Þjóðviljinn - 17.12.1980, Blaðsíða 1
UÚÐVIUINN
Miðvikudagur 17. desember 1980. — 286. tbl. —45. árg.
Súrálið frá Ástralíu til álversins:
Viðbárur aðstoðarforstjóra Alusuisse ekki trúverðugar Hækkun súráls- verðs í hafi Skýrsla iðnaðar- ráðuneytisins birt í heild
SIÁ BAKSÍÐU SIÁ SÍÐU 6
HÆKKUN I HAFI
30 MILJARÐAR!
SVIKAMYLLA
ALUSUISSE
AFHJUPUÐ
Iðnaðarráðuneytið hefur
frá þvi i júní sl. unnið að
athugun á verðlagningu á
súráli til íslenska álfélags-
ins h.f. Niðurstaða þessara
athugana er sú að inn-
fiutningsverð á súráli til
íslands er miklu hærra en
eðlilegt má telja miðað við
útflutningsverð frá
Ástraliu. Þegar borin eru
saman sambærileg verð,
fob-verð i báðum tilvikum,
kemur i Ijós að á timabil-
inu janúar 1974 til júní 1980
hefur súrálsverð hækkað i
hafi sem nemur að meðal-
tali um 54.1%, eða samtals
um 47,5 miljónum
bandaríkjadollara á verð-
lagi hvers árs. Til saman-
burðar má geta þess, að
heildargreiðslur ISAL fyr-
ir raforku voru 31.5 miljón-
ir bandaríkjadollara á
sama timabili.
Þessar upplýsingar koma fram
i fréttatilkynningu iðnaðarráðu-
neytisins, sem fjölmiðlum var
afhent i gær, en Hjörleifur Gutt-
ormsson iðnaðarráðherra hefur
beitt sér fyrir ýtarlegri rannsókn
á verðlagningu Alusuisse á súráli
til dótturfyrirtækisins hér.
í islenskum krónum nemur
mismunurinn á þvi útflutnings-
verði frá Astraliu sem gefið er
upp hér annars vegar og þar hins
vegar hvorki meira né minna en
um 30 miljöröum króna á 7 ára
timabili. Hér er flutningskostn-
aður ekki til skýringar að neinu
leyti, þvi i hvorugu tilvikinu er
hann reiknaður með i dæminu.
Þær upplýsingar, sem hér
koma fram eru byggðar á gögn-
um frá Hagstofunni i Astraliú,
þaðan sem súráliö er flutt hingað,
— en það er Alusuisse, einka-
eigandi álversins héi; sem á lika
70% i súrálsverksmiöjunni i
Astraliu!
Með þvi að hækka súrálið um 30
miljarða á leiðinni frá Astraliu til
Islands, með þvi að gefa þannig
upp eitt útflutningsverð þar og
annað 30 miljöröum hærra hér
stingur hinn fjölþjóölegi
auðhringur hagnaöinum undan.
Gróöinn má ekki koma fram,
hvorki i Ástraliu né á tslandi.
A sama tima og’ dótturfyrir-
tækið i Straumsvik hefur verið
látið borga 30 miljörðum hærra
verð fyrir sitt hráefni heldur en
ástralskar útflutningsskýrslur
sýna, þá hefur þetta sama dóttur-
fyrirtæki Aiusuisse hér i
Straumsvik aöeins borgað um 20
miljarða fyrir aila þS orku, sem
það hefur keypt hér til starfsemi
sinnar á þessu árabili.
Með öörum orðum, ef hráefnið,
súráliö, hefði verið keypt beint
frá Austrasuisse, dótturfyrirtæki
auðhringsins i Astraliu, þá hefði
álverið i Straumsvik getað
borgaö 30 miljörðum meira fyrir
orkuna sem það kaupir hér og
staðið þó engu lakar en nú
rekstrarlega. Þannig hefði mátt
hækka orkuverðiö hér um 150%!
En það er Alusuisse, millilið-
urinn, sem hiröir þessa 30
miljarða i hafi, ekki samt fyrir
Krafa ríkis-
stjómar
íslands til
Alusuisse:
Með tilliti til þeirra upp-
lýsinga sem fram koma
hér ofar á síðunni um
viðskipti Alusuisse við
dótturfyrirtæki sitt hér
ísal, þá hefur íslenska
rikisstjórnin ákveðið að
krefjast hið fyrsta
viðræðna við forráðamenn
auðhringsins varðandi
súrálsviðskiptin sérstak-
lega og að jafnframt verði
teknar upp viðræður um
allsherjarendurskoðun ál-
samningsins.
Þessi samþykkt var gerð á
flutningskostnaö, þvi hann er
borgaður þess utan, heldur bara
fyrir sinn ránfugls,,rétt”! — Hér
er reyndar komiö i hlaðvarpann
fundi rikisstjórnarinnar þann 9.
þessa mánaöar og i fréttatilkynn-
ingu iðnaðarráðuneytisins i gær
kemur fram, að óskað er eftir að
þær viðræður fari fram hér á
landi og sérstaklega höfð i huga
brýn nauðsyn á endurskoðun
samningsákvæða um orkuverðið.
1 álsamningunum frá siðasta
áratug er tekiö fram að verð á þvi
súráli sem Alusuisse selur dóttur-
fyrirtæki sinu hér skuli vera i
samræmi við súrálsverð i
viðskiptum óskyldra aðila.
Nú eru það Alusuisse og örfáir
aðrir einokunarhringar sem i
meginatriöum koma sér saman
um súrálsverð á heimsmarkaði.
Engu að siður benda þær upplýs-
einfalt skólabókardæmi um sora-
viðskipti hinna fjölþjóðlegu
auðhringa. öll gögn i málinu
liggja fyrir frá hagstofunni i
ingar sem fyrir liggja mjög til
þess að súrálsviðskipti Alusuisse
og dótturfyrirtækis auðhringsins
hér á Islandi hafi ekki verið i
samræmi við samningsákvæði,
hvað þetta varðar.
Um þetta segir i fréttatilkynn-
ingu iðnaðarráðuneytisins:
Fyrir liggur i skýrslu Coopers &
Lybrand frá 197Eyaö á árinu 1974
hafi súrálsviðskipti Alusuisse og
ISAL ekki verið i samræmi við
ákvæði aðalsamningsins. I fram-
haldi af þvi fóru fram viðræöur
um breytingar á skattgreiðslum
o’g raforkuverði. Framan-
greindar upplýsingar og niöur-
stöður útreikninga gefa ótvirætt
til kynna, aö súrálsviðskipti
Ástraliu og allar niðurstöður eru
staöfestar af bresku endurskoð-
unarskrifstofunni Coopers & Ly-
brand i London. — k.
Alusuisse og ISAL hafa alla tið
siðan 1974 verið sama marki
brennd.
Samkvæmt ákvæðum aðal-
samningsins (27.03 gr.) ber að
grundvalla útreikning nettó-
hagnhðar ISALS á viðurkenndum
bókhaldsreglum og samkvæmt
hlutlægum mælikvarða á
viðskiptaháttum milli óskyldra
aðila að þvi er varöar öll viöskipti
ISALS. Rikisstjórninnier ljóst, að
útflutningsverðið frá Gove i
Astraliu. sem nú er uoplýst, þurfi
ekki aðvera á hverjum tima sama
verð og fáanlegt er i viðskiptum
óskyldra aðila. Af þeim ástæðum
hefur iðnaðarráöuneytið fengið
Framhald á bls. 13
Hjörleifur Guttormsson hvetur til samstöðu um endurskoðun álsamningsins
Stórmál og
miklir hags-
munir í veði
,,Þetta er mjög stórt mál sem
við höfum hér handa á milli”,
sagöi Hjörleifur Guttormsson
iðnaðarráðherra á fundi með
fréttamönnum i gær, þar sem
hann kynnti niöurstööur á
athugun ráöuneytisins á verö-
lagningu á súráli til ISAL:
„Segja má aö viö séum I upphafi
feröar”. Alþjóöiegu fyrirtækl
hefur veriö faliö aö vinna áfram
aö könnun á súrálsveröi milli
óskyldra aöiia, auk þess sem
Rikisendurskoöun heföi verið
beðin aö gera endurútreikninga
á framleiösiugjaldinu 1975 til
1979, áöur en viöræöur hefjast
viö Alusuisse um endurskoöun
samninga. Gert er ráö fyrir aö
Coopers og Lybrand Ijúki verk-
efni sinu innan mánöar hér frá.
„Islendinga hefur greint á
Hjörleifur Guttormsson: Arlö-
andi aö menn þjappi sér þétt
saman um meöferö-málsins.
um margt varðandi álsamn-
inga, en hér eru slikir hags-
munir i veði fyrir Island „að
áriöandi er aö menn þjappi sér
þétt saman um meðferð máls-
ins. Ég mun fyrst og fremst
vinna að þessu verki með þvi
hugarfari að leita samkomulags
um breytingar á gerðum samn-
ingum, og vona að hægt verði aö
leysa þau mál i góðum friöi”.
Aðspurður sagöi iðnaðarráð-
herra að vissulega væru endur-
skoðunarákvæöi samningsins
rýrari miklu en hann hefði kos-
ið, en i aðalsamningi fælust þó
möguleikar fyrir Island að leita
réttar sins, og riftunarforsendur
gætu skapast samkvæmt samn-
ingi, ef um stórkostlegar fjár-
hagsvanefndir væri aö ræða.
Hjörleifur Guttormsson benti
á að viðsvegar I heiminum væru
nú i gangi umræður um endur-
skoðun á gömlum orkusölu-
samningum, sem fælu i sér
bindingu á orkuverði til langs
tima eins og álsamningurinn.
Nýverið hefðu Ný-Sjálendingar
t.a.m. náð fram stórbreytingu á
orkuverði til áliönaðar á sinum
heimavigstöðvum. — e.k.hí
Alllr samningar
til endurskoðunar