Þjóðviljinn - 17.12.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.12.1980, Blaðsíða 2
•’ i V / rri‘; i -r »; i a ; ' • » * 2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 17. desember 1980 Kærleiksheimilið Viltu skrifa mér bréf/ mamma, svo ég fái ein- hverntíma póst líka? Bóndinn og asninn Hann tekur lífinu með heimspekilegri ró, þessi búlgarski bóndi sem fyllir asna- kerruna sina af grænmeti og ávöxtum til að selja ferða- mönnum sem koma að skoöa sérkennilega og stórbrotna fegurð Kaliakra-höfðans á Svartahafsströnd Búlgariu. Og asninn biður þolinmóður eftir heimferðinni. Ekkert liggur á. (Ljósm. ARJ). Þeir segja að við sitjum uppi með álsamninginn til 2014. Ætli við losnum ekki bara við hann á næsta ári? Tekið eftir Hollt es heima hvat Prófessor i Tókió hefur árum. saman stundaö merkilega rúllu- rannsókn. Hann safnar klósett- pappir úr öllum heimi og hefur tekist að ná saman 300 mismun- andi tegundum frá yfir 60 lönd- um. Með samanburðar- rannsóknum hefur prófessorinn komist að þeirri niðurstöðu, að japanski pappirinn sé allra bestur. Molar Gömul yfirlýsing Yfirlýsing Bandarikja- stjórnar við inngöngu lslands i NATÓ — og skilýrði tslands fyr- ir inngöngunni: 1. Að ef til ófriöar kæmi mundu Bandalagsþjóðimar óska svip- aðrar aðstöðu á Islandi og var i siðasta strfði, og þaö myndi al- gerlega vera á valdi Islands sjálfs, hvenær sú aðstaða yrði látin I té. 2. Áö allir samningsaöilar hefðu fullan skilning á sérstöðu íslands. 3. Aö viðurkennt væri að Island hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her. 4. Að ekki kæmi til mála, að er- lendur her eða herstöðvar yrðu á Islandi á friðartlmum. viðtalid Rætt við Sigurð á á Grænavatni: Burt með útsvör af til- búnum tekjum Við hefur þótt brenna, að samkvæmt hinum nýju skatta- lögum hafi gjöld verið lögð á „tekjur” hjá bændum, sem alls ekki eru fyrir hendi. Þykir bændum að vonum illt undir sliku að búa. Okkur barst til eyrna, að i sveitarstjórn Skútu- staðahrepps i Mývatnssveit hefði verið flutt tillaga um að fella niður útsvör sem á slikum reikningskúnstum væru byggð og hringdum i Sigurð Þórisson bónda á Grænavatni til að fá af þessu nánari fregnir. — Jú, það er rétt, sagði Sig- urður, — tillögu um þetta flutti ég á fundi sveitarstjórnarinnar og er hún svohljóðandi: „Sveitarstjórn Skútustaða- hrepps ákveöur að fella niður útsvör búandfólks af þeim tilbúnu tekjum, sem skattayfir- völd áætluðu þvi á sl. sumri, samkvæmt 59. gr. skatta- laganna, vegna harðærisins, sem gekk hér yfir 1979. Þó skal það aðeins gert að þvi marki, sem persónuafsláttur dekkar ekki útsvarið. Jafnframt vitir sveitarstjórn- in alþingismenn og skattayfir- völd fyrir að byggja einn aðal- tekjustofn sveitarfélaganna á fölskum stofni, þar sem engin greiðslugeta er til að greiða gjöld af, en undanþiggja i staðinn mikiðaf raunverulegum tekjum hjá þeim, sem betur mega sin.” — Þetta er nú skýrt og skor- inort, Sigurður, en viltu bæta einhverju við? — Gjarnan. I greinargerð, sem fylgir tillögunni, segir m.a. að á sl. sumri, þegar sýnt var hvernig skattayfirvöld ætluðu að útfæra skattalögin, varö mönnum almennt ljóst, að lögin voru algerlega óforsvaranleg, vegna þess hve þau mismunuðu þegnunum mikið. Hinsvegar var álitið, að ákvörðun skatta- yfirvalda yrði ekki breytt nema með lagabreytingu eða dómi. En þar sem nú hefur komið á daginn, að sumum sveitarfélög- um virðist stætt á þvi að fella niður svokölluð barnaútsvör, þá hlýtur sveitarstjórnum einnig að vera heimilt að fella niður útsvar af stofni, sem enga stoð á i veruleikanum og einungis er búinn til af skattayfirvöldum. — Hvernig afgreiddi hrepps- nefndin þessa tillögu þina? — Tillögunni var visað til framtalsnefndar, til athugunar, þvi til þess að geta framkvæmt þessa hugmynd þurfum við að fá aðgang að skattaframtölum. Eftir þvi höfum við leitað við skattstjóra. Endanlegt, skrif- legt svar höfum við ekki fengið ennþá, en ég býst við neitun. Og vera má, að lögum samkvæmt sé hægt að neita. En hitt sýnist alveg ljóst, að sé sveitarfélög- um stætt á þeim loddaraleik, sem leikinn hefur verið með barnaútsvörin, þá ætti ekki siður að vera heimilt að íella niður útsvör sem svona eru til komin. Og ástæðan fyrir þvi, að ég flutti þessa tillögu, var m.a. sú, aö koma þessum málum ofurlitið af stað. Við kærðum álagninguna i sumar og það stendur skýrt i lögunum að skattstjórar eigi að hafa afgreitt kærur innan tveggja mánaða frá þvi þeim berast þær. Tillagan kom fram 28. nóv.. Þá voru liðnir um þrir mánuðir frá þvi að kærufrestur var útrunninn hjá okkur og ekkert svar hafði borist. Og sú nefnd, sem Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, skipaði i sumar til að kanna þetta, hafði þá ekki komið saman nema einu sinni. Við væntum okkur mikils af þeirri nefnd, en hún virðist vera heldur svifasein. — Hvað um eldra fólkið? — Margt af eldra fólki missir tekjutryggingu sina vegna þessara tilbúnu tekna. Og barnabætur barnlausra hjóna, sem aðeins hafa tilbúnar „tekjur”, eru teknar upp i þessi gjöld. Það er ekki fyrir menn með einhverja samvisku að inn- heimta gjöld, eftir þessum lög- um, þvi þau hygla fyrst og fremst þeim, sem betur mega sin. — mhg Þekkirdu þau? Sjá nýrri mvnd i Lesendadálki á siðu 15« 1 |iiiihiiiiihhi Bírjfir Enni. valevni i SuSuroy, skrivnr: Heldur Vígdis enn Khomeini Hver er þaö sem setur dæmin svona skemmtilega upp: heldur Vigdisi en Khomeini? Svar: það er frambjóðandi Þjóðveldisflokksins færeyska i Suðurey, sem skrifaði grein undir þessari fyrirsögn i blaðið 14. september nú fyrir skemmstu þegar kosningastrið var háð þar i eyjum. Hann á við það, að heldur vilji hann leysa orkumál Færeyinga með þvi að leggja kapal til íslands og sækja eftir honum rafmagn en vera háður sihækkandi oliuverði. Eða eins og segir i blaðinu: „Hugsa vit so um teir hækkandi oljuprisir og tær tömandi oljukeldurnar, og so sammeta tær við tær ævigu okrukeldurnar, so skuldi ongin ivi verið um, hvör rætta loysnin var. Gott samstarv við grannar okkara fyri norðan vildi hetta eisini fört til, og sjálvandi hevði mær dámt munandi betri at samstarvast við Vfgdis enn Khomeini.” Umferðaruppeldi Refsingar fyrir brot á umferðarlögum geta verið með ýmsu móti og mismunandi áhrifarikar. Mjög vel hefur gefist árum saman i Prag að kveðja gangandi vegfarendur, sem fara rangt yfir götu, i um- ferðarskóla lögreglunnar — klukkan átta á sunnudags- morgnum og stendur kennslan til hádegis. Og nú lesum við dæmi frá New York: Verslunarstjóri braut umferðarreglurnar og var dæmdur i nauðungarvinnu. Hann varð að skrifa þúsund sinnum setninguna „Ég á að sýna tillitssemi i umferðinni”. < Q O Almáttugur! Hverþolir svona langdregið tanna-stripptis?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.