Þjóðviljinn - 06.12.1980, Síða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin G.—7. desember 1980
einkum myndrænt, frá Tralla (án
árt. og útg.st.) eftir Viktor Mall
(Bo Beskow).
Allt i plati!
Mál og myndir
Sigrún Eldjárn.
Iöunn, Rvik 1980.
Sigrún Eldjárn hefur sent frá
sér fyrstu bók sina. Skemmst er
frá þvi aö segja aö hér er um að
ræöa ákaflega margslungið og
þaulhugsaö listaverk þarsem mál
og mynd hafa gengið i svo fágætt
efnasamband aö orð einsog
alkemi leita ósjálfrátt á hugann
þegar lýsa skal gerð þess.
Augljóst er þvi að þess er ekki
nokkur kostur aö gera verkinu
nein viðunandi skil i stuttu máli. t
þessari ritfregn veröur þvi látiö
nægja að fálma litillega, næstum i
blindni, utani helstu fleti sem upp
kunna að koma á verkinu þegar
þvi er kastaö á borö lesandans
aftur og aftur einsog teningi með
óendanlega margar hliðar.
Sigrún hefur vaðið fyrir neöan
sig og beitir þvi gamalkunna
bragöi að hafa ramma um verk
sitt. (Eftilvill einnig áhrif frá
Hringurinn fer nú að lokast, enn
á ný er strætisvagn kaliaður til,
en að þessu sinni er ádeilan á
borgaryfirvöld ekki jafnein-
dregin. Það sést á myndinni að
nóg pláss er i vagninum, en samt
kjósa börnin og krókófillinn að
ferðast ofaná vagninum. Hér er
án efa verið að gagnrýna farþeg-
ana og þá jaröarfararstemmn-
ingú sem ævinlega rikir um borð i
islenskum strætisvögnum. Vagn-
stjórinn verður að Karoni,
umferðaræðar borgarinnar eru
Styx. Talan 13 verður svo sannar-
lega ekki til að gera óhugnaöinn
minni.
Að öðru leyti tel ég að það séu
óþægilega sterk áhrif i þessum
þætti frá bók H.A. Reys, Curious
George Takes a Job, bls 10—13.
Hinni eiginlegu ferð um heim-
Guðdómleg svört kómedía
myndlistarstarfi hennar). Með
þessu móti veitist henni auðveld-
ara að verjast hnýsni og til-
ætlunarsemi lesandans á þessari
sósialrealisku öld þegar enginn er
maður með mönnum sem ekki
kann að þylja harmsögu ævi
sinnar þannig að allir sannfærist
um að meiri hörmungar hafi
enginn lifaö.
En ramminn er ekki bara einn.
Þaö eru amk. tveir rammar. Sá
fyrri hefst strax á kápuspjöldum
bókarinnar með orðunum „Allt i
plati!” þe. titli verksins: Þeim
ramma lýkur á mjög rökréttan
hátt á siöustu blaðsiðunni með
orðunum: „Hver trúir lika svona
sögu???!!!” (Gengið er útfrá þvi
að orðin „Korpus hf/Oddi hf”
aftaná bókinni séu ekki beinlinis
hluti af frásögninni.)
Næst kemur svo innri ramm-
inn, eða blindramminn ef svo
mætti að orði komast. Sá rammi
hefst með för þeirra Eyvindar og
Höllu inni hugsanablöðruna og
lokast þegar þau stiga útúr blöðr-
unni aftur. Innan þessa blind-
ramma er svo frásögnin sjálf,
meginfrásögnin. Þessi tveggja-
rammatækni skilur lesandann
eftir i óvissu, en það er engin
venjuleg óvissa heldur skapandi
og mjög svo frjó óvissa: Hvað er
það sem fyrri ramminn segir að
sé ósatt? Er það blindramminn
sjálfur og meginfrásögnin, ferðin,
þarmeð sönn? Eða verkar ytri
ramminn beint á frásagnarkjarn-
ann og gerir ferðina ósanna?
Báðir þessir möguleikar koma
vissulega til greina, höfundur
þröngvar hvorugri lausninni uppá
lesandann. Hans er valið.
Meginfrásögnin sjálf byggir i
aðalatriöum á Hinni Guðdómlegu
Kómediu Dantes og á þar margar
af sinum helstu skirskotana-
lindum sem höfundur eys óspart
af. En vel að merkja, for-
merkjum er allsstaðar breytt og
áherslur færöar til og látnar lúta
;nnri lögmálum verksins.
Börnin Eyvindur og Halla fara
með hlutverk Dantes i þessari
nýju Kómediu. Þarmeð er ekki
um að ræða þá kynhlutverka-
skiptingu sem Dante þvimiður
gerir sig sekan um með þvi að
vera aðeins karlmaður sjálfur.
Nöfn barnanna minna á sam-
svörun þeirra við Dante, Ey-
vindur og Halla, frægir útlagar
einsog Dante var sjálfur. Þessi
nöfn tengja persónurnar á eðli-
legan hátt við útlagahefðina i
islenskfi sögu og bókmenntum
um leið og minnt er á það að
börnin eru i raun og veru neydd til
aö gerast útlagar úr heimi raun-
veruleikans ef þau ætla að lifa af.
Einsog fyrri kómedian hefst
verkið á einskonar sjálfskoðun
Eyvindar (sögumanns, Dantes).
Honum þykir sem lifiö hafi misst
tilgang sinn, hann er miðaldra i
bernsku sinni, staddur „i
dimmum skógi” sem er
skemmtilega táknaður á mjög
óvæntan hátt með fiskbolludós,
óvæntan þangaötil viö nvunum
eftir að við lifum i skóglausu
landi.
En viö erum ekki fyrr komin á
þessar kunnuglegu slóöir en þjóð-
félagsádeila höfundar byrjar að
dynja á okkur. Leikvallanefnd
fær sinn skammt strax á fyrstu
siðu:
„Þar hafa sömu rólurnar og
vegasöltin verið i hundrað ár...”
Og það er skammt stórra högga
á milli: Nistandi fjölmiðlagagn-
rýni strax á næstu siðu:
„Svo eru það þrjúbióin... sömu
myndirnar hafa verið sýndar
alveg siöan pabbi og mamma
voru litil.”
Þessi orö segja lika mikla sögu
um kynslóðabilið, og það er
reyndar ekki i siðasta sinn sem
það er tekið til umfjöllunar i
bókinni.
Sömuleiðis eru borgaryfirvöld
tekin rækilega á beinið fyrir bág-
borið ástand almannasamgangna
i Reykjavik.
Nú kemur Halla til skjalanna.
Hún er Beatrice verksins, auð-
vitað að breyttu breytanda.
Þegar hún hefur veriö kynnt
getur feröin i undirheimana
hafist. Ekki liðursvo á löngu áður
en Virgill Sigrúnar, Sigvaldi,
kemur einnig á vettvang og ferðin
hefst.
Infernókaflinn gerist i hol-
ræsum Reykjavikurborgar, en
einsog fyrr segir er formerkjum
breytt: Heimur krókófilanna, er
sannkölluö paradis. Hér situr um-
hýggjan fyrir öllu lifandi i fyrir-
rúmi, sbr. afstöðuna ti) þorskanna.
Hér er gagnrýninni enn laumað
að á mjög áhrifamikinn hátt. Ég
minnist þess ekki aö hafa séð
menguninni gerð betri skil og
hvað svo sem aðrir kunna að gera
þá er ég allavega staðráöinn i þvi
að henda gleraugunum minum
aldrei aftur i sjóinn.
Sigvaldi / Virgill leiðir börnin /
Dante nú uppá yfirborð jarðar og
hér hefst Púrgatóriókaflinn,
hreinsunareldurinn. Þau eru ófá
þjóðfélagsmeinin sem Sigrún
snýr á teininum i þessum eldi. Þó
fá trúmálin enn meira rými. „1
fornöld á jörðu var frækorni sáð”
gæti hún heitið myndin á bls...
(Hér tek ég eftir þvi að blaðsiðu-
tal vantar i bókina. Enn ein
undirstrikun á vegaleysinu i skógi
Dantes?)
Aður en lesandinn fær rönd við
reist hefur trúmálaumræðan
skyndilega snúist uppi mjög
markvissa ádeilu á rikjandi
byggingastil og skipulagsað-
ferðir. Sennilega hefði þó verið
sterkara að benda á einhverjar
aðrar orsakir en áfengisneyslu
fyrir mistökum af þessu tagi. En
Sigrún er hér i góðum félagsskap:
„Nei, þaö var ekki i gyðinga-
hverfinu sem bylgjaðist og
hlykkjaðist eins og drukkinn
maður hefði gert af þvi skipulags-
uppdrátt,” (M.A. Asturias: For-
seti lýðveldisins, Rvik 1964, þýö.
Hannesar Sigfússonar bls 75).
Hér takast börn sama anda i
hendur yfir fjölmörg úthöf.
Paradisókaflinn hefst. Sigvaldi
leiðir börnin að þvi farartæki sem
nútimamönnum er eðlilegt i
slikar ferðir, lyftunni. Og enn sem
fyrr er öllu snúið við: Almættið er
hér mætt til leiks sem fulltrúi hins
illa. Loftur / Guð er gamli sið-
skeggurinn sem allir þekkja úr
barnatrú sinni, en aö ööru leyti er
hann ekki sunnudagaskólahæfur.
Hér er mættur hinn strangi og
hefnigjarni guð gamlatesta-
mentisins. En um leið er hegðan
hans þó mest i ætt við flugnahöfð-
ingjann. Krafa hans um sautján-
þúsundkrónurnar sem hann veit
vel að börnin eiga ekki og þvi-
siður Sigvaldi leiðir hugann
ósjálfrátt aö þriðja söng Infernos
og þessum linum:
„Dinanzi a me non fur cose
create,
Se non eterne, ed io eterno
duro:
Lasciate ogni speranza,
voi che entrate.”
(Feitletrun min. Þ.E.)
Og Loftur er tekinn á orðinu:
(„ed io eterno duro”), Hann er
bundinn við visinn á klukkunni
tákninu um hinn eilifa tima.
sjálfa eilifðina (sbr. Brekkukots-
annáll).
Baráttan við Loft er hápunktur
sögunnar. Hér nær spennan
hámarki og fyrst á eftir vitum við
raunar varla hver hefur farið
með sigur af hólmi. Hefur
börnunum og Sigvalda tekist að
yfirvinna lögmál lifs og dauöa?
Amk. svifa þau um á vængjum og
lesandinn spyr i fyrstu: Hafa þau
breyst i engla? Svo reynist þó
ekki vera. Sem betur fer.
Hér er hinni eiginlegu ferð
lokið. En verki Sigrúnar er ekki
lokið. Það er á þvi hali. Og þessi
hali hefst i samræmi við hinn ein-
staka orðaleikjahæfileika Sig-
rúnar á halakaflanum.
Hér hlýt ég að viðurkenna, að
ég átta mig ekki alveg á þessum
halaþætti, enda sleppir hér fast-
lendi Dantes. Eg sting þó uppá
þvi, og vona að enginn misvirði
það við mig, að hér sé höfundur
enn einusinni að leika sér meö
áherslurnar. Að hún sé hér enn á
nýjan leik að vinna að þeirri
hljóðdvalarbyltingu islensks
hugarheims sem hún hefur
fengist svo mikið við i verkum
sinum, ekki sist þvi sem hér er til
umræðu. Erum við enn stödd i
Helviti? Eru borgararnir á
myndinni i raun og veru púkar
með hala? Ég leitáði ósjálfrátt
(enn einu sinni) að hornum og
klaufum. Engin horn, enda það
tákn kannski einum of slitið. En
klaufir þá? Tveir fætur á
myndinni sjást ekki, allir aðrir
eru i skóm. Hvaö býr i skónum?
Eru huldu fæturnir skólausir og
meö klaufir? Textinn býöur uppá
fjölmarga túlkunarmöguleika.
Ég hef lesið þennan þátt aftur og
aftur og fundið æ fleiri leiöir, en
best er þó liklega að fara ekki
nánar út i þá sálma.
Að öðru leyti tel ég að i þessum
þætti séu ógþægilega sterk áhrif,
ana þrjá var semsé lokið og
halinn er einnig afgreiddur. Samt
hangir meira á spýtunni:
Höfundur hefur greinilega ekki
lokið af allri þeirri ádeilu sem
henni býr i brjósti. Fyrr en varir
eru söguhetjurnar enn á ný, eftir
ferðina með Karoni, komnar i
einskonar undirheima. Gryfju
sem er falin milli hárra húsa. 1
þessari gryfju er bær Þjóðhildar
gömlu, en hún er i' sögunni fulltrúi
gamalla þjóðlegra verðmæta.
Sjaldan hef ég séð kynslóða-
bilinu lýst á jafnáþreifanlegan
hátt. Hér verður það beinlinis aö
gryfju sem börnin detta ofani.
Samúð höfundar er að ýmsu
leyti þjóðhildarmegin, en sem
fyrr varast hún einstefnu, hið
dialektiska viöhorf er alltaf fyrir
hendi, afstaða Þjoðhildar er ekki
einhlit. Þjóðhildur er afskaplega
margræður og klofinn persónu-
leiki, sem ekki verður lýst i
örfáum orðum i ritdómi. Ytra
gervi hennar er þjóðlegt/en hvað
er á bakvið? Bókmennta-
arfurinn? Hún kann „Ofan lúðir
fjallið fóru”, en hvað svo? Fram-
haldið er henni ekki jafn-
munntamt. Og þegar grannt er
skoðað er viðnámsþróttur hennar
ekki mikill: Hún gerist alltieinu
fulltrúi neyslu- og ofgnóttarþjóð-
félagsins. Myndin af henni með
skóflurnar túlkar meistaralega
þessa þætti i persónuleika henn-
ar.
Sömuleiðis eru dansar hennar
nútimadansar og mann grunar
sterklega að langspiliö sé dul-
búinn rafmagnsgitar.
Þráttfyrir þetta er skilnaðar-
stundin erfið. Þegar börnin kyssa
Þjóðhildi að skilnaði veit les-
andinn að hann á aldrei eftir að
hitta hana aftur. Það verður
mokað yfir gryfjuna hennar
þegar gengið verður frá lóðunum
við háhýsin. En hvenær verður
það gert? Hér fá borgaryfirvöldin
enn eina gusuna yfir sig úr
ádeilufötum höfundar.
Nú er komið að þvi að blind-
ramminn lokist: Börnin kveðja
Sigvalda og stökkva útúr
hugsanablöðrunni. Rammarnir
smella i lás hver á fætur öðrum:
Hver trúir lika svona sögu?
Þegar ég var að bisa viö að
koma bókinni aftur i plastiö sem
umlukti hana i búöinni sá ég allti-
einu enn einn rammann, eigin-
lega þriðju viddina i frásögninni:
Er ekki plastið lika einskonar
rammi, eða ölluheldur táknmynd
fyrir gler i ramma?
Ef gengið er útfrá þessu verður
nafn bókarinnar enn meira en
táknhlæði og hugrenninga-
tengslum, enn fleira er gefiö i
skyn: Allt i plati, Allt i plasti!!!!
Verðugt tákn um lif nútima-
mannsins ihinum vestræna heimi
ef mér skýst ekki þeimmun meir.
Bækur á Islandi eru ferskvara.
Þessi er mjög fersk.
A 315 ára afmæli
Jóns Halldórssonar
i Hitardal,
Þórarinn Eldjárn
Eftir Þórarin Eldjárn