Þjóðviljinn - 20.01.1981, Síða 1

Þjóðviljinn - 20.01.1981, Síða 1
DJÚÐVIUINN Þriðjudagur 20. jan. 1980 15. tbl. 46. árg. I r i Osannindi ritstjóra j Alþýöublaösins 1 ■ • Sjá bls. 3 ! j gerö við Í Sultar- ■ I tanga í \athugun r Akvaröanir hafa j ekki veriö teknar, I segir Hjörleifur ! Guttormsson I orkumálaráöherra ■ Eins og skýrt var trá i I Helgarblaði Þjóðviljans I veldur ismyndun á vatna- I svæði Tungnaár og Þjórsár ■ því, að eyða verður allt að I helmingi alls vatns i Þóris- I vatni til isskolunar á orku- | veitusvæðinu. Ef ekki þyrfti ■ að eyða svo miklu vatni i is- I skolun, væri ekki um neinn I rafmagnsskort að ræða. , Bygging stiflu við Sultar- ■ tanga er talin vera lausn á I þessu máli og sagði Hjör- I leifur Guttormsson orku- , málaráðherra i samtali við ■ Þjóðviljann i gær að bygging I stiflu við Sultartanga væri | inni myndinni þegar rætt er , um orkuöflun næsta ára. | Hann sagði að engin I ákvörðun hefði verið tekin I um hvenær hafist yrði handa ■ um byggingu stiflunnar, það ■ mál væri i höndum Lands- I virkjunarmanna. Eins og skýrt var frá i ! Helgarblaði Þjóðviljans I hefur verið reynt að byggja I garða i Þjórsá, til að þrengja * ána og minnka þannig is- J myndunina og hefur það gef- I ist sæmilega, en sá böggull I fylgir skammrifi að þessir ■ garðar geta sópast burt ! hvenær sem er ef vetrarflóð I gerir, þannig að stiflubygg- ing við Sultartanga mun I vera það eina raunhæfa, sem I' hægt er að gera til þess að ekki þurfi að eyða helmingi alls vatns úr Þórisvatni i is- skolun. — S. dór I loBaaBi ■ mmmmmmm m mmmmmmmmm m mmmmmmmmM Ung stúlka drukknaði Fimmtán ára gömui stúlka, Marina Eiríksdóttir.drukknaði sl. sunnudagsmorgun, þegar bifreið sem hún var i fór framaf Norður- garði i örfirisey. Tveir 17 ára gamlir piitar sem i bilnum voru komust útúr honum eftir að hann var kominn i sjóinn. Slysið vildi til með þeim hætti aö ökumaðurinn hugðist snúa bifreiðinni við á bryggjunni, en bakkaði of langt og bifreiðin féll i sjóinn. Sá piltanna sem sat i aftursætinu náði að skrúfa niður gluggarúöu og komast þannig út, en ökumanninum tókst með ein- hverjum hætti að opna hurðina og komast út. Þeir fóru þegar uppi Kaffivagninn og kölluðu á hjálp. Marina heitin mun hafa fest og þvi ekki komist út eins og pilt- arnir. Enn skekst skólakerfið vegna sýninga Alþýðuleikhússins á þýska leikritinu Pæld'í 'ðí, en þessi mynd var tekin í gær- morgun í Hagaskóla þar sem nemendur mótmæltu því að 7. bekkur fær ekki að vera með á sýningunni á f immtudaginn kemur. Aðeins 8. og 9. bekkingar mega sjá leikritið. — Ljósmynd: gel. Sjá nánar á baksíðu Þrír af hverjum fjórum styðja stjórnina: Er „flokksbrotið” orðið staðreynd? Niðurstaða Dagblaðskönn þá átt unar bendir í Það vakti mikla athygli er forsætisráðherra talaði í sjónvarpsþætti á dögunum um „f lokksbrot Geirs Hall- grimssonar". Niðurstöður könnunar Dagblaðsins á afstöðu kjósenda til ríkis- st jórnarinnar virðast benda til þess að Gunnar Thoroddsen hafi i ummæl- um sínum farið nærri sanni. „Rikisstjórnin hefur aukið fylgi sitt að undanförnu og nýtur nú stuðnings þriggja af hverjum fjórum landsmönnum, sem taka afstöðu til hennar”, segir Dag- blaðið um niðurstöðu könnunar s nnar i gær. Spurt var Ert þú fylgjandi eða andvigur rikis- stjórninni? Svörin urðu á þennan veg (innan sviga eru tölur úr septemberkönnun DB): Fylgj- andi stjórninni 369 eða 61,5% (41.2%), andvigir 125 eða 20.8% (25.8%), óákveðnir 106 eðu 17.7% (33%). Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, verða niðurstöður þessar: Fylgjandi 74.7% (61.4%) og andvigir 25.3% (38.6%). Sé gengið út frá þvi sem gefnu að Alþýðubandalag, Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokkur hafi nokkurnveginn haldið sinu frá þvi i september er ljóst að til- færslan i afstöðu til stjórnarinnar frá þvi þá hefur mest verið innan Sjálfstæðisflokksins. Haldi Al- þýðuflokkurinn 12 til 13% af stjórnarandstöðuhlutanum er harla litið eftir af stuðningsliði Geirs Hallgrimssonar og hinnar formlegu forystu Sjálfstæðis- flokksins, eða 12 til 13% ef miðað er við þá sem aöeins tóku afstöðu, og um 8% ef hinir óákveðnu eru teknir með i reikninginn. Dagblaðið hefur einnig i könnun sinni, sem gerð var meðal 600 manna um allt land fyrir viku, spurt um afstöðu til flokkanna, og verður niðurstaðan birt siðar i vikunni. Er þess þá að vænta að hægt verði að meta stærðina á flokksbroti Geirs Hallgrimssonar með meiri nákvæmni. — ekh Sjá 3. og 16. ÍRíkisverksiniðjudeilan: 1 Sáttatillaga í skoöun Samningafundur stóð yfir i gærdag hjá rikissáttasemjara J með aðilum i ríkisverksmiðju- J deilunni og var Guðlaugur Þor- Ivaldsson sáttasemjari ekki bjart- sýnn er Þjóðviljinn ræddi við hann i gærkveld . , Sagði Guðlaugur að menn hefðu I verið að skoða og ræða sáttatil- lögu þá sem hann lagði fram i deilunni sl. laugardag, en hvort hún leysti málið sagðist hann ekki þora að spá neinu um. Það sem um er deilt er niður- röðun i launaflokka og þar situr hnifurinn fastastur er kemur að þvi að meta verkstjóra i verk- smiðjunum, sem margir eru iðn- aðarmenn og vaktstjóra en þeir eru flestir vélstjórar. Þess má að lokum geta að áður I boðað verkfall i rikisverksmiðj- - unum hefst á miðnætti nk. mið- vikudags hafi samkomulag ekki náðst fyrir þann tima. — S. dór j Rís sykur- verksmiðia í Hvera- gerði? Setja þyrfti innflutn- ingshöft á sykur, en verðið yrði svipað og frá EBE A næstu vikum mun iðnaðarráðuneytið taka af- stöðu til þess hvort ráðlegt sé að rikið gerist aðili að byggingu og rekstri sykur- verksmiðju sem reist yrði í Hveragerði. Sérstakur starfshópur á vegum ráðu- neytisins hefur undanfarið kannað tæknilegar for- sendur og hagkvæmni slíkrar verksmiðju i fram- haldi af skýrslu sem Áhugafélag um sykuriðnað hf. gerði i samvinnu við fyrirtækið Finnska Socker A/B á síðasta ári. Starfshópinn skipuðu Hörður Jónsson, Iðntæknistofnun, for- maður, Sigurður Sigfússon, verk- fræðingur, og Ragnar Onundar- son, aðstoðarbankastjóri Iðnaðarbankans. 1 niðurstöðum þeirra kemur fram að söluverð á sykri frá verksmiðju hérlendis myndi verða hærri en 400 gkr/kg, sem telst hátt miðaö við meðal- innflutningsverö sl. 10 ár. Arð- semi slikrar verksmiðju verður að mati þeirra háð veröi á að- föngum og söluverði hvitasykurs en miklar verðsveiflur hafa ein- kennt sykurverslun og hefur sölu- verð á hrásykri t.d. rúmlega þre- faldast á s.l. 12 mánuðum. Til að jafna verösveiflur sem þessar er liklegt að setja yrði lög um tak- mörkun og tollun á innflutningi sykurs til landsins. Ahugafélag um sykuriðnaö hf. hefur haft forgöngu um þetta mál og hefur það að sögn Jafets ólafs- sonar, deildarstjóra i iðnaðar- ráðuneytinu, gert athugasemdir við niðurstöður starfshópsins. Eru þær til könnunar i ráðu- neytinu. Verksmiðja sem þessi myndi nota rófumelassa sem hráefni og framleiða hvitasykur og úrgangs- éfnið melassamjöl, sem nota má I fóðurhæti. Tæknilega er ekkert þvi til fyrirstöðu að framleiða hvitasykur hér, en ársneysla tslendinga á hvitasykri er 10 þúsund tonn. Nær allur sykur er fluttur inn frá Efnahagsbanda- laginu, mest frá einu fyrirtæki i Danmörku og eru innflytjendur um 50talsins.(!),Verksmiðja sem annaðiársþörfinnimyndikosta 15 miljaröa gamalla króna og starfsmenn hennar verða um 70. Verðið á sykrinum yrði ekki langt frá verði EBE en deilt er um verðið á melassamjölinu. Starfs- hópur iðnaðarráðuneytisins hefur áætlað söluverð þess lágt, þar sem mjölið er ekki þekkt hér á landi, en Áhugafélag um sykur- iðnað telur það vera um 80% af söluverðmæti kjarnfóðurs að sögn Jafets Olafssonar. Leggur starfshópurinn til aö Rannsókna- stofnun landbúnaðarins meti fóðurgildi melassamjölsins og kanni söluhorfur þess hér á landi en hærra verð fyrir mjölið myndi breyta niðurstöðum arðsemisút- reikninganna. „Þetta virðist frekar hagstætt núna”, sagði Jafet Olafsson. „Sykurverðið fer sihækkandi, en ef verksmiðjan hefði verið starf- rækt hér siðustu árin hefðu tslendingar þurft að borga hærra sykurverð en ella.” — AI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.