Þjóðviljinn - 06.12.1980, Síða 11

Þjóðviljinn - 06.12.1980, Síða 11
Helgin 6.—7. desember 1980 ÞJOÐVILJINN — SIÐA U Auka- ferðir í milli- landa- flugi Flugleiöir liafa ákveðið að flugvélar félagsins fljúgi a 11- margar aukaferðir milli ís- lands og nágrannalandanna fyrir jól og sömuleiðis cftir áramót. Aukafcrðir verða nú farnar vegna allmikilla far- pantana, sem nú liggja fyrir. Félagið býöur nú i fyrsta sinn sérstök jólafargjöld milli islands og allra við- komustaða i Evrópu og hafa margir notfært sér þau. Aukaflug sem nú hafa verið ákveðin bætast við fyrirfram ákveðna áætlun félagsins og verða sem hér segir: Til Kaupmannahafnar verða aukaflug miðvikudag- inn 17. desember, föstudag- inn 19. og sunnudaginn 21. desem'ber. Þar að auki eru flugferðir til Kaupmanna- hafnar samkvæmt áætlun alla daga nema miðviku- daga. Til Gautaborgar verður flogið fimmtudaginn 18. desember. Til Stokk- hólms laugardaginn 20. desember og til Osló verður aukaferð sunnudaginn 21. desember. Til New York laugardaginn 20. desember. Aukaflug til ofangreindra staða eftir áramót verða: Til Oslo 4. janúar, til Gauta- borgar 8. janúar, til Stokk- hólms 10. janúar, og til Kaupmannahafnar 7. og 11. janúar. Að venju verður ekkert millilandaflug jóladagana, 25. og 26. desember og á ný- ársdag 1. janúar 1981. Þjálfun leitar- hunda hjá L.H.S. Um nokkurt skeið hefur staðið til, að koma upp sveit manna sem áhuga hafa á að þjálfa leitarhunda. Innan L.H.S. hefur verið unnið að máli þessu i samráði við ýmsa aðila og hafa m.a. verið sendir menn til Noregs til að kynna sér rekstur og þjálfun leitarhunda þar. L.H.S. telur æskilegast, að félagsskápur sem þessi sé uppbyggður þannig, að hann sé i nánum tengslum við það björgunar- kerfi sem fyrir er i landinu og þess vegna hefur L.H.S. ákveðið að gangast fyrir stofnun þessarar sveitar og verður hún þá aðili að L.H.S. Stofnfundur verður hald- inn mánudaginn 8. desember 1980 kl. 20.00 að Nóatúni 21, II hæö (hús Rauöakross Is- lands). Aðeins þeir sem áhuga hafa á þjálfun leitarhunda fá inngöngu i sveitina. ÞVOTTUR TÍMANS Flestir vegfarendur lita á þessa klukku en fjóra morgna i septem- ber s.l. hafa þeir liklega horft óvenjulega lengi á skifuna. Klukkan sem um ræðir er hin fræga Big Ben i London og það sem var óvenjulegt að sjá á henni þessa morgna voru hálfgerðir loftfimleikamenn sem voru að framkvæma hina reglulegu hreingerningu sem fram fer þriðja hvert ár á glerskifunni en hún er 7 metrar i þvermál. Big Ben er stærsta og voldugasta og — að þvi er aðdáendur hennar segja — áreiðanlegasta almenn- ingsklukka i heimi. I raun og veru er Big Ben aðeins sjálf klukkan sem vegur hálft fjórtánda tonn en nafnið hefur tengst sjálfu úrverkinu og skifunni. Hreingerningamennirn- ir þrömmuðu hvern morgun upp 334 tröppur og festu reipi sin efst á turninum sem er tæpir 100 metrar á hæð. Siðan fikruðu þeir sig niður i tólum þar til þeir voru á móts við hina 121 árs gömlu klukku. Si'ðan hófu þeir hrein- gerninguna án öryggisbelta og notuðu við hana ósköp venjulegan hreingerningarlög og vatn. Ein- staka sinnum skorðuðu þeir sig með þvi að spyrna fótum i tölu- stafina og veifuðu til ferðamanna við neðri deild breska þingsins fyrir neðan. Big Ben er nefnt eftir Sir Benjamin Hall sem stóð fyrir framkvæmdum við að koma henni upp árið 1859. Voldugur hljómur hennar varð i seinni heimsstyrjöldinni tákn fyrir breskt hugrekki þegar fátt gekk Bretum i hag. Stefið sem hún spil- ar á við tvær linur i bæn sem svo hljóðar: „All through this Hour Einn af hreingerningamönnunum i rólu án öryggisbelta aö þvo gterskifu Big Ben meira en 50 metrum fyrir ofan þinghúsið. Lord, by my guide / And by Thy Pover, no foot shall slide.” (Verndaðu mig Drottinn hverja stund og fyrir mátt þinn vérður mér ekki fótaskortur). Þessa bæn hafa hreingerningamennirnir lik- lega haft i huga á kortersfresti þegar turninn hristist af ærandi hávaða klukkunnar og á klukku- timafresti þegar minútuvisirinn, meira en 4 metrar á lengd, skreið undir fótum þeirra. Einn af hreingerningamönnunum sem þrisvar sinnum hefur unniö þetta verk sagði: „Langerfiðast er að klifra upp alla stigana — alls 334 tröppur. En eitt er þó gott við að hreinsa gömlu Big Ben. Maður veit upp á hár hvenær vinnudeg- inum er lokið.” PICASSO sófasettin glæsilegu LOKSINS KOMIN AFTUR Picasso sófasettin eru falleg og traust, sannkölluð listasmiði og gefa heimili yðar glœsilegan svip íslensk framleiðsla MÉfei SIÐUMULA 30 • SIMI: 86822

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.