Þjóðviljinn - 28.02.1981, Page 3

Þjóðviljinn - 28.02.1981, Page 3
Helgin 28. febrúar til 1. mars 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Forsíðan frá sýningu á Kjarvals- stöðum Mynd forsiðu Sunnudags- blaðsins i dag er eftir Finn P. Fróðason, en hann og annar reykviskur ljósmyndari, Emil Þór Sigurðsson, opna i dag, laugardag, sýningu á mvndum sinum að Kjarvalsstöðum. A sýningunni eru 63 svart-hvitar ljósmyndir, sem unnar eru á sl. þrem árum. Emil er fréttaljósmyndari á Visi, en vann áður við portrett- ljósmyndun. Finnur er innan- hússarkitekt og sjálfmenntaður i ljósmyndun. Báðir hafa þeir sýnt áður: Emil i sýningarsal Arki- tektafélagsins við Grensásveg 1978 og Finnur i Árbæjarsafni, einnig 1978. Finnur og Emil með tvær mynda sinna á Kjarvalsstöðum. — Ljósm. —eik. Bacalao í dósum Norðurstjarnan er nú að hefja framleiðslu á nýrri lagmetis- tegund. sérstaklega sniðinni fyrir rómönsk lönd Suður-Evrópu og Suður-Ameriku, sem hafa föstuna enn i heiðri, en neyta reyndar einnig utan hennar þess sælgætis sem kryddaður saitfiskur eða bacalao er að þeirra dómi. Tæknideild Sölustofnunar lag- metis hefur undanfarið unnið að tilraunum á vegum Þróunarsjóðs lagmetisiðnaðarins við að sjóða niður saltfisk i kryddsósu. Hafa tilraunirnar gefið góða raun, sýni verið send til ýmissa landa og komið i ljós, að þau lika vel og verðið virðist samkeppnisfært, að þvi er fram kemur i fréttabréfi Sölustofnunarinnar. Hafa margar fyrirspurnir borist og fram- leiðslan semsé að hefjast i Hafnarfirði i þessum mánuði. — vh Frá Bolungarvik. ísaf jörður-Bolungarvík: Líf og f jör á fimdumim Gisli Hjartarson, fréttaritari Þjóðviljans i Bolungarvik hafði samband við okkur og sagðist aldrei þessu vant hafa verið að lesa Alþýðublaðið frá siðasta þriðjudegi. Kvaðst Gisli ekki geta orða bundist vegna frásagnar hlaðsins af þvi sem þar er kallað ,,Vel heppnaðir og sérlega vel sóttir „stjórnmálafundir Alþýðu- flokksins á tsafirði og i Bolungar- vík um siðustu helgi. Gisli kvaðst sjálfur hafa verið á fundinum i Bolungavik og þar hafi fyrst verið 4 á fundi en orðið flestir 15. Fundurinn var aug- lýstur opinn öllum jafnaðar- mönnum, og hér eru margir jafn- aðarmenn, sem ekki styðjí Al- þýðuflokkinn, sagði Gisli, enda vafamál hvort helmingur þessara 15 fundarmanna væru stuðnings- menn Alþýðuflokksins. Gisli sagði, að þótt á fundinum hafi verið mættir báðir þingmenn Alþýðuflokksins á Vestfjörðum þeir Sighvatur og Karvel ásamt Kjartani Jóhannssyni, formanni flokksins, þá hafi verið engu lik- ara á þessum fundi en það væru þeir Alþýðubandalagsmenn úr Bolungavik, sem á fundinum mættu, er þarna sætu fyrir svör- um fremur en kratabroddarnir. Gisli kvaðst daginn áður hafa verið á fundi, sem Alþýðubanda- lagið boðaði til i Bolungavik. Frummælendur á þeim fundi voru Kjartan Olafsson, ritstjóri og ölafur Ragnar Grimsson, for- maður þingflokks Alþýðubanda- Framhald á bls. 30 Rimini - ein af allra vinsælustu baðströndum Evrópu - iðandi af lífi og fjöri allan sólarhringinn. Veitingastaðir, diskótek, skernmtistaðir og næturklúbbar skipta þúsundum og alls staðar er krökkt af kátu fólki. Leiksýningar og hljómleikar listamanna úr öllum heimshornum eru daglegir viðburðir, farandsirkusarkoma íqtuttarheimsóknirogvíða troða upp ólíklegustu skemmtikraftar - jafnvel þegar þeirra er síst von! Einstaklega ódýrjr og góðir veitinga- staðir ásamt fyrsta flokks íbúðum og hótelum fullkomna velheppnað sumar- leyfi á Rimini. Reyndir fararstjórar benda fúslega á alla þá fjölbreyttu mögu- leika sem gefast til stuttra ferða meðfram ströndinni. Endalaus Róm - 2ja daga eða vikuferðir Feneyjar - „Hin sökkvandi borg“ Flórens - listaverkaborgin fræga San Marinó - „frímerkja-dvergríkið" ofl. ofl. • Tívolí • • Skemmtigarðar • Sædýrasöfn Leikvellir Hjólaskautavellir Tennisvellir Mini-golf Hestaleigur • Go-cars kappakstursbrautir • Rennibrautasundlaugar Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 líf og fjör allan sóla

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.