Þjóðviljinn - 06.02.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.02.1981, Blaðsíða 3
Föstudagur 6. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Apótekiðá Dalvik, en m.a. er deiltum veitingu lyfsöluleyfis þar. Deilur um stöðuveitingar ráöherra: Kynferðið réði engu — segja ráöherrarnir Svavar Gestsson og Ingvar Gíslason Torfusamtökin Uppbygging hefst á ný Það er oftar en ekki að upp risi deilur og blaðaskrif um misrétti vegna stöðuveitinga ráðherra og væri hægt að nefna óteljandi dæmi þess. Deilur þær sem nú eru uppi um veitingu iyfsöluleyfis á Dalvík og skipan i prófessors- embætti við Háskóla tslands eru þó annars eðlis en oftast áður þvi þeir umsækjendur sem mælt var með og hafnað af ráðherrum voru báðir konur. Sýnt er að mál þeirra Helgu Ögmundsdóttur og Freyju Fris- bæk Kristensen munu koma til kasta jafnréttisráðs þar sem stjórn Kvenréttindafélags íslands hefur formlega farið fram á það. í lögum um jafnrétti kynjanna sem samþykkt voru á alþingi 1976 segir að ekki megi mismuna fólki vegna kynferöis og eru m.a. til- teknar stöðuveitingar. Jafnréttis- ráð getur tekið slik mál upp við viðkomandi aðila og óskað eftir úrbótum og verði ekki á þau til- mæli fallist hefur ráðið heimild i lögum til þess að höfða mál i sam- ráði við og i umboði viðkomandi starfsmanns Forréttindi kvenna lög- bundin? í samþykkt stjórnar KRFl um framangreind mál segir m.a.: „Stjórn KRFl lýsir undrun sinni og óánægju yfir þvi að mennta- málaráðherra og heilbrigðisráð- herra skuli við embættisveitingar nýlega hafa sniðgengið þá um- sækjendur sem sérfróðir umsagnaraðilar mátu hæfasta til starfa. Þar sem umræddir um- sækjendur voru konur, hlýtur sú spurning að vakna hvort nauð- synlegt sé að lögbinda tima- bundin forréttindi konum til handa til þess að útiloka slikt misrétti i framtiðinni.” Þjóðviljinn ræddi i gær við þá Svavar Gestsson heilbrigðisráð- herra, og Invar Gislason mennta- málaráðherra. sem hér eru ásakaðir um mismunun vegna kynferðis og spurði þá af hverju þeir hefðu ekki farið að ráðum umsagnaraðilanna. Báðir neituðu þeir þessum ásökunum eins og fram kemur á forsiðu og sögðu að þeir hefðu skipað þann um- sækjanda i viðkomandi stöðu, sem þeir héfðu talið hæfastan og hafa mesta reynslu. Svavar Gestsson sagði: Freyja F. Kristensen hefur kandidats- próf sem lyfjafræðingur frá árinu 1971. Hún starfaði i lyfjamála- deild danska innanrikisráðu- neytisins frá þvi ári og fram i ágúst 1978. Frá þvi i september 1978 hefur hún starfað sem yfir- lyfjafræðingur i Kópavogi. óli Þ. Ragnarssonhefur kandidatspróf i lyfjafræði frá 1974. Hann hefur starfað i Vesturbæjarapóteki frá námslokum til þessa dags að frá- töldum sumarleyfum. Hann hefur verið yfirlyfjafræðingur i sama apóteki frá árinu 1974 og hefur verið staðgengill apótekara i sumarleyfum á Isafirði 1976 og 1980 og á Dalvik 1977 og 1978. Auk þess hefur hann sinnt störfum forstöðumanns lyfjabúða á Landakoti, Borgarspitalanum og St. Jósepsspitala. Reynslan réð úrslitum Reynsla af rekstri lyfjabúða réði úrslitum i þessu máli og engin önnur sjónarmið, — hvorki pólitisk, þrýstingur heimamanna né átroðsla á jafnréttissjónar- miðum, sagði Svavar. Ábyrgðin er ráðherrans og nefnd lyfjafræð- inga og lyfsala er einungis ráð- gefandi aðili, enda hefur margoft gerst að ráðherra ekki veitt þeim manni lyfsöluleyfi sem settur hefur verið nr. 1 af nefndinni. Þannig veitti Matthias Bjarnason t.d. 12 lyfsöluleyfi i sinni ráð- herratið og fór aðeins 7 sinnum að tilmælum nefndarinnar. Hér réð hreint faglegt mat. Ég mat þann umsækjandann hæfari sem hafði verulega reynslu af rekstri lyfjabúða hér og úti á landi fremur en þann sem hafði langa starfsreynslu á skrif- stofu lyfjadeildar danska innan- rikisráðuney tisins. — Hvað með þrýsting heima- manna? Það er rétt að 20-30 manns sendu mér áskorun frá Dalvik en það var eftir að ég hafði tekið af- stöðu i þessu máli og réð engum úrslitum. 1 viðtali sem birt var i Morgunblaðinu við mig vegna þessa máls var margt ranghermt og m.a. var þessi þáttur, þrýst- ingur úr héraði, gerður að ein- hverju aðalatriði málsins. Svo var alls ekki. Pólitískt moldviðri Ég álit að hér sé verið að þyrla upp pólitisku moldviðri að ástæðulausu. Ég hef i minum störfum gætt fyllstu jafnréttis- sjónarmiða og fyrst og fremst lagt faglegt mat á hæfni umsækj- enda. Ég vil benda á að þegar ég skip- aði i stöðu heilsugæslulæknis i Borgarspitalann fyrir skemmstu hefðu trúlega 5 eða 6 menn getað kært mig til jafnréttisráðs. Þá skipaði ég konu i aðra stöðuna en hún hafði verið sett neðst um- sækjenda. Hins vegar skipaði ég hana ekki vegna þess að hún var kona heldur vegna þess að ég taldi hana hæfasta til að gegna stöðunni rétt eins og ég skipaði Óla Þ. Friðriksson ekki vegna þessaðhann er karl heldur vegna þess að hann er hæfari, sagði Svavar að lokum. Meiri verðleikar. Ingvar Gislason sagði: Ég taldi Helga Valdimarsson hafa meiri verðleika til að gegna prófessors- stöðunni og hafa meiri reynslu i þeim fræðum sem um er að ræða. Ég taldi að hann hefði nokkra burði fram yfir Helgu ögmunds- dóttur þegar á öll málsgögn var litið. Ég vil ekki að svo iiti út sem ég geri litið úr hæfileikum Helgu og ég veitti þvi sérstaklega at- hygli hversu vel hún hafði lokið öllum sinum prófum. Hins vegar hefur Helgi mjög mikla reynslu sem stjórnandi sérstakrar deild- Framhald á bls. 13 Torfusamtökin eru nú að undir- búa næsta áfanga i endurreisn húsanna sem standa meðfram Lækjargötunni og almennt eru kölluð Bernhöftstorfa. Eins og þeir sem ganga um miðborg Reykjavikur vita mætavel hefur Landlæknishúsið sem stendur næst Menntaskólanum tekið miklum stakkaskiptum, en ástand hinna húsanna er riki og borg til hneisu. Torfusamtökin hyggjast hefja framkvæmdir við viðgerðir á Bankastræti 2, þar sem nú er „sjoppa”, og einnig verður byggt hús að baki Landlæknishússins. Samtökin hafa farið fram á við- ræður við rikið og borgaryfirvöld vegna framkvæmdanna, en það ge&ur auga leið að til þeirra þarf að útvega talsvert fjármagn, sennilega rúmar 400 milj. gkr. A fundi með þeim Þorsteini Bergssyni, Hallgrimi Guðmunds- syni og Lilju Arnadóttur sem sæti eiga i stjórn Torfusamtakanna og Knud Jeppesen arkitekt sem ann- aðist innréttingu Landlæknis- hússins, voru væntanleg áform kynnt. Þorsteinn sem hafði orð fyrir þeim sagði, að viðgerð Land- læknishússins hefði kostað um 70 miljónir gkr. og væri það mun minna en sambærilegar viðgerð- ir, enda hefur mikil vinna verið lögð af mörkum i sjálfboðavinnu eða gegn litlum greiðslum. Þor- steinn sagði, að mun minna verk yrði að gera við Bankastræti 2, enda það hús ekki eins illa farið og Landlæknishúsið og betra viðureignar. Það eru margar hugmyndir á lofti um hvernig húsin skuli nýtt þegar viðgerð lýkur og hefur fjöldi fólks haft samband við Torfusamtökin til að spyrjast fyr- ir um húsnæðið. Hitt er svo annað mál, að „þeir, sem gætu skapað hið rétta andrúmsloft i húsunum eins og við hugsum okkur það, hafa yfirleitt ekki yfir fjármagni að ráða”, sagði Þorsteinn. Þvi þarf riki og bær að koma til svo að betra verði að útvega lánsfjár- magn til uppbyggingarinnar. Nemendaleikhúsiö frumsýnir á mánudag nýtt leikrit eftir Kjart- an Ragnarsson „Peysufatadag- urinn”. Það er sérstaklega skrif- að fyrir nemendur leiklistarskói- ans, þann hóp sem útskrifaðist i vor. Leikritið gerist daginn fyrir og á peysufatadag Verslunarskólans árið 1937. Fylgst er með nemend- um þegar þeir koma úr skólanum og þegar þeir fara að leita sér að klæðnaði fyrir peysufatadaginn. Skyggnst er inná heimili þeirra, en þau búa við mismunandi kjör Þorsteinn nefndi nokkrar hug- myndir sem komið hafa upp um notkun húsanna, t.d. litil verk- stæði, verslanir, en bakariið gamla, sem stendur sem brúna- rústir við Lækjargötuna, og Kornhlaðan, sem brann til grunna, mætti t.d. nota sem sal- arkynni fyrir leikstarfsemi. Það er þvi margt i bigerð hjá Torfusamtökunum og vonandi verður þess skammt að biða að og ýmsar mismunandi skoðanir koma fram. Á þessu herrans ári gerðist margt á Islandi, eftir margra ára kreppuástand töldu margir að bjartara væri framundan, en þeg- ar borgarastyrjöldin hófst á Spáni hrundi saltfiskmarkaður íslendinga og aftur kreppti að. Þetta ár vann islenski Kommúnistaflokkurinn frækileg- an kosningasigur, en islenskir nasistar gengu i eina sæng með ihaldinu (þar sem þeir hafa verið siðan). Þessir atburðir speglast i gömlu húsin verði öll komin i notkun og vitni um þá sérstöku byggingarlist sem eitt sinn ein- kenndi gamla bæinn. Torfusamtökin halda aðalfund sinn á sunnudag 8. febr. i Norræna húsinu og hinn 15. febrúar standa samtökin að fundi um skipulag Grjótaþorps ásamt ibúasamtökum Vesturbæjar á sama stað. leikritinu, unga fólkið er margt hvert ákaflega hrifið af nasismanum i Þýskalandi, þaö er i tisku að sækja þýskutima, en aðrir eru á algjörlega öndverðum meiði. Kjartan Ragnarsson sagði á blaðamannafundi með leikurun- um i Nemendaleikhúsinu að þau hefðu unnið verkið i sameiningu. Þau settust niður til að ræða hvað ætti að taka fyrir, hann lagöi fram hugmyndir og sú um árið 1937 varð fyrir valinu. Siðan hófst heimildaleitin i gömlum blööum, leitað var til fólks sem man þenn- an tima, Kjartan skrifaði textann og verkið varð til. Sýningin skiptist i sjö atriði og eru hlutverkin skrifuð þannig að nemendum gefist kostur á að sýna hvað þeir geta sem leikarar. Þeir bregða sér i fleiri en eitt hlutverk. Sjálfir hafa þeir unnið viö uppsetninguna, smiðaö leik- myndir og málað, en margt gott fólk leggur hönd á plóginn. Til aö skapa sem sannast andrúmsloft frá þessum árum var mikil vinna lögð i að ná i bún- ingana, hafa rétta hárgreiðslu og tónlist frá þessum árum er sung- in. Arið 1937 voru Comedian Harmonic, Andrewssystur, MA- kvartettinn og fleira gott fólk vin- sælt og þeirra lög eru rifjuð upp. Þau sem leika i „Peysufata- deginum” eru: Guðbjörg Thoroddsen, Guðjón Pálsson Pedersen, Guðmundur ólafsson,' Jóhann Sigurðarson, Július Hjör- leifsson, Karl Agust Olfsson, Framhald á bls. 13 1 Nemendaleikhúsinu. Frá vinstri: Jóhann Siguröarson, Kjartan Ragn- arsson höfundur ogjeikstjóri, Karl Agúst Úlfsson, Sigrun Edda Björns- dóttir, Guðmundur Ólafsson, Július Hjörleifsson og Guðjón Pálsson Pedersen. 1 hópinn vantar þær Guðbjörgu Thoroddsen og Hilde Helga- son. — Ljósm. — eik. —ká Uppi á lofti i Torfunni. Þorsteinn Bergsson, Hallgrimur Guðmundsson og Knud Jeppesen kynna væntanlegar framkvæmdir Torfusamtak- anna. Ljósm.: gel. Hugmynd Knud Jeppesen arkitekst um það hvernig lita muni út bak við húsið að Bankastræti 2 þegar viðgerð verður lokið. Nemendaleikhúsið frumsýnir Peysufatadaginn Nýtt leikrit eftir Kjartan Ragnarsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.