Þjóðviljinn - 19.03.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.03.1981, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 19. mars 1981. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7 Guðjón Jónsson, járnsmiður Kaffistofan á Vélaverkstæði Jósafats Hinrikssonar Vinnuverndarmál og ástand þeirra hjá Vélaverkstædi J. Hinrikssonar Skrif og umræða um vinnuum- hverfi verkafolks hefur f arið vax- andi undanfarna mánuði. Megin ástæðan fyrir aukinni umfjöllun um þetta málefni er vafalaust ný lög um aðbúnað og hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum Nr. 46/1980. Þessi lög voru samin á árunum 1978 og 1979, samþykkt á Alþingi 1980 og gengu i gildi l.janúar s.l. Upphaf þess að lögin voru sam- in, voru kröfur verkalýðshreyf- ingarinnar í kjarasamningagerð- inni 1977 og samkomulag aðilja vinnumarkaðarins, A.S.l. annars vegar og V.S.l. og V.M.S.S. hins og siðan yfirlýsing stjórnvalda i sambandi við lok samningagerð- arinnar i jiini 1977. Samkomulag aöiljana og yfir- lýsing stjórnvalda var um að samin skyldu ný lög og að fram- kvæmd skyldi könnun á ástandi aðbUnaðar, hollustuhátta og öryggis á vinnustöðum. Hin nýja löggjöf um vinnuvernd skapar áreiðanlega möguleika til að fá fram brýnar umbætur á vinnu- umhverfi verkafólks. Niðurstöður könnunarinnar eru alvarleg að- vörun um að ástand aðbúnaðar, hollustuhátta og öryggis á vinnustöðum er almennt slæmt og staðfesta að á mörgum vinnu- stöðum er veruleg hætta á heilsu- tjóni og skaða á skynfærum, svo sem heyrn og sjón. Könnunin náði til vinnu- staða 8250 starfsmanna Könnunin, sem framkvæmd var af Heilbrigðiseftirliti og öryggiseftirliti rikisins náði til 158fyrirtækja með 733 vinnurými (vinnusali) og 8.250 starfsmenn. Þessi fyrirtæki eru i 18 starfs- greinum verkafólks og staðsett viðsvegar um landið. Helstu niðurstöður könnunar- innar eru þessar: Birta og lýsing er óviðunandi eða ábótavant i 45% fyrirtækja. Loftræsting er óviðunandi eða ábótavant einnig i 45% fyrir- tækja. Hávaði er varasamur i 55% fyrirtækja. Mengun i andrúmslofti er i rúmlega 50% fyrirtækja. BUningsherbergi og fata- geymslur eru óviðunandi eða þeim ábótavant i tæplega 60 fyrir- tækja. Þvotta og baðaðstaða reyndíst óviðunandi eöa ábótavant i tæp- lega 80% fyrirtækja. Þetta hvorttveggja, hin nýja löggjöf og niöurstöður könnunar- innar á ástandi vinnuumhverfis verkafólks virðist sem betur fer, hafa nú þegar haft áhrif, m.a. biður verkafólk nú óþreyjufullt eftir framkvæmd hinna nýju laga, i von um að með henni fáist fram nauðsynlegar úrbætur. Niðurstöður könnunarinnar hljóta að opna augu almennings fyrir þvi, að til hins slæma holl- ustuástands vinnustaða má rekja orsakir margra sjúkdóma, skerð- ingar á heyrn og sjón, og að til óviðunandi vinnuumhverfis má rekja orsakir örorku i mörgum tilfellum. Umfjöllun um þetta málefni i ræðu og riti hefur ótvirætt haft jákvæð áhrif hjá verkafólki og svo virðist einnig að þvi er varðar suma atvinnurekendur og stjórnendur fyrirtækja. Ýmsir at- vinnurekendur aðhafast að visu litið sem ekkert til umbóta. Aðrir sjá sóma sinn i þvi, að gera vinnuumhverfi starfsmanna sinna sæmilega úr garði og mætti nefna þar nokkur dæmi um. Nokkrir eru, eða virðast a.m.k. nú vera orðnir, viðkvæmir fyrir þvi, ef upplýst er um óþrifnaö, mengun i andrúmslofti eða vanbúnaö á vinnusölum fyrir- tækja þeirra. Undanfamar vik- um hefur mátt sjá og lesa i Morg unblaðinu um viðbrögð eins at- vinnurekanda, sem bersýnilega er miður sin yfir þvi að upplýst var um slæmt ástand aðbúnaðar, hollustuhátta og öryggis hjá fyrirtæki hans. 10 kröfur frá Vinnueftir- litinu um úrbætur hjá Jósafat Atvinnurekandi þessi er Jósa- fat Hinriksson, eigandi og for- stjóri Vélaverkstæöis J. Hinriks- son v/Súðarvog. Jósafat hefur reynt að hnekkja þeim staðreynd- um um ástandið á verkstæði hans, sem skýrt var frá og sýnt með myndum i Þjóöviljanum 3. febrúar s.l. Hefur hann m.a. leitt fram Lúð- vik Jósepsson, fyrrverandi ráð- herra og alþingismann.sem vitni, iþvitilefni. Blaðamaður Morgun- blaðsins skráði siöan niður, aldrei þessu vant, hvert orð Lúðviks sem heilagan sannleika, um ágæti Jósafatsog verkstæðis hans Margt mætti um þann vitnisburð segja, en þvi verður sleppt i þess- ari grein. Eitthvaö finnst Jósafat vitnisburður Lúðviks og skráning blaðamanns Morgunblaðsins á ummælum hans hafa misheppn- ast,þvi að 10. mars s.l. lætur hann framkvæmdastjóra Sambands málm. og skipasmiða, Guðjón Tómasson, sem að sjálfsögðu er starfsmaður Jósafats eins og annarra atvinnurekenda i málm- iönaði.skrifa grein i Morgunblaö- ið, þar sem reynt er aö réttlæta og verja aðbúnaðar og hollustuhátta á verkstæðinu. 1 grein Guöjóns Tómassonar er dregin fjöður yfir slæmt ástand á verkstæði Jósafats með blekk- ingum og yfirklóri. Að gefnu fyrra tilefni og vegna þessarar greinar Guðjóns Tómassonar, er óhjákvæmilegt að láta koma fram rétta og hlutlausa lýsingu á ástandi aðbúnaðar, hollustuhátta og öryggis á verkstæði Jósafats. Hinn 2. febrúar s.l. skoðuðu tveir eftirlitsmenn Vinnueftirlits rikisins, Guðmundur Eiriksson og Karl Karlsson, Vélaverkstæði J. Hinrikssonar v/Súðarvog. 1 skoðunarskýrslu eftirlitsmann- anna er greinargóð lýsing á ástandi verkstæðisins sem of langt mál væri að rekja i blaða- grein. I skýrslunni segir svo orð- rétt varðandi óþrifnaðarástand- ið: „Umgengni og ræsting i vinnu- sal er slæm og mjög slæm i per- sónuaðstæðu (þ.e. starfsmanna- rými)”. Eftirlitsmenn Vinnueft- irlitsins setja fram i lok skýrslu sinnar kröfur um úrbætur i 10 lið- um, svo aö umræddur vinnustað- ur megi teljast viðunandi eða verði i samræmi við reglugerð Nr. 225 frá 1975 „um húsnæði vinnustaða”. 1 þessum kröfum eftirlitsmann- anna um úrbætur á verkstæðinu kemur beint og ótvirætt fram, hverju var ábótavant i vinnuum- hverfi starfsmanna á Vélaverk- stæði J. Hinrikssonar. Óhjákvæmilegt er þvi, að birta hinar 10 kröfur Vinnueftirlitsins. Or þeim má lesa lýsingu á ástandi aðbúnaðar, hollustuhátta og öryggis á verkstæðinu eins og það var, þegarskoðun fór fram 2. febrúar s.l. Kröfur eftirlitsmanna Vinnueftirlitsins eru þessar: 1) Staðbundnu loftsogi þarf að koma upp við fasta suðustaði, og með færanlegum börkum. 2) Hiti virðist ekki nægjanlega mikill, try ggja þarf að hitastig fariekkiundir 15 gr. C i vinnu- sölum. 3) Bæta þarf við a.m.k. einum loftsogsblásara við þann sem nú er fyrir i vinnusal, og er æskilegt aö þeir séu tengdir fyrir báðar snúningsáttir i gegnum rofann. 4) Koma þarf upp loftræstikerfi i persónurými (starfsmanna- aðstöðu) 5) Ljúka þarf öllum frágangi i persónuaðstöðu (kaffistofu, bún.herbergi, þ.á.m. fata- skápum og i snyrtiherbergi og salernisklefum). 6) Lagfæra öryggishlif á vélsaxi (vélklippum). 7) Koma upp rekka fyrir gas og súrhvlki. 8) öryggisgleraugu og/eða and- litshlifar skulu vera við smergel- og slipiskifur, einnig við rennibekki. 9) Hlif þarf að setjayfir reimdrif á fræsara. 10) Stórbæta þarf umgengni i vinnusalogpersónuaðstööu og taka þarf upp fasta ræstingu á ákveðnum timum. Áfram þarf að berjast fyrir bættu vinnuum- hverfi Viðbrögð Jósafats Hinrikssonar við þvi, að Þjóöviljinn vakti at- hygliá slæmuástandi aðbúnaðar, hollustuhátta og öryggis á verk- stæði hans, og tilmælum Vinnu- eftirlitsins um lagfæringar, hafa orðið þau, að hann hefur hafiö endurbætur á ýmsu þvi, sem ábótavant var. Ef hann lýkur lag- færingunum, er náð fram mark- miðum sem Vinnueftirlit rikisins og Félag járniðnaðarmanna vildu fá fram, þ.e. umbótum á ástandi i vinnusal og starfsmannarými verkstæöisins. Jósafat gæti þegar lagfæring- um er lokið kallað á blaðamenn eða aöra og látið þá hæla sér fyrir þarft verk. , Undirritaður þakkar Þjóðvilj- anum fyrir, að vekja athygli á óþrifum og vanbúnaði á verk- stæði J. Hinrikssonar. Þjóðviljinn hefur raunar oft áður vakið at- hygli á slæmu vinnuumhverfi verkafólks á ýmsum vinnustöð- um og undirritaður væntir þess, aðblaöiðhaldiþviáfram ogstuðli þannig að umbótum á hollustu- háttum, aöbúnaði og öryggi vinnustaða. Jafnframt þarf Þjóðviljinn og aðrir fjölmiðlar aö vinna að breytingu á þvi almenna viðhorfi, að vinnustaðir verkafólks séu ein- hverskonar óæðri dvalarstaðir. Aöbúnaður, hreinlætisaöstaða og umgengni i starfsmannarým- um vinnustaða þarf ekki og á ekki aö vera lakari en á heimilum fólks. Guðjón, Jónsson, járnsmiður. OECD-ráðstefna í París: Stefnu- mótun í Vísinda-, tækni- og þróun- armálum 1 þessari viku stendur i Paris ráöherrafundur og ráðstefna á vegum Efna- hags- og framfarastofnunar- innar, OECD, þar sem fjall- að verður um stefnumótun i visinda-, tækni- og þróunar- málum i þjóðlegu og alþjóð- legu samhengi. Sendnefndir frá öllum aðildarlöndum OECD skiptast þar á skoð- unum, og i lok ráðstefnunnar verður væntanlega gefin út sameiginleg yfirlýsing. Hjörleifur Guttormsson iðnaöarráðherra tekur þátt i ráðstefnunni af hálfu is- lensku rikisstjórnarinnar, en ráðstefnuna sitja einnig Einar Benediktsson, am- bassador, fastafulltrúi Is- lands hjá OECD, Sigmundur Guðbjarnarson, prófessor, sem fulltrúi menntamála- ráðuneytisins, Vilhjálmur Lúðviksson framkvæmda- stjóri Rannsóknaráðs rikis- ins og Þórður Friðjónsson, efnahagsráðgjafi i forsætis- ráðuneytinu. • •• Ekki vitum við hvort þetta er einkennisbúningur hljóm- sveitarinnar, en myndin fylgdi fréttatilkynningu hennar. Sudur- búlgarskt sýru- rokk á Borginm 1 kvöld heldur hljómsveit Ellu Magg ásamt söngvar- anum Jóní Sigvalda hljóm- leika á Hótel Borg. Undan- fariö hálft ár hefur hljóm- sveitin verið að viöa að sér efni af öllu mögulegu tagi, og á Borginni mun hún meöal annars spila Suður-Búl- garskt sýru-rokk sem mjög hefur verið aö ryðja sér rúms innan veggja hljóm- sveitarinnar. Stefnan er aö sprengja göt á þessa veggi og hleypa almennilngi inn- fyrir. Meölimir hljómsveitar- innar eru auk Jóns og Ellu: Völundur óskarsson, Stein- grimur Eyfjörð Guðmunds- son, Þorvar Hafsteinsson, Asta Rikharðsdóttir, Hulda H. Hákonardóttir, Hörður Bragason og Finnbogi Pétursson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.