Þjóðviljinn - 28.02.1981, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 28.02.1981, Qupperneq 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 28. febrúar til 1. mars 1981 #mér datt það í hug Ingi Hans í Grundarfirði skrifar Við rætur Snæfellsjökuls að sunnan eru tveir litlir byggða- kjarnar, Hellnar og Stapi. Þessir staöir eiga sér langa, sögu, sem er merkileg fyrir þær sakir að enn i dag lifa menn i sátt og samlyndi við náttúr- una, þiggja björg af henni, láta dag, ár liða. Þar er ekki til stress, ekki alvarlegar þenk- ingar Ut af verðbólgu, ekki magasár vegna klukku. Hverj- um degi ér látin nægja sin þján- ing. Ég læt nú hugann reika um þessar slóðir. Hellnar koma alvarlega upp, kannske vegna þess að faðir minn sleit barns- skónum þar. Kannske vegna hátiðleikans, er hrifur mig i hvert sinn, þegar ég kem þangað oft á sumri. Alltaf verö ég hátiðlegur, er ég stend uppi á Gróuhdlnum og svipast um. Og kannske er ég hátiðlegur i þessu bréfkorni. En á engan helgistað hef ég komið sem er eins hátið- legur og Hellnar, sem er þó eng- inn helgistaður, nema þá skeglunnar, ekki veit ég það en slikt sköpunarverk sem þetta er vandfundið i henni veröld. Hver svo sem skapaöi það hefur vandað sig mjög og sé það satt að heimurinn hafi verið skap- aður á sex döeum. hlvtur skap- Áður nú ókomin tíð arinn aö hafa byrjað á Hellnum og er honum sæmd af þvi. 1 þjóðsögum eru margar sögur sagðar af viðskiptum manna við Kölska og eru þær allar á þá leið að menn seldu Kölska sálu sina fyrir veraldleg gæöi og reyndu siðan að komast undan loforði sinu með alls kyns brellum. Eftír svo sem þúsund ár verða vonandi lesnar þjóð- sögur á íslandi. Þá mun sagan af sumarhúsum útgerðarauð- valdsins verða álika vinsæl og sagan af Sæmundi fróða er nú. En á þeim sögum er regin- munur og ekki þykir mér senni- legt að mönnum muni þykja mikið til Sæmundar koma við hliöina á þvi þegar L.I.O. keypti sálina af Kölska og fékk hann til að lofa sér aö reisa nokkur sumarhús á Hellnum, en Kölski sjálfur þó greindur væri og klókur skildi ekki nútima skrif- finnsku og átti erfitt við að sætta sig við apparöt eins og Land- nám rikisins, Jarðanefnd, Náttúruverndarráð og annað þvi um likt. Þess vegna má telja fullvi'st að auðveldara hefði verið að selja dómkirkjuna i Reykjavik undir álver eða aðra slika drullukvörn, sem kristnir menn láta sér sæma, en þennan jarðarskika undir heimskt arð- ránsvald, er skilur ekki náttúru landsins og heldur aö hún sé bara landslag eða kynlif. En náttúran er söm við sig undir Jökli eins og Þórður sagði og eftir mikið brambolt og læti voru reistar undirstöður fyrir tittnefnd sumarhús, en þær hurfu náttórulega. Og nú er svo komið að Kölski mun þurfa að- stoð skriffinnskunnar til að losna undan loforði sinu við LtU. Svei mér ef Hellnar eru ekki helgistaður, þvi að þar er náttúran svo hrein að varla finnst þar ihaldsmaður og hlýtur þvi endir þessa máls að verða eins og Adams- og Evu- málsins forðum, aö ekki var Kristján Ragnarsson lengi i Paradi's. Einar Karl Haraldsson skrifar R eykja víkuríhaldiö og málefni aldraða íslenskir ihaldsmenn lenda oft i hinum verstu ógöngum þegar kenningar þeirra um alræði markaðshyggjunnar rekast á veruleika og atkvæði. Dæmigerö tvöfeldni þeirra kemur best i Ijós i öldrunarmál- unum svokölluðu. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið mikils- ráðandi i riki og borg frá þvi I siöariheimsstyrjöld. Framan af þeim tima og nU á siðustu árum markaðshyggjuofstækis voru og eru sumir Sjáifstæðismenn þeirrar skoðunar að „frelsi ein- staklinganna’’ sé best borgiö með sem allra minnstum opin- berum afskiptum. „Réttlæti” og „jöfnuður”eru eitur i beinum kenningasmiða frjálshyggjunnar vegna þess aö með þau hugtök á vörum hafa menn gert kröfur á hendur hinu opinbera og tekiö á sig aukna skattbyrði. í munni kenninga- smiða ihaldsins á hins vegar réttlætiö og jöfnuðurinn að veröa sjálfkrafa afleiðing gróðasóknar frjáls framtaks og dreifingargetu markaðskerfis- ins. Af slikum kenningum leiðir að málefni aldraðra ættu að leysast af sjálfu sér ef heil- brigðiskerfiö losnaði undan áþján hins opinbera. Ekki okkar mál Sjálfstæðismenn i Reykjavik voru fram á sjöunda áratuginn þeirrar skoðunar aö borgaryfirvöldum kæmi ekki við hvort eða hvernig menn kæmu sér þaki yfir höfuðið. Það var ekki þeirra verk aö sjá fólki fyrir húsnæði. Best færi á þvi að hver væri sjálfum sér næstur i þeim efnum. llið sama gilti um vanda- mál aldraðra. Sjálfstæðismcnn i Reykjavik höfðu þá bjargföstu tru að góðgerðar- og liknarfélög og atorkusamir einstaklingar í elliheimilarekstri myndu geyma gamla fólkið á þann veg að af þvi þyrfti engan ama að hafa. nema að sækja það á kjör- dag til þess að kjósa yfir sig íhaldiö. Og eins og Adda Bára Sig- fúsdóttir hefur nýlega rakiö i Þjóðviljagrein var það ekki fyrr en á siðasta kjörtimabili, að meirihluti Sjálfstæðismanna, sem ráöið hafði i borginni i hálfa öld, tók að sinna húsnæðismál- um aldraðra aö einhverju marki. Astæðan var sú að Al- bert Guömundsson „gerði allt vitlaust” innan flokksins og knUði það fram aö borgarstjórn ræki af sér slyðruorðið og tæki að byggja þjónustustofnanir fyrir aldraða. Hann fékk samþykkta myndarlega fjár- hæð á fjárhagsáætlun 1974 i þessu skyni, en þegar til átti að taka eftir kosningar þaö ár var ekkert I kassanum. Byggt af krafti Þaö var loks áriö 1975 sem hafist var handa um byggingu ibUða fyrir aldraöa viö Furu- gerði. Byggingarnar við Löngu- hlið og Dalbraut tóku við og má skrifa fyrrnefndu fram- kvæmdina á góðverkareikning fyrrverandi meirihluta. Þjón- ustuíbUðir við Dalbraut voru teknar i notkun i nóvember 1979 og lét nýi meirihlutinn Albert Guðmundsson njóta verka sinna með þvi' að kjósa hann áfram til formennsku i byggingarnefnd stofnana i þágu aldraðra. Byggingarnefndin og hinn nýi meirihluti létu ekki staðar numið við Dalbraut, en hélt rak- leiðis áfram og snemma á næsta ári verður stórt dvalar- og hjúkr- unarheimili fullbúið við Snorrabraut. Þá verður tekið til við þá næstu, sem veröur i Seljahverfi. Núverandi meiri- hluti hefur þvi byggt af krafti allt kjörtfmabilið. Hinsvegar hefur verið horfið frá þeirri stefnu að hafa allt undir i einu og koma litlu i verk, eins og lenska var á ihaldstimanum. Þess í stað er öllum kröftum beitt að afmörkuðum verkefn- um og kappkostaö að ljúka þeim á skömmum tima. Þetta á sérstaklega við um framkvæmdir við Borgarspital- ann. Þegar nýi meirihlutinn tók við var ákveðið að einbeita kröftunum að þvi aö ljúka bygg- ingu þjónustuálmu eins og óhjá- kvæmilegt var talið, og snúa sér siðan af fúllum krafti að B-álm- unni. B-álma Borgarspitalans mun fuilbyggð rúma 174 aidraöa langlegusjúklinga og stefnt er að þvi' að ljúka viö hana snemma á árinu 1983. Leist ekki á áróðursstöðuna Birgir Isleifur Gunnarsson fyrrum borgarstjóri hefur hins- vegar dregið fram pappira sem eiga að sýna að B-álman hefði verið að þjóta upp siðustu árin hefði ihaldiö ráðiö áfram i Reykjavik. Adda Bára Sigfús- dóttir borgarfulltrúi hefur á ákaflega ljósan hátt sýnt fram á hér i' Þjóðviljanum 26. febrú- ar, að pappirsdraumar Birgis Isleifs eru hjákátleg plögg og dæmd i öskutunnuna frá upphafi. Hugur Sjálfstæðismanna al- mennt hefur greinilega komið fram við afgreiðslu fjárhags- áætlana i Reykjavik- siðustu árin. „Það var tómahljóð i borgarkassanum sumarið 1978 og Birgir tsleifur Gunnarsson talaði um að niðurskurður okkar á fjárhagsáættun við þær aöstæður væri kák. Siðan hafa þeir Sjálfstæðismenn ekki lagt neitt til málanna, þegar fjár- hagsáætlanir hafa verið af- greiddar fyrr en nú aö þeir lögðu til 5% niðurskurð á öllum framkvæmdum borgarinnar. Þegar leið á þann fund borgar- stjórnar sem afgreiddi fjár- hagsáætlun, báðu þeir að visu um aö fá aö breyta tillögu sinnni og undanskilja by ggingar I þágu aldraöra. Þeim leist vist ekki á áróðursstöðuna með tillöguna óbreytta," skrifar Adda Bára. Samfellt átak og verulegir fjármunir t þingræðu á dögunum sagöi Svavar Gestsson félags- Ritstjórnargrein málaráðherra m.a. um þjón- ustustofnanir fyrir aldraöa: „Það er athyglisvert að sam- kvæmt spám sem liggja fyrir frá Þjóöhagsstofun og Hagstofu um ibuafjölda i landinu þá er gert ráð fyrir því að núna 1. desember s.l. hafi veriö 19800 einstakiingar 67 ára og eldri hér ilandinu, en að þeir verði orðnir um 27 þúsund um næstu alda- mót. Það er þvi alveg ljóst, að hér er um vaxandi verkefni að ræða. Þó aö átak verði gert með þeim hætti, sem nú er i undir- búningi meðýmsum byggingum hér á höfuðborgarsvæðinu, er alveg augljóst mál, að sliku átaki verður að halda áfram. Það verður ekki hægt aö staldra við i fyrirsjáanlegri framtiö, heldur þarf stöðugt aö verja tii þessa mjög verulegum fjár- munum.” Frelsað með niðurskurði Vandamál aldraðra lang- legusjúklinga eru alvarleg og brýn. Þau má nota I baráttunni um atkvæðin. En hvernig ætlar ihaldiö sem hyggst frelsa borg- ina meö skattalækkunum að leysa þennan vanda? Hér er um að ræða pólitiskt mál og spurn- ingin stendur um það hvort stjórnmálamenn og almenn- ingur erureiðubúnir að greiða þann kostnað sem er þvi sam- fara að búa sæmilega að þeirri kynslóö sem lokið hefur starfsferli sinum. Ihaldið i Reykjavik undir nýrri forystu herskárra niðurskurðarmanna ætlar að frelsa borgina meö stefnu sem gengur i þveröfuga átt. —ekh.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.