Þjóðviljinn - 28.02.1981, Blaðsíða 31
Helgin 28. febrúar til 1. mars 1981 ÞJÓÐVILJÍNN — StÐA 31
Sennilega hefði Hallgerður langbrók verið fullsæmd af hári Helgu
Magnúsdóttur sem sést hér á myndinni. Fáar konur munu vera öllu
hárprúðari á islandi um þessar mundir. Ella, Ijósmyndari Þjóöviljans,
rakst á Helgu á Kjarvalsstöðum s.l. fimmtudag og smellti þá af mynd-
inni. Karlmanninn þekkjum við ekki.
Þetta er Jónilikt, hann kemst aldrei á lappir fyrir tiu.
Ferðu framhjá kirkjugarðinum?
Ég er sykursjúkur en ekki eitt einasta veitingahús eöa verslanir
sem selja heitan mat eru meö fæöi á boöstólnum fyrir slika sjúkl-
inga.
segir Páll Helgason
sem hefur verið á
biðlista til að komast
á elliheimili í 6 ár
Ég er búinn að vera á biðlista
til að komast á dvalarheimili
fyrir aldraða i 6 ár og tel mig
nauösynlega þurfa að komast
þar inn af heilsufarsástæöum,
sagöi Páll Helgason 76 ára er
hann leit inn á Þjóðviljann fyrir
skömmu. Og það var eins og við
manninn mælt. Um kvöldiö
hringdi hann i undirritaðan
blaöamann og sagði að einmitt
þennan dag heföi verið hringt til
sin frá Hrafnistu i Hafnarfirði
oghonum tilkynnt að hann fengi
þar inni.
Páll lifir af ellilifeyrinum ein-
um samanog ber kviðboga fyrir
þviaðhannhafi úr litlu að moða
er hann fer inn á dvalar-
heimilið. Daggjald mun vera
145 krónur á Hrafnistu og 140
krónur á Grund. Ellilifeyririnn
er núna á 3.þúsund krónur með
tekjutryggingu.
Páll Helgason hefur margt að
athuga við kjör aldraðra hér á
landi. Sjálfur er hann t .d. sykur-
sjúkur og þarf að vera á sér-
stöku fæði. Ekki eitt einasta
veitingahús i borginni er með
slikt fæði á boðstólnum og ekki
heldur verslanir sem selja heit-
an mat. Páll er ekkjumaður og
verður þvi að elda ofan i sig
sjálfur þó að hann kysi fremur
að borða á veitingahúsi.
— Þaö vill til að ég er gamall
kokkur, segir Páll, Ég tel einnig
að fella ætti niður gjöld manna
OG
sem eru komnir á ellilaun og
hafa ekki annað. Siðasta ár
hafði ég vinnulaun að upphæð
rúmar 900 þúsund gamlar
krónur og sótti um lækkun á
skatti þvi að nú er ekki lengur
um laun' að ræða. Fyrir vel-
vilja skattstjóra voru gjöldin
lækkuð en ég tel að sérstök
nefnd ætti að fjalla um slik mál
þannig að afgreiðsla þeirra geti
ekki verið duttlungum eins
manns háð.
Núna eru um 600 gamalmenni
sem ekki komast á spitala þó að
þau þurfi þess meö. Þetta nær
auðvitað ekki nokkurri átt. Mér
hefur dottiö i hug að peninga-
stofnanir gangist fyrir þvi að
byggð verði blokk fyrir 100—200
manns og verði þetta framtak
tileinkað aldamótamönnum
gert i viröingarskyni við þá.
Þarna fengju þeir inni sem
fæddir eru fyrir aldamót. Sam-
kvæmt siðasta manntali eru
5243 Islendingar svo gamlir þar
af 2808 á Stór-Reykjavikur-
svæðinu.
— Hvernig hefur liðanin ann-
ars verið hjá þér?
— Mér finnst það öryggisleysi
að búa einn eins og ég hef gert.
Ég eyöi timanum i að lesa og
tala viö fólk. Meðan ég held
sjóninni eru það bækurnar sem
hafa mest að segja.
— GFr.
Um ástina
Svo fyrnast ástir sem fundir
tslenskur málsháttur
Sálin hlær úr augum ásthrifiris
manns
Eunapius
ég skil ekki...ég elska
Tennyson
Astinni svipar til tungls-
ins, — annaðhvort er það i vexti
eða það fer minnkandi
Ségur
Astin og óttinn geta talið mönn-
um trú um allt
Madame de Aulnoy
Á skilnaðarstundinni finnur
maður það fyrst hve heitt
maður elskar
Michel Cordey
ÞAR
HER
Loksins
fékk
ég inni
Franska vikan í Rán
Þeir Grettir Björnsson og Einar Logi Einarsson leika frönsk lög fyrir matargesti á matmálstfmum
hér eru þeir ásamt Ómari Hallssyni og konu hans Rut Ragnarsdóttur eigendum Ránar.
Þessa dagana stendur yfir á
veitingahúsinu Rán við Skóla-
vörðustig frönsk vika. Húsið
hefur fengið til liðs við sig
franskan matreiðslumann, sem
hefur veg og vanda aö matseðl-
inum sem er tvöfaldur þannig
að gestir geta valið á milli
tveggja forrétta aðairétta og
eftirrétta. Húsakynni hafa verið
skreytt og reynt er að skapa
franska stemmningu m.a. leika
þeir Grettir Björnsson og Einar
Logi Einarsson franska tónlist
fyrir gesti á matmálstimum.
A næstunni er ætlunin að
bjóða uppá Italska viku og kin-
verska.