Þjóðviljinn - 03.04.1981, Síða 1

Þjóðviljinn - 03.04.1981, Síða 1
UOWIUINN Fostudagur 3. april 1981, 78. tbl. 46. árg. Grænt ljós á saltverksmiðju Nú viröist svo sem komið sé grænt ljós á að reist verði salt- verksmiðja á Reykjanesi. Drög að frumvarpi þess efnis iiggja nú fyrir rfkisstjórninni, en tilrauna- Stjómarfrumvarp um breytingar á skattalögunum: Einstæðir foreldrar fá aukinn skattafrádrátt Persónuafsláttur hækkar í 761 þús. g.krónur og verður því 75% hærri en hjá öðrum l gær var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um breytingu á skattalögum. Breytingar þessar eru þrí- þættar. í fyrsta lagi er um að ræða almennar skatta- lækkanir. I öðru lagi eru felld niður ákvæði um áætluð laun í atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi. f þriðja lagi eru ýmsar breytingar sem eru fyrst og fremst tæknilegs eðlis og varða atvinnurekstur. Dreytt i eftirfarandi form: Af fyrstu 4.6 milj. g.kr. greiðist 25%, af næstu 5.2 milj. g.kr. greiðist Hvað varðar skattalækkanir þá er þar um þrjú meginatriöi að ræða: 1) Um er að ræða sérstakar ivilnanir til einstæðra foreldra svo og til lágtekj ufólks sem gert hefur verib að greiða eignar- skatta. Lagt er til að hinn fasti skattafrádráttur verði 75% hærri hjá einstæðum foreldrum en öðrum. Þá er gert ráð fyrir aö nýta megi persónuafslátt til greiðslu á eignarskatti og er það ætlað til að bæta haglágtekjufólks sem býr i skuldlitlu eigin hús- næði. Þá er skattstjóra heimilt að lækka eignarskattstofn þeirra er hafa skert gjaldþol. 2) Gerðar eru breytingar á álagningarkerfinu sem leiða til þess að skattbyrði á almennar launatekjur verða svipaðar og við álagningu 1980. Meðal annars er persónuafsláttur hækkaður í 761 þús.gkr. og skattstiga tekjuskatts 35%, en af þvi sem er umfram 9.8 milj. g.kr. greiöist 50%. Þetta leiðir til lækkaðrar eða nær óbreyttrar skattbyrði meðal- framteljenda með tekjur allt að 12-14 milj. g.kr. á árinu 1980, en um óverulega meðalhækkun skatta verður aö ræða hjá fram- teljendum með hærri tekjur. Einstakir fjölskylduhópar, eins og t.d. einstæðir foreldrar, lækka hins vegar allverulega. 3) Sjúkratryggingjagjald á tekjur undir 6.7 miljónir g.króna verður fellt niður, en verður áfram 2% af tekjum umfram þessa upphæð. Nánari grein verður gerð fyrir öðrum ákvæðum frumvarpsins siðar. —Þ Meö lögum skal leysingavatni ausa — eöa er það ekki? — Svipmynd frá Akureyri. (eik). Veruleg aukning Olafur Jóhannes - son um oliutanka i Helguvik: olíubirgðarýmis Alþýðubandalagið leggur áherslu á mengunarvamir en hafnar hernaðarframkvæmdum Ólafur Jóhannesson útanrikis- ráðherra skýrði frá þvi á alþingi i gær, að Bandarikjamenn hafi óskað eftir 66% aukningu á geymslurými fyrir flugvéla- bensin i Keflavik. Eldsneytis birgðir fyrir stöðina i Keflavik eru núna 119924 kúbikmetrar en Bandarikjamenn óska eftir rými fyrir 186000 kúbikmetra eða 66% aukningu. Utanrikisráðherra lýsti yfir jafnf ramt, að hann teldi að hér væri um verulega aukn- ingu að ræða, og sagðist hann aldrei hafa gefiö yfirlýsingu um ab fallist yrði á þessa aukningu eða aðra stækkun geymslurýmis enda hefðu engar ákvarðarnir veriö teknar i málinu. Við umræðu um málið á Alþingi i gær lögðu talsmenn Alþýðu- bandalagsins áherslu á að ekki mætti rugla saman nauðsyn- legum mengunarvörnum og hernaðarframkvæmdum. Mikil- vægt væri að vernda vatnsból Keflvikinga og Nj arðvikinga fyrir mengunarhættu af núverandi oliutönkum Bandarikjahers, en hins vegar væri ekki nauðsynlegt að auka olíubyrgðarými hersins til aö ná fram slikum mark- miðum. Einnig var gagnrýnd sú hugmynd að koma nýjum oliu- tönkum fyrir i Helguvik rétt utan við Keflavik. Nánar er greint frá umræðum um málið á siðu 6. —Þ Að tillögu meirihlutans: Borgin ræðir við Sókn og ríkið Borgarstjórn samþykkti i gær með 15 samhljóða at- kvæðum tillögu meirihlut- ans um að óska eftir aðild að þeim viðræðum, sem munu hefjast í dag milli ríkisins og Sóknar. En starfsmannafélagið Sókn hafði óskað eftir leiðrétt- ingu á kjörum sínum í framhaldi af samkomu- lagi um 2% launahækkun hjá BSRB. Borgarstjórn telur eðlilegt, að við endurskoðun á kjörum Sóknar hafi rikið forystu eins og það haföi við gerð samninganna við BSRB. Guömundur Þ. Jónsson, borg- arfulltrúi Alþýðubandalagsins, sagöi við umræður, að ákvörðun meirihluta borgarráðs um að hafna viðræðum viö Sókn hefði verið mistök og heföi sú afstaða byggst um of á afar neikvæðri umsögn Magnúsar óskarssonar, vinnumálastjóra Reykjavikur- borgar. Guömundur sagði það lágmark, að borgaryfirvöld ræddu við starfsmannafélögin þegar þess væri óskað og það þótt samningar væru ekki lausir. Albert Guömundsson taldi, að vinnumálastjóra væri alls ekki- treystandi til að fara i þessar við- ræður, og vildi, að skipaðir yrðu tveir borgarfulítrúar til aö ræða við Sókn og rikið. Tillögu Alberts var visaö til borgarráös og launa- nefndar. Viðræðufundur Sóknar, rikis og borgar hefst kl. 2.30 i dag. —Al framleiðsla sú sem veriö hefur i gangi undanfarið hefur gefið góða raun, og eru menn bjartsýnir á máliö. Finnbogi Jónsson, sem annast hefur tilraunaframleiðsluna, sagöi i samtali viö Þjóðviljann, að upphaflega heföi verið gert ráð fyrir 60þúsund tonna verksmiðju, sem myndi anna allri innlendri eftirspurn eftir salti. Nú væri hins vegar gert ráð fyrir 40 þúsund tonna verksmiðju, em þætti hagkvæm og með möguleikum á helmings stækkun ef heppilegt þætti. Sagði Finnbogi, að 40 þúsund tonna verksmiðja myndi kosta um 140 milljónir kr. og veita um 50 manns atvinnu. Gert væri ráð fyrir að verksmiðjan skilaði 38 þús. tonnum af fisksalti og 2 þús- und tonnum af svo nefndu vakúmsalti, sem væri fint salt til matargerðar. Auk þess myndu falla til um 4 þúsund tonn af kali, sem notað er i Áburðarverk- smiðjunni, og um 9 þúsund tonn af kalsiumklórfði,en það er notað til afisingar og rykbindingar og myndi megnið af þvi verða flutt út. Ef ákveðið veröur að reisa salt- verksmiðjuna má gera ráö fyrir aö hún verði tilbúin árið 1984. —S.dór. jFIA ; flugmenn boða ! verkfall — Flugleiðir sögðu upp samningum viö okkur i nóvember 1979, og siðan i febrúar 1980 hafa engir kjarasamningar verið i gildi milli FtA og Flugleiða. Við höfum ekki með nokkru móti getað fengið Flugleiðir að samningaborðinu til nýrrar samningagerðar — nú er þolinmæöi okkar á þrotum og þvi boðum við þetta verk- fall, sagði Kristján Egilsson, formaður Félags isl. at- vinnuftugmanna, i samtali við Þjóðviljann i gær. FtA hefur boðað til verkfalls frá og með miðnætti 10. april n.k., hafi samningar ekki tekist fyrir þann tima. i morgun kl. 9 hófst sáttafund- ur i deilunni hjá sáttasemj- ara. Kristján sagði, að siöan kjarasamningur flugmanna gekk úr gildi 1980 hefðu Flugleiðir hagað sér sam- kvæmt þvi, að enginn samn- ingur væri til, og gengið á kjör flugmanna á flestum sviðum, i stað þess að virða þá hefð sem skapast hefur i landinu, aö eldri samningar gildi þar til nýir hafa verið gerðir. Þar að auki hefði fyrirtækiö beittöllum ráðum til að koma i veg fyrir að nýr samningur yrði gerður. Striðið um starfsaldurs- lista flugmanna hjá Flug- leiðum gegnir miklu hlut- verki i þessu máli, en FÍA - menn segja það mál alger- lega óleyst og hafna þvi al- farið að Loftleiðaflugmenn gangi inni þeirra störf eins og Flugleiðir ætlast nú til. Kaupkröfur eru þær einar, að laun flugmanna hækki um sömu prósentutölu og meðal- laun hafa hækkað siðan samningar gengu úr gildi i febr. 1980. Kristján Egilsson sagðist vona að málið leystist án þess að til verkfalls kæmi. En hann benti á að málið væri afar flókið og vandmeö- fariö, þannig að mikið þyrfti að gerast á stuttum tima ef leysa ætti það fyrir 10. april. —S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.