Þjóðviljinn - 19.03.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.03.1981, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. mars 1981. UOBVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Kitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Afgreiðslustjóri: Valþör Hlööversson Blaöamenn: Alfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. Iþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. Þingfréttaritari: Þorsteinn Magnússon. útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarfon. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Símavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrun Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Sfðumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf.. Samstaöa um lítiö sem ekkert • Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði til blaðamannafundar og tilkynnti hátíðlega að þorri þingmanna flokksins hefði sameinast um þá af- stöðuað þaðþurfi að reisa raforkuver. Þaðeru vissulega talsverð tímamót að þingmenn Sjálfstæðisflokksins skuli yfirleitt sameinast um eitthvað, en þegar nánar er að gáð er það harla lítið og svosem ekki neitt sem þeir hafa náð samstöðu um. • Frumvarp það sem íhaldsþingmenn hafa lagt f ram í ef ri deild Alþingis um ný orkuver opnar engar nýjar leið- ir til lausnar á þeim deilum sem nú standa um það hvar skuli virkjað fyrst, hvar næst, hversu hratt og til hvaða þarfa orkan skuli nýtt. Hér er um mjög almenna stefnu- mörkun að ræða. Enda þótt veifað sé heildaráætlun um að þremur virkjunum að viðbættri stækkun Hrauneyjar- fossvirkjunar verði lokið á þeim áratug sem nú er að hef jast, úir allt og grúir af fyrirvörum, sem eru sumir í sjálfu sér skynsamlegir. • Það er rætt um að hraða undirbúningi og fram- kvæmdum „eins og kostur er", að „framkvæmdir megi ekki hefjast nema fyrir liggi nákvæmar áætlanir um orkuverin", og að ýmsum skilyrðum hafi verið f ullnægt. Ekki verður annað séð en hér sé verið að lýsa stuðningi við þá stefnu Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra að undirbúa af kostgæfni áætlanir umvirkjanir og nýt- ingarkosti. Hluti af því verki sem þegar liggur fyrir af þessu starf i iðnaðarráðuneytisins er til að mynda notað sem fylgigögn með frumvarpi þingmanna Sjálfstæðis- flokksins. • Það sem vekur þó mesta athygli í f rumvarpinu er sú staðreynd, að „ekki er kveðið á um röðun fram- kvæmda". Hinsvegar eru ákveðin skilyrði sett varðandi virkjun Jökulsár í Fljótsdal og Blöndu. Byrja má á hinni fyrrnefndu „þegar ákvörðun hefur verið tekin um að setja á stofn stóriðju á Austurlandi", og taka má til hendinni við Blönduvirkjun „þegar tryggð hafa verið nauðsynleg réttindi vegna virkjunarinnar". • Spyrja má hvort þessir ákveðnu fyrirvarar í tengsl- um við Austurlands- og Blönduvirkjun hafi verið for- senda þess að eindregnir fylgismenn Sultartangavirkj- unar sem forgangsverkefnis, þeir Albert Guðmundsson og Eggert Haukdal, skrifuðu undir frumvarp þing- manna Sjálfstæðisflokksins. Þaðværi fróðlegtað fá það skýrt fyrir ibúum Austurlands og Norðlendingum, hvort i frumvarpi Geirs Hallgrímssonar felist haganlega dulbúin „samstaða" Sjálfstæðisþingmanna um að byrj- að verði á Sultartangavirkjun. • Við fyrstu yf irsýn virðist f rumvarp Sjálf stæðisþing- manna um ný orkuver vera álíka illa undirbyggt og leift- ursóknin fræga sem rann út í sandinn í kosningunum 1979, og hugmyndir Geirs Hallgrímssonar um einmenn- ingskjördæmi, sem hann óðara afturkallaði með viðtali í Morgunblaðinu nokkrum dögum eftir að þær höfðu verið viðraðar. • Vísbendingar til lausnar þeim deilumálum um röðun og fyrirkomulag virkjana sem uppi eru er hvergi að finna í umræddu frumvarpi. Hinsvegar hefur Morgun- blaðið ráð undir hverju rif i og bendir á óbrigðula leið út úr vandanum: „Við hverja þessara nývirkjana (við Suitartanga, í Blöndu og i Jökulsá i Fljótsdal) er við sér- stök vandamál að etja og greiða verður úr þeim eftir þeim leiðum, sem þykja heppilegastar á hverjum stað." Eru menn einhverju nær? • „Stórhugur" Sjálfstæðisþingmanna í orkumálum miðar að því að bregða upp þeirri tálsýn að Ijúka megi þremur til f jórum virkjunum nánast í einu vetfangi, og aðallir megi síðan lifa í vellystingum praktuglega þaðan í f rá. Ef f rumvarp þeirra er síðan skoðað nánar kemur í Ijós að verði farið að ráðleggingum um „nákvæmar áætlanir" og ekki böðlast hraðar áfram „en kostur er" gæti teygst verulega úr tíu ára áætluninni. Á erlenda stóriðju er forðast að minnast eins og heitan eldinn, en ástæðulaust er að ætla að brenndu börnin hjá íhaldinu hafi lært að gæta sín á þeim vafurloga. —ekh klrippt Leitin að „Leyni- samkomulagi” Ldcsins hefur stjómarand- staðan i Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum fengið verk- efni viö hæfi, en þaö er að hafa upp á „leynisamkomulaginu”, þvi sem fullyrt er að stjórna- flokkarnir hafi gert sin á milli. 1 fyrradag fór nær allur fundar- timi Alþingis i aö ræöa þetta dularfulla „leynisamkomulag”, og mátti ekki á milli sjá hver næði hæstum tónum af þeim átta eða tiu þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem til máls tóku. Þó hefur Eyjólfur Konráð lik'- lega haft vinninginn, þvi hann hrópaði upp að hér væri komiö upp fslenskt Watergatemál og verður nó gaman að sjá fram- haldið! — „Vitanlega hefur rikis- stjórnin sett sér starfsreglur”, sagöi Steingrimur Hermanns- son, formaður Framsóknar- flokksins við þessar kostulegu umræður, og þótti engum mikið, — og Steingrimur bætti við aö innan rikisstjórnarinnar leit- uðust menn viö aö leysa öll mál með samkomulagi. En Eyjólfur Konráð, Karl Steinar Guðnason og fleiri vilja endilega fá aö sjá starfsregl- umar. Þeir hafa sem von er svo miklar áhyggjur lit af þvi aö hagsmunir Bandarikjamanna hér á landi veröi fyrir borð bornir, að þeir hafa engan frið i sinum, annars góðu taugum. Það skyldi þó ekki standa i „leynisamkomulaginu” að hér megi ekki byggja nýjar sprengjugeymslur, eða nokkrar radarstöðvar, eöa fullkomna fjarskiptastöð! — Þá grunar svo margt, en þeir vita svo litið þessir trúu útverðir banda- riskra hagsmuna á íslandi. Og svo er verið að striða þeim með þvi aö veifa framan i þá „leynisamkomulagi”, sem þeir fá ekki að sjá. Þrjú vitni Svavar Gestsson, formaöur Alþýðubandalagsins segir á forsiðu Þjóöviljans þann 13. febrúar s.l.: „Jafnframt skal lögö á það áhersla að milli núverandi stjórnaraðila eru auk þess til reglur um vinnubrögö stjórnar- innar almennt, sem allir veröa að taka tillit til og snerta öll meiriháttar mál.” Við vitnuðum hér áðan i um- mæli Steingrims Hermanns- sonar, formanns Framsóknar- flokksins á Alþingi i fyrradag um „starfsreglur” rikisstjdrar- innar, og áforsiðu Dagblaðsins I gær segir Finnbogi Hermanns- son, einn af varaþingmönaum Framsóknarflokksins: „Égveit að i' stjórninni hafa allir neitunarvald i meiriháttar málum og herstöðin hlýtur aö flokkast undir meiriháttar mál”. Og Finnbogi bætir við: „Mér var og er kunnugt um aö á milli þriðjunganna sem rikis- stjórnina mynda var gert ákveðið samkomulag i upphafi, — þess efnis að hver hluti hefur neitunarvald varöandi öll meiriháttar mál, sem fram kynnu að koma. Þaö er svo auð- vitað hægt aðhártoga hvað telst meiriháttarmálog hvað ekki, en i minum huga er Keflavikur- stööin meiriháttar mál... Það er a.m.k. min skoðun ef þarna á að byggja enn öflugra vighreiður en orðið er”. Og Dagblaðið hefur eftir Finnboga að það séu ekki einungis Alþýðubandalags- menn sem liti þróunina i þessum efnum alvarlegum augum. Orðrétt segir Finnbogi Hermannsson: „Ég held að þetta gangi þvert á alla flokka a.m.k. hér á Vestfjörðum. Mér er kunnugt um að fjölmargir Framsóknarmenn eru afskap- lega uggandi yfir gangi mála.” Þessi ummæli lásum við á forsiðu Dagblaðsins i gær. Þá var umræöunni á Alþingi um „ley nisa mkomu la gið” þvi miöur lokið I bili, en ekki veröa ummæli Finnboga vist til þess að lækna hugarangur Eyjólfs Konráðs og Karls Steinars, nema siður sé. Eyjólfur Konráð Jónsson, for- ingi i leitinni aö leynisamkomu- lagi. Karl Steinar — Hefur illan grun á Ólafi Jóhannessyni. Japönsk galdratœki og draumaráðningar Og hvemig leyfa ráðherrarnir sér lika að taka tal saman sin á millium landsins gagn og nauö- synjar, án þess að gefa sjálf- skipuðum gæslumönnum bandariskra hagsmuna hér á landi skýrslu um þaö hvað þeim fór á milli sérhverju sinni? Hvaða leynimakk er þetta? Heyrst hefur aö Eyjólfur Konráð hafi frétt af japönskum tækjum, sem gætu hingað komin dugað honum til að lesa hugsanir Gunnars Thoroddsen. Máske herstjórnin á Kefla- vikurflugvelli gæti haft milli- göngu um innflutning. — Og svo langar Karl Steinar vist einhver ósköp til aö vita hvað Ólaf Jóhannesson dreymir á nótt- unni, og hefur sést vera að viða ----------«3 ----------------------------------J að sér draumaráðningarbókum. • Svona getur leitin að „leyni- I samkomulaginu” leikiö hina rólyndustu menn. Annað hvort aftur á bak, ellegar... En vendum nú okkar kvæði i , kross. Nú virðist svo komiö aö i siðdegisblööin, Dagblaðið og Visir, sem sjaldan eru sammála um eitt né neitt, þótt bæöi séu , tengd Sjálfstæðisflokknum, hafi i komið sér saman um „nýtt” formannsefni fyrir Sjálfstæðis- I flokkinn. Maður er nefndur Ingólfur •. Jónsson, frá Hellu, fyrrum ráö- herra og alþingismaöur fyrir Sjálfstæðisflokkinn i 36 ár. Ingólfur dró sig i hié frá i stjórnmálum fyrir nær þremur árum, þá 69 ára að aldri. t Vi'si birtist nú fyrr i vetur, að ] þvi er virðast kunni að tilefnis- , lausu, meiriháttar viðtal við I Ingólf Jónsson. Og þaö var I Ellert Schram fyrirverandi ] þingmaður Sjálfstæðisflokksins, nú ritstjóri Visis, sem sjálfur tók viðtaliö. Þetta var dálítið merkilegt, merkilegra þó hitt, ] að rétt um svipað leyti hóf sér- . stakur trúnaðarmaður Visisrit- stjóra, sá sem kallar sig Svart- höfða, að boða fullum fetum i Visi lausn á formannsvanda . Sjálfstæðisflokksins: — Ingólfur Jónsson væri maðurinn. Og i gær rennur Dagblaöið aldrei þessu vant i' slóö Visis. . Jónas Kristjánsson, Dagblaðs- ritstjóri segir i forystugrein: — | „Ingólfur Jónsson á Hellu hefur ’J um skeið setið á friðarstóli, vel látinn af flokksmönnum al- I mennt, en býr eigi að siður yfir nauösynlegri formannshörku. J Hann er maðurinn sem Sjálf- stæðisflokkurinn er að leita aö, en sér ekki.” . I Hér er skýrt að orði kveðið, og ekki óliklegt að landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafi veriö frestað til hausts i þvi skyni að tryggja að hinn tilvonandi formaöur yrði örugglega kom- * inn á nógu virðulegan aldur. — J Eöa halda menn nokkurt vit i I ' þvi að tefla ungling eins og Geir I fram á móti sjálfum Gunnari ’ Thoroddsen. Og nú vantar bara lika að Morgunblað-\ ið segi Geir Hallgrímssyni upp Við óskum Sjálfstæðis- I flokknum til hamingju með hinn I tilvonandi formann, og ungviði • flokksins alveg sérstaklega. I Okkur hefur lengi grunað að þaö I færi Sjálfstæöisflokknum betur I að ganga aftur á bak en áfram, • og tökum þvi heilshugar undir P tillögu þeirra Svarthöfða og Jónasar. k | skorið Ingólfur Jónsson tilvonandi formaöur Sjálfstæöisflokksins fái siödegisblööin aö ráöa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.