Þjóðviljinn - 17.12.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.12.1980, Blaðsíða 16
MOÐVIUINN Miövikudagur 17. desember 1980 Sýning Borgar- skipulagsins að Kjarvalsstöðum um Skipulag Grjóta- þorps Eins og Davið og Sjöfn vildu hafa hana Sýning Borgarskipulags Reykjavikur á nýrri skipulagstil- lögu aö Grjótaþorpi hófst i gær aö Kjarvalsstöðum. Eins og sagt var frá i Þjóðviljanum fyrir helgi setti stjórn K jarvalsstaða Borgarskipulaginu stólinn fyrir dyrnar og „ritskoöaöi” sýninguna, þannig aö úthýst var tillögum nemenda i arkitektúr og litabók Gylfa Gislasonar um Grjótaþorpið. Þar af leiðir aö sýningin gefur enga mynd af þróun hugmynda um skipulag Grjótaþorpsins svo sem ætlunin var. Sigurður Harðarson formaður Skipuiagsnefndar Reykjavikur flutti ávarp við opnun sýningar- innar og sagði þá meðal annars að sú tillaga sem sýnd er að Kjar- valsstöðum sé hin fyrsta sem hefur verndun þorpsins að leiðar- ljósi. Ætlun þeirra sem standa aö sýningunni er að kynna tillöguna og leita viðbragöa, fyrsti áfangi áður en framkvæmdir hefjast. Meðan á sýningunni stendur verða fluttir tveir fyrirlestrar, hinn fyrri um sögu húsa I Grjóta- þorpinu og er Nanna Hermanns- áon höfundur hans, hinn siðari fjallar um sögu skipulags i Grjótaþorpi og sér Hjörleifur Stefánsson arkitekt um hann. Sigurður vék að skilyrðum þeim sem Borgarskipulaginu voru sett og sagði að stjórn Kjar- valsstaða hefði með ákvörðun sinni tekið að sér að skilgreina verkefni Borgarskipulagsins. Akveðið var i framhaldi af „rit- skoöuninni” að sýna verk arki- tektanemanna i sal Arkitekta- félags Islands við Freyjugötu og þar eru einnig eldri skipulagstil- lögur. Sýningin að Kjarvalsstöðum er i ganginum inn af kaffistofunni og stendur fram i miðjan janúar. —ká Mikið um árekstra Veðrið er rysjótt hér I Reykja- vik þessa dagana og skiptast á skin og skúrir, jafnframt vetrar- myrkri. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var óvenju mikið um árekstra i borginni i gær og er orsakanna að leita til slæmra akstursskiiyrðaog þess að öku- menn fara ekki nógu varlega. Nú er framundan mikill umferöar- þungi fram að jólum og veröur aldrei nógu vel brýnt fyrir fólki aö fara varlega svo að jdlin verði ekki haldin i rúminu eöa inni á spitala. Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfsmenn hlaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 8x285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiðslu blaðsins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsíml afgreiðslu 81663 gai ■■■■ ■■■■■■■■■■■■ ■■ Viðbárur aðstoð- arforstjóra Alusuisse: „Einn af aöstoöarforstjórum Alusuisse hefur gefiö rikis- stjórninni munnlegar skýringar I sambandi viö óeölilega hátt súrálsverö frá Astraliu”, sagöi Hjörleifur Guttormssou iönaöarráöherra á blaöa- mannafundinum i gær. „Ég vil ekki hér vera aö gefa þessum skýringum einkunnir, en verö þó aö segja aö viö fyrstu sýn viröast þær ekki trúveröugar eins og þær eru frambornar, enda þótt gagngeröa athugun veröiaö sjálfsögöu aö gera á þvl hvaö talist geti marktækar viö- bárur i þessu máli”. 1 frétt iðnaðarráðuneytisins A fundinum meö löaaðarfáðherra i gær vom þeir Ingi R. Helgason, annar af fulltrúum rikisins i stjórn tSAL, Finnbogi Jónsson, starfs- maöur iönaðarráöuneytisins og Arni Þ. Arnason skrifstofustjóri. Hér glugga þeir fyrrnefndu I hin viöamiklu plögg sem lögö voru fram á fundinum. Hinn fulltrúi rikisins I stjórn ISAL er Þorsteinn Ölafsson hjá Sambandinu. Ljósm. eik. „Eru ekki trúverðug-\ ar við fyrstu sýn ” \ kemur fram að rikisstjórn Is- lands hafi kynnt Alusuisse mál þetta með formlegum hætti og gefið Alusuisse kost á, að koma á framfæri upplýsingum og skýringum áður en málið væri kynnt Alþingi og almenningi. Einn af varaforstjðrum Alusu- issekom til Islands i þessu skyni fyrir helgina, og voru helstu svör hans þau, að inn I útflutn- ingsverðið frá Astraliu vantaði hluta af kostnaði við fjárfest- ingu Alusuisse þar og að Alusu- isse greiddi talsverðar fjár- hæðir til framleiðslufyrirtækj- anna i Astraliu á hverju ári vegna kostnaðarhækkana og kæmu þær fjárhæðir ekki fram i útflutningsverði hagskýrsln- anna. Staðhæfði hann og að súr- álsverðið tii ISAL væri og hefði ávallt verið i samræmi við við- skipti milli óskyldra aðila. Er nánar var á fundinum gengið á iðnaðarráðherra sagði — sagði Hjörleifur Guttormsson iðnað- arráðherra á fundi með fréttamönnum hann að sú viðbára að verulegur hluti af fjárfestingum Alusu- isse I Astraliu sé borinn uppi af fyrirtæki utan móðurlandsins stangaðist á við það sem gert hefði verið ráð fyrir i viðskipt- um af þessu tagi. Þá stangaðist sú staðhæfing að súrálsverðið hefði alltaf verið i samræmi við viðskipti milli óskyldra aðila á við niðurstöður endurskoðunar- innar 1975 fyrir árið 1974 en þá hefði komið i ljós að súrálsvið- skiptin voru ekki i samræmi við ákvæði aðalsamnings Alusuisse og rikisins. I framhaldi af þvi fóru fram viðræður um breytingar á skatt- greiðslum og raforkuverði og ■ fékkst niðurstaða i þvi i desem- ! ber 1975. 1 stað þess að lækka | hækkaði t.d. raforkuverð i þrep- ■ um úr 3 i 6.5 mills og var tengt I þróun heimsmarkaðsverðs á m áli. I raun hefur þó álverðstaðið i stað á föstu verðlagi vegna þess hve dollarinn hefur fallið verði á siðustu 5 árum. Aðspurður að þvi hversvegna ekki hefði farið fram árleg endurskoðun á viðskiptum við Alusuisse sagði iðnaðarráö- herra að væntanlega hefði verið gert ráð fyrir að fyrirtækið breytti um stefnu,i þeirri góðu trú hefðu tslendingar staðið i viðskiptum sinum við þetta fyrirtæki. En þessi reynsla sem nú væri fengin hvetti vissulega til varkárni og stjórnvöld áskildu sér allan rétt i þessum efnum i framtiðinni, enda þótt ekki væri gengið út frá þvi að slik enaurskoðun þyrfti að vera regla i viðskiptum. — ekh I ■ I ■ I ■ ■ ■ I i ■ I ■ I ■ I Forsprakki nýnasista sækir um hæli hér SkijDulagðar aðgerðir í París gegn Gervasoni? 1 gærmorgun gekk Marc nokk- ur Frederiksen inn I sendiráð tslands i Parls þeirra erinda aö kynna sér möguleika á aö sækja um hæii á islandi sem pólitfskur flóttamaöur. Hann sagöist ekki hafa vegabréf og sennilega ekki geta aflað sér þess. Sendiráðsmenn tóku mann- inum kurteislega, en rétt i þann mund sem hann fór sagði hann til nafns og könnuðust menn þá þegar við hann. Marc þessi Frederiksen er einn af for- sprökkum nýnasistahreyfingar- innar FANE („Samband um þjóðlega evrópska athöfn”) og ritstjóri málgagns hennar Notre Europe. FANE kom mjög við sögu i sumar er leið þegar þvi var ljóstrað upp að menn úr hreyfing- unni hefðu komið sér fyrir i viss- um deildum lögreglunnar frönsku, og væru viðriðnir sprengjutilræðið i Bologna á ltaliu þar sem um 80 manns létu lifið i ágúst sl. og sprengingu við samkunduhús Gyðinga i Rue Copernic i Paris i haust. Minnstu munaði að þaö tilræði leiddi til meiri háttar blóðbaðs. „Marc Fredericsen hefur fengið dóm vegna pólitisks at- hæfis” og er alræmdur i Frakk- landi að sögn Berglindar Asgeirs- dóttur i utanrikisráöuneytinu. Berglind sagði að ráöuneytið heföi látið dómsmálaráðuneytið vita af erindi mannsins þegar i staö og það væri i þess valdi að ákveða hvernig honum verður svarað. Berglind var að þvi spurð hvort mikið hefði verið fjallað um Gervasonimálið i frönskum fjöl- miðlum,en þaðgefur auga leið að bæði sendiráðsheimsóknin i lok nóvember og þessi beiðni nasist- ans eru sprottin af þvi máli. Berglind sagði að samkvæmt upplýsingum sendiráðsins i Paris hefði nokkuð verið sagt frá Gervasonimálinu i blöðum i Frakklandi og einnig hefði franska sjónvarpið sagt frá þvi i fréttum. Það vekur athygli að áðurnefndir atburðir i islenska sendiráðinu i Paris gerast á mjög viðkvæmum augnablikum Gervasonimálsins, rétt i þann mund sem á að senda hann úr landi, bæöi i byrjun desember og nú i fyrradag, hvað sem þvi veldur. Sú spurning vaknar hvort um skipulagðar aðgerðir sé aö ræða, til þess ætlaðar að skaða málstað Gervasoni? (Upplýsingar um Frederiksen eru fengnar úr Spiegel). —ká Duldar áfengisauglýsingar „Samkvæmt lögum er óheimilt aö auglýsa áfengi opinberlega. Þessi lagaákvæöi hafa veriö virk og ekki nema einstök undan- tekningatilfelli komiö til. Hins vegar eru óbeinar auglýsingar og áfengiskynningar crfiöari viöfangs. Nokkur slik mál hafa þó komiö upp og eru i athugun hjá embætti Iögreglustjóra f Reykjavik um þessar mundir”, sagöi Friöjón Þórðarson i svari viö fyrirspurn frá Helga Seljan um duldar áfengisauglýsingar. Helgi varaöi viö þeirri þróun sem átt hefur séð staö uppá siökastiö að áfengisauglýsingum hefur I siauknum mæli veriö laumað inn bakdyramegin i fjöl- miðlum eins og hann orðaði það og átti þar sjálfsagt við vinprufur og kynningu ritstjóra Dagblaðs- ins. Bensín- hækkun frestað Verölagsráö hefur heimilaö hækkun bensinsgjalds úr 515 kr. I 595 kr. Htrann. A fundi rikisstjórnarinnar I gær var bensinhækkunin ekki til umræöu og óvist er hvort hún eöa aðrar hækkanir sem verölagsráð hefur samþykkt veröi afgreiddar á næsta rikisstjornarfundi, sem vcröur haldinn á morgun. Fyrir rikisstjórninni liggja allmargar hækkanir sem verölagsráð hefur veitt samþykki fyrir. Meðal þeirra eru 9% hækkun á verði sements og steypu og 15—18% hækkun á unnum kjötvörum. Leikaradeilan: Samúðar- verkfall leikstjóra Félag islenskra leikstjóra hefur nú lýst yfir samúðarverkfalli meö verkfalli og vinnudeilu Félags islenskra leikara viö rikisútvarpið. Erlingur Gislason formaöur Félags leikstjóra sagði i samtali við Þjóðviljann i gær að félagið hefði fyrir skömmu aflað sér verkfallsheimildar vegna erfiðleika við samninga og væri hún nú fyrst notuð til samúð- arverkfalls. Astæðan væri sú, að þó að samningar hafi tekist við hljóðvarpið hefur ekki verið svo mikiö sem kallað til fundar með sjónvarpsmönnum. Samúðar- verkfallið hefst 21. des. á afmælisdegi sjónvarpsins. „Þetta er köld afmæliskveðja” sagði Erlingur, ,,en stefna sjónvarpsins er menningarf jandsamleg islenskri leiklist, verkum fer fækkandi og það er ekki staðið við lágmarkskvóta. Ef til vill dugar ekkert minna en að alþingi grípi inn i ef málið á að leysast, Við erum með samúðarverkfallinu að lýsa stuðningi við langt og erfitt strið sem leikarar hafa háð. — ká. Bílstjórar j og kokkari sömdu ! 1 gærmorgun tókust | kjarasamningar viö bilstjóra ■ á Suöurlandi og i Borgarnesi. ■ Slöasti sáttafundur i deilunni JJ var 17 klst. langur. Verkfalli ■ bflstjóra, sem átti aö hefjast ■ á miönætti siöastliönu, hefur " þvi veriö aflýst. t fyrrinótt | tókust einnig samningar viö ■ matsveina á kaupskipum. I o c o m ni n oqr ■ i II I ■ I ■ I ■ I Þessir kjarasamningar eru mjög svipaðir þeim samningum sem ýmsar starfsstéttir hafa náð að undanförnu. Undirmenn á kaupskipum sátu á 18 klst. löngum samningafundi i fyrradag og i gær hófst fundur með þeim að nýju kl. 14. Sáttafundi með af greiöslumönnum á bensinstöövum lauk i ■ fyrrakvöld. Fundurinn varö | árangurslaus og nýr fundur ■ hefur ekki verið boðaður. I Næsti fundur með ■ starfsfólki rikisverksmiðj- ■ anna verður hjá sátta- ■ semjara á föstudag. . — eös. -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.