Þjóðviljinn - 17.12.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.12.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 17. desember 1980 Uppgefið hráefnisverð til ísal 30 miljörðum of hátt Að undaníörnu hefur iðnaðarráðuneyt- ið unnið að rannsókn á verðlagningu súráls til íslenska álíelagsins, en það er móðurfyrirtæki ísal, — Alusuisse —, sem sér verksmiðjunni i Straumsvik fyrir súráli. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú, að það innflutningsverð á súráli, sem upp heíur verið gefið hér er langtum hærra en eðlilegt má telja miðað við útflutn- ingsverð i Ástraliu, en þaðan er súrálið flutt. Á timabilinu frá ársbyrjun 1974 til júni 1980 nemur þessi „hækkun i hafi” sam- tals 47,5 miljónum Bandarikjadollara, og er þá miðað við fob.-verð i báðum tilvikum, þannig að flutningskostnaður á engan hlut að þessari hækkun. Sé gert ráð fyrir að slik hækkun á sið- asta súrálsfarmi til landsins, sem hingað kom eítir mitt þetta ár, hafi verið álika og á tveimur förmum fyrr á þessu ári, þá nemur þessi „hækkun i hafi” hvorki meira né minna en 30 miljörðum króna á sjö árum. Til samanburðar er vert að hafa i huga, að á sama tima hafa allar greiðsl- ur ísal fyrir orkukaup hér numið mun lægri upphæð en þessum mismun svarar, eða 31,5 miljónum dollara frá ársbyrjun 1974 til júni 1980, sem svarar um 20 miljörðum króna á sjö árum. Með þvi að falsa hráefniskostnaðinn um 30 miljarða króna hefur Alusuisse / / A sama tíma hefur Isal borgað alls um 20 mlljarða kr. fyrir orkukaup getað sýnt tap á rekstri dótturfyrirtækis sins hér og þannig sloppið við skatt- greiðslur. Það er breska endurskoðunarfyrirtæk- ið Coppers & Lybrand i London sem hef- ur veitt iðnaðarráðuneytinu lið við þessa rannsókn og staðfest niðurstöður hennar. í tilefni þessara upplýsinga samþykkti rikisstjórnin á fundi sinum þann 9. þessa mánaðar, að óska eftir þvi við Alusuisse að hið fyrsta yrðu teknar upp viðræður milli Alusuisse og hennar varðandi þetta málog jafnframt til endurskoðunar á öll- um núverandi samningum milli Alusu- isse og islenskra aðila. Á blaðamannafundi, sem Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra efndi til klukkan þr jú i gær var f jölmiðlum afhent fréttatilkynning um málið og fer hún hér á eftir: „Hækkun i hafi” 54,1% i. Iðnaðarráðuneytið hefur frá þvi i júni sl. unnið að athugun á verðlagningu á súráli tii íslenska álfélagsins h.f. Niðurstaða þessara athugana er sú að innflutnings- verð á súráli til íslands er miklu hærra en eðlilegt má telja miðaðvið útflutningsverð frá Astraliu. Þegar borin eru saman sambærileg verð, fob-verö i báðum tilvikum, kemur i Ijós að á tlmabilinu janúar 1974 til júni 1980 hef- ur súrálsverð hækkað i hafi sem nemur að meöaitali um 54.1%, cða samtais um 47,5 milljónum bandarikja- dollara á verðlagi hvers árs. Til samanburðar má geta þess, að heildargreiðslur ÍSAL fyrir raforku voru 31,5 milljónir bandarikjadollara á sama timabili.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.