hafa ákveðiö að aft- urkalla uppsagnarbréf flug- manna og bjóða þeim endur- ráðningu án vilyrðis um starfs- tryggingu. Eins og sagt var frá i helgar- blaðinu, var sáttatillagan i flug- mannadeilunni felld. Tillagan var samþykkt af flugmönnum i Félagi Loftleiðaflugmanna með 47atkvæðum gegn 1, en einn seðill varauður. Félag isl. atvinnuflug- manna felldi tillöguna hinsvegar með 52 atkv. gegn 4. Stjórn Loftleiöaflugmanna hef- ur þegar lýst samþykki sinu við gerðardóm, en FÍA mun væntan- lega afgreiða málið á aðalfundi sinum 11. des. —eös. ENDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEG FYRIR ALLA ilmferðarráð LJÓSASKOÐUN SKAMMDEGIÐ FER í HÖND. Viö aukum öryggi í umferóinni meö þvi aö nota ókuljósin allan sólarhringinn. rétt stillt og í góöu lagi Ljós geta aflagast á skommum tima, og Ijósaperur fara aó dofna eftir u.þ.b 100 klst notkun. þannig aö Ijósmagn þeirra getur rýrnaö um allt aö því helming. 31 OKTÓBER á liósaskoðun aö vera lokið um allt lanJ. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Fundur um bæjarmálin. Fundur verður haldinn um stefnumörkun i málefnum Selfossbæjar mánudaginn 8. desember og hefst kl. 20.30 að Kirkjuvegi 7. Framsögumaöur: Sigurjón Erlingsson, bæjarfulltrúi. — Stjórnin. svæði, sem nú eru lokuð, verði það áfram. Skyndilokunum veiði- svæða verði beitt til verndunar á smáfiski og stöðugt eftirlit verði með viökvæmum svæðum. Einnig leggur Fiskiþing til frekari takmarkanir á þorsk- veiðum báta, svo sem að banna veiðar um páska, jól og verslunarmannahelgi og neta- veiðar frá 16. júli til 15. ágúst. Lagt er til að þorskveiðibann togskipa, lengri en 39 m., veröi á 1. veiðitimabili 50 dagar, á 2. timabili 60 dagar og 30 dagar á 3. timabili eða svipað og i ár. Þorsk veiði verði mest á 1. timabili eða 240 þús. tonn. A 2. timaoili verði veidd 100 þús. tonn og á 3. timabili 60 þús. tonn, eða samtals 400 þúsund tonn. — cös. Verðbætur á laun 1. desember Laun hækkuöu frá og meö gær- deginum um 9.52%. Visitala framfærslukostnaöar hækkaöi um 10.86% frá 1. ágdst til 1. nóvember sl., en verðbótavisitala hækkaöi um 9.52% og sú var veröbótahækkun launa, sem kom til framkvæmda i gær. Bætur al- mannatrygginga hækka til sam- ræmis viö þetta. MUNIÐ símann (91) 81333 Allur akstur krefst varkárni frS Ytum ekki barnavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar yUMFERÐAR RÁÐ Srniinn er 81333 DIOÐVIUINN Siðumúla 6 S. 81333. ,' Félagsfundur. Alþýðubandalagið á Selfossi og nágrenni heldur félagsfund mánu- daginn 15. desember nk. og hefst hann kl. 20.30 að Kirkjuvegi 7. Fundarefni: Fréttir af landsfundi og málefni flokks og félags. — Stjórnin. Viötalstimi. Þingmaður Alþýðubandalagsins i Suðurlandskjördæmi, Garðar Sigurðsson, veröur til viðtals i húsnæði flokksins að Kirkjuvegi 7, Selfossi, frá kl. 14.00 laugardaginn 6. des. — Stjórnin. Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur hlýhug og vinsemd við andlát og jarðarför föðursystur okkar. Jóhönnu Benediktsdóttur Hrafnistu, áöur Samtúni 30. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu. Valgeröur Björnsdóttir lngibjörg Björnsdóttir Kristin Björnsdótlir

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.