Þjóðviljinn - 28.02.1981, Side 16

Þjóðviljinn - 28.02.1981, Side 16
16 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Helgin 28. febrúar til 1. mars 1981 Gjörningar Einþáttungur fyrir hraösuðuketil. Andakt i salnum. — (Ljósm.: eik) „Nú er komið að uppáhellingnum” Inni í Nýlistasafninu við Vatnsstíg er allt snjóhvitt. Klukkan er farin að nálgast hálf-níu á þriðjudagskvöld þegar ég skýst inn. Úti kveikir mán- inn föla sigð, en inni er skjannabjart. Ég geng inn í klappið. Fyrsta gjörningi kvöldsins er lokið. Ég er alveg óvanur svona uppá- komum. Eiginlega græningi. Ekki maður með mönnum. Fólkið er komið i hlé og farið að drekka te, sem það eys upp úr potti. Ég rangla um og ber mig manna- lega. Þetta er ungt fólk með eigin ,,stæl” eins og Vilmundur mundi kálla það, þokkafullt, glaðlegt og sumt kannski ástfangið. Mér liður vel þó ég þekki fáa. Töfralampi Aladíns Nú er dregið léreft frá dyrum og við göngum til salar. Sumir fá sér sæti, en aðrir standa. Her- bergið er myrkvað. A miðju gólfi stendur gamaldags, litið og nett borð og yfir það er breiddur hvit- ur dúkur. A dúknum er hraðsuðu- ketill i sviðsljósi. Gjörningurinn heitir Töfralampi Aladins. Innan sviga: Einþáttungur fyrir hraösuðuketil. Listamaðurinn heitir Erlingur Páll Ingvarsson. Dauðahljóð. Ofvæni. Ekkert gerist þar til smám saman fer að heyrast dauft suð sem smáhækkar. Mikil eftirvænting er i lofti — og andakt. Allir mæna á ketilinn. Heyra má saumnál detta. Suðið hækkar og nú fer andi Aladins að birtast upp úr stútn- um. Punktaljósið gerir hann áþreifanlegan og sýnilegan. Þetta er áhrifamikið. Ketillinn er ekki mjög hraðvirkur. Loks kemur suðan upp og andinn fær manns- mynd og ásjónu. Hámarki nær gjörningurinn þegar klikkið heyr- ist. Þá slekkur ketillinn á sér sjálfkrafa og andinn leysist hægt og hægt upp og hverfur. Ljósin eru kveikt og atburðinum lokið. Intermesso Allir ganga fram og fá sér tesopa eða ræða málin. Ljósmyndarinn minn er æfur. Ég þarf að halda á öllu til þess að hann rjúki ekki út. „Þetta er ein- um of langt gengið”, segir hann. „Þegar fólkið klappaði i stað þess að fara að hlæja, lá við að ég hrópaði upp: Nýju fötin keisarans!” Ég fæ nú samt taliö hann á að vera áfram. Þarna er lika fullorðin kona sem gengur út þrátt fyrir þrábeiðni dóttur sinnar að vera áfram. „Ég get nú alveg eins horft á hraðsuðu- ketilinn heima hjá mér”, segir hún. Unga fólkið er ánægt á svip, og ég er það nú eiginlega bara lika. Mér finnst gaman. Þetta var myndrænt. Ólafur Lárusson kem- ur aðvifandi og segir: „Ljóðrænt, ljóðrænt, ljóðrænt...” Einhver hvislar þvi að listamaðurinn sé sonur menntamálaráðherra. Hléið varir góða stund og ljós- myndarinn er óþolinmóður á Gufur stigu upp er hellt var upp á heita plötu. svipinn. Ég gægist bak viö léreít- ið til að gæta að undirbúningi fyr- irnæsta gjörning. Búiðerað stilla kaffitrekt upp á borðið og ég hugsa með mér: „Er nú komið að uppáhellingnum”. Hrafnaþing Svo er boðið til salar á ný. Nú er bjart inni og eftirfarandi munir eru á sviði: Dúkað borð, kassettu- tæki, ketill, tvær plötur, sem reistar eru upp á rönd hvor i sinu horni, hamar, spreybrúsi og fleira smálegt. Uppi á borðinu er hitaplata og kaffitrékt á standi yfir henni. Brátt kemur lista- maðurinn, Ómar Stefánsson, ask- vaðandi i hrafnshami kolsvört- um. Hefst nú hröð atburðarás á sviði og fuglar taka að jarma og garga ákaflega úr tækinu. Lista- maðurinn snýst i kringum sjálfan sig, hellir öðru hverju vatni úr katlinum i trektina og hoppar vatnið á heitri plötunni fyrir neðan og gufur stiga upp. Hann hleypur fram og sækir pappirsvöðul mikinn og brátt fer hann að rita á plöturnar tvær. öðru megin setur hann stafamót og sprautar með svörtu i þau svo að úr verða reglulegir og fallegir stafir. Þar stendur KAOS. Hinum megin klistrar hann óreglulegum pappalengjum upp i stafi sem allir verða á ská og skjön. Þar stendur KOSMOS. Ég legg saman tvo og tvo. Kosmos er hinn reglulegi og skipulegi heimur i griskri goða- fræði, en Kaos andstæðan við það, óskapnaðurinn. Þetta hlýtur að eiga að vera táknrænt. Þegar þessum hamagangi öll- um er lokið stillir Ómar sér upp við vegg andspænis áhorfendum og skyndilega tekur hann af sér nefið stóra og svarta, og varpar siðan af sér hrafnshaminum og stendur þá nakinn. Hann gengur að kassettutækinu, tekur það i hönd sér og gengur út i gegnum áhorfendaskarann. Amen. — GFr. Listamaðurinn Ómar Hallsson I miðjum gjörningi. Takiö eftir ánægjusvipnum á áhorf- endum (Ljósm.: eik). I hléi fékk fólkiö sér tesopa og hafði það notalegt.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.