Þjóðviljinn - 28.02.1981, Page 25
Helgin 28. febrúar til 1. mars 1981 ÞJOÐVILJINN — StÐA 25
Botvinnik
Fyrir rúmlega tlu árum var
bandariskur skáksniliingur,
Bobby Fischer, fenginn til aö
gera 10 sjónvarpsþætti fyrir
júgósla vneska sjón varpsstöð.
Efni þáttanna var umfjöliun um
10 mestu skákmenn allra tima.
Hver þáttur fjallaði um einn
einstakan skákmann þar sem
Fischer skýrði eina skák, tók
fyrir séreinkenni hvers skák-
meistara og rabbaði jafnframt
iitillega um hitt og þetta sem á
daga viðkomandi hafði drifið.
Ekki man ég nákvæmlega hverjir
þessir skákmeistarar voru, nema
hvaö i hópnum mátti finna
Lasker, Aljékín, Capablanca,
Tal, Spasski, Petrosjan og
Larsen. Fischer tók sjálfan sig
ekki fyrir i þáttum þessum,
né heldur Mikhacl Botvinnik,
þann skákmeistara, sem einn
frægasta skákmann heimsins.
Þaö er út af fyrir sig skiijanlegt
að Fischer skyldi hafa látiö hjá
liggja að fara ofan i saumana á
eigin persónu, siikt gæti flokkast
undir sjálfbirgingshátt, og
Fischer hefur ávallt veriö varkár
i samskiptum sínum við fjöl-
miðla.
Þaö vakti hinsvegar mikla
athygli, að hann skyldi sleppa
Botvinnik, þeim skákmanni sem
einna lengst hefur haldiö heims-
meistaratitlinum. Aöspuröur
sagöi Fischer, aö Botvinnik heföi
teflt bæöi litiö og illa þau ár sem
hann bar krúnuna en heföi tekist
aö halda svo lengi i titilinn vegna
sterkar aöstööu sinnar f sovésku
þjóðlífi. I þessu felst auövitaö
nokkurt sannleikskorn. Utan þess
að verja heimsmeistaratitilinn
reglulega frá árunum 1951-’63, þá
tefldi Botvinnik sárasjaldan i
opinberum skákmótum. Hann
haföi öörum hnöppum aö hneppa
sem rafmagnsverkfræöingur,
vann fulla vinnuviku, nema hvaö
á miövikudögum tók hann sér fri
sem hann notaö til skákrann-
sókna. Botvinnik þótti á þessum
árum hreint ótrúlega reglusam-
ur, dagurinn var þrautskipulagö-
ur út i ystu æsar. Þaö var t.a.m.
ekki heiglum hent fyrir kunningja
hans aö koma i heimsókn. Ef
knúiö var dyra þegar hinn
heföbundni 30-minútna göngutúr
— úti i frisku lofti •— var á dag-
skránni urðu gestirnir aö gjöra
svo vel aö biöa I hálftima, og ekki
var svo vist aö betra tæki viö
þegar gönguferöinni var lokið,
t.a.m. ef reglulegar höfuö- og
öndunaræfingar voru á dagskrá.
Þaö er til marks um skipulags-
hæfileika Botvinniks, aö þegar
hann æföi undir seinna einvigiö
viö Michael Tal, sem fram fór ár-
iö 1961, þá lét hann þjálfara sinn
ganga i kringum skákborðiö meö
hrööum hreyfingum og svælandi
sigarettu. t fyrra einviginu var
það einmitt þetta háttalag
töframannsins frá Riga sem
hrjáöi Botvinnik hvaö mest.
Ekki alls fyrir löngu barst
greinarhöfundi i hendur úrdrátt-
ur úr grein sem Botvinnik ritaöi i
bók nokkra þar sem sovéskir af-
reksmenn á hinum ýmsu sviðum
gera úttekt á ferli sinum og
frama. Þar fer Botvinnik ófögr-
um oröum um Fischer og kann aö
vera aö þar sé eina ástæöuna aö
finna fyrir þvi aö Botvinnik var
sleppt úr áöurnefndum sjón-
varpsþáttum. I greininni ræöir
Leiðin á tindirm er
torsótt og ógreiðfær...
Þaðan liggja
allar leiðir
niður á við
Botvinnik segir frá
Botvinnik um einvigi sem fyrir
dyrum stóö milli hans og
Fischers. Segir hann Fischer
hafa veriö ósamvinnuþýöan i
meira lagi og ávallt haldiö fram
eigin kröfum um framkvæmd
einvfgisins. Eftir mikla togstreitu
var hætt viö þetta einvigi, er. var
hugsaö sem einskonar svana-
söngur Botvinniks á skáksviðinu.
I staö þess var haldiö i Hollandi 4
manna skákmót meö þátttöku
Spasskis, þáverándi heimsmeist-
ara, Larsens og Donners. Þetta
var i Leiden i Hollandi áriö 1970.
En þaö er ýmislegt fróðlegt
annaö en samskipti Botvinniks og
Fischers. Botvinnik kom fram á
sjónarsviöiö i kringum 1930 þegar
sterkustu skákmenn heims voru
enn Aljékin, Capabalnca og
Lasker. Eftir stjórnarbyltinguna
i Rússlandi var gert mikið átak til
að gera veg skáklistarinnar sem
mestan. Arangurinn kom eölilega
nokkuö seint i ljós, en smátt og
smátt uröu Sovétmenn leiöandi
þjóö á skáksviöinu. Alþjóölega
skákmótiö i Moskvu 1935 var i
raun fyrsta mót sinnar tegundar i
Sovétrikjunum og þá fóru menn
aö taka eftir þvi hversu hinn
almenni sk á k s t y r k 1 ei k i
Sovétmanna haföi vaxiö. Mótiö
fór fram fyrir fullu húsi
áhorfenda, 5000 manns létu sig
hafa þaö aö hanga hver upp á
öörum. Botvinnik deildi sigrinum
meö þáverandi tékka (siöar
Sovétmanni), Salo Flohr, þeir
uröu hálfum vinningi á undan
Lasker sem þá var 66 ára. Capa-
blanca hafnaöi i 4. sæti, en i
neösta sæti varö eini kvenkyns
þátttakandinn, Vera Menchik. A
næstu árum vann Botvinnik
hvern sigurinn á fætur öörum, og
varö lýöum ljóst aö, jafnvel þótt
Aljékin héldi titlinum, þá var þaö
i meira lagi vafasamt, að hann
ætti tilkall til þess aö teljast besti
skákmaöur veraldar. Auk Bot-
vinniks sýndi Keres af sér afar
heilsteypta taflmennsku og
nokkru siöar Smyslov, allt skák-
menn sem meö árunum uröu þeir
virtustu i heimi. Heimsstyrjöldin
braust út, og þá þýddi nú litiö aö
berjast meö taflmönnunum. A
skáksviöinu sem annarsstaðar
drabbaöist allt niöur, og margir
fremstu stórmeistarar heims létu
lifiö i þessum mikla hildarleik.
Botvinnik slapp viö aö gegna
herþjónustu sakir daprar sjónar,
en vann öll striðsárin sem aö-
stoöarmaöur I háspennustöö.
Þegar séö var fyrir endann á
striöinu var leitast viö aö koma á
einvigis milli Botvinniks og Aljé-
kins.
Einvigið átti aö fara fram i Sov-
étrikjunum og segir sagan að
Aljékin, sem haföi oröiö aö þola
hinar verstu hörmungar á striös-
árunum, hafi hlakkaö mjög til
feröalagsins, ekki sistfyrir þá sök
aö nú átti hann loksins aö fá tæki-
færi til aö berja fósturjörðina
augum. úr þessu einvigi varö
aldrei. Aljékin lést snemma árs
1945 — úr heilablóöfalli. Botvinnik
vann svo titilinn i 5 manna keppni
tveimur árum siöar. Þátt-
takendur voru auk hans
Reshevski, Keres, Euwe og
Smyslov.
Af skákum Botvinniks viö
gömlu meistarana, þ.e. Capa-
blanca, Alkékin og Lasker, er
vinningsskák hans viö Capa-
blanca frá AVRO-mótinu 1938
sú frægasta og hefur löngum
veriö talin ein sú allra besta sem
Botvinnik hefur teflt. Hún hefur
viöa birst og komiö fyrir augu
fjölmargra skákmanna. En
aldrei er góö visa of oft kveöin:
Hvitt: Botvinnik
Svart: Capablanca
Nimzoindversk vörn
1. d4-Rf6
2. c4-e6
3. Rc3-Bb4
4. e3-d5
5. a3-Bxc3+
6. bxc3-c5
7. cxd5-exd5
8. Bd3-0-0
9. Re2-b6
10. 0-0-Ba6
11. Bxa6-Rxa6
12. Bb2-Dd7
13. a4-Hfe8
14. Dd3-c4?
(1 aths. sinum gefur Botvinnik
þessum leik spurningarmerki og
segir aö jafnvel þó svartur nái aö
vinna peðiö á a4 sem tekur óra-
tima þá skipti þaö sáralitlu máli
miðaö viö kraftinn i peöaframrás
hvits á miöboröinu. Svartur átti
mótsspilsmöguleika eftir c-lin-
unni og meö þvi aö biöa meö aö
ákvarða stööu c-peösins heföi
hviti peðameirihlutinn á miö-
boröinu oröiö vandmeöfarnari.)
15. Dc2-Rb8
(Þessi riddariá leiðinni tilb3.)
16. Hael-Rc6 19- e4-Dxa4
17. Rg3-Ra5 20. e5-Rfd7
18. f3-Rb3 21. Df2
(Undirbýr framrás f-peösins.
Svartur á i vök aö verjast þrátt
fyrir umframpeðiö.)
21. ,..-g6 22. f4-f5
(Þaö er tæplega hægt aö gripa til
annarra ráöa. Svartur mátti alls
ekki leyfa 23. f5.)
23. exf6-Rxf6 24. f5-Hxel
(1 erfiöum stöðum skal leitast
eftir uppskiptum, segir regla góö.
1 þessu tilviki fá uppskiptin litlu
áorkaö.)
25. Hxel-He8 26. He6!-Hxe6
(Eöa 26. — Kf7 27. Hxf6+ Kxf6 28.
fxg6+ o.s.frv.)
27. fxe6-Kg7 29. De5-De7
28. Df4-Dc8
(Hvitu mennirnir hafa náö
hámarksvirkni. En er hægt að
bæta stöðuna? Fái svartur
minnsta friö eru peöin á drottn-
ingarvæng komin af staö. Næsti
leikur gerir gæfumuninn. Bot-
vinnik varö aö hafa séö hann
löngu áöur. Afbrigöi leikfléttunn-
ar eru óvenju löng og enda, hvort
sem menn trúa þvi betur eöa verr
i lokastöðunni!)
abcdefgh
30. Ba3!!-Dxa3 33. Dxt6+-Kg8
31. Rh5+!-gxh5 34. e7!
32. Dg5 + -Kf8
1 siöasta sunnudagsþætti var
ekki aö finna neina þraut fyrir
menn aö glima viö. Hér kemur
ein óvenju strembin:
abcdefnh
— Hvftur mátar í þriöja
leik.
Frá alþjóölega skákmótinu I Moskvu 1935.José Raoul Capablanca situr
aö tafli. Pallas Aþena horfir á. Mótiö fór fram i einu stærsta iistasafni
Moskvuborgar og fylgdust um 5000 manns meö hverri umferö.
Mikhael Botvinnik.
(Nákvæmni er þörf. Eftir 34.
Df7+ Kh8 35. e7 nær svartur jafn-
tefli, 35. — Dcl+ 36. Kf2 Dd2+ 37.
Kg3 Dxc3+ 38. Kh4 Dxd4+ 39.
Kxh5 De5+ og svartur nær
þráskák.)
34. ,..-Dcl+ 25. Kf2-Dd2+
36. Kg3-Dd3+ 39. Kh4-De4 +
37. Kh4-De4+ 40. g4-Del +
38. Kxh5-De2+ 41. Kh5
— Svartur gafst upp. Hann skák-
ar ekki miklu meira aö neinu
gagni.
WBDWaEÍ!
■ ■ ■ á besta staö í bænum.
Þægileg vel búin herbergi.
Lipur þjónusta.
Kaffistofan...
eropin
allan daginn. Heitur matur,
brauö, kaffi og kökur. Vistlegt
umhverfi.
RAUDARÁRSTÍGUR 18
SÍMi 28866