Þjóðviljinn - 06.02.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.02.1981, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. febrúar 1981 NOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Oiafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson llandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Slðumúla 6, Reykjavlk, simi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf. Nauðsyn samstöðu og samstarfs % Það er af augljósum ástæðum sem talsvert hefur verið rætt um þörf á auknu samstarfi eyþjóðanna þriggja við norðvestanvert Atlantshaf. Grænlendingar, Færeyingar og íslendingar hafa meginfeng sinn af f isk- veiðum og f iskvinnslu og eiga lífsaf komu sína undir því að hafa f ull ráð yf ir f iskistof num á svæðinu. En það er fyrst nú að horfur eru á því að samvinna af þessu tagi komist í fastar skorður og taki á sig ákveðna mynd. • Grænlendingar hafa nú að nokkru öðlast sjálfstjórn sinna mála og heimastjórnin á Grænlandi er myndug til þess að skapa formleg tengsl við nágrannaþjóðir. Á Alþingi og á færeyska lögþinginu hafa verið lagðar f ram tillögur um skipan þingmannanef nda til þess að vinna að auknu samstarfi um sameiginleg hagsmunamál Islend- inga, Færeyinga og Grænlendinga. Fullur vilji er fyrir því í Grænlandi að skipa samsvarandi samstarf snef nd. • ( greinargerð með tillögunni sem lögð hefur verið fram á Alþingi segir að samskipti þessara grannþjóða haf i verið nokkuð tilvil janakennd, en þeim haf i ekki ver- ið beint í ákveðinn farveg. Engin ein þjóðanna geti tekið ákvörðun um hvernig samstarf inu skuli háttað og sé þvi nauðsynlegt að koma á fót fastri samstarfsnefnd þing- manna þjóðanna, er móti og geri tillögur um hvaða leiðir skuli farnar. Samstarfið geti verið á breiðum grundvelli og megi þar nefna atvinnu- og landbúnaðarmál, sam- göngu- og orkumál, menningarmál og þó einkum fisk- veiðar og fiskvinnslumál. • Stjórnun veiða á hafsvæðum grannþjóðanna þriggja og markaðsmál hljóta að vera meðal hyrningarstein- anna í samstarfinu. Yfirgangur Efnahagsbandalagsins er slíkur gagnvart Færeyingum og Grænlendingum, og þó einkum þeim síðarnef ndu, að honum verður að linna. Sameiginlegt átak verður að gera til þess að fræða al- menning og stjórnmálamenn í Vestur-Evrópu um sér- stöðu f iskveiðiþjóðanna í norðri og rétt þeirra til þess að verja fiskistofna sína og lífsafkomu fyrir ágangi fisk- veiðif lota frá stórþjóðum, sem á engan hátt eiga tilveru sína undir fiskveiðum. • Á þingi Evrópuráðsins í síðustu viku lagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubanda- lagsins, áherslu á það í ræðu að sérstaða Grænlendinga, Færeyinga og íslendinga hlyti að vera grundvallaratriði í samningum um fiskveiðar. Hann gagnrýndi einnig hið fyrirferðarmikla styrkjakerfi sem þróast hefur í sjávarútvegi í ýmsum Evrópuríkjum og er beinlínis stefnt gegn hagsmunum þeirra þjóða sem hafa megin- tekjur sínar af útfIutningi sjávarafurða. Þá vakti hann máls á nauðsyn þess að dregið yrði úr hömlum í verslun með sjávaraf urðir. Þær ættu í raun að njóta sömu kjara og hver önnur iðnaðarf ramleiðsla, en ekki mótast af því haftakerf i sem hagsmunir landbúnaðarins á meginlandi Evrópu hafa knúið fram. • fslendingar, Grænlendingar og Færeyingar eru höf- uðábýrgir fyrir og geta fullnýtt helstu fiskistofna á sín- um hafsvæðum. Þeim er nú ógnað vegna ágangs Efna- hagsbandalagsins sem lítur á fiskveiðilögsögu allra aðildarríkja sinna sem sameign bandalagsins. Danir hafa selt hagsmuni grænlenskra sjávarútvegsins fyrir hagsmuni danskra f iskimanna, og hleypt vestur-þýskum f lota i þorskstof ninn við Austur-Grænland. Horfur eru á því að skip frá Efnahagsbandalaginu hyggi á auknar loðnuveiðar vestan miðlínu milli íslensku og grænlensku lögsögunnar, og að einhverjir norskir útvegsmenn ætli aðskrá skip sín í EBE-landi til þess að komast bakdyra- megin inn á grænlensk loðnumið. Þetta eru skýr dæmi um það að þegar gengið er á grænlenska hagsmuni er um leið verið að troða íslendingum um tær og kippa jaf nvel stoðunum undan mikilvægum veiðum hérlendis. • Framkoma Efnahagsbandalagsins gagnvart Græn- lendingum er óverjandi og frammistaða Dana hin hrak- legasta. (slendingar eiga óhikað að leggja Grænlend- ingum lið i baráttu þeirra fyrir vernd sinna eigin auðlinda. Slík liðveisla er ekki framtíðarmál þing- mannanefnda, heldur dagskrármál sem (slendingar verða að tala fyrir hvar á vettvangi sem tækifæri gefst nú á næstunni. — ekh klippi Thatcher og Thoroddsen A þessum siðustu og verstu timum fyrir Sjálfstæðisflokkinn skjóta margar skritnar kenn- ingar upp kollinum i Morgun- blaðinu, höfuðmálgagni flokks- brots Geirs Hallgrimssonar. Ekki hefur farið milli mála, að fáir stjórnmálamenn erlend- ir hafa notið meiri aðdáúnar Morgunblaðsins upp á siðkastið en breska járnfrúin, Margarete Thatcher, —þótt auðvitað blikni hún við hliðina á sjálfu almætt- inu, Ronald Reagan úr villta vestrinu. En hvers á þá vesalings járn- frúin að gjalda, að nú á mið- vikudaginn var skuli allt i einu skjóta upp kollinum sú villu- kenning i Morgunblaðinu að i rauninni séu þau eitt, hinn islenski Thoroddsen (Gunnar) og hin breska járnfrú Thatcher! Þau reki bæði eina og sömu pólitik. Bæði hafi þau Gunnar og Greta (Margarete) látið kaupið hækka úr hófi fram og svikist um að lækka skattana, og mun- urinn á þessum skötuhjúum sé i rauninni sá einn, að „Margaret Thatcher hefur gert sér grein fyrir mistökum sinum og virðist staðráðin i að læra af þeim og framkvæma þá efnahagslegu umbyltingu sem virðist vera eina lausnin út úr óðaverðbólg- unni og efnahagsstöðnuninni.” Of hœgfara fyrir byltingarsinna Þá höfum við það. Bæði Gunn- ar og Greta eru alltof hægfara fyrir „byltingarsinnana” i flokksbrotinu. Þeir hafa að visu enn von um Grétu en nær enga um Gunnar. Aö visu hefur hin breska leift- ursókn járnfrúarinnar dugað til þess að tvöfalda fjölda atvinnu- leysingja á skömmum tima og koma hinum atvinnulausu upp i 2.500.000. Þetta samsvarar þvi að hér á tslandi gengju 10.000 1 svipaöa læri sinni reynslu efnahagsmála. En það verf andi að sjá hvi tekst að innræi herrum sinun* hagslegu nýhj hann hefur sj vera forsendu brigðu efnaha: I þessu sai rétt að ^ly-a fyrir að súisjk sem fylgtýne hefur korrfið í eiginfjájrniyiw Thatcher snýr sér að „byltingunni”, en Thoroddsen ekki. manns atvinnulausir þ.e. ekki aðeins Dagsbrúnarmenn allir með tölu, heldur a.m.k. helm- ingi stærri hópur. En þetta finnst frjálshyggju- mönnum i flokksbrotinu islenska greinilega engan veg- inn nóg hjá járnfrúnni. Þeir telja að hún hafi ekki gengið nógu langt! Nú ætli frúin hins vegar loks að snúa sér að sjálfri byltingunni, — hinni einu sönnu lausn! Skylt er að geta þess, að þau ummæli Morgunblaðsins frá þvi á miövikudaginn var, sem hér er vitnað til, voru prentuð i Morgunblaðinu upp úr visku- brunni Frjálsrar verslunar, en eins og kunnugt er endurprentar Morgunblaðiö ekki athuga- semdalaust i ritstjórnargrein- um sinum pólitiskan frelsisboð- skap án þess að hafa sjálft stóra velþóknun á boðskapnum. Einn munur þó En snillingarnir á Frjálsri verslun og Morgunblaðinu gleymdu reyndar einum litlum mun á þeim Thatcher og Thoroddsen. Bæöi á Bretlandi og á íslandi hafa nýlega farið fram skoðana- kannanir og verið spurt um fylgi viðkomandi rikisstjórna. I þess- um könnunum kom fram sá óverulegi munur, að rikisstjórn Gunnars Thoroddsen á Islandi reyndist njóta um 75% fylgis þeirra sem afstöðu tóku, en rikisstjórn Margarete Thatcher i Bretlandi reyndist hins vegar ekki njóta stuðnings nema 25% breskra kjósenda. Bilið reyndist sem sagt vera ein litil 50%, en slikir smámunir skipta trúlega engu máli, þegar leiftursókn byltingarinnar geys- ar hvað ákafast, þvi Thatcher og Thoroddsen eru eitt sam- kvæmt nýjustu visindum Morg- unblaðsins, enda þótt Bretar vilji ólmir berja á sinni Thatcher en íslendingar dilla sinum Thoroddsen. Annars ættu hinir byltingar- sinnuðuhugsjónafræðingar sem rita i Frjálsa verslun og Stak- steina Morgunblaðsins næst að gera visindalegan samanburð á Geir Hallgrimssyni og bresku járnfrúnni. Þau eiga það þó bæði sameiginlegt að hafa tekist á skömmum tima, að rýja flokk sinn eöa flokksbrot um helming fylgis á örskömmum tima! k. L Leikfélag Skagfirðinga œfir •g skorið Brúðuheimili Ibsens Leikfélag Skagfirðinga, hefur nú tekið til æfinga leikritiö Briiðuheimilið, eftir Hinrik Ibsen, i þýðingu Sveins Einarssonar. Eru æfingar komnar vel á veg og Norömenn vilja Meira hrossakjöt Búvörudeild SÍS hefur nýlega gengið frá sölu á 60 tonnum af frystu hrossa- og folaldakjöti til Noregs. Verður það afgeitt nú i febrúar. Kaupandi er Norges Kjött og Fleskecentral, sem notar það i pylsu- framleiðslu. t haust seldi búvörudeildin 180 tonn af hrossakjöti til Noregs. Likaði það mjög vel. Verðið nú er mun hærra en þá og nemur 70—80% af innanlandsveröi hér. Norömenn vildu gjarnan kaupa meira af hrossakjöti en það reyndist ekki fáanlegt hérlendis. — mhg að þvi stefnt aö frumsýna I Miögaröi upp úr miöjum febrúar. Leikstjóri er norsk kona, Sólhild Linge, sem stundaöi nám við háskóla i Bergen og Osló og lauk þar prófi i leikhúsfræðum 1976. HUn hefurstarfað sem kenn- ari i Skagafirði sl. þrjú ár. Sólhild er gjörkunnug verkum Ibsens og réði þaö nokkuö um verkefnaval Leikfélagsins að þessu sinni. Brúðuheimilið er islenskum leikhúsgestum að nokkru kunnugt — sfðast sett á svið i Þjóðleikhúsinu i nóv. 1973. Það hefur einnig verið sýnt i islenska sjónvarpinu I norskri uppfærslu. Brúðuheimilið er eitt af öndvegis- verkum leikbókmenntanna og Um þessar mundir er deild sam vinnustarfsmanna i Verslunarmannafélagi Reykja- vikur að láta endurskoða trún- aöarmannakerfi starfsmannanna á félagssvæðinu. Er að þvi stefnt, að lokiö verið kosningu trúnaöar- manna á öllum vinnustöðum fyrir það leikrit Ibsens, sem vakið hef- ur hvaö mesta umræðu. Leikfélag Skagfiröinga var stofnað I des. 1968 og i upphafi árs 1969 setti það upp Mann og konu. Síöan hefur það glímt við ýmis þekkt verk, innlend og erlend: Lukkuriddarann, Hart I bak, Atómstööina og Ævintýri á gönguför, svo að dæmi séu nefnd. Barnaár bar upp á 10 ára leikafmæli félagsins. Kardi- mommubærinn varö þá fyrir val- inu og leikstýrði Sólhild. Brúðuheimiliö er þvi annað verk- efni hennar með skagfirskum áhugaleikurum en það er ellefta verkefni Leikfélags Skagfirðinga. — mhg 15. febrúar. I framhaldi af þvi verður tveggja daga námskeiö haldið fyrir trúnaðarmennina. Veröur námskeiðið I hinum nýju húsa- kynnum Osta- og sjörsölunnar að Bitruhálsi 17. og 18. febrúar. — mhg Endurskoðun trúnaðarkerfis

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.