Þjóðviljinn - 03.02.1981, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudágur 3. febrúar 1981
I--------------------
ÍAf enskum skákmönnum
IEkki alls fyrir löngu varð
höfundi þessarar greinar tiðrætt
I* um skákmót sem fram fór i Vin
fyrir skömmu. — Sigurvegar-
ar þessa móts urðu Sovétmenn-
irnir Boris Spasski og Alexander
1’ Beljavski. I 3. sæti kom svo ungur
Englendingur, John Nunn að
nafni. Hann hefur um alllangt
skeið verið i hópi fremstu skák-
I' manna Breta og þykir mörgim
svo komið að jafnvel Tony Miles
geti ekki talist óhultur gagnvart
honum,enda fór svo um viðureign
Iþeirra i mótinu að Nunn vann
glæsilegan sigur. Nunn þessi er
geysilega sókndjarfur skák-
maður sem leggur mikið uppúr
■ rannsóknum á löngum og flókn-
I um fórnarafbrigðum.
Slikir skákmenn
eru ekki á hverju strái. en benda
má á að tiska hvers tima fylgir
jafnan skákstil rikjandi heims-
meistara og þannig eru æ fleiri
sem fylgja i fótspor Karpovs
heimsmeistara sem leggur allt
upp úr tæknilegum vinnu-
brögðum.
Þegar þeir Nunn og Miles
mættust i Vin áttu flestir von á að
eitthvert 'flókið afbrigði af „Drek-
anum ógurlega” yrði tekið til
umræðu. En annað varð upp á
teningnum. Nunn valdi rólegt
afbrigði sem virtist koma Miles i
opna skjöldu. Hann fann aldrei
rauða þráðinn og sóknarhæfileik-
ar Nunn blómstruðu.
Hvitt: Nunn (England)
Svart: Miles (England)
Sikileyjarvörn
1. e4-c5 4. Rxd4-Rf6
2. Rf3-d6 5- Bc3-g6
3. d4-cxd4 6- S3
(Sniðgengur hálar brautir
Rauzer-afbrigðisins sem hefst
með 6. Be3 Bg7 7. f3, en einmitt
þannig hefur Miles unnið margan
frækinn sigurinn.)
6. ...-Rc6 9. a4-a6
7. Rde2-Bg7 10 0.q.55
8. Bg2-Hb8
11. axb5-axb5 12. Rd5!-0-0
(Eftir 12. — Rxd5 13.exd5 mvnd-
ast ljót veiking á c6-reitnum.)
13. Bg5-Rd7
14. Dcl-Rc5
(Gat svartur leikið 15. — Bxal 16.
Dxa 1-Re6?! 18. Khl-Bxh6
16. Bh6-Red4 19. Dxh6-Rxc2
17. Rxd4-Rxd4
(Svartur hefur unnið peð en það
er dýru verði keypt. Hvitur fær i
kaupbæti geysiþunga pressu sem
svartur sleppur ekki úr.)
20. Hacl-Rd4 22. f4-f5
21. Hc7-Bd7
(Auðvitað ekki 22. — e6?? Hxd7!
o.s.frv.)
23. e5!-Hf7
24. Hdl-Re6
(Hvita staðan er
ins virði.)
25. ...-Rf8
26. Dh4!-Kg7
27. Rc7-Hc8
28. exd6-exd6
29. Dxd8-Hxd8
25. Ha7
örugglega peðs-
30. Hxd6-Hc8
31. Kgl-Kh6
32. Bf 1-He7
33. Rd5-Hel
34. Rb6-Hc6
(Hvað annað?)
(Nú strandar 36. — Hddl á 37.
Hxh7 mát.)
36. ,..-Kh5 40. Hd7-Hc6
37. Hxh7 + -Kg4 41. Hd3 + -Ke4
38. Kf2-Hxfl+ 42. Ke2
39. Kxf 1-Kf3
— Svartur gafst upp.
Sem meðlæti kemur hér litil og
nett skákþraut:
Umsjón: Hélgi Ólafsson
- Hvitur mátar i 3. leik.
Lausn i næsta sunnudagsblaði.
Borghíldur Einarsdóttír
1 dag verður gerð frá Fossvogs-
kapellu útför Borghildar Einars-
dóttur, Skólavörðustig 41,
Reykjavik.
Borghildur fæddist að Gamla
Garði i Borgarhöfn i Suðursveit
28. april 1898. Foreldrar hennar
voru hjónin Guðný Benedikts-
dóttir frá Sléttaleiti i Suðursveit
og Einar Pálsson frá Hofsnesi i
Oræfum. Þegar Einar og Guðný
giftust var hann ekkjumaður en
hún ekkja. Þau áttu hvort sitt
barn af fyrra hjónabandi, Guðný
dótturina Auðbjörgu Brynjólfs-
dóttur sem seinna bjó á Eskifirði,
en sonur Einars hét Páll Einars-
son. Hann ólst að nokkru upp i
Papey og dó þar af slysförum 14
ára gamall.
Saman eignuðust Guðný og
Einar átta börn, Ragnhildi sem
bjó á Eskifirði, Benedikt sem ólst
upp í Bjamanesi i Hornafirði og
að Krossi i Landeyjum en bjó
lengst ævinnar i Reykjavik, Þor-
stein sem ólst upp á Hnappa-
völlum i öræfum og bjó siðast á
Höfn i Hornafirði, Sigurlaugu
sem bjó á Fáskrúðsfirði. Borg-
hildi, Svein sem býr á Höfn i
Hornafirði, Brynjólf sem býr i
Vestmannaeyjum og Þórdisi sem
byr á Eskifirði. Af þessum syst-
kinum lifa nú þrjú þau yngstu
Sveinn, Brynjólfur og Þórdis.
Aldamótaárið misstu Guðný og
Einar jarðnæðið og heimili þeirra
leystist upp. Næstu sex ár voru
þau i vinnumennsku ýmist á
sama bæ eða hvort i sinu lagi.
Borghildur fylgdi alltaf föður sin-
um og var mjög kært með þeim.
Sumarið 1903 vistuðust þau Einar
og Guðný að Brú á Jökuldal og
frá Eskifirði
Fœdd 28. apríl 1898
— Dáin 26. janúar
1981
höfðu með sér tvö börn sin Borg-
hildi og Brynjólf sem þá var ný-
fæddur. Hin systkinin sjö fóru
hvert i sinn stað, og þó þau lentu
öll hjá góðu fólki má nærri geta
hvilikum sársauka þessi tætingur
fjölskyldunnar hefur valdið bæði
foreldrum og börnum. Ragn-
hildur dóttir þeirra sameinaðist
fjölskyldunni aftur 14 ára gömul
árið 1908 en hin systkinin ólust
upp hjá fósturforeldrum til full-
orðinsára og Benedikt sáu for-
eldrarnir aldrei framar eftir aö
þau kvöddu hann 6 ára gamlan.
Frá Brú á Jökuldal lá leið fjöl-
skyldunnar eftir eitt ár að Fagra-
dal i Vopnafirði og þar voru Guð-
ný og Einar i vinnumennsku i 2
ár. En 1906 stofnuðu þau aftur sitt
eigið heimili i kauptúninu á
Vopnafirði. Borghildur batt mikla
tryggð við bernskustöðvar sinar
þar og minntist þeirra ævinlega
með einstakri hlýju.
En haustið 1910 fluttist hún með
foreldrum sinum til Eskifjarðar
og þar átti hún eftir að ilendast
langa hrið. 25. september 1915
giftist Borghildur Sigurði Jó-
hannssyni skipstjóra, ættuðum
frá Djúpavogi. Bjuggu þau allan
sinn búskap á Eskifirði meðan
bæði lifðu. Þau eignuðust fjögur
börn sem upp komust, Alfons sem
býr i Kópavogi og er kvæntur
Rögnu Magnúsdóttur, Sigrúnu
sem býr á Eskifirði og er gift
Hilmari Bjarnasyni, Einar Braga
búsettan i Reykjavik kvæntan
Kristinu Jónsdóttur og önnu sem
býr i Reykjavik. Barnabörn
Borghildar eru ellefu og barna-
barnabörnin tuttugu.
Sigurður Jóhannsson drukknaði
1946 er vélbáturinn Borgey sem
hann var skipstjóri á fórst
skammt fyrir austan Horna-
fjarðarós. Eftir það átti Borg-
hildur við erfið veikindi að striða i
mörg ár en komst til heilsu aftur
að vi'su með skerta starfsorku en
þó vann hún i mörg ár á sauma-
stofu og sá um sig sjálf þar til hún
lagðist banaleguna og var fremur
veitandi en þiggjandi. Um 1950
fluttist hún til Reykjavikur og bjó
þar upp frá þvi, lengst af út af
fyrir sig og siðast i litla húsinu
sinu að Skólavörðustig 41. A
hverju sumri fór hún þó til Eski-
fjarðar og dvaldist þar i um tvo
mánuði hjá dóttur sinni og
tengdasyni.
1 júni i' sumar veiktist Borg-
hildur mjög alvarlega og dó 26.
janUar siðastliöinn á Borgar-
sjUkrahUsinu.
Við, ættingjar hennar, viljum
þakka starfsfólki deildar E 6 á
BorgarsjUkrahúsinu þá ágætu
umönnun og hjúkrun sem hún
fékk þar.
Þeir sem þekktuBorghildi unga
hafa sagt mér að hún hafi verið
mikill verkmaður. Allt lék i hönd-
um hennar, ekki sist sauma-
skapur, hún var fljótvirk og allt
sem hUn saumaði fór vel.
Borghildur var glaðlynd og
gamansöm og hafði glöggt auga
fyrirþvi spaugilega i mannlifinu.
En engu að siður haföi hUn fast-
mótaðar skoðanir á lifinu og
fylgdi þeim eftir. Hrakningar for-
eldra hennar og systkina i upp-
vextinum hafa eflaust átt sinn
þátt i að móta þær skoðanir enda
fylkti hUn snemma liði með þeim
sem börðust fyrir jafnrétti og
betra mannlifi. Uppáhaldsskáld
hennar var Þorsteinn Erlingsson
og iðulega vitnaði hún til baráttu-
ljóða hans og gerði orð hans að
sinum.
A kreppuárunum var pólitiskt
starf sósialista og kommúnista
mjög liflegt á Eskifirði. Rétt fyrir
1930 var stofnað þar jafnaðar-
mannafélag og var Borghildur
stofnfélagi i þvi. Jafnaðarmanna-
félagið klofnaði fljótlega þegar
stofnuð var Eskifjarðardeild
KommUnistaflokks Islands. Þar
var Borghildur með frá byrjun
þvi hUn vildi fyrr og siðar fylla
flokk þeirra „sem fjarst voru
Ihaldinu” eins og hUn sjálf sagði.
NU er um það bil aldarfjórð-
ungur siðanstelpuhnokki austur á
Eskifirði, sem var að byrja að
reyna að átta sig á tilverunni,
stillti sér upp fyrirframan ömmu
sina og spurði „Amma, átt þU ein-
hverja hugsjón?”
,,Já, auðvitað” svaraði amma
og auðheyrt var aö henni þótti
7 þetta fjarska fávislega spurt
„annars væri nú til litils að lifa”.
„Hver er hún?”
„Að það verði friður á jörðinni
og öllum mönnum geti liðið vel”.
Fyrir þetta svar á ég þökk að
gjalda. Þvi' það getur dregið lang-
an dilk á eftir sér hvernig niu ára
gömlu barni sem spyr um hug-
sjónir er svarað. Og þegar árin
liðu skildist mér æ betur að þetta
voru ekki orðin tóm.
Borghildur hafði yndi af börn-
um. Þegar barn bættist i fjöl-
skylduna var hUn alltaf einn af
fyrstu gestunum sem skoðuðu
nýju manneskjuna og stofnaði
handa henni sparisjóðsbók. Og
langömmubömin voru tiðir og
velkomnir gestir i húsi hennar og
þáðu gamanyrði og gott i munn-
inn. Synir minir voru til dæmis
ekki famir að tala þegar þeir
höfðu sfnar aðferðir til að neita að
fara um Skólavörðustiginn án
þess að koma við hjá langömmu.
Og landsins stærstu kirkju nefna
þeir ævinlega „kirkjuna hennar
langömmu”.
Við þökkum fyrir allt sem hún
var okkur, barnabörnum sinum
og langömmubörnum. Við sökn-
um hennar mikið. En það sem
hún gaf okkur verður ekki frá
okkur tekið.
Sigurborg Hilmarsdóttir
Styrkir til náms á Ítalíu Itölsk stjórnvöld bjóða fram styrki handa Islendingum til náms á Italiu á háskólaárinu 1981—82. Styrkirnir eru eink- um ætlaðir til framhaldsnáms eða rannsókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða náms við listaháskóla. Styrk- fjárhæðin nemur 330.000 lirum á mánuði. Umsóknum skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 1. mars n.k. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráftuneytiö 30. janúar 1981.
T Forstöðumaður 4 framkvæmdadeildar Hafnarf jarðarbær óskar að ráða mann til að veita forstöðu framkvæmda- og rekstr- ardeild við embætti bæjarverkfræðings. Áskilin er tæknimenntun og/eða haldgóð reynsla i svipuðum störfum. Nánari upp- lýsingar veitir bæjarverkfræðingur. Umsóknir skal senda undirrituðum eigi siðar en 18. febr. 1981. Bæjarstjóri.
Bifreiðaeigendur í Kópavogi athugið Aðalskoðun bifreiða i Kópavogi 1981 hefst 5. febrúar 1981 og fer fram við Áhaldahús Kópavogs við Kársnesbraut. Skoðun lýkur 27. mars 1981. Eiga þá allar bifreiðir skráðar i Kópavogi að hafa verið færðar tii skoðunar, sbr. auglýsingu um skoðunardaga, dags. 28.1. 1981. Eftir 27. mars 1981 er eigendum óskoðaðra bifreiða bent á að snúa sér til Bifreiða- eftirlits rikisins i Hafnarfirði eða Reykja- vik. Bifreiðir sem ekki hafa verið skoðaðar á tilsettum tíma verða teknar úr umferð hvar sem til þeirra næst. Bæjarfógetinn i Kópavogi.
Skrifstofuhúsnæði á Akranesi óskast Óskað er eftir að taka á leigu skrifstofu- húsnæði fyrir skattstofu Vesturlands- umdæmis, Akranesi, frá 1. janúar 1982 að telja. Æskileg stærð 300—500 ferm. Góð bilastæði þurfa að fylgja. Aðeins gott og hentugt húsnæði kemur til greina. Tilboð óskast send undirrituðum. Akranesi, 20. janúar 1981 Skattstjóri Vesturlandsumdæmis Jón Eiriksson