Þjóðviljinn - 03.02.1981, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 3. febrúar 1981
rRÆTT VIÐ HELGA SELJAN ]
Ný þingmál
Tveir læknar á Eskifirdi
Helgi Seijan og Egill Jónsson
hafa lagt fram frumvarp þess
efnis að i stað þess að einn læknir
verði staðsettur á Eskifirði þá
verði þar tveir læknar. Miðað hef-
ur verið við að tveir heilsugæslu-
læknar séu i umdæmi sem hefur
2000 ibúa, en Eskifjarðarsvæðið
hefur milli 1900 og 2000 ibúa og er
þvi á mörkunum. íbúar Eski-
fjarðarsvæðisins hafa mjög óskað
eftir þvi að fá tvo lækna á heiisu-
gæslustöðina. Frumvarp þetta
hefur verið flutt á tveimur þing-
um áður, en ekki náð fram að
ganga.
Fyrirspurnir
einskoröist við
fyrirspyrjanda og
ráðherra
Benedikt Gröndal hefur lagt
fram frumvarp um breytingu á
þingsköpum. Frumvarp þetta
fjallar um þrjá þætti i störfum
Alþingis, þ.e. tillögur til þings-
ályktunar, fyrirspurnir og
umræður utan dagskrár.
Benedikt gerir ráð fyrir að
þingsályktunartillögum verði
skipt i tvo flokka og þær mikil-
vægari fái tvær umræður en
aðrar eina umræðu. Þá er um að
ræða ákvæði er eiga að minnka
þann heildartima er fer i
umræður um þingsályktanir.
Varðandi fyrirspurnir er gert ráð
fyrir að aðeins fyrirspyrjandi og
ráðherra, sem svarar, taki til
máls. Með þessu megi afgreiða
fleiri fyrirspurnir en nú er gert.
Þá er gert ráð fyrir ákvæðum i
þingsköpum um utandagskrár-
umræður og að þær fari aðeins
fram i Sameinuðu Alþingi.
Spurtum Víðishúsið
Jóhanna Sigurðardóttir hefur
lagt fram fyrirspurn til fjármála-
ráðherra um Viðishúsið svo-
kallaða að Laugavegi 166. Jó-
hanna spyr eftirfarandi:
1) Hve mikill er kostnaður
orðinn við húseignina?
2) Hvemikill er áætlaður kostn-
aður við að koma öllu húsinu i
nothæft ástand?
3) Hverjar eru áætlanir
varðandi viðgerðarframkvæmdir
og nýtingu húsnæðisins?
4) Hverjar eru áætlaðar
greiðslur fyrir leiguhúsnæöi rik-
isstofnana og ráðuneyta á árinu
1981. (Kostnaður vegna
menntamálaráðuneytis sérstak-
lega tilgreindur).
Spurt um samraö
viðaöíla vínnumarkaðarins
llalldór Klöndalhefur beint eft-
irfarandi fyrirspurn i 4 liðum til
forsætisráðherra:
1) Hversu var háttað samráði
skv. 2. kafla laga um stjórn efna-
hagsmála o.fl. nr. 13, 1979?
2) Fulltrúar hvaða samtaka
voru kvaddir til af stjórnvöldum
til þess að sitja samráðsfundi og
hversu marga fundi sat hver
þeirra? Hversu margir samráðs-
fundir voru haldnir á árinu 1980
og hversu margir þeirra voru i
desember?
3) Verður fundargerðum af
samráðsfundum dreift til þing-
manna?
4) Telur rikisstjórnin, að
umrætt samráð hafi náð þeim
tilgangi, sem að var stefnt við
setningu laganna, eða eru uppi
hugmyndir um að breyta laga-
ákvæðum þeim, sem samráðið
varða, eða jafnvel afnema þau?
Sérhannað húsnæði
Þétur Sigurösson hefur ásamt
tveimur öðrum þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins, þeim
Matthiasi Bjarnasyniog llalldóri
Blöndal,lagt fram frumvarp um
sérhannað húsnæöi fyrir aldraða
og öryrkja. Eru þar m.a. ákvæði
um þá þjónustu er veita skal i
sliku húsnæði. Til ibúöa og heim-
ila aldraðra og öryrkja teljast
samkvæmt frumvarpinu hjúkr-
unarheimili, dvalarheimili og
hjúkrunardeildir, verndaðar
ibúðir, þjónustuibúöir og dag-
heimili og daghjúkrunarheimili.
Fyrir Alþingi liggur nú tillaga
frá Helga Seljan þar sem skorað
er á rikisstjórnina að hefjast nú
þegar handa um nýtingu kol-
munna til veiöa og vinnslu.
Samkvæmt tillögunni er gert
ráö fyrir þvi að komið veröi á fót
vinnslustöð á Austurlandi
(Reyðarfirði) til vinnslu kol-
munnaafurða með frystingu og
þurrkun i huga. TU að fræðast
nánar um þetta mál ræddi
Þjóðv. nýlega við Helga og
spurði þá fyrst um ástæðuna
fyrir tillöguflutningnum.
Öflug hvatning
„Astæðan er fyrst og fremst
öflug hvatning frá Magna
Kristjánssyni, þeim mikla
áhugamanni um kolmunnaveið-
HelgiSeljan: Hlutur okkar I kol-
munnaveiöum gæti orðið a.m.k./
200 þús. tonn.
an ágóða okkar af kolmunna-
veiðum raunhæfar?
„Það hefur verið brosaö að
tölum Magna og Sigurjóns um
þann auð sem við látum ónot-
aðan og þá miljarða i gjald-
eyrisverðmætum sem um er að
tefla. En þó er mér nú sagt að
þeir sem málum stjórna i fisk-
veiðum okkar hafi helst komið
auga á þá leið fyrir loðnuflotann
okkar að styrkja hann til kol-
munnaveiða. Ég held að það
væri áreiöanlega þess virði. En
við eigum að setja markið
hærra en að bræða þennan
ágæta fisk. Án vinnslustöðvar
og fullkomins útbúnaöar sem og
markaðsöflunar er slikt vita-
skuld ekki unnt og þvi tekur til-
laga min mið af þessum þátt-
um.
Birgir ísleifur:
Fjárhags-
aðstoð
vegna
skemmda á
steinsteypu
Birgir isleifur Gunnarsson
mælti á fimmtudag fyrir tillögu
sinni um viðgerðarkostnað vcgna
alkaliskemmda á steinsteypu i
húsum. i tillögunni er skorað á
rikisstjórnina að beita sér fyrir
því, að þeir húseigendur, sem
leggja þurfi i mikinn viðgerðar-
kostnað vegna alkaliskemmda á
steinsteypu i húsum sinum, fái
fjárhagsaðstoð til þeirra við-
gerða, annaðhvort i formi bóta
eða lána eða hvort tveggja. Ef
nauðsyn beri til sérstakrar laga-
setningar í þessu efni skuli rikis-
stjórnin undirbúa slika löggjöf og
leggja fyrir Alþingi sem fyrst.
í máli Birgis kom fram að sam-
kvæmt rannsóknum væri tiðni
alvarlega alkaliskemmda all-
mikil hér og búast mætti við þvi
að a.m.k.6.6.% húsa, sem byggð
hefðuverið i Reykjavik á árunum
1956-72, hefðu alvarlegar alkli-
skemmdir, jafnframtmætti búast
við að slikar semmdir væru að
finna viðar.
Guðmundur G. Þórarinsson og
Eiður Guðnason lýstu stuðningi
við tillöguna og sama gerði Davíð
Aðalsteinssonen hann taldi þó að
aðstoðin ætti að vera i formi lána-
fyrirgreiðslu en ekki óaftur-
kræfra styrkja. _þ
Lög um Fullorðins-
fræðslu:
Frumvarp
fyrir
þinglok?
Menntamálaráðherra Ingvar
Gislason skýrði frá þvi á Alþingi i
siðustuviku að hannstefndiað þvi
að leggja fram frumvarp um
fullorðinsfræðslu á þessu þingi og
myndi i þvi frumvarpi verða tekið
mið af flestum þeim hugmyndum
sem fram hafa komiö um þetta
efni, en nokkur lagafrumvörp
hafa veriö samin um fullorðins-
fræðslu en engin þeirra hafa náð
fram að ganga.
Tilefni yfirlýsingar ráðherra var
fyrirspurn frá Jóhönnu Siguröar-
dóttur þess efnis hvort ráðherra
hygðist leggja fram frumvarp
um fullorðinsfræöslu á yfirstand-
andi þingi. í svari ráðherra kom
jafnframt fram að hann hefur
látið taka saman skýrslu fyrir al-
þingismenn þar sem greint er frá
þeim hugmyndum sem uppi hafa
verið um fullorðinsfræðslu siðast
liðinn 10 ár. Auk Ingvars og
Jóhönnu tók Guörún Helgadóttir
til máls um málið og sagðist telja
ákaflega þýðingarmikið að frum-
varp um fullorðinsfræðslu yrði
lagt fram á þessu þingi.
—Þ
Gjaldskrár
ríkisstofnana
Friðrik Sóphusson mælti i
siðustu viku fyrir þingsálykt-
unartillögu sem hann flytur þess
efnis að þjónustustofnunum rikis-
ins verði gert skylt að senda allar
tillögur um efnislegar breytingar
á gjaldskrám til umsagnar
Ney tendasamtakanna og
Verslunarráðs íslands. —þ
Auknar kolmunnaveiðar íslendinga gætu þýtt:
Verðmætasköpun upp
á 10 miljarða g.kr.
ar. Þá hefur Sigurjón Arason
hjá Rannsóknarstofnun fisk-
iðnaðarins unnið sérlega vel að
þessum þætti og á áliti og athug-
un þessara aðila svo og fleiri er
tillagan byggð.
Hér er i reynd um tviþætt mál
að ræða þó að það tengist að
sjálfsögöu. Annars vegar er um
að ræða nýtingu þessa fiski-
stofns, sem er hér svo skammt
frá landi, og þar eru það einkum
Rússar sem moka honum upp. I
ljósi þess ástands sem fiski-
stofnar okkar eru i dag er ótvi-
ræð nauðsyn á þvi að nýta kol-
munna og aukning á hlutdeild
okkar i kolmunnaveiðum sjálf-
sögð, en veiði okkar á þessum
fiski i dag er i algjöru lágmarki.
En tii þess að menn fari út i
þetta þarf hvatningu og án efa
vissa aðstoð i upphafi.
Magni segir að langbesta
veiðivonin sé út af Austfjörðum
og þar komum við að hinum
þættinum i tillögunni sem er
vinnslustöð fyrir kolmunna. Hér
hef ég i huga atvinnusjónarmið
samhliöa hagstæðustu nýt-
ingarsjónarmiðum. Sildarverk-
smiðja rikisins er tvimælalaust
sjálfsagðasti aðilinn að koma
upp þessari vinnslustöð. Fryst-
ing, þurrkun og hersla koma þar
inn i myndina, en eins og mark-
aðsmál standa i dag þá er það
þurrkunin sem aðaláherslu ber
aö leggja á.”
Stór markaður i
Nigeríu
— Hvernig hafa vinnslutil-
raunir meö kolmunna gengið?
„1 skýrslu Sigurjóns um þetta
mál greinir hann frá vinnslutil-
raunum, sem eingöngu voru
miðaðarviðskreiðog hafði hann
þá tvo markaöi i huga. Tölu-
verður markaður virðist vera á
Norðurlöndum og viðar fyrir
þurrkaðan smáfisk i gæludýra-
fóður og stór markaður er fyrir
smáfiskskreið til manneldis i
Nigeriu.
Varðandi magnið þá eru þeir
Sigurjón og Magni algerlega
sammála og telja að hlutur okk-
ar Islendinga geti orðið a.m.k.
200 þús. lestir árlega. Nú fer
kolmunni mest tii bræðslu og
mjög gott og mikið mjöl íæst úr
honum, en lýsi ekki mikið.
Vinnslutilraunir þarf þvi að
auka og leggja aðaláherslu á
nýtingu til manneldis. Vinnslu-
stöð mundi þjóna þessum til-
raunum i' fyrstu og byggt yrði á
reynslu annarra svo sem Fær-
eyinga svo og okkar eigin, sem
er þó takmörkuð.”
— Hvað veldur þvi að við höf-
um ekki vcitt meir af kolmunna
en raun ber vitni?
„Ég held aö það séu aðallega
verðlagsástæður sem valda þvi.
Það þarf þvi i fyrstu að
verðbæta kolmunnann meðan
ekki er um annað en bræðslufisk
að ræða. Markaðsöflun er einnig
mjög brýn, en bæði Magni og
Sigurjón leggja á hana mikla
áherslu. Ég ætla að leyfa mér að
vitna hérna orðrétt i umsögn
Sigurjöns varðandi þá mögu-
leika er varða kolmunnann:
„Engin tæknileg vandkvæði
eru á þvi að veiða og vinna kol-
munna i afurðir til manneldis.
Málið snýst þvi raunverulega
um það verð, sem framleiðend-
ur geta borgað fyrir hráefnið.
Verðið er mjög háð markaðs-
verði fullunninnar vöru, sem
þarf að vera það hátt, að ekki
verði tap á rekstrinum,”.
Það er ekki út i bláinn að
Rússar veiða hér kolmunna við
landshelgismörk okkar eða um
760 þúsund lestir af þeim 1200
þús. lestum sem veiðast á ári.”
— Eru þær tölur sem settar
hafa verið fram um hugsanleg-
Ég held að það sé ekki fjarri
lagi að setja upp dæmi Sigur-
jóns um hugsanlega verðmæta-
sköpun meö 5000 tonn af kol-
munnaskreið sem forsendu, en
að öðru leyti fiskmjölsvinnslu.
Söluverðmæti er þar sett upp
sem 15 miljarðar og 375 miljónir
gamalla króna. Oliukostnaður
veiðiflota og fiskmjölsvinnslu er
áætlaður 4 miljarðar og 950
miljónir g.króna. Sigurjón segir
þvi að verðmætasköpunin sé 10
miljarðar og 425 miljónir gam-
alla króna. Þetta eru vissulega
aðeins grófar tölur en þær gefa
okkur ákveöna visbendingu.
Aðalatriðið er að þessa auð-
lind ber okkur að nýta og nýta
sem best og skapa sem verð-
mætastar afurðir um leið. Of
lengi hefur raunsær áhugamað-
ur eins og Magni Kristjánsson
talað her fyrir daufum eyrum.
Mál er að rumska.”
Vinviðurinn hreini
— Að lokum Helgi, hvað viltu
segja um þá umfjöllun sem til-
laga þin fékk i forystugrein i
Dagblaðinu fyrir áramót?
„Það hafa margir spurt um
þann mikla heiður, sem
Dagblaðið sýndi mér rétt fyrir
áramótin og þessari tillögu með
leiðara, sem átti að sýna, að ég
kynni ekki fslensku. Ég hef ekki
nennt að eltast við útúrsnúning-
inn enda eru ómerk ómagaorð.
Hins vegar er orsök þessara
leiðaraskrifa einföld. Ég ræddi
á Alþingi fyrir jól fyrirspurnina
um duldar áfengisauglýsingar
smakkara, sem eflaust
fengju eitthvað fyrir snúð sinn
vegna kynningar i fjölmiðlum á
vintegundum. Vinviðurinn
hreini á Dagblaðinu hefur
greinilega kannast við sjálfan
sig og ég fagna þvi. Tillagan
sjálf og öll rök hennar stendur
jafnrétt eftir og það eitt skiptir
máli.” —þ
Rafknúin jámbraut á íslandi:
Ekki grundvöllur fyrir slíku
segir Orkustofnun
i skýrslu frá Orkustofnun til
iðnararráðherra um hugsan-
lega rafknúna járnbraut scgir
að fámenni þjóðarinnar levfi
ekki notkun þeirra rafknúnu
samgöngutækja sem til eru á
markaði og tæki sem hentað
gætu islenskum aðstæðum séu
enn ekki á almennum markaði.
Iðnaðarráðherra Hjörleifur
Guttormsson kynnti þessa
niðurstöðu Orkustofnunar i sið-
ustu viku á Alþingi þegar rædd
var tillaga um rafknúna járn-
braut. Þingmennimir Þórarinn
Sigurjónsson, Guðmundur G.
Þórarinsson og Jóhann Ein-
varðssonhafa lagt fram tillögu
þess efnis að rikisstjórnin láti
framkvæma könnun á hagnýtu
gildi þeirra hugmynda sem
upp hafa komið um rafknúna
járnbraut til notkunar á mestu
þéttbýlissvæðum suðvestan-
lands og austur fyrir fjall.
1 skýrslu Orkustofnunar segir
að sú staðreynd.að flutningar á
landi hérlendis séu tiltölulega
litlir og mjög dreifðir, orasaki
að hér henti mjög illa hið hefð-
bundna rafknúha sam-
göngukerfi járnbrauta, spor-
vagna og hálinuvagna, sem er
meö mikinn stofnkostnað á
hvern kilómetra. A Islandi sé nú
engin járnbraut hugsanleg, sem
myndi uppfylla þær kröfur um
flutningsþörf og vegalengdir,
sem eðlilegast væri að gera.
Iðnaðarráöherra tók fram að
þrátt fyrir álit Orkustofnunar
væri nauðsynlegt að fy-lgjast
með stöðu þessara mála, alveg
sérstaklega að þvi er snertir
nýtingu rafbila i þéttbýli, en
hann sagðist telja að þeir kæmu
helst til greina i náinni fram-
tið i sambandi við rafknúin far-
artæki. Þá sagði iðnaöarráð-
herra að eðlilegt væri að fleiri
aðilar væru til kvaddir en Orku-
stofnun til að segja álit sitt á
rafknúinni járnbraut.
Þórarinn Sigurjónsson,
Jóhann Einvarðsson og
Alexander Stefánsson sem tóku
til máls um þetta mál lögðu á
það áherslu að sérstök könnun
færi fram á þessu máli þrátt
fýrir niðurstöðu Orkustofnunar.
—Þ