Þjóðviljinn - 19.03.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.03.1981, Blaðsíða 16
DJÚÐVIIJINN Fimmtudagur 19. mars 1981. Aftalsimi Þjóftviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná I afgreiöslu blaösins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Þa&varæftafmiklnmkraftiundirnutnlngóperunnarOthelloeftirVerdi i gærcnorgun. Einsöngvararnir á sviftinu 1 Háskólabió. F.v. Kristinn Hallsson, Kristinn Sigmundsson, Guftmundur Jónsson, Anna Júliana Sveinsdóttir, Pedro Lavirgen, og Sieglinde Kahm: en auk þeirra syngja þeir Sigurftur Björnsson og Már Magnússon meft. Ljósm.: ] OTHELLO eftir Verdi Óperan Othello eftir Verdi verftur flutt i Háskólabíóil kvöid kl. 20 og endurtekin á laugardag kl. 14. Þaft er Sinfóniuhljómsveit islands, söngsveitin Filhar- mónia, skólakór Garftabæjar, og einsöngvararnir Pedro Lav- irgen, Sieglinde Kaliman , Guft- mundur Jónsson, Sigurftur Björnsson, Anna Júliana Sveinsdóttir, Kristinn Hallsson, Már Magnússon og Kristinn Sigmundsson sem flytja undir stjórn Gilbert Levine. Othello var samin árið 1887 og byggir á samnefndu leikriti eftir Shakespeare. Leikritið segir frá máranum Othello sem búsettur er i Feneyjum og giftur hinni fögru Destimonu. Hann kemur heim eftir frægðarför, en þá tekur „vinur” hans Jago hann á eintal og telur honum trú um að Destimona sitji á svikráðum. Othello missir alla stjórn á sér, myrðir konu sina eftir aö hún hefurhvaö eftir annað reynt aö Tvö hundruð manns taka þátt í flutningnum sannfæra hann um tryggð sina og þegar honum verður ljóst hvað hann hefur gert fremur hann sjálfsmorð. öfundin, kyn- þáttahatriðog vantraustiö leiðir illt eitt af sér. Það er mikift verk aö setja sh'ka óperu upp og flytja á tón- leikum, en á fundi með blaða- mönnum bar einsöngvurum og stjörnanda saman um aö tón- listin væri fögur, hrifandi og skemmtileg og áhugi og kraftur flytjendanna með ólikindum. Gilbert Levine sagði að hann hefði hvergi kynnst öðrum eins áhuga og hér, enda væri flutn- ingurinn mjög góður. A sviðinu eru allt aö 200 manns, hljóm- sveitin fær nýtt hlutverk þegar ópera er flutt á þennan hátt, kórinn fær að njóta sin, en einéöngvaramirfáreyndar ekki að túlka með neitt svipuðum hættiog þegar sungið erá sviði. Pedro Lavirgen sem kemur hingað sem gestur tilað syngja i Othello sagði, aö þaö væri nokk- urs misst þegar búninga vantar (márinn með dökkt andlit og hring i eyra) en tónlistin nýtur sin kannski betur. Þess má geta að Lavirgen er spánverji en hefur- að undan- förnu sungið i Mexikó. Guðmundur Jónsson sagði að Lavirgen væri með betri tenórum, einn þeirra sem hefur verið að sigra heiminn að undanförnu. Hann syngur um þessar mundir þrjú hlutverk, i Aidu, Samson og Delila og Othello. öll prisuðu þau og lofuðu Jeffrey Goldberg aöstoðar- stjórnanda sem kom hingað i febrúarlok til að æfa söngvar- ana og kórana. Guðmundur Jónsson sagði að á sinum 30 ára ferli hefði hann aldrei unnið með betri stjórnanda. x Othelloer ópera um alvarlegt efni sem reynir mikið á flytj- endur að sögn Gilbert Levine, hún hefur aldrei verið flutt hér áður og þvi er um einstakt tæki- færi að ræða. En hvers vegna Othello? Jú, til að gefa sem flestum islenskum söngvurum tækifæri til að koma fram, var svar Sigurðar Björnssonar framkvæmdastjóra Sinfóníu- hljómsveitarinnar. Þaö skai að lokum itrekað að tónleikarnir hefjast kl 20 i kvöld og verða endurteknir á laugar- dag. —ká Flutningur fólks úr landi: Fleíri konur en karlar Langflestir á Norðurlöndum Á siðasta ári fluttu alls 2336 manns af landi brott/ þar af 2056 íslenskir ríkis- borgarar. Það er mjög svipaður fjöldi og árið 1979 en þá fluttu alls 2373 til annarra landa. Þessar töl- ur koma fram í febrúar- hefti Hagtiðinda. I Ijós kemur að fleiri konur flytja til útlanda en karlar, langflestir eru á aldrinum 20—29 ára og Svíþjóð, Dan- mörk og Noregur eru þau lönd sem flestir velja sér til búsetu. Inni i tölunum yfir þá sem flytja til Noröurlanda eru námsmenn og fjölskyldur þeirra, en samkvæmt þeim reglum sem gilda milli Noröurlanda skrá allir iögheimili sitt þar sem þeir eru búsettir hverju sinni. Svo gluggaö sé betur i tölurnar, þá kemur i ljós að langflestir þeirra sem flytja úr landi eru ógiftir, 668 karlar og 788 konur. A aldrinum 20—24ra ára eru 281 karl, en 320 konur. A aldrinum 25—29 eru 216karlar og 230 konur. Sennilega er verulegur hluti þessa hóps námsmenn, en i Hag- tiðindum er vakin athygli á þvi að tala Islendinga búsettra i Sviþjóö hefur þrefaldast, á s.l. sjö árum. Þar eru börn yngri en 15 ára 31% af Islendingum og búa þá með foreldrúm sinum, en i Noregi og Danmörku eru einhleypingar fleiri og einnig blandaðar fjöl- skyldur (þ.e. Islendingur býr með útlendingi). I Bretlandi hefur Islendingum fjölgað mjög litið og má þaö ef- laust rekja til mjög hárra skóla- gjalda, sem hafa valdiö þvi að þangað sækja mun færri til náms en áður, en þar búa mun fleiri konur en karlar. I Luxemburg hefur tslendingum fjölgaö mjög á undanförnum árum, þar eru margar alislenskar fjölskyldur. 1 Astraliu voru tslendingar flestir um 1970 og enn eru þar búsettar alimargar islenskar fjölskyldur. I Bandarikjunum eru konur mun fleiri en karlar, enda margar gift- ar Bandarlkjamönnum. Rúmlega 400 konur með lögheimili i USA eru skráðar giftar „varnarliðs- mönnum” og um 200 aðrar eru skráöar giftar öðrum Banda- rikjamönnum. Samkvæmt skýrslum sem borist hafa Hag- stofunni hafa 500 islenskar konur gifst könum á árabilinu .1954-79. Flestar voru giftingarnar 1957 en fæstar 1967 og ’75, en 79 konur voru skráöar hér innanlands gift- ar hermönnum af Vellinum. Þegar litið er yfir tölur um brottflutning af landinu undan- farin ár, kemur i ljós að milli ár- anna 1975 og ’76 verður mikið stökk, úr 1135 i 1701 og aftur 1977 en þá fluttu 2034 úr landi. Talan dalaöi 1978 fór i 1794, en óx svo aftur ’79 I 1902 og er i ár 2056 is- lenskir rikisborgarar. Arið 1980 komu 1414 Islendingar til landins, svo aö útflutningurinn er enn tals- vert meiri en tala þeirra sem skila sér aftur til föðurhúsanna. —ká Harðnar á dalnum hjá múrurum: Vilja yfirtaka járna- bindingar sem verið hafa í höndum ófaglærðra verkamanna Atvinnuástand hjá múrurum hefur i vetur verift meö bágasta móti og kemur þar margt til, ekki sist breytt tækni við húsbygging- ar. A meftan nóg atvinna er hjá múrurum vinna þeir ekki viö járnabindingar, þótt þær tilheyri iftngreininni og þeir þurfi aft taka próf i þeim til aft öftlast sveins- réttindi. Þvi hefur myndast hópur svo nefndra „járnamanna”, sem ■ eru ófaglæröir verkamenn i bygg- ingariftnafti. En nú, þegar harðnar á dalnum hjá múrurum og þrengist um at- vinnu, vilja þeir yfirtaka járna- vinnuna. Þessu vilja „járna- menn” að sjálfsögðu ekki una möglunarlaust, en geta litið að- hafst, þar sem múrarar hafa rétt- innsinmegin. A skrifstofu Múr- arafélags Reykjavikur fékk Þjóð- viljinn þær upplýsingar að rétt væri að múrarar hefðu hug á að yfirtaka þennan þátt byggingar- vinnunnar, sem þeim tilheyrir, en enn sem komið er hefði litið gerst i þessu máli. Halldór Björnsson á skrifstofu Dagsbrúnar sagði, að ekki hefðu neinarkvartanir borist frá verka- mönnum vegna þessa máls, en hann sagöi lika, að ekki væri óeðlilegt að múrarar vildu fá þetta starf þegar atvinna hefur dregistsaman hjá þeim. Þá sagði Halldór, að i langan tlma hefði staðið til að gera sérsamninga fyrir verkamenn sérhæfða i bygg- ingarvinnu, og sagðist hann eiga von á að samningaumleitanir hæfust i næstu viku. —S.dór Flök til fursta- dœmanna Vifta stendur fé hans fótum, var einu sinni sagt. Og þaft má segja um (Jtflutn- ingsdeild SÍS aft vörur henn- ar dreifast nokkuft vifta. Nýlega seldi deildin slatta af frystum þorskflökum til borganna Dubai og Abu Dhabi I sameinuðu arabisku furstadæmunum við Persa- flóa. Ekki voru þetta þó nein ósköp, en samt 20 tonn, i þremur sendingum. Er hér um tilraun að ræöa og óvist um framhaldið. Þá hefur og verið beðið um ofurlitið magn til Astraliu. Þangaö mun einn gámur fara fljótlega. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.