Þjóðviljinn - 28.02.1981, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 28.02.1981, Blaðsíða 30
30 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 28. febrúar til 1. mars 1981 Fjölmenni var aö venju við setningu Búnaöarþings. — Mynd: —eik. Loödýraræktin: Rétti tíminn til stefnumótunar Meðal þeirra aukabúgreina, sem bændur hafa áhuga á aö koma upp og efla er loðdýrarækt. Fyrir Búnaöarþingi lágu tvö erindi, er að henni lutu, annaö frá stjórn Búnaðarfélags íslands og hitt frá Agli Bjarnasyni og Gunn- ari Oddssyni. t erindi stjórnar Búnaöarfélagsins er bent á, aö taka þurfi til athugunar m.a. eftirgreind atriöi: Hvort ekki se ástæöa til endur- skoöunar á lögum og reglugerð- um um loödýrarækt. Aö endur- skoöa og setja ný ákvæöi um lánamöguleika og skipulag fjárfestingar i loðdýrabúskap. Hvort ekki sé þörf á að setja sér- stök ákvæði um byggingar sameiginlegra fóöurstööva fyrir loödýraeigendur. Aö gera sérstaka áætlun um þróun loð- dýraræktar t.d. fyrir næstu 5-10 ár. Hvort ekki sé hið fyrsta þörf á aö koma á fót kennslu og þjálfun fyrir þá, sem stunda eða hyggjast koma upp loödýrarækt. Hvort ekki sé ástæða til að koma upp sóttvarnarbdi og hvað þurfi að gera til að tryggja heilbrigði dýrastofnsins. I erindi þeirra Egils og Gunn- ars er rætt um nauðsyn þess að einfalda það „kerfi, sem menn þurfa að ganga í gegnum til þess aö fá samþykkta stofnun og stað- setningu loödýrabúa Athuga hvort ekki megi sumsstaðar nýta eldri byggingar fyrir loðdýrin og að fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt af bygginga- og girð- ingarefni til loðdýrabúa. BUnaðarþing afgreiddi ofannefnd erindi með eftirfarandi ályktun: „BUnaðarþing telur liklegt, að framundan sé vaxtarskeið i loð- dýrarækt hérlendis, og að þvi beri að stuðla. Þingið telur að nú sé réttur timi til að móta þá stefnu, sem þróun þessarar bú- greinar tekur i framtiðinni, og leggur á þaö rika áherslu, að hún verði felld i þann íarveg að vera fyrst og fremst aukabúgrein i sveitabýlum, er tryggi afkomu og styrki búsetifi dreifbýli vegna samdráttar eða vaxtarstöðvunar i hefðbundnum búgreinum. Búh- aðarþing felur stjórn BUnaðarfél- ags Islands að skipa nefnd, er vinni að þvi að gera tillögur til stjórnvalda um samræmda til- högunþeirra þátta, er ráða munu þróun loðdýrabúskaparins, og bjóða Stéttarsambandi bænda að- ild að nefndinni”. -mhg. Raflínubilanir verði bættar sem skjótast Mikiar bilanir hafa orðið á raflinum hér og þar um iandið i veðrahamnum i vetur. Og úr þvi að manniifið er nú orðið meira og minna, með flestum hætti, háð rafstraumnum, skiptir miklu að ekki verði löng töf á þvi að úr bil- un sé bætt. Þarf naumast að orð- lengja um svo augljóst mál. Af þessum sökum beina Austur-HUnvetningar þvi til Bún- aðarþings, að það hlutist til um að viðgeröaþjónusta á raflinum verði bætt, eftir þvi sem frekast er kostur”. Jafnframt verði at- hugað „hvort ekki sé unnt að þjálfa menn sem viðast i héruð- unum til auðveldustu viðgeröa- starfa”. Þá undirstrika Austur- Húnvetningar nauðsyn þess „að bændum verði sem viðast gefinn kostur á þriggja fasa rafmagni” og að li'nanr verði lögö „innfyrir vegg hjá notanda án sérstaks aukagjalds”. BUnaöarþing itrekar fyrri sam- þykktir sinar i þessa átt og skorar „enn á stjórnvöld að útvega fjár- magn til þessara framkvæmda svo að 8 ára áætlun Orkuráðs um styrkingu sveitaveitna nái fram að ganga á tilsettum tima.” Jafnframt leggur þingið áherslu á, að jafnan verði tiltækt „nægi- legt starfslið svo viðgerðir á dreifikerfinu tefjist ekki vegna mannfæðar, þegar bilanir verða,” og felur stjórn Búnaðar- félags Islands að fylgja málinu eftir. —mhg. Lif og fjör Framhald af bls. 3 lagsins. Þar voru fundarmenn um og yfir fjörtiu eöa nær þrisvar sinnum fleirien á hinum „sérlega vel sótta fundi” hjá krötum dag- inn eftir. — Þessi fundur hjá Al- þýðubandalaginu var ákaflega liflegur sagði Gisli og stóð á fimmta klukkutima. — Það er mál gamalla manna hér að svona liflegur stjórnmálafundur hafi ekki verið haldinn i Bolungavik i 40 ár siðan þeir Hannibal og Finnur Jónsson voru upp á sitt besta. Gisli kvaðst ekki hafa verið á fundum Alþýðufiokksins og Al- þýðubandalagsins á tsafirði þessa sömu helgi en hann kvaðst hafa sannfrétt, að á fund krat- anna þar hafi verið um 30 manns en hjá Alþýðubandalaginu nær 50. og að fundur Alþýöubandalagsins á Isafirði hafi staðið á fimmta klukkutima. — Gisli Hjartarson sagði að á fundi Alþýðubanda- lagsins á Isafirði hefðu komið fram mjög mismunandi sjónar- mið hjá Framsóknarmönnum er til máls tóku hvað varðar áform Ólafs Jóhannessonar um hern- aðarframkvæmdir á Keflavikur- flugvelli ®g hafi farið i hart á milli ritstjóra Framsóknarmálgagns- ins á Isafirði og annars varaþing- manns Framsóknar á Vest- fjörðum. Þá kvað Gisli þaö hafa vakið at- hygli fyrir vestan að á báðum fundum Alþýðubandaiagsins á tsafirði og i Bolungavik hafi talað þekktir Sjálfstæðismenn sem lýstu stuðningi við Gunnar Thoroddsen og samstarf hans við Alþýðubandalagið um rikisstjórn. S.dór. Svæðisstjóra málefna þroskraheftra og öryrkja í Reykjavík óskar eftir að ráða starfsmann i flálffe starf. Æskilegt er að uumsækjendur hafi menntun á uppeldis- eða félagsvisinda- sviðum. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist formanni svæðis- stjórnar, Skúla G. Johnsen borgarlækni, skrifstofu borgarlæknis, Heilsuverndar- stöðinni við Barópsstig. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Viðtalstimi Garðars Sigurðssonar færist fram um viku vegna kjör- dæmisráðsfundar og verður laugardaginn 28. febrúar kl. 14, að Kirkju- vegi 7, Selfossi. — Stjórnin. Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Félagsfundinum sem átti að vera 25. febrúar er frestað. Nánar auglýst siðar. — Stjórnin. Alþýðubandalagið á Akranesi Félagsfundurinn sem halda átti i Rein 16.2. en féll niður vegna óveðurs, verður haldinn miðvikudaginn 4. mars kl. 20.30. Málefni: Staða verkalýðshreyfingar- innar á Akranesi Framsögumenn:Bjarnfriður Leósdóttir, Guðmundur M. Jónsson og Sigrún Clausen. Alþýðubandalagið i Reykjavik —•innheimta félagsgjalda — Alþýðubandalagið i Reykjavik minnir þá félagsmenn sem enn hafa ekki greitt útsenda giróseöla að greiða gjaldfallin félagsgjöld nú um mánaðamótin. Stjórn ABR Alþýðubandalagið Húsavik Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Húsavik verður haldinn þriðjudag- inn 10. mars i Snælandi og hefst kl. 20.30 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. VIÐT ALSTÍMAR þingmanna og borgarfulltrúa Laugardaginn 7. mars milli kl. 10 og 12 verða til viðtals fyrir borgarbúa á Grettis- götu 3: / Olafur Ragnar Grimsson Sigurjón Pétursson Eru borgarbúar hvattir til að nota sér þessa viðtalstima. Aiþýðubandalagið í Reykjavík Fundaröð um starf og stefnu Alþýðubandalagsins. Meirihlutasamstarfið I borgarstjórn Revkjavíkur — starfið og árangur þess Þriðji fundurinn i fundaröð Alþýðubandalagsins i Reykja- vik um starf og stefnu flokks- ins verður nk. þriðjudag 3 mars i fundarsal Sóknar að Freyjugötu 27. Fundurinn hefst kl. 20:30. Frummælendur á fundinum verða þeir Gunnar H. Gunnarsson og Sigurjón Pétursson. Stjórn ABR Innheimta félagsgjalda Alþýðubandalagið i Reykjavik minnir þá félagsmenn sem enn hafa ekki greitt útsenda giróseðla að greiða gjaldfallin félagsgjöld nú um mánaðamótin. — Stjórn ABR Sigurjón Gunnar Félagar fjölmcnnið og takið þátt i umræðum um borgar- málin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.