Þjóðviljinn - 17.12.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.12.1980, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövifcudagur 17. desember 1980 bókmcnntir Sjáandinn sem alla hluti skilur William Heineseni Það á að dansa. Nýjar sögur frá Þórshöfn. Þorgeir Þorgeirsson þýddi. Mál og menning 1980. 217. bls. William Heinesen situr i hárri elli i Þórshöfn og skrifar sögur af miklu æskufjöri. Hver getur til að mynda annað en heillast af sögu eins og Fúskarar sem gerist um þær mundir þegar „æskunni var að þyrma yfir mann”? Enn á ný kynnumst við þessum ljúfsáru og hlægilegu og stórkostlegu ævintýrum ungs manns sem fær yfir sig fyrstu fárviðri ástarinnar og stendur þau af sér með skáld- skap. Heimurinn er svo nýr og ferskur og möguleikar hugar- flugsins stórbrotnir, eins þótt að sögumaður sé barasta lærlingur hjá Römershöndlun og sitji i skuggalegu pakkhúsi við að sortéra kartöflur: fyrr en varir er þessi nýfermdi strákur orðinn drottinn allsherjar sem skilur sauðina frá höfrunum undireins og hann staflar stinnum kartöfl- um i hvitskúraðar umbúðir en kastar meyrum og skemmdum út i ystu myrkur! Og þegar ástin og skáldskapurinn hvolfast yfir hann og úr verður ein ódauðleg visa þá gerist þetta: „Svo hallaði hann sér uppi rúmið aftur, dasaður og himinsæll, og naut þessarar sjaldgæfu heillastundar. Var hreint engin nauðahversdagsleg búðarloka og kartöfluragari lengur. Var beinlinis Agaþon Skáldið Agaþon Þetta nafn hafði Fabian úr almanakinu. Þar stóð það við fæðingardaginn hans. Það var hans örlaga- og heillanafn. Hann elskaði þetta nafn. Svona nafn sem enginn vissi um, þó blómstraði það vært og heimulega i felum þarsem enginn gáði — einsog þessir unaðslegu marglitu regnbogaflekkir i poll- unum á gólfinu i kjallaranum þar sem Römershöndlun stúaði upp oliutunnunum.... Agaþon, sjáandinn sem alla hluti skilur. William Heinesen En hann fer ekki að hreykja sér né gorta af þvi, þvertámóti, hann verður umburöarlyndur og mildur i garð mannanna barna, þessara vesalings starblindu aula, sem maður þó altént er bor- inn og fóstraður með..” Sagan sem gefur bókinni nafn, Það á að dansa geymir einnig hinn geðþekka hugblæ æskuminn- inga, en i henni eru fleiri tónar og dimmri: brúðkaupsgleöskapur i Utilli eyju með ógleymanlegum kvæðamönnum er sundur slitinn af fárviðri, skipsstrandi, mann- skaða og brúðarráni. Þarna er til orðin prýðileg saga, sem um leið og án þess að lesandinn af viti er orðin skilmerkileg þjóðhátta- heimild. i Aðventu eru feðgar á ferð. Pétur bakari og heimsslita- spámaður og sonur hans Davið, þeir eru i fleiri en einum skilningi i lifsháskaleiðangri i leit að ótta- legum svörum við talnagaldri Opinberunarbókarinnar. t þess- ari sögu koma yfirburðir Heine- sens einkar vel fram i þvi af hve miklum skilningi og kurteisi hann lýsir böli trúarlegs einæðis. Teó- dóra er af kornungri álfamey og mennskri þó, sem gerir allt ótryggt i kringum sig, leggur ofurást á sóknarprestinn unga og er mikill harmur kveðinn að öll- um sem við siika sögu koma, eins og að likum lætur. Er nú ekki að orðlengja það að slika bók leggja menn frá sér með þakklæti og biðja William Heine- sen að lifa i hundrað og tuttugu ár. Þorgeir Þorgeirsson fær ósvikið lof fyrir þýðingu sina sem hinar fyrri i þessu ritsafni — hún er á miklu máli og góðu. AB. Ég á mig sjálf Áslaug Ragnarsr Haustvika. Orn og Örlygur 1980 177 bls. Sif heitir konan sem segir þessa sögu. Hún hefst á skelfilegum ótiðindum af ungri konu, kjör- dóttur góðra kunningja, sem eru höfð að tilefni til að rifja upp fortiðina, og siðan er nokkrum dögum bætt við nútið sögunnar. Sagan snýst um viðleitni aðal- persónunnar til að átta sig á lifi sinu og sambandi við annað fólk. Hún á að baki fóstureyðingu á unglingsárum, sæmilegt hjónaband en þó leiðigjarnt, uppskurð á krabbameini i brjósti, skilnað, nýtt ástarsamband sem staðið hefur alllengi. Sif og aðrir þeir sem mest koma við sögu eru rikt fólk, svo rikt að það viröist aldrei þurfa að hafa þessar venjulegu fjárhagsá- hyggjur af afleiðingum gerða sinna: eiginmaðurinn er þing- maður, fyrsti ástmaðurinn skurðlæknir, annar ástmaður geðlæknir og þar fram eftir göt- um. Þetta yfirstéttarfrelsi gerir það m.a. að verkum að það er sem broddurinn sé úr lifsháskan- um: það er ekki miklu meira hætt til en velliðan eða vanliðan i ástum. Sif er einsog svo margar konur aðrar i nýlegum skáldsögum að glima við hið hefðbundna kvenhlutverk. Hún hefur losað sig við óskhyggju um hamingjuna sem eitthvert varanlegt ástand. Hún er komin alliangt frá þeim viðhorfum, að fórninsé eða hljóti að vera hlutskipti móður, konu og meyjar. Og þá daga sem sagan gerist er hún endanlega að koma sér niður á það, að sambúð kynj- anna svari ekki kostnaði: „Sjálf hefi ég valið mér það hlutskipti áð vera ein. Það er enginn betri helmingur” (bls. 177). Af þessari lýsingu mætti ef til vill ætla, að i Haustviku sé óspart pundað á karlrembuna. Það er samt ekki svo. Það er nokkuö jafnræði með þeim hjónum, Sif og þingmanni. Þau leggja nokkuð jafnt til sins skipbrots. Og þótt hún telji sig þurfa að lesa ástmanninum, Boga skurðlækni, pistilinn fyrir „hömlulausa eigin- girni og sjálfbirging”, þá gerir hún sér sjálf grein fyrir þvi i leiðinni, að hún er ekki miklu skárri. Einnig hún er að nota aðra. Og þótt hún viti ekki alltaf af þvi, þá ætti það aö vera lesandanum hægur leikur að fylgjast með þeirri lifsspeki „skynsamlegrar eigingirni” sem mótar allt far aðalpersónunnar. Sif segir við son sinn, hómósexú- alistann Benedikt, sem kemur i heimsókn með miklar játningar og hjónaband i rusli: „Ég veit ekki hvort þú ^kilur, að meðan ég er aö hlusta á þig segja frá, þá er égallan timann aö hugsa um sjálfa Aslaug Ragnars mig. Ég heyri allt sem þú segir, tek eftir hverju orði og tengi útkomuna við enn annaö”. Þessi viðbrögð segja margt um Sif og reyndar það andrúmsloft i mann- legum samskiptum sem rikir i sögunni. Þú gefur ekki neitt. Þú ert læstur inni i sjálfum þér. Þú reiknar út „i hverju þinir eigin hagsmunir eru fólngir”, eins og Sif segir við tengdadóttur sina. Það verður ekki betur séð en að höfundurinn sé samþykkur þess- ari lifsstefr.u Sifjar: þetta er •þróun til skynsamlegs sjálf- stæðis, „ég á mig sjálf” kveður Megas. Það getur hinsvegar vell verið að lesandinn hafi sitthvaði við slikar niðurstöður að athuga. Hann getur fallist á það að gott séi að vinna bug á blekkingum unii sig og aðra. En þegar lausnin er ii raun fólgin i þvi að forða sér undan þeirri áhættu sem felst ií nánum tengslum við annað fólk þá getur eins verið að Sif i Haust- viku og hennar likar vérði fyrsl; og fremst aumkunarverðir. Saga Aslaugar Ragnars ber fullmikinn keim af almennum sálfræðilegum vangaveltum og játningatisku. En höfundur stilar um margt lipurlega, sýnir at- hyglisgáfu og minni á viðbrögð og aðstæður, sem að haldi megi koma i söguvefinn. Persónurnar eru misjafnlega skýrar, til dæmii er eiginmaðurinn miklu þoku kenndari en viöhaldið Bogi, s£ sem mestu ræður um þá ályktui sögukonunnar að best sé- manneskjunni að vera ein. — AB Þuríður Jóhannsdóttir skrifar um barnabækur V eruleiki Ásrún Matthiasdóttirt Vera. 86 bls. Mál og menning 1980 Hér er á ferðinni saga um 5 ára stelpu. Foreldrar hennareru skil- in, hún býr hjá pabba sinum og heimsækir mömmu af og til. Við fáum að heyra um eina slika heimsókn, um heimsókn til afa og ömmi*partý heima og fleira sem litlir krakkar gera. Höfundi tekst vel að segja söguna frá sjónarhóli barnsins, Vera verður lifandi persóna sem okkur langar gjarn- an til að kynnast betur — það sem hún er að gera og hugsa kemur okkur við. Ég er illa svikin ef börn geta ekki samsamaö sig þessári stelpu, fundið sjálf sig, i ýmsu þvi sem hún er aö velta fyr- irsér, jafnvel eldri börn en Vera. vin. Það er svosem ekkert tekið á þvi sem sliku,en þetta er hluti af daglegri reynslu margra barna og i þessari sögu án vandræða. „Allt i einu opnast dyrnar og einhvern kemur inn. Nú,er þetta ekki klósettið, heyri ég mann segja. Er það nú, hann er örugg- lega fullur. Þegar fólk er fullt verður það oft skrýtið. Það talar hátt, syngur, labbar skringilega og finnur ekki klósettið. Pabbi segir að fólk drekki vin til að skemmta sér betur, en stundum drekkur það of mikið og þá er ekkert gaman lengur. Einu sinni drakk mamma svo mikið að hún gubbaði i fötu. Það kom ógeðsleg lykt og pabbi var nærri farinn að æla lika.” (24) naður foreldranna hefur að ií?ðu áhrif á lif Veru eins og arna seíh verba fyrjr þeirri Fjögur börn hafa tei myndirnar i bókinni. heitir „Konan i rúminu” og er um það þegar Vera finnur konu uppi rúmi hjá pabba sinum daginn eftir partý. „Ég leggst ofan á pabba og sparka dálitið i Rögnu til hún viti að mér finnst hún ekki eiga að vera þarna’’ (63) ,, — Ragna, þú ert ekki eins falleg og mamma min, flýti ég mér að segja og fel siðan höfuðið i koddanum þvi ég veit það er dónalegt að segja svona. En mér er alveg sama núna.” (63) En börn eru oft fljót að skipta skapi og ný kona þarf ekki að vera neitt rosa vandamál. „Ragna veit hvað öll blómin heita og mér er hætt að finnast hún leiðinleg... Það er mjög gaman núna, veisla úti i hrauni.” (65) Mættum við fá meira aðheyra Ég held að með þvi að tala svona eðlilega og fordómalaust um hlutina verði bókin góð. Hún getur orðið hjálpártæki i baráttunni við fórdómana. Hún fellur i góðan jarðveg hjá þeim börnum sem ég hef lesið hana fyrir [ ég hc farin sannfrétt; nvtas5 Fullorðið fólk drekkur brenni- öðru vlsi en barnið sem bú hlakka til lengi bjóst við. þú ertsofnuð, segir mamma og er ströng á svipinn. Þú ert ekkert lamma nýjan rnann. Einn besti kaflinn bóki bön

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.