Þjóðviljinn - 17.12.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.12.1980, Blaðsíða 11
Jólatréssala við Fáksheimilið Kiwanisklúbburinn Elliði selur jólatré við Fáksheimilið einsog undanfarin ár. Jólatréssalan er opin kl 1—10 um helgar og kl. 5—10 virka Haoa llm helaar koma iólasveinar i heimsókn og lúðrasveit leikur. Ágóðanum af sölunni verður varið til kaupa á sjón- varpstæki og húsgögnum fyrir sambýliö að Auðarstræti 15, sem Styrktarfélag vangefinna tók i notkun nýlega. r Arni Elvar sýnir i Hárskeranum Arni Elvar sýnir um þessar mundir nokkur myndverk i húsa- kynnum Hárskerans að Skúlagötu 54. barna er um að ræða grafik og mónóprent, sem er fágæt og gömul aðferð og tryggir kaupandanum að aðeins eitt eintak er til af hverri mynd. Efni nokkurra myndanna er sótt i tónlistarlifið. Myndirnar eru allar ti! sölu. Eigandi Hárskerans er Pétur Melsteð. bjarnar, Stuðlaberg, máiað 1949, eftir Svavar Guðnason og Mynd, máluð 1976, eftir Gunnar Orn Gunnarsson. Litprentanirnar eru limdar á tvöfaldan karton, 16x22 cm og fylgir umslag. Kortin eru öll prentuð i Grafik hf., mjög vönduö að allri gerð og raunar tilvalin jólakort. Aður hefur Listasafn Islands gefið út 44 litprentuð kort i sömu stærð af verkum margra merkustu listamanna þjóðarinnar, og eru þau öll fáanleg i safninu. Þessi korta- útgáfa er þáttur i kynningu safnsins á islenskri myndlist. Gunna Hanna ólafsdóttir og Björgvin Guðmundsson i hlut- verkum sinum. Dario Fo í Stykkishólmi Leikfélagið Grimnir i Stykkishólmi æfir nú af kappi gamanleikinn Markólf eftir Dario Fó, sem Signý Páls- dóttir þýddi fyrir félagið. Leikstjóri þessa sprellfjöruga leiks er Jakob S. Jónsson. Ætl- unin er að frumsýna verkið i félagsheimili Stykkishólms laugardaginn 20. desember og hafa siðan fleiri sýningar i Hólminum og nágranna- byggðunum yfir jólin og ára- mótin. Leikarar er sjö: Elin Jónas- dóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Guðrún Hanna ólafsdóttir, Jóhannes B jörgvinsson, Vignir Sveinsson, Björgvin Guðmundsson og Guðmundur Agústsson. 4 ný kort frá Listasafninu Listasafn Islands hefur undanfarin 18 ár látið gera cftirprentanir af vcrkum is- lenskra myndlistarmanna. Nú cru nýkomin út 4 litprentuð kort af eftirtöldum verkum: Skógarhöllin, máluð 1918, eftir Jóhannes S. Kjarval, Blanda og Langadalsfjall, málað 1928, eftir Snorra Arin- Félag einstæðra foreldra hefur að venju gefið út jóla- kort til styrktar starfsemi sinni með myndum eftir börn, en einnig eftir tvo fulloröna myndlistarmenn að þessu sinni, Baltazar og Rósu Ingólfsdóttur. Mynd eftir Gunnar örn Gunn- arsson á einu kortanna. Jólakort FEF Miðvikudagur 17. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐÁ XI Indriöi Aðalsteinsson, Skjaldfönn skrifar: Vænstu dilkarnir gengu í Jökulfjörðum Það fer nú að styttast í þessu blessaða ári 1980 og ekki seinna vænna að senda snöggsoðið fréttabréf héðan frá Djúpi. Veturinn var snjóléttur og góð- viðrasamur og vorið hlýtt og gott, en nokkuð þurrt og tafði það sprettu nokkuð, en hún varð þó yfirleitt góð að lokum nema á fá- einum bæjum þar sem kal var til drátta. Heyskapartið var óvenju hagstæð, nema seinasta vika júli; heyfengur yfir meðallaga og gæði i besta lagi. Haustið gott til 4. október, en þá gerði illviðrakast sem stóð i 3 vik- ur með jarðbönnum og innistöðu fjár. Þeir bændur, sem þá áttu eftir að slátra verulegum hluta sins fjár, urðu fyrir tilfinnanlegu afurðatjóni, þvi dilkar léttust verulega á krafsjörð eða húsvist og munaði viða 1—2 kg. á meðal- tali fyrri og seinni sláturfjárhópa frá sama heimili. 25. október hlýnaði og tók upp allan snjó og hefur verið snjólaust til þessa. Kaupfélagsstjóraskipti. f vor urðu kaupfélagsstjóra- skipti hjá Kaupfélagi Isfirðinga. Sigurður Jónsson hætti eftir 2ja ára starf og við tók Hafþór Helga- son sem áður var kaupfélags- stjóri hjá Kaupfélagi Saurbæ- inga, Skriðulandi. Það mun ekki heiglum hent að stjórna K.t. og rétta það við, en rekstur félagsins hefur gengið mjög illa mörg undanfarin ár og á köflum verið tvisýnt um tilveru þess, en félagssvæði K.l. nær yfir N-ls., Bolungarvik, og Súganda- fjörð, auk Isafjarðar. Hinn nýi kaupfélagsstjóri hefur að flestra dómi farið mjög vel af stað, gert róttækar breytingar á rekstri og mannahaldi og verið óhræddur við að fitja upp á nýjungum og gengið sjálfur i öll verk, ef þurft hefur. Hann virðist gera sér grein fyrir þvl, sem margir fyrirrenn- arar hans hafa ekki áttað sig á, að bændur á félagssvæðinu eru fjöregg K.I., og samkvæmt þvi lagt sig fram um að styrkja tengsl þeirra við félagið og efla sam- vinnu bænda innbyrðis. Má þar nefna að flutningar sláturfjár i sláturhús K.I., á tsa- firði, sem i vaxandi mæli hafa fariðfram landveg allt að 230 km. með stórum vörubilum einkaað- ila frá Isafirði, voru orðnir svo. dýrir að engu tali tók, eða á sið- asta hausti, 1979, 900 kr. á lamb. Fyrir forgöngu Hafþórs tóku Inn- djúpsbændur sjálfir að sér að aka sláturfé i Djúpbátinn annaðhvort á eigin farartækjum eða mönnuðu til skiptis hóflega stóran vörubil sem Hafþór útvegaði, og þannig hjálpaði hver öðrum, með þeim árangri að sparnaður i flutningi sláturfjár er nú talinn a.m.k. 10 Indriði Aðalsteinsson Fréttamolar frá Djúpi miljónir, að ekki sé nú talað um þann ávinning sem ekki verður metinn til fjár, aukin samkennd bænda við félag sitt og meiri skilningur á gildi samstarfs og samhjálpar. Vænir dilkar. A siðasta ári var hæsta meðal- vigt yfir landið, hinna stærri slát- urhúsa, hjá K.I.. Allar likur eru á að K.I. haldi þessu sæti i ár, þó enn hafi ég ekki séð skrá yfir vænleika hjá hinum ýmsu slátur- húsum. 1 haust var slátrað hjá K.I. 10.350 dilkum og meðalvigt er 16.67 kg eða röskum 2 kg hærri en landsmeðaltalið i ár. Hæsta meðalvigt þeirra, sem lögðu inn 100 dilka eða meira, var hjá Páli Jóhannssyni Neðra-Bæ, Snæfjallahreppi, eða 18.35 kg., en verulegur hluti af fé hans gengur Hér á islandi hefur verið stofn- að félagið SAMHYGÐ, sem hefur að meginmarkmiði að stuðla að jafnvægi og jákvæðri þróun mannsins og er félagsskapur þessi nú þegar starfandi I einum 40 þjóðlöndum víðs vcgar um ver- öldina. SAMHYGÐ er hópur fólks, sem fæst við það vandamál hins dag- lega l.ifs, segir i frétt frá telaginu. Það er ekki stjórnmálaflokkur, trúflokkur, ný sálfræði né heim- spekistefna. Samhygð segir, að neysluþjóð- félagið hafi gert einstaklinginn aö einu af meltingarfærum sinum með að mata hann viðstöðulaust andlega og likamlega, einangrun hans vaxi, hugmyndafræði og til- vist sérfræðinga leysi ekki hvers- á gósenlöndum Jökulfjarða. Aðrir stærri innleggjendur sem náöu 18 kg meðaitali voru Birkir Friöbertsson Botni i Súgandafirði og viö hér á Skjaldfönruen lagðir voru inn frá heimilinu 430 dilkar. Þess er einnig vert að geta að fjárflesti bóndi sýslunnar, Jón Guðjónsson, Laugabóli i Nauteyrarhreppi, lagði inn i fyrri slátrun 500 dilka sem vógu að meðaltali 18.30 kg, en á þriðja hundrað dilkar frá honum sem - siðar var slátrað höfðu lést svo vegna snjóakaflans sem fyrr er um getið að meðalvigt yfir allan hópinn hjá Jóni fór niður i 17.50 kg. Á þeim bæjum sem hér er á minnst er 50—70% ánna tvilembdar. Þyngsta dilk átti Agúst Gisla- son Botni i Reykjarfjaröarhreppi eðu 28.6 kg en Jón á Laugarbóli kom fast á hæla honum, en hans þyngsti dilkur vóg 28,3 kg. Sauðfjárræktaríélög hafa verið að risa á legg hér við Djúp sein- ustu ár og i vetur er fyrirhugað að sæða um 300 ær til að hraða sem mest kynbótum fjárins og auka frjósemi. Með þvx- ásamt bættri fóðrun eiga sauðfjárbændur hér að geta tryggt stöðu sina verulega á afurða-,,toppnum”, svo er fyrir að þakka afbragðsgóðum og við- lendum sumarlöndum. Þess má að lokum geta að dilkar hér eru i flestum tilvikum 2—3 vikum yngri en viðast annars staðar i landinu, þvi hér hefst sauðburður yfirleitt ekki fyrr en um og eftir 20. mai og beit sláturlamba á kál eða ræktað land hér á haustinu heyrir til algerra undantekninga. 1.12. 1980 Indriði Aöalsteinsson Skjaidfönn. dagsleg vandamál og leiðir sjálfsflótta svosem áfengi, skemmtanir og vinna skili tak- mörkuðum árangri. Hamingjustundir lifsins tengjast trú á sjálfan sig, opinni framtið og löngun til aö gefa af sjálfum sér, segir Samhygð og vill benda á aðferðir til aö þroska þessa þrjá þætti. Vikulegir klukkutima fundir eru undir- staðan, en þar vinna þátttak- endur með hugaræfingum, sem viðhalda trúnni á þá sjálfa og stefnufestu i daglegu lifi. Þátt- taka er öllum heimil án skuld- bindinga, en kynning á starfinu er á fimmtudögum kl. 20 i hús- næði félagsins á Tryggvagötu 6 i Reykjavik, simi 29670. Nýtt félag, SAMHYGÐ: Jafnvægi og þróun J ólatónleikar í kirkju Tónlistarskólinn I Reykjavlk heldur tónleika I IBústaöakirkju miövikudaginn 17. desember kl. 8. 30i slðdegis. A efnisskrá eru m.a. verk eftir Hindemith, Tsjaikovski, Grieg og Gustav Holst en flytjendur strengjasveit Tónlistarskólans og nokkrir nemendur á blásturshljóðfæri. Þá mun kór skólans syngja jólalög undir stjórn nemenda tónmenntakennaradeildar. Aögangur er ókeypis og öllum heimill.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.