Þjóðviljinn - 03.04.1981, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 03.04.1981, Qupperneq 5
Föstudagur 3. april, 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 FRÉTTASKÝRING Þegar Reagan forseti hjó til Carters i kosn- ingabaráttunni i fyrra hafði hann það gjarna á lofti, að stjórn Carters skapaði hina mestu óvissu og ruglanda meðal bandamanna Bandarikjanna með þvi að gefa frá sér um- mæli og merki i utan- rikismálum sem stönguðust á, svo eng- inn vissi lengur hvað væri bandarisk stefna og hvað ekki. Stjórn Reagans hefur þegar dottið hastarlega i sömu gryfju. Háttsettir menn i Hvita hUs- inu og utanrikisráðuneytinu hafa hvað eftir annað viðrað skoðanir, sem hafa vakið upp ugg og óróa bæði innanlands og ekki sist á öðrum Vesturlönd- um. Æðstu menn hafa orðið að gripa fram i, bera ummælin til baka eða neita þvi að um við- horf stjórnarinnar sé að ræða. Hinsvegar er aldrei gott að vita hvort hægt sé að taka slikar af- sakanir og afneitanir i fullri al- vöru — eins getur verið, að Reagan og hans menn vilji blátt áfram ekki að undirmenn hafi svo hátt um ýmislegt af þvi sem þeir sjálfir hugsa. Mál Pipes. Dæmi er tekið af máli Richards E. Pipes, prófessors frá Harvard, sem nú hefur tekið sæti i öryggismálaráði Reagans, og telst þar vera sér- fræðingur um mál Sovétrikj- anna. Pipes þessi lýsti þvi yfir i viðtali að ef Sovétmenn ekki vildu breyta þjóðskipulagi sinu með friðsamlegum hætti, þá hlytu þau óhjákvæmilega að lenda i styrjöld við Vesturveld- in! Mátti sjá minna grand i mat sinum en þetta, eins og hver maður getur skilið. Um leið efaðist hann um getu utanrikis- ráöherra Vestur-Þýskalands, Genschers, til að standa i móti I__________......... sovéskum þrýstingi. Varð nú uppi fótur og fit og þeir i Hvita húsinu óttuöust að svona hjal hefði hinar verstu af- leiðingar, ekki sist fyrir sam- búðina i Nató. James Brady blaðafulltrúi skaut á húsþingi með blaðamönnum og full- vissaði þá um aö Pipes hefði bara verið að hugsa upphátt fyrir sjálfan sig. Og Alexander Haig utanrikisráðherra sendi kollega sinum Genscher einka-, skeyti þar sem hann fullvissaði hann um hið sama. Of mikið um E1 Salvador! Annað dæmi er um E1 Salvador, sem æ fleiri Banda- rikjamenn eru farnir að likja við Vietnam og þróun banda- riskrar ihlutunar þar. Það kom þvi ekki mjög á óvart, þótt John A. Bunshell, sem fer nú með Reagan með ráðgjöfum: Farðu og berðu þetta til baka Eitt rekur sig á annars horn mál Rómönsku Ameriku i utan- rikisráðuneytinu bandariska, hafi látið i ljósi þá skoðun, að bandarisk blöð hefðu gert alltof mikiö úr afskiptum Bandarikj- anna af borgarastyrjöldinni þar. Það gat vel verið að ein- hver felurleikur hentaði Pentagon betur en mikiö umtal. En svo var ekki: að minnsta kosti hafa Reagan og Haig viljað túlka ástandið i E1 Salvador sem mest sem átök austurs og vesturs og þeir vilja halda þeirri túlkun sem mest á lofti. Enn fór Brady af stað og sagði að Bunshell hefði aðeins talaö fyrir eigin reikning. Nðg er af öðrum dæmum. Weinberger varnarmálaráð- herra hleypti hrolli i menn skömmu eftir embættistöku með þvi að taka aftur upp óskir um staðsetningu nifteindar- sprengja i Vestur-Evrópu. Og i Stjórn Reagans hefur ekki við að afneita embættis- mönnum sem hugsa upphátt! byrjun þessa mánaðar sagði Lehman flotaráöherra á blaða- mannafundi, að Bandarikja- menn ættu ekki lengur að viröa ákvæði þeirra SALT-samninga sem áöur voru gerðir við Sovét- menn um takmarkanir á vissum tegundum stdrtæks vigbúnaöar. 1 bæði skiptin þurfti Haig og utanrikisráðuneytið aö senda frá sér yfirlýsingar — fyrst til að fullvissa Natóriki um að engin ákvörðun væri tekin i nifteindarmálum, siðar til að itreka að meðan Sovétmenn virtu gerða samninga mundu Bandarikin gera það lika! Afrika lika. En þessi undarlegi leikur veldur mönnum áhyggjum, ekki sist vegna þess að sjálfur er Alexander Haig utanrikisráð- herra mjög andlega skyldur þeim „haukum" sem hann þarf öðru hvoru að vera að setja ofan i við vegna þess að þeir kunna ekki enn þá diplómatisku kúnst, að gefa fleira til kynna en sagt er upphátt.Eitt þaðáhyggjuefni sem mest er um rætt núna eru áform sem viðruð hafa verið i Washington um aö styðja við bakið á skæruher Jonasar Savimbi, sem berst gegn stjórn Angólu með stuðningi Suður- Afrikumanna. Washington Post skrifaði leið- ara um það mál fyrir skemmstu og gat varla trúað þvi að menn Reagans væru svo heimskir að þeir ætluðu að gera alvöru úr sliku ráðabruggi. Þeir mundu þá ekki stuðla að þvi, að Angóla- stjórn sendi kúbanskt herlið heim, eins og Vesturveldin helst vilja, heldur þvert á móti, hrekja Angólustjórn, sem vildi nú bæta sambúð sina við Banda- rikin, lengra inn i armlög Kúbana og Sovétmanna. Og auk þess væru Reaganmenn með opinskáum stuðningi við Savimbi, orönir með nokkrum hætti vopnabræður Suður- Afrikumanna og hefðu þar með tryggt sér fjandskap fjölmargra Afrikurikja — án þess að Sovét- menn hefðu þurft að lyfta litla fingri til að stuöla að slikri þróun! Afriskir leiötogar hafa svip- aðar áhyggjur og Washington Post. Enda ekki nema von: Haig utanrikisráðherra og undirsátar hans hafa þegar látið uppi meiri vinsemd i garð Suður-Afrikustjórnar en Carter og Nixon þorðu. Enda hefur það verið itrekað af þeirra hálfu, að þeir muni jafnan taka „hefð- bundna harðstjórn”, fram yfir óvissu umbótatilrauna. — áb. Talía — Menntaskó/inn við Sund: Joe Orton Velkomnir í Er'pinghambúðirnar. Þýðing nokkurra nemenda MHundir stjórn Sverris Hólmarssonar. Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson. Leikmynd og búningar: Helgi Ásmundsson. Veldi og fall Leikrit Joe Ortons hefur nokkra kosti sem skólaverkefni. Væntanlegir leikendur eru likleg- ir til að eiga auðvelt með að taka undir skothriö höfundar á alla skapaða hluti: A valdstjórnina, helgisiöi hennar og málfar, sem verða hold i Erpingham sem ætl- ar að endurlifa horfna glæsidaga heimsveldisins breska i sumar- búöarveldi, sem hann sjálfur byggir upp. A þá sem Erpingham þjóna — hvort sem það eru klerk- ar eða undirliðsforingjar sumar- búðarikisins, á gesti hans og á klisjurnar sem upp úr þeim standa og á ömurleika ósköp venjulegs orlofslifs og afþreying- ariðjuJoe Orton eru að sönnu nokkuð mislagðar hendur i þessu skyttirii, hann á það til að fara helst til auðveldar leiðir, en hann er alveg nógu grimmur og hug- Um kvöldið var haldin skemmtun i búbunum.. Erpinghams kvæmur til að eftir verði tekið. Persónurnar hver um sig dregnar fáum og skýrum dráttum og með- al annars þess vegna heppilegur efniviður ungum áhugaleikurum. Það tókst lika margt skemmti- lega i þessari sýningu, sem Rúnar Guðbrandsson stjórnar. En hún var misjafnari og sundurleitari en hin stilhreina sýning á Gum og Goo, sem hann stýrði fyrr i vetur i Taliu. Einstök atriði og persónur komu ljómandi vel út — og veröur þá til nefndur höfuðpaurinn sjálf- ur sérstaklega, Erpingham, sem Bragi Ólafsson leikur. Eða þá flest það sem snýr að hans liði inn á viö, samspili hans við Riley, sem ætlar aö verða skemmtana- stjori, og klerkinn bersynduga og fleira fólk. Sá þáttur sýningarinn- ar sem snýr aö sumargestum er svo brokkgengari miklu. Það á sér að sumu leyti þær eölilegu or- sakir, að aöeins sex manns eiga að koma af staö og halda 1 gangi miklu átakaspili: grátbroslegu hneyksli, slagsmálum, upplausn, æsingafundum og uppreisn i leik- verki sem upphaflega ætlaði sér að njóta góðs af möguleikum sjónvarps. Þetta verður hópnum alltaf öðru hvoru ofraun, sem vonlegt er. En áhorfandi verst ekki þeirri hugsun, að útsmognari og stilfærðari leikstefna hefði skilað betri árangri. En semsagt: þaö er ýmislegt vel um þessa sýningu — sem nátt- úrulega nýtur lika góðs af hinni gamalkunnu staðreynd aö skóla- sýningar eru aldrei þreytulegar, þaö vakir jafnan i þeim friskleiki landná msstunda . önnur sýningarlota þessa verks hefst nú 1 kvöld. — AB. ÚTBOÐ TILSÖLU Tilboð óskast i verkstæðis- og geymsluhús að Selásbletti 3. Um er að ræða múrsteins- og timburhús, sem eru ca 493 fermetrar að grunnfleti og ca 1571 rúmmetrar að rúmmáli. Kaupandi skal rifa og/eða fjarlægja húsin að öllu leyti fyr- ir 14. mai n.k. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3 og verða tilboð opnuð á sama stað miðvikudaginn 8. april n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK']AVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Simi 25800 KRAKKAR! Blaðberabió i \Regiv boganum./ \ rJ ( Blaðberabíó! Hrekkjótti hundurinn Litmynd með Tony Curtis i aðalhlutverki sem sýnir að fjölhæfur leikari getur brugðið sér i margs konar gervi... Sýnd i Sal A, Regnboganum, á laugardag kl. 1. Góða skemmtun! DJOÐVIUm s. 81333.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.