Þjóðviljinn - 28.02.1981, Side 6

Þjóðviljinn - 28.02.1981, Side 6
6 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Helgin 28. febrúar til 1. mars 1981 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis úigefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ölafsson. úmsjónarinaöur sunnudagsblaös: Guðjón Fríöriksson. Algreiöslustjóri: Valþor Hlööversson Blaöamenii: Alfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. íþróttafréttamaður: lngólfur Hannesson. Þingfréttaritari: Þorsteinn Magnússon. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. Ljósinyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Augiýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Símavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bnstjóri: Sigrún Báröardóttir. Fökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Keykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf.. Réttur sjómanna • Sjómannasamningar hafa tekist, og boðuðu sjó- mannaverkfalli, sem hefjast átti s.l. fimmtudag þar með verið afstýrt. Ingólfur Ingólfsson, formaður Vélstjórafélags ís- lands segir í viðtali við Þjóðviljann í gær að við þessa samningsgerð rísi árangur í lífeyrismálum sjómanna hátt upp yfir önnur atriði samninganna, og í ummælum Ingólfs kemur fram að sérstakan atbeina ríkisstjórnar- innar hafi þurft til, svo takast mætti að tryggja sjó- mönnum þann árangur f sínum lífeyrismálum, sem nú hefur verið náð. • Þessi niðurstaða er ekki síst athyglisverð, þegar haft er í huga, að þann 19. desember s.l. sendi Lands- samband íslenskra útvegsmanna frá sér fréttatilkynn- ingu þar sem LIÚ harðneitaði að taka þátt í nokkrum frekari viðræðum um kjarasamninga sjómanna ,,vegna ítrekaðra afskipta ríkisstjórnarinnar af kjarasamning- um útgerðarmanna og sjómanna," eins og það var orðað. — Stóð svo í löngu þófi, bæði um fiskverð og kjarasamninga sjómanna. • Þann 14. þessa mánaðar boðaði Morgunblaðið með aðalfyrirsögn innlendra frétta: ,,Verkfall gegn ríkis- stjórn út af fiskverði", en reyndar hafði fiskverð verið ákveðið í samvinnu við fulltrúa sjómanna í yfirnefnd Verðlagsráðs um það leyti sem Morgunblaðið kom fyrir augu lesenda með þessum tíðindum. Var almenn f iskverðhækkun ákveðin 18% frá áramótum og að auki 6% nú frá 1. mars. — Og ekkert „verkfall gegn ríkis- stjórninni". Verkfallinu var frestað og áður en sá frest- ur rann út tókust kjarasamningar i deilunni, og eru þeir ,,með betri kjarasamningum sem sjómenn hafa gert að dómi formanns Vélstjórafélagsins, Ingólfs Ingólfssonar fyrst og fremst vegna þess árangurs í lífeyrismálum, sem rikisstjórnin átti hlut að að tryggja. • Skoðum nánar hver þessi árangur er. Hingað til hafa sjómann jafnt og aðrir landsmenn ekkiáttréttá aðfá greiddan ellilifeyri frá almannatryggingakerfinu fyrr en við 67 ára aldur. • I áramótaboðskap ríkisstjórnarinnar var boðað að sjómönnum yrði nú tryggður réttur til að hef ja töku elli- lífeyris strax við 60 ára aldur, og næði sá réttur til allra sjómanna, sem haft hefðu sjómennsku að aðalstarf i í 25 ár eða lengur. • Frá þessu var nánar gengið i tengslum við kjara- samningana nú. • En í lifeyrismálum sjómanna gerðist fleira í þess- um samningum. • Hingaðtil hafa útgerðarmenn aðeins greitt iðgjöld í Lífeyrissjóð sjómanna af innan við þriðjungi heildar- tekna sjómanna, ekki einu sinni af fullri upphæð lág- markskauptryggingar. Þess vegna hefur Lífeyrissjóð- ur sjómanna veriðeinn sá verst setti allra lífeyrissjóða. • Nú var hins vegar um það samið að greidd skyldu ið- gjöld til lífeyrissjóðsins af upphæð er svaraði til kaup- tryggingar og 20% betur, og að þessar iðgjaldagreiðslur hækki á þriggja mánaða fresti samkvæmt vísitölu, en áður hækkuðu greiðslur til lífeyrissjóðsins aðeins einu sinni á ári, hvað sem verðbólgu leið. • Öskar Vigfússon, formaður Sjómannasambandsins segir í blaðaviðtali í gær, aðþarna sé um 30%, hækkun að ræða hjá félagsmönnum Sjómannasambandsins á þeim grunni, sem greiðslur í lífeyrissjóðinn eru miðaðar við. • Niðurstaðan af þessu er síðan sú, að sjómenn öðlast nú rétt til töku lífeyris úr lífeyrissjóði sjómanna strax við60 ára aldur, haf i þeir haft sjómennsku að aðalstarf i í 25 ár eða lengur og verið lögskráðir á skip eigi skemur en 180 daga á ári til jaf naðar á þessum 25 árum. Reynist Líf eyrissjóður sjómanna ekki megnugur þess að tryggja sjómönnum lífeyrisgreiðslur frá 60 ára aldri án frekari breytinga á iðgjoldum eða annarrar tekjuöf lunar, þá munu sjómannasamtökin og ríkisstjórnin leita sameiginlega lausnar á því máli. • Það er góður áfangasigur að hafa nú tryggt sjó- mönnum rétt til töku ellilífeyris við 60 ára aldur, bæði frá almannatryggingakerfinu og úr eigin lífeyrissjóði. • En enginn þarf að efast um, að sérhver sá sem stundað hefur sjó á fiskiskipum í aldarfjórðung eða lengur hefur þar með skilað sínum hlut til jjjóðarbúsins áður en sextugsaldri er náð, og því ástæða til að vinna áfram að enn frekari úrbótum á lífeyrismálum sjó- mannastéttarinnar. k. Þegar sti frétt barst út i byrj- un vikunnar að spænskir fas- istar hefðu gert tilraun til valdaráns á Spáni urðu margir hissa, jafnvel undrandi. Þó hygg ég að þeir sem vel þekkja til á Spáni hafi ekki hissast svo mjög, heldur hugsað sem svo, nú já, þeir eru byrjaðir. Sannleikurinn er nefnilega sá, að þtítt allur þorri þjóðarinnar hafi fagnað frelsinu árið 1977 þegar lýðræðislega kjörin rikis- stjórn tók við völdum þá þekkti spánskur almenningur ekki lýð- ræði. Hann hafði vanist einræði úr aimanakínu Suarez, fyrrverandi forsætis ráðherra Spánar. vel flestum sviöum. En þessar umbæturhafa kostað sitt. Verð- bólga hefur fylgt i kjölfarið og hefur hUn verið mikil á Spáni sl. 3 ár, allt að 30%. Starfsemi hryðjuverkamanna hefur verið mikil og st jórninni gengið mjög illa að ráða niðurlögum hennar. Hverskonar glæpir og lausung hefur margfaldast þessi frelsis- ár. Atvinnuleysi hefur heldur aukist, er nU um 12% á lands- mælikvarða en var um 10% siö- ustu ár Francos. Eldra fólk sem var orðið vant kyrrstöðutima Franco-stjórnar- innar og það fólk sem ekki þekkti annað.hafði alist upp á þessum tæpum 40 árum, er hrætt við þá lausung sem nú rikir. Þaö segir sem svo: ef þetta er lýöræðið, þá viljum við annað stjórnarfyrirkomulag. Það munaði litlu Francos og Falangista i tæp 40 ár. Franco stjórnaði með haröri hendiog barði niöur með ofbeldi allan mótþróa, i hvaða mynd sem hann birtist. Fasistastjórn hans varð til þess að kyrrð rikti i spönsku þjóðlifi, alla vega á yfirborðinu. Laun voru svo lág aö allur almenningur rétt dró fram lifið, verðlag var stöðugt verðbólga þvi litil sem engin. Glæpir voru sjaldgæfir enda vissu menn að Guardia Civil, öryggislögregla Francos, var fræg fyrir aö skjóta fyrst og hugsa svo. Dæmi um að inn- brotsþjófar eða árásarseggir væru skotnir á staðnum, eða ef ekki þá dæmdir i áratuga fang- elsi, voru mýmörg. Fyrir and- stöðu við rikisstjórnina og Franco voru menn liflátnir miskunnarlaust. Með sliku stjórnarfari og öflugum her og iögreglu má halda sæmilegri kyrrö á yfirboröinu. Sumir halda því fram að Spánverjum verði aldrei stjdrnað með vestrænu lýð- ræðisfyrirkomulagi. Hvort það er rétt eða ekki, skal ósagt látið. Hitt er staöreynd að Spánverjar eru afar litlir þjóðernissinnar. Þeim er borgin og héraöið sem þeir fæddust i kærara en landið. Spánverji telur sig ævinlega barn þeirrar borgar sem hann fæddist f, þvi næst héraðsins og loks landsins. Þessu veldur án efa skipting Pýreneaskagans i smá konungsriki allt til ársins 1492, aðkaþólsku konungshjónin Ferdinand og ísabella samein- uðu Spán i eitt riki i fyrsta skipti i sögunni, með lokasigri sinum á Márum i Granada. Alla tið fram til þess tima hafði Pýrenea skaginn verið mörg konungsriki og Spánn því ekki verið sam- einað riki nema I tæp 500 ár. Eftir að lýðræöinu var komið ááriö 1977, hefur mikið borið á sjálfstæðistilhneigingu ým- issa héraða á Spáni svo sem Katalónfu, en Katalóníumenn eiga sér sitt eigið tungumál, katalónskuna, svo ekki sé talað um Baskana sem einnigeiga sér sérstakt tungumál og menn- ingu. Fleiri héruö á Spáni hafa haft uppi kröfur um aukna sjálfsstjórn. Astæðan fyrir þessuer án vafa sögulegar stað- reyndir frá því þessi héruð voru sjálfstæð konungsriki. Þótt Francisco Franco tækist aö halda þessum héruöum niðri að mestu leyti meö þvi að beita hörku og ofbeldi þá blundaöi sjálfstæðistilhneigingin ævin- lega meðal fólksins. Og svo kom frelsið i formi lýð- ræðislega kjörinnar rikis- stjórnar, undir forystu ungs manns, Suarez heitir hann, áriö 1977. Þegar slfk breyting i einu þjóöfélagi ásér staðeinsogþarna gerðist, losnar f fyrstu um öll bönd. Allt verður hömlulaust, allt á að gera i einu. Enginn hefur ti'ma til að biða eftir þvi að hlutirnir gerist i réttri röð. Eftir nær 40 ára kúgun og niðurlæg- ingu krafðist fólkið i landinu umbóta á öllum sviöum strax. Undirritaður dvaldi einmitt á Spáni sumariö 1977 og raunar öll sumur siðan og hefur þvi fylgst all vel meö þróuninni. Suarez var mikill vandi á höndum þegar hann tók við stjórna rtaumunum 1977. Annars vegar beið þjóðin með kröfur um að allt væri gert i einu, alla skorti biðlund. Hins- vegar stóö herinn grár fyrir járnum, með Franco-ista i öllum mikilvægustu stöðunum, tilbUinn að grípa i taumana ef þær umbætur sem nauðsynlegar voru og eru væru geröar á þann hátt að helstu vinir þeirra og skjólstæðingar, auðvaldiö i landinu, bæru einhvern skaða af. Suarez varö þvi að sigla á milli skers og báru til að koma umbótunum fram. Og hann hefur allt fram á þennan dag orðiö að sigla þarna á milli, vitandi um að atburðir eins og áttu sér stað sl. mánudag gætu gerst hvenær sem er, og raunar miklu alvarlegri uppreisn en þessi tilraun i vikubyrjun. Sá sem nú tekur við af Suarez verður einnig aö gera það, nema lýðræöið hafi styrkst verulega meðal þjóðarinnar við valda- ránstilraunina á mánudaginn. Spánverjar hafa verið mjög óánægðir sl. tvö ár með stjórn Suarez, fólki þykir hann og stjórn hans of hægfara i umbót unum og vel má vera að svo sé. Þó hefur hann komið mörgu góðu til leiðar. Kaup þeirra lægst launuðu hefur hækkað meira en 100% á þessum 4 ár- um. Tryggingakerfið hefur verið gert að alvöru trygginga- kerfi. Lög hafa verið sett i land- inu sem auka rétt almennings á Sigurdór Sigurdórsson skrifar Arin 1977 og 1978 virtust allir fagna nýfengnu lýðræði, varla að maður heyrði aðrar raddir nema þá hjá öldnum falang- istum, sem ekkert fóru leynt meö skoðanir sinar. En strax 1979 og þó alveg sérstaklega sl. sumar urðu þær raddir æ há- værarisem sögðu að þörf væri á nýjum Franco. Þessi lausung og þeir erfiðleikar sem henni fylgdu væru óþolandi. Og um leið og þessar raddir fóru að heyrast hjá almenningi voru Falangistarnir ekki lengi að láta á sér kræla og færðust allir i aukana. Þvi má ef til vill segja að sú valdaránstilraun, sem þeir framkvæmdu á mánudag- inn hafi verið afleiðing af þess- ari þróun. Ekki er óliklegt að þær raddir þagni nú um sinn, sem hvatt hafa til leitar að nýj- um Franco, þvi þrátt fyrir allt hygg ég að sú krafa hafi meira verið í nösum á fólki en I alvöru. Alla vega veit ég að yngra fólkið, og þá á ég viö fólk innan við þritugt, væri ekki hrifið af nýjum Franco. Og þá vaknar enn sú spurning hvernig leysa má vandamál Spánverja þannig að óánægju- öldurnar lægi. Fátækt er viða til sveita óskaplega mikil og miljónir sveitafólks búa við 19. aldar þægindi, ef rafmagn er undanskilið. Laun landbúnaðar- verkafólks, sem er einn fjöl- mennasti hópurinn á Spáni, eru bág og vinnan erfið á ökrunum i brennandi sólarhitanum 9 mán- uði ársins. Þó ekki væri annað en aö bæta kjör þessa fólks, þyrfti risaátak, ef það ætti að gerast á stuttum tima. Sennilega er komið að þeim punkti, að rikisstjórnin verður að hætta að sigla milii skers og báru og snUa sér þess i stað að þvi að leysa brýnustu vandamál þjóðarinnar. Ég hygg að þegar allt kemur til alls mundi hið yndislega fólk sem byggir þetta land sætta sig við þótt hægar miöaði en það gjarnan vildi, ef það sæi tekið á máiunum af festu og alvöru og hætt að fara með löndum. Þaö munaöi litlu að illa færi sl. mánudag og von- andi að ekki komi til sllks oftar. — S.dór.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.