Þjóðviljinn - 19.03.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.03.1981, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 19. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Myndin er tekin frá Sogamýrarbyggö (eöa yfir henni) til noröurs yfir Vogahverfi. Skipulagssvæöiö afmarkast af götunum Skeiöarvogi, Miklu- brautog Elliöavogi og af lóöamörkum viö Eikjuvog og Gnoöarvog. Skipulag í Sogamýrí Reykjavíkurborg efn- ir til hugmyndasam- keppni um skipulag í Sogamýri, samkvæmt samkeppnisreglum Arkitektaféiags islands og sérstakri útboðslýs- ingu. Samkeppnissvæðið afmarkast af Skeiðar- vogi, Miklubraut, og Elliðavogi. Ennfremur af lóðarmörkum við Eikjuvog og Gnoðarvog. Viðfangsefni þessarrar sam- keppni er að kanna byggingar- möguleika á afmörkuðum reit i Sogamýri i Reykjavlk miðað við fyrirliggjandi forsendur i nátt- úrulegu umhverfi og mannvirkj- um. Þar sem um hreina hugmynda- samkeppni er að ræða, eru kepp- endum gefnar frjálsar hendur varðandi tillögugerð um bygg- ingarmagn og byggingaform. Þó að gengið sé út frá þvi, að ibúðir myndi þungamiðju byggðarinnar i samþykktum skipulagsnefndar, eru keppendur jafnframt frjálsir að þvi að gera tillögur um ann- arskonar nýtingu á svæðinu s.s. fyrir atvinnuhúsnæði, stofnanir, félagsstarf og Utivist, en skulu þá færa rök fyrir þvi að slik starf- semi sé raunhæf og eðlilega sett með hliðsjón af legu I borginni, nærliggjandibyggð og almennum umhverf issjónarmiðum. Samkeppnissvæðið liggur á milli tveggja stórra útivistar- svæða borgarinnar, þe.e. Laugar- dals annarsvegar og Elliðavogs — Elliðaárdals hinsvegar. Áhersla er lögð á góð göngu tengsl milli þessarra útivistar- svæða, og skulu keppendur gera grein fyrir þvi á hvern hátt þau tengsl verða felld að og samræmd byggð og útivist á reitnum. Heimild til þátttöku hafa allir islenskir rlkisborgarar og erlend- ir arkitekíar, sem starfa á Islandi. TrUnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Jensson, framkvæmda- stjóri, Byggingaþjónustunni, Hallveigarstig 1, Reykjavik, pósthólf 1191, simi 29266 og heimasi'mi 39036. Hann afhendir keppnisgögn gegn kr. 100.00 þátt- tökugjaldi sem er óafturkræft, og kr. 400.00 i skilatryggingu. Keppnislýsing er ókeypis. Skila skal tillögum til trúnaðar- manns i siðasta lagi miðvikudag 20. mai 1981 kl. 18.00 að fslenskum tima. Heildarupphæð verðlauna er kr. 75.000.- Lágmarksupphæð 1. verðláuna er kr. 25.000.- Dóm- nefnd er jafnframt heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 25.000.- Að dómi loknum munu niður- stöður samkeppninnar kynntar skipulagsnefnd Reykjavikur og borgarráði og væntanlega lagðar þar til grundvallar endanlegri ákvörðun um nýtingu svæðisins. Sýning verður haldin á öllum til- löguuppdráttum strax að dómi loknum. Falli ákvörðun á þann veg, að samkeppnissvæðið verði að ein- hverju eða öllu leyti tekið til byggingar, þá mun dómnefnd annað tveggja beina þvi til út- bjóðanda að höfundi 1. verðlauna- tillögu verði falin frekari úr- vinnsla verkefnisins, eða að efnt verði til lokaðrar keppni skv. samkeppnisreglum A.l. meðal höfunda verðlaunaðra tillagna. Sú samkeppni yrði haldin á grundvelli endurskoðaðrar keppnislýsingar, og gert ráð fyrir að niðurstöður hennar yrðu lagð- ar til grundvallar endanlegri út- færslu skipulags á svæðinu. I dómnefnd eru: Hrafnkell Thorlacius, arkitekt, formaður, Haukur Morthens, söngvari, Hilmar Ólafsson arkitekt, Sigurð- ur Harðarson, arkitekt og Sturla Sighvatsson, arkitekt. Ritari dómnefadar er Yngi Þór Lofts- son, landfræðingur. Skoðanakannanir: Skipun nefndar nú undirbúin Gunnar Thoroddsen forsætis- ráöherra skýröi frá þvi á Alþingi á þriöjudag aö rikisstjórnin hyggöist á næstunni skipa nefnd til aö fjalla um setningu regina um almennar skoöanakannanir. Forsætisráöherra sagöi aö ekki heföi veriö tekin ákvöröun um hvort nefndin yröi skipuö sér- fræöingum á þessuv' sviöi eöa pólitiskum fulltrúum. Tilefni yfirlýsingar forsætis- ráðherra var fyrirspurn frá Alex- ander Stefánssyni um hvað liði undirbúningi að setningu reglna eða laga um almennar skoðana- kannanir skv. þingsályktun er samþykkt var á Alþingi 23. mai 1979. Alexander lagði áherslu á að þar sem skoðanakannanir gætu haft áhrif á skoðanamyndun al- mennings þá þyrfti að setja al- mennar grundvallarreglur um þetta efni. 1 umræðum um málið minnti Vilmundur Gylfason á aö hann heföi áður varað við þvi að settar væru almennar reglur um skoð- anakannanir. Hætta væri á þvi að slikar reglur gætu verið haml- andi. Ef settar væru reglur er kölluðu á dýra framkvæmd þá gæti svo farið að aðeins fjársterk- ir aðilar gætu framkvæmt kann- anir. Ef sllkar kannanir yrðu svo á vegum opinberrar stofnunar værlhætta á þvi að það yrði póli- tisk ákvörðun hvenær kannanir yrðu framkvæmdar. Ólafur Ragnar Grimsson tók undir með Vilmundi að varast yrði að settar yrðu reglur sem virkuðu hamlandi á framkvæmd skoöanakannana. Ólafur sagði að þó yröi að tryggja að þeir sem framkvæmi kannanir geri það * samkvæmt itrustu kröfum og séu reiðubúnir að gera gögn sin opin- ber, þannig að hægt sé fyrir aðra að athuga hvort rétt hafi verið aö staðið. —þ- Skáld lesa úr verkum sínum Félag islenskra rithöfunda heldur kvöldvöku i kvöld aö Hótel Esju, 2. hæö, og hefst hún kl. 20.30. Gestur kvöldsins verður Jón Óskar skáld og les hann úr verk- um sinum. Þá lesa þau Gunnar Dal, Indriði G. Þorsteinsson, Ingimar Erlendur Sigurösson og Þóra Jónsdóttir úr eigin verkum. STÓRMARKAÐS VERÐ Ungbarnanærföt, st. 75—86, sett, kr. 26,50 Ungbarnahandklæði, með og án hettu, — 47,00 Bómullarbolir m/löngum ermum, st. 92—116, — 35.00 Barnapeysur, frotté, st. 74—92, — 27,70 Smekkbuxur á börn, st. 80—116, frá — 62,00 ,,Stretch”buxur, st. 3—5 ára, — 81,00 Telpnanærföt, sett, st. 4—12, — 37,75 Drengjanærföt, sett, st. 116—164, — 28.30 Brjóstahöld, stór númer, — 17,95 Kvennærfatnaður, stór númer, 100% bómull. Handklæði, gestahandklæði, þvottastykki, stök og i settum. IS| FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR w Vonarstræti 4 - Sími 25500 F élagsf ræðingur Laus slaða félagsfræðings, sem lokið hefur fullnaðarprófi i félagsfræði. Æskilegt væri að úmsækjandi hefði nokkra reynslu og þekkingu af starfsháttum félagsmálastofnana. Uinsóknarfrestur cr til 9. mai n.k. Upplýsingar um stöðuna veitir vfirmaður fjölskyldudeiid- V__

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.