Þjóðviljinn - 06.02.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.02.1981, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. febrúar 1981 Föstudagur 6. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Solo Sunny eftir Konrad Wolf (Austur-Þýskaland) Jónas sem veröur 25 ára árift 2000 —svissnesk mynd um 1968-kynslóftina. Dekurbörn — frönsk mynd eftir Bertrand Traviernier. Úr ungversku myndinni Trúnað artraust, eftir Istvan Szabó. Kvikmyndahátið 1981: Nýjar og mark verdar myndir Einsog sagt var frá i blaðinu i gær hefst kvikmyndahátið i Regn- boganum á morgun. Þessi hátift er nú orftin aft árvissum viftburfti i islensku menningarlifi, i samræmi vift ákvörftun sem tekin var s.l. vor, en áftur var hún haldin á tveggja ára fresti. Héöan i frá má þvi reikna meft kvikmyndahátift i febrúar ár hvert. Jafnframtvar ákveftift afthátiðin yrfti nokkuft smærri i sniftum en tvær fyrstu hátiðarnar voru 1978 og 1980. Hátiöin 1981 er i megindráttum tvi- skipt: annars vegar verða sýndar 20 myndir frá 15 löndum, flestar nýjar eða nýlegar og eiga að gefa okkur tækifæri til að kynnast þvi mark- verðasta sem er að gerast i kvik- myndaheiminum. Hinsvegar „Buster Keaton hátið”, þar sem sýndar verða 8 langar og 9 stuttar myndir þessa látna snillings gaman- myndanna. Aldrei áður höfum við átt þess kost að sjá á einu bretti svo stóran hluta af ævistarfi „gaman- leikarans með steinandlitið”, og sumar myndirnar hafa aldrei áður verið sýndar hér á landi. Sérfræð- ingur i verkum Buster Keaton, Raymond Rohauer að nafni, kemur hingað til að fylgja myndunum úr hlaði og uppfræða okkur um lista- manninn. Fjórar franskar En vikjum þá að nýrri myndunum. A dagskránni eru fjórar nýjar- myndir frá Frakklandi, þar af sú sem sýnd verður við opnun hátiðar- innar á morgun: Gallinn Perceval (Perceval le Gaulois) eftir Éric Romer. Hér er um að ræöa stilíseraða útgáfu af riddarasögu frá 12. öld. Engin tilraun er gerð til að telja áhorfandanum trú um aö hann sé að horfa á raunsæismynd, heldur eru leikur og leikmynd i hæsta máta „leikhúsleg”, og megináhersla lögö á textann, sem er bæði sunginn og mæltur fram. Mynd þessi hefur veriö sýnd á kvikmyndahátiöum i New York, Feneyjum, Moskvu og Paris, oghvarvetna hlotiðhina bestu dóma. Tvær myndir eftir franska leik- stjórann Bertrand Tavernier eru á dagskrá, en hann er almennt viður- kenndur sem einn áhugaverðasti franski kvikmyndastjórinn um þessar mundir. Myndirnar heita Dekurbörn (Kes Enfants gates), gerð 1978 með Michel Piccoli og Christine Pascal i aðalhlutverkun- um, og Vikufri (Une semaine des vacances), sem er nýjasta mynd Taverniers og reyndar svo splunku- ný að hún hefur óviöa verið sýnd ennþá. Það er ekki á hverjum degi sem við fáum að sjá evrópskar myndir volgar úr framköllun, ef svo mætti að orði komast. Fjórða franska myndin er svo Les enfants du placard, eða Börnin i skápnum, eftir ungan og afar efni- legan kvikmyndastjóra: Benoit Jacquoit. Leikarar i þeirri mynd eru m.a. Brigitte Fossey, Lou Castel og Jean Sorel. Austur-Evrópa Frá Austur-Evrópu koma fimm myndir, þar af 2 pólskar, 1 austur- þýsk, 1 ungversk og 1 sovésk. Pólsku myndirnar eru eftir tvo góðkunn- ingja okkar frá fyrri kvikmynda- hátiðum: Wajda og Zanussi. Hljóm- sveitarstjórinn (Dyrigent) heitir nýjasta mynd Andrzej Wadja, sem hlaut 1. verðlaun á hátiðinni I San Sebastian I fyrra og hefur verið sýnd á mörgum fleiri hátiðum og vakið mikla athygli. í henni leikur John Gielgud heimsfrægan hljómsveitar- stjóra bandariskan en pólskan aö uppruna, sem kemur heim til fæöingarbæjar sins i Póllandi til að halda þar tónleika. Krystyna Janda, sú sem lék i Marmaramanninum sællar minningar, leikur hér fiðlu- leikara I hljómsveitinni sem fær að njóta þeirra forréttinda að spila undir stjórn meistarans. Mynd Zanussis heitir Constans. Fyrir hana hlaut Zanussi verðlaun fyrir bestu leikstjórn á hátiðinni i Cannes i fyrra. Istvan Szabó er einn þekktasti kvikmyndastjóri Ungverjalands, og vakti fyrst á sér verulega athygli fyrirmyndinaFaftir, sem hann gerði 1966, og var einskonar uppgjör við stalinismann. Eftir hann verður sýnd myndin Trúnaftartraust (Bizalom),gerð 1979, en hún hlaut 1. verölaun i Berlin 1980. Myndin gerist árið 1944 og fjallar um samband karls og konu sem neyðast til að búa saman i Ibúð til að komast hjá of- sóknum nasista. Austur-þýska myndin heitir Solo Sunny og er eftir Konrad Wolf, einn fremsta kvikmyndastjóra A-Evrópu. Þar segir frá poppsöngkonu I Berlin, sem áður vann I verksmiöju en er nú orðin að stjörnu. Lif hennar er á yfir- boröinu spennandi, en hún á við ýmsa erfiöleika aö etja i einkalífinu og i samskiptum viö karlpeninginn sem öllu ræður i poppbransanum. Soveska myndin heitir Haustmaraþon (Osjenni marafon) og er eftir þekktasta gamanmynda- höfund þeirra Sovétmanna, Georgi Danelia. Mynd þessi hefur viöa verið sýnd við góðar undirtektir, og hlaut m.a. 1. verðlaun I San Sebastian 1979. Danelia kallar myndina „dapurlega gamanmynd”, sem er mjög i anda tragikómiskrar hefðar Grúsiu- manna, en Danelia er frá Grúsiu, þótt hann hafi gert allar sinar myndir i Moskvu og Moskva sé reyndar sögusviðið i Haustmara- þoni. 1 myndinni segir frá miðalda bókmenntamanni sem er afskaplega góðhjartaður en á I mesta basli með konurnar I lifi sinu, sem eru tvær, eiginkonan og hjákonan. Eitthvaöfyriralla Tvær svissneskar myndir verða sýndar: Jónas sem verftur 25 ára árift 2000 eftir Alain Tanner, gerö 1976, og Grauzoneeftir Fredi Murer, gerð 1978. Jónas er viðfræg mynd um þá kynslóð sem kennd er viö árið 1968, vonir hennar og vonbrigði. Jonny Larsen heitir danska myndin á hátiðinni, sem jafnframt er eina myndin frá Norðurlöndunum. En hún ætti að standa fyrir sinu, þvi árið 1979 fékk hún öll verðlaun sem veitt eru fyrir kvikmyndir f Dan- mörku. Leikstjóri er Morten Arn- fred. Myndin gerist á atvinnuleysis- árinu 1952 og er einskonar þroska- saga ungs manna úr verkmanna- stétt. Myndir fá Senegal, Hong Kong og Egyptalandi eru sjaldséöar hér á landi. Frá Senegal fáum við að sjá myndina Xala eftir Ousmane Sembene, sem talinn er fremstur kvikmyndastjóra i svörtu Afriku. Xala var gerð 1975 og fjallar um spillingu yfirstéttarinnar i Senegal. Islenska sjónvarpið hefur sýnt aöra mynd eftir Sembene: Póstávisunina. Egyptinn Youseff Chahine hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum, og nú fáum við i fyrsta sinn að sjá mynd eftir hann: Alexandria — hvers vegna? Og frá Hong Kong kemur myndin Regnift i fjöllunum eftir King Hu, gerð 1979, en hún ger- ist á dögum Ming-konungsættarinn- ar i Kina. Austur-þýska pönkstjarnan Nina Hagen er frægt vandræðabarn aust- an og vestan járntjalds. Nú er hún komin vestur fyrir og hefur gert kvikmynd sem islenskir pönkað- dáendur kunna áreiðanlega vel að meta. Myndin heitir Cha Cha og er gerð i Hollandi. Ein kanadisk mynd er á hátiðinni: Mourir a tue-tete, sem á islensku gæti e.t.v. heitið Að deyja meö tilþrifum. Höfundur hennar er A.C. Poirier. Frá Vestur-Þýskalandi kemur myndin Im herzen des hurri- can.eða I fellibylnum miðjum, eftir H. Bohm. Loks veröa svo sýndar tvær eldri myndir eftir látna snillinga: Fuglarnir eftir Alfred Hitchcock og Chikamatsu Monogatarieftir Japan- ann Mizoguchi. Með þessum sýning- um er fylgt þeirri hefð sem myndast hefur á kvikmyndahátiöum að sýna jafnan sigildar myndir með hinum nýrri, og heiöra látna snillinga, en Hitchcock lést sem kunnugt er á s.l. ári. Það vekur athygli að i þetta sinn eru engar barnamyndir á dagskrá, en á það skal bent að Buster Keaton myndirnar eru við allra hæfi, sann- kallaðar fjölskyldumyndir, og ætti engum krakka að leiöast sem fer að sjá þær. —ih Krystyna Janda I Hljómsvcitarstjóranum eftir Wajda. Haustmaraþon — dapurleg gamanmynd frá Sovétrikjunum. á dagskrá Því miöur sé eg ekki betur en Alþýðubandalagið gangi nú hröðum skrefum þá braut er leiddi Alþýðu- flokkinn til ófarnaðar, og er mál að linni Gestur Kristjánsson ÞYRNAR Það hefur lengi verið mér um- hugsunarefni, hvernig á þvi stendur að fiskveiðar og fisk- vinnsla á Islandi skuli ekki vera rikisrekin. Þvi meira er þetta igrundunarefni, að i raun hafa Al- þingi og rikisstjórnir sett lög um tilfærslu fjármuna, til og innan þessara greina, en haft þann ein- kennilega hátt á að eignarformið er einstaklinga eða hlutafélaga að langmestu leyti. Af þessu hefur leitt að svokallaðir „eigendur” hafa ekki þurft að bera nema ákaflega takmarkaða ábyrgð á rekstrinum, þvi rikið hleypur alltaf undir bagga og fjármagnar tapið. Ég ætla mér ekki þá dul, að grisja þann frumskóg laga og reglugerðaákvæða, sem heimila útgerð og fiskvinnslu fé úr rikis- sjóði, aðeins drepa á fátt eitt, sem stingur i auga. Stofnfjársjóður fiskiskipa, miðl- unarsjóður, skal aðstoða „eig- endur” fiskiskipa við að standa straum af stofnfjárkostnaði þeirra, einkum með tilliti til Fisk- veiðasjóðs. Hvaðan kemur svo stofnféö? Að 70—90% úr opin- berum sjóðum, heyrst hafa dæmi um yfir 100% fjármögnun hins opinbera i einstaka tilvikum. Hversvegna var Stofnfjár- sjóður settur á laggimar? Vegna þess að „eigendur” fiskiskipa létu alfarið reka á reiðanum með greiðslur til hinna opinberu sjóða er fjármögnuðu „skipakaup” þeirra. Þá höfum við það; með lögum er séð fyrir stofnfé og siðan með öðrum lögum séð til að stofn- féð sé greitt. En hver borgar brúsann? Mér dettur nú i hug saga Guðmundar J. um útgerðar- manninn i fina húsinu, með ame- riska drekann við dyrnar; auð- vitað hlýtur hann að borga. Nei, aldeildis ekki; reiknimeistarar hins kapitalisk — sósialiska efna- hagskerfis eru á annarri skoðun. Þeir sögðu einfaldlega við látum sjómennina greiða þetta að hluta, þeim er ekki ofgott að kaupa sér atvinnu,og stofnfjársjóðsgjald varð til. Meö þvi var rofin sú hefð, (hafði reyndar áður gerst) að út- gerð og sjómenn fengju sama verð fyrir sama fisk. Ég held að það hljóti að vefjast fyrir fleirum en mér að skilja þetta. Sjómaður leggur lif sitt og limi ihættuvið að afla fisksins; útgerðarmaðurinn hefur allt sitt á þurru, er i raun aðeins umboðsmaður hins opin- bera; hversvegna ber honum hærra verð? Samkvæmt samn- ingum um hlutaskipti, sem enn gilda hve lengi sem það verður, skulu sjómenn taka hlut úr and- virði selds afla, en sú er aldeilis ekki raunin. Ég léti nú vera ef sjómenn fengju viðurkenndan eignarhlut sinn i skipunum og fengju einhvern ráðstöfunarrétt á þessari eign sinni.en þvi fer viðs- fjarri. Um þetta gilda lög frá Al- þingi og þau skulu virt. Oh'usjóður, oliugjald kannast nokkur við þessi orö? Lög frá Al- þingi: stela skal undan skiptum verulegum fjárhæðum og það skal virt. Heilög -stofnun tekur ákvarðanir, sem hafa lagaigildi, heitir Verðlagsráftsjávarútvegs- ins, starfar samkvæmt lögum frá Alþingi; þau lög fela i sér ákveðnar timaviðmiðanir varð- andi fiskverðsákvörðun. Vetrarvertið er löngu hafin, en ekkert fiskverð hefur verið ákveðið. Hver á að viröa lög og hver á ekki að virða lög? Er ekki sama hvareða hver maðurinn er, skiptir máli hvort hann er norður á „Hala” eða á skrifstofu i Reykjavik? Þetta eru engin gamanmál, löggjafinn skerðir aflahlut sjómanna þvert ofan i hefðir og venjur um fiskverð, en haldið er hlíf iskildi yfir lög- brotum þeirra aðila er afdrifarik- astar ákvarðanir taka varðandi afkomu fiskimanna. Hvað er verið að læðupokast i sambandi við fiskverðið? Vita S.H. og SIS á tslandi ekki hvað SH og SIS i „guðs eigin landi” geta borgað fyrir fiskinn? Eru stjórnmála- menn að leita nýyrðis yfir meiri fiskverðsmun hjá útgerö og sjó- mönnum? Hefur tsporto-tónninn um 40—50% fiskverðshækkun, sett falskan hljóm i grát-sinfóniu útgerðarog fiskvinnslu? Er verið að hræra gömlu ihaldsúrræð- unum, sem rikisstjórnin greip til um áramótin, inn I fiskverðið? Kannske er bara verið að reyna að koma i veg fyrir að svartsýnis- raus um botnlaust tap i upphafi árs komi fram i glæstum tölum um j*óða afkomu á nk. hausti eins og dæmi eru til um. Það sem að framan er greint hlýtur að hafa áhrif á kjarasamninga sjó- manna, en þeir hafa nú verið lausir á annað ár og vart verða sjómenn, með sanni, gagnrýndir fyrir tillitsleysi eða hörku gagn- vart viðsemjendum sinum. I þessu sambandi dettur mér i hug að ekki er annaö vitað en hrá- efnisöflun sjómanna hafi gengið eðlilega fyrir sig að svo miklu leyti sem þeir hafa ekki þurft að hlita veiðitakmörkunum. Sjó- menn hafa sem sagt skilað sinu hlutverki i rekstri þjóðarbúsins. þótt ekki hafi verið gengið frá kjarasamningum þeirra. Þetta vekur þvi meiri furðu, að fyrir nokkru létu Alþingismenn dæma sér umtalsverðar og afturvirkar kjarabætur. Maður skyldi þvi ætla að á þeim bæ væri allt i sómanum og þeir hefðu gegnt sinu hlutverki sem skyldi. Mitt álit er, þvi miður, að svo sé ekki. Það ætti að nægja að nefna verðbólguna; allir stjórn- málaflokkarnir hafa kveðið upp úr með það að hún sé helsta þjóð- félagsmeinið I dag og að henni þurfi að ná niður svo eðlilegt ástand skapist i efnahagsmálum. Hvernig hefur svo tekist að ná niður verðbólgunni, þessu meini sem allir eru sammála um aö þurfi að bæta? Um s.l. áramót voru lögð fram lög, sem gera kleift að endurtaka gömlu ihalds- úrræðinsem aldrei hafa komið að neinu gagni, og markið var heldur ekki sett hærra en að halda verðbólgunni i 50% sem er alltof hátt veröbólgustig til aö einhver staðfesta verði i efnahagsmálum. Það sjá nú allir reisnina yfir svona ákvörðunum, og engin furða þó goldið skuli af rausn fyrir störf Alþingismanna. Það fyllir mann raunar virðingu og stolti að vita til þess, að til séu slikir afburðamenn meöal vor, að störf þeirra séu eiginlega van- metin til launa á gkr. 1,2 til 2.7 miljónir. Ekki rýrir það virðing- una aö greitter fyrir 12 mánuði þó Alþingi starfi venjulegast i 6 og til að firra ofurmennin óþarfa erli svo sem að taka nótu fyrir Utlögð- um kostnaði, þá er þeim áætluð upphæð til greiðslu á tilfallandi kostnaði, og ég vona bara til guðs að hún sé nú ekki of lág. Eins hef ég saknað öðru fremur einkum vegna þess að Alþýðubandalagið er i rikisstjórn, og það er að hafa ekki orðið var við frumvarpið hans Stefáns Jónssonar um að engin laun skyldu hærri en tvöföld verkamannalaun. Það getur hafa komið fram á Alþingi, án þess ég viti, en varla hefði farið framhjá manni væri bUið að samþykkja það. Ætli að yrðu ekki umtals- verðar fjárhæðir á ferli.ef enginn fengi hærri laun er gkr. 800.000. Þá væri kannske hægt að drepa verðbólguna, efta koma flugvöll- unum islensku sem eru 30 ár aftur i timanum ofurlitið nær okkur, segjum 10—20 ár eða svo. Eða koma fiskiskipaflotanum i hag- kvæmustu stærð, eða, eða, eða, o.s.frv. Það væri svo ótalmargt hægt að gera i okkar ágæta landi, ef stjórnmálamennirnir færu nú að gera eitthvað raunhæft i mál- unum en væru ekki i sifelldum eltingaleik við þrýstihópasjónar- miö, sem aðeins gera færar skammtimalausnir, er aldrei geta falið I sér varanlega lausn vandamálanna. Mér hefur oft orðið hugsað til þess að undan- fömu, að islenskur stjórnmála- maður mun eitt sinn hafa komist að orði eitthvað á þá leið, að besta ráðið til að tryggja sjálfstæði lit- illar þjóðar væri að farga þvi. Þvi leitar þetta svo i hugann, að ég sé ekki betur heldur en að vegna núverandi stjórnarsetu Alþýöubandalagsins veröum viö sem styðjum það að sætta okkur við ámóta einkennilegar lik- ingar. Hvað varö um „Samningana i gildi”? Er ekki svarið eitthvað á þessa leið: „Besta leiðin til að vernda kaupmáttinn er að skerða hann”? „Herinn burt”. Besta leiðin til að losna við herinn, er að láta hann vera. Hvaö um þaö að koma hér á islenskum sósialisma? „Jú, besta ráðið til að koma á sósial- isma er að framkvæma kapital- isma. Þvi miður sé ég ekki betur en Alþýðubandalagið gangi nú hröð- um skrefum þá braut er leiddi Al- þýðuflokkinn til ófarnaðar, og er mál að linni. Suftureyri, á Pálsmessu 1981 Gestur Kristinsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.