Þjóðviljinn - 03.04.1981, Síða 9

Þjóðviljinn - 03.04.1981, Síða 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. aprll, 1981 ✓ Slysavamafélag Islands: Gunnar Friöriksson forsetiSVFt l.t.h. á myndinni ásamt þcim Glsla Sveinbergssyni og Heröi Friöberts- svni sem sjá um happdrætti félagsins aö þessu sinni (Ljósm. Ella). Efnir tll happdrættis hið árlega happdrætti félagsins er orðin ein aðal tekjulind þess Nú er aö fara i gang sala á happdrættismiöum I hinu árlega happdrætti Slysavarnarfélagi ts- lands, en siðari árin hefur happ- drættið verið ein aöaltekjulind félagsins. Dregið verður 17. júni n.k., og eru vinningar Galant 2000 GLX fólksbifreið 1981 módel, land undir sumarbústað aö Svalvogum við Dýrafjörð og 7 reiðhjól DBS 10 gira af fullkomnustu gerö. Otgefnir miðar verða 40 þúsund og kostar hver miði 20 kr.. Munu deildir SVFt um allt land annast sölu miðanna og fá þær 30% af andvirði þeirra, en 70% fer i kostnað. Varla ætti að þurfa að hvetja fólk til að styrkja SVFI um þessar mundir, þvi svo mikið hefur mætt á björgunarmönnum félagsins i vetur að öilum ætti að vera ljós nauðsyn þess að SVFl sé sem best búið björgunartækjum. Agóðinn af þessu happdrætti fer einmitt til tækjakaupa fyrir deild- ir SVFI. Og vegna þess að minnst er á björgunarafrek SVFI manna má geta þess að i vetur hefur 21 manni verið bjargað i land með liflinu úr strönduðum skipum, en þeir sem á þann hátt hefur verið bjargað frá þvi fyrst var bjargað hér við land á þennan hátt fyrir 50 árum, eru komnir hátt á 3ja þús- undið —S.dór. Iðnskólinn í Reykjavík Iðnskólinn I Reykjavik er stærsti skóli sinnar tegundar hér á landi og með stærstu skólum landsins. Ákveðiö hefur verið að á laugardaginn 4. april n.k. verði opið hús i skólanum til að gefa al- menningi kost á að skoöa það sem fram fer i skólanum. Mun kennsla fara fram i öllum greinum og geta gestir fylgst með henni, náð tali af nemendum, kennurum og deildarstjórum. Opið INRHHK gPPPjg *» ís æjmjj hús á laugardag þá mun fólki gefast kostur á að kynna sér hið viðamikla starf skólans 1 skólanum stunda nú nám um 830 nemendur og eru fastráönir kennarar hans 90 en stundakenn- arar um 40. Um það bil 1/3 hluti nemenda stundar verklegt nám i skólanum, en 2/3 eru iðnnemar á namssamningi hjá meisturum og er kennsla þessara hópa nokkuð frábrugðin. 1 skólanum fer fram kennsla fyrir flestar löggiltar iðn- greinar á tslandi sem eru 67, en iðnnám er 3 eða 4 ár. Starfsemi skólans skiptist fyrst og fremst i 5 höfuðflokka, iðnnám fyrir samningsbundna nemendur verknámsdeildir fyrir ósamn- ingsbundna nemendur I bókaiðn- aði, fataiðna'ði, hársnyrtiiðnaði, málmiönaði, rafiðnaði og tréiðn- aði, framhaldsdeildir verknáms, meistaranám fyrir iðnsveina og tækniteiknaranám. Skólastjóri Iðnskólans er Ingv- ar Asmundsson en formaður skólanefndar Þuriður Magnús- dóttir. —S.dór. Ráðstefna fræðslumálanefndar AB: Lengd skólaskylda námsskipan og valkostir í 9. bekk A morgun kl. 13.30 hefst aö Grettisgötu 3 ráöstefna sem fræðslumálanefnd Alþýðubanda- lagsins gengst fyrir og fjallar um lengd skólaskyldu og námsskipan og valkosti i 9. bekk. Framsögumenn eru Einar Már Sigurðsson skólastjóri á Fáskrúðsfirði, Gunnar Arnason lektor og Gylfi Guðmundsson yfirkennari í Keflavik. Undirbúningsnefnd hefur tekið saman eftirfarandi umræðu- grundvöll: 1. Hvaða áhrif hefur þaö á llf og framtiö einstaklinga að yfirgefa skóla án réttinda til framhalds- náms? 2. Hvernig er hægt að halda sem bestum möguleikum til framhaldsnáms opnum? 3. Hefur skólaganga jafnmikið gildi og- oft er haldið fram? Höfum við nógu góða skóla til að forsvaranlegt sé að skylda 15 ára unglinga til að vera i þeim? 4. Hverju þarf aö br?yta i efstu bekkjum grunnskóla til að fleiri nemendum gagnist námið? 5. Mun þróun nýrrar nám- skipunar (fieiri tilboöa) i efstu bekkjum grunnskóla tefjast ef skólinn losnar við þá sem eru leiöastir á námi eftir 8. bekk? 6. Vita nemendur hvað þeim er fyrir bestu þegar þeir þurfa að ákveða um framhald skóla- göngu? Hvað ræöur ákvörðun- inni? 7. Er liklegt að þeir sem hætta eftir 8. bekk komi til náms siðar? 8. Hvaða ályktanir má draga af mismiklu hvarfi frá námi eftir iandshlutum? Ráðstefnan er opin öllu Alþýðu- bandalagsfólki. Henni lýkur fyrir kvöldmat. BREIÐHOLTSLEIKHÚSIÐ: í Fellahelli i Breið- holti standa nú yfir æf- ingar á islensku barna- leikrit, sem er svo splunkunýtt, að það hefur ekki enn hlotið nafn. Höfundur þess kýs að halda nafni sinu leyndu um sinn. En þetta leikrit verður væntanlega frumsýnt siðar i þessum mánuði, og er það annað verk- efni Breiðholtsleikhúss- ins, sem fyrr i vetur hóf starfsemi sina með sýn- ingum á „Plútusi” eftir Arisofanes. Leikstjóri barnasýningarinnar er Jakob S. Jónsson, en leikarar eru tveir: Þórunn Pálsdóttir og Þröstur Guðbjartsson. Fram- Þau eru aö æfa barnaleikrit uppi I Breiðholti: f.v. Jakob S. Jónsson, Þórunn Pálsdóttir, Þröstur Guð bjartsson og Haraldur Haraldsson. Ljósm. — gel — Æfir bamaleikrit í Fellahelli kvæmdastjóri er Haraldur Har- aldsson. — Persónur leiksins eru tvær, strákur og stelpa, sagði Jakob þegar blaðamaður og ljósmynd- ari Þjv. litu inn á æfingu fyrir skömmu. — Þau eru vinir og spjalla saman um hitt og þetta. En þar láta sér ekki nægja að tala, heldur framkvæma þau, og bregða sér m.a. i ýmisskonar gerfi. Það eru kóngar og prins- essur, bófar og fleira fólk — litrikt galleri. Þetta er ekki það sem Danir kalla „pegefinger”—leik- hús, þvi er ekki ætlað að kenna börnunum eða siða þau, heldur er þeim miklu fremur boðið upp á að velta hlutunum fyrir sér. Um tiiurð leikritsins sagði Jakob, að það hefði orðið til i leik- smiðju, þar sem saman vinna höfundur, leikstjóri og leikarar. Höfundurinn leggur fram hug- myndir, sem leikararnir spinna (impróvisera) út frá, og siðan sest höfundurinn niður og semur textann. Þegar æfingar verða lengra á veg komnar er ætlunin að kveðja til nemendur úr Fella- skóla og sýna þeim leikritið, svona til að fá fram viðbrögð þeirra áhorfenda sem leikritið er ætlað, barna á grunnskólastigi. — Þetta er mjög skemmtileg aðferð við að vinna sýningu, sögðu þau Þórumm og Þröstur, — og hentar sérstaklega vel þegar verið er að vinna barnasýningu. Af Breiðholtsleikhúsinu er það annars að frétta, að það er nú um það vil að verða til formlega, með nauðsynlegum pappirum þar að lútandi. Þá er verið að æfa kaba- rett, sem væntanlega verður frumsýndur i Félagsstofnun stúd- enta i mai. Leikstjóri er Sigrún Björnsdóttir. En hversvegna er Breiðholts- leikhúsið að ana alla leið vestur i bæ með sýningar? — Þetta er heimsvaldastefna Breiðholtsleikhúss! sagði Jakob, en flýtti sér að bæta við: Annars stafar þetta af þvi, að kabarett á að setja upp á veitingastöðum, þar sem fólk situr við borð og nýt- ur veitinga á meðan. Slikur stað- ur er einfaldlega ekki til i Breið- holtiennþá. En við kennum okkur við Breiðholt og höfum fullan hug á að halda áfram að starfa hér efra. Sýningar á barnaleikritinu verða i Fellaskóla, þar sem leik- húsið hefur fengið inni. Ennfrem- ur er möguleiki á að ferðast með sýninguna, jafnt innan höfuð- borgarinnar sem utan hennar. Sviðsbúnaður er mjög einfaldur („sýningin er sniðin fyrir hanska- hólf I Volkswagen! segir Jakob), en búningar nokkuð margir og verða þeir að mestu leyti unnir af leikurunum sjálf- um. _jh Strákurinn segir Hafnfirðingabrandara, en stelpan móðgast af því mamma hennar átti einu sinni heima i Hafnarfirði ,,og hún er ekkert vitlaus”. Ljósm. — gel — HEIMAKÆR KYNBLENDINGUR: Norðmenn gera laxinn _ A I ^ f r • Hyad veröur um 4 íslenska fiskeldisdrauma? Norömenn eru að gera laxinn aö húsdýri. A fiskiræktarstöðinni á Sunndalsöra hefur tekist að fram- leiða slika húsfiska með kyn- blöndun þar sem göngulax og urriði koma við sögu. Kvikindi þetta er gulls igildi, segir Harald Skjervord, fo'rstjóri stöövarinnar. Þessi gerviláx nær mikilli stærð, bragðast vel, hann er iaus við kynhvöt og flökkuþrá þess göfuga lax sem gengur I sjó, og stekkur upp fossa. Og ferst einnig I hafi i maga ránfiska. Norlkir laxabændur voru þegar árið 1979 búnir að leggja undir slg sjöttung laxamarkaðar i Vestur- Evrópu. Seldu þangaö 3000 tonn. Þeir höfðu þá þegar ræktað upp kyn sem var þriðjungi holdmeira en forfeöur þess. En alltof mikið af þeim seiðum sem ræktuð voru urðu eftir i sjónum eða lentu i röngum netum. Nú er verið aö Laxarækt INoregi: Þetta verðureins og aöala grisi... setja undir. þann leka. ■' Skjervold og hans menn ætla að skapa norskum fjarðabændum nýja búgrein, sem vel mun risa undir nafni að þvi leyti, að héðan i frá verður ekki mikill munur á þvi að ala upp lax og ala upp svin. 'Liklegt. er þó, að smærri fiski- bændur muni eftir sitja og þeir 250 sem stórtækastir eru og best- an hafa útbúnað muni njóta góðs af þeim möguleikum sem nú eru að opnast á viða gátt. (Byggtá Spiegel) Föstudagur 3. april, 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 á dagskrá Mennirnir eru ekki komnir lengra en það, að fái einhver alrœðisvald þá elur hann sina verstu eiginleika og verður nokkurs konar djöfull. Og kannski er þeim Gamla gert rangt til með þeirri likingu Halldór Pétursson „Vitið þér enn eða hvað” Oft hafa veður gerst válynd en vart sem nú, þvi segja má að við sitjum á haugi hinna djöfulleg- ustu tækja, sem mönnum hefur auðnast að hanna og ekki þarf nema eitt handtak til þess að sviðamessan hefjist. Þetta hlýtur hverjum manni að skiljast, þótt hann hafi ekki verið fermdur uppá annað en flatbrauð og smjör. Hér er um tvennt að velja, sitja með hendur i skauti og haf- ast ekki að, eða hefja sig i seti og brýna öfl hugans til varnar. Þær varnir sem okkur eru birtar i áróðursskyni eru ekki til i veru- leikanum- jafnvel okkar ágætu sýndarvinir sjálfir amerikumenn hafa viðurkennt það. Hér dugir ekkert annað en hugbeiting og heilbrigðskynsemi. Allt bendir til að alheimurinn sé háöur einu allsherjarlögmáli, allt sem ei; smátt eða stórt, bindist hvað öðru. Framþróun er forkraftur- inn og þar eiga mennirnir að inna sitt hlutverk af hendi. Fyrir mann með hendur i skauti og hugann á vergangi er ekkihægt að bjarga, ekki heldur þó hann lyfti hendi hugsunar litið og greiöi atkvæði. Vinnandi hugur og hönd er okkar vöggugjöf, boðorðið um að taka þátt i sköpuninni, en ekki eyði- leggingu. Að halda vöku sinni er að hugsa sjálfur. Blómstrandi hugsanir ná kannski langt út yfir þennan hnött okkar. Fyrir þvi eru ekki enn visindalegar sannanir,en fjölmargt bendir til að við fáum hjálp utan úr geimnum, bara ef við þorum að hugsa svo hátt. Þetta gildir jafnt um visindi, list, tækni og fjölmargt annað. Þetta erengin sérstök trúfræði, heldur i sambandi við þá tengingu sem áður er á bent. Þennan farkost skulum við i huga hafa, er við leggjum árar hugar og handa i keip og brynjum varnir okkar. Við vorum sviknir inn i þessa drápskeðju af mönnum sem ekkert skyn báru á þessa hluti. Þetta heyrir ekki illmennsku til, heldur þvi að stærri menn viti alltaf betur; slikt mætti kalla vottorð vesalmennskunnar. Þetta ersamstofna við þaðað börn voru við fermingu látin sverja fyrir altari að afneita djöflinum og öllu hans athæfi. Glæpur þessi er nú úr gildi numinn en virðist hafa færst yfir á þá eldri. Það er mikið flaggað með lýðræði og hér nær það svo langt að ráðherra getur upp á sitt eindæmi drekkhlaðið herstöðina i Keflavik af öllu sem hún þarfnast. 011 fáum við okkar dóm einhversstaðar i alverunni og þá gæti skeð að sigurbrosið frysi á vör sumra er þeir sæju hinar sviðnu kjúkur ættingja og vina. Það fá þeir ef Sviðamessan fær framgang, þvi þar verður ekki svikið undan skatti. Myndast þá kannski spurn i auga. Mönnum sem leggja allt á eitt bretti til að þaulrækta sinn verri hluta verður hann svo ægilegur að orð skortir yfir slikt. öll hugsunin felst i þvi að drepa og tortima Þegar Göbbels gat ekki lengur þjónað lund sinni elti hann börnin sin og myrti; og hugrekki þessara manna er ekki það mikið, að þeir þori að standa fyrir máli sinu, heldur drepa þeir sig sjálfir til að missá ekki smekkinn. Gáttir allar áður en gengið er fram, verður hver að athuga. Sviðamessan getur hafist hvenær sem er; ekki þarf annað en smá- bilunihinum guðlegu morðtólum. Aðalhugsun Bandarikjanna er að fórna Vestur-Evrópu og reyna með þvi að fá eitthvert forskot sjálfir, sem er þó bara imynd- unarveiki. Það sem þarf að ger- ast, er að Vestur-Evrópa taki ekki við neinum þeim hnifapörum eða sprengjupungum sem nu er verið þröngva Uppá þessar þjóðir til sjálfsmorða. Afsala sér öllu þessu drasli og lofa Bandarikjunum að eiga sitt leikrit sjálfir og leika það. Allar þjóðir Vestur-Evrópu geta lifað sæmdarlifi án allra gjafa að vestan. Látum bara þessi tvö stóru veldi setjast að taflborðinu og gera upp sinar imynduðu sakir. Aðrir hafa ekkert með þessa leiki að gera Óttinn við þjóðir Austur-Evrópu sem alltaf er verið að reyna að ljúgja inn i okkur, er ástæðulaus Þær mundu taka feginshendi að losna við tafliðog beinlinis þrá að vingast við okkur hér vestra. Leggið eitt á minnið, þegar þá hugsun ber hæst i heiminum að útrýma þurfi einhverjum óvinum er eins og náttúruöflin tryllist og allskonar hörmungar dynja yfir, eldgos, vatnaflóð, jarðskjálflar og drepsóttir. Ég hefi á minni löngu æfi tekið eftir þessu, sem getur að visu verið tóm vitleysa, en gaman væri ef einhver spakur maður rannsakaði þetta. Við er- um runnir upp úr jörðinni og háðir henni á allan hátt og enginn veit hve hugsun mannsins er sterk sé henni beitt af samfylk- ingu. Visindin eru sú verðbólga sem auka þarf I þágu hinnar mennsku framvindu. Höfum i huga hvernig þau eru notuð i þarfir hinna illu afla og kannski verður endirinn sá að þetta hnatt- krýli verði þurrkað út. Alvaldið hefur ekkert að gera með fólk sem setur allt á oddinn, til að drepa og eyðileggja lönd og lif hvers annars. Trúlega höfum viö um aldir hunsað aðvaranir utan úr hinum stóra geimi. Við þykj- umst svo miklir menp, en slikt bendir alltaf til vanþroska. Stundum tekst að útrýma einni ogeinni mannveru sem engin orð ná yfinen brátt fær fólkiö aðra af sömu ætt, þvi við kjósum vana- lega fyrir neðan vit okkar, treyst- um á lýgina eins og lýsigull. Fólkið hugsar svo litið um hvaða lifsform henta þvi best og veitir valdsmönnum ekkert aðhald þegar það er búið að rétta upp höndina eða setja merkið á kjör- seðilinn. Mennirnir eru ekki komnir lengra en það, að fái ein- hver alræðisvald þá elur hann sina verstu eiginleika og verður nokkurskonar djöfull. Og kannski er þeim Gamlagert rangt til með þessari likingu. Var það aðvörun þegar hershöfðingjarnir fórust nú fyrir skömmu, en enga aðra sakaði i vélinni? Sláum engu föstu, en höfum petia i huga. Eitt hefur breysti öllu þessu striðsæði. Aður gátu hershöfðingjar og þeirra ráðamenn setið óhultir i dýrleg- um fagnaði, bara sent hermenn sina með köldu blóði úti dauðann og annað verra. Nú eru i raun allir undir sama þaki. Sjálfsagt reyna þeir stærstu að mynda sér einhver byrgi með vistum og kók, en slikt mun skammært. Takist einhverjum að endaðri sviðamessu að grafa sig út, væri gaman að sjá þau kvik- indtog ekki er svo að þeir séu að risa upp á efsta degi, það eiga þeir eftir öfundarlaust. Ég man þegar ég var ungur hvað mér þótti viturleg tillaga Guðmundar Finnbogasonar, að i striði skyldu hershöfðingjar alltaf vera i fremstu viglinu. Við hinsta upp- gjör verða allir jafnir fyrir lögun- um; framtalið liggur fyrir og klögun úr sögunni. Hvað sem svona málum liður, verður að hefja starf nú þegar á móti ræn- ingjum lifsins og spörum ekkert til. Við höfum allt fram yfir þessa menn nema illmennskuna og er- um um ieið aö bjarga þessum hnetti, sem getur látið okkur allt i té, ef rétt er að unnið. Halldór Pétursson Grenigrund 21. Kóp. Strandflutningar: Ríkisskip yfirtekur þjónustu Hafskips hf. Nýverið hafa Rikisskip og Haf- skip h.f. gert með sér sérstakan þjónustusamning, þar sem Rikis- skip yfirtekur að mestu leyti alla strandflutningaþjónustu Hafskips h.f., en flutningar þessir frá Reykjavik nema milli 10.—15.000 tonnuin á ári. A sama tima hefur Hafskip h.f. einnig gert grundvallarbreytingu á útflutningi kisilgúrs. Er hann nú allur fluttur með Rikisskip frá Húsavik til Reykjavikur á plast- hjúpuðum brettum, en þaðan fer kisilgúrinn á áætlunarskip félags- ins á N-sjávarhafnir og Skandi- naviu. Nemur útflutningsmagn kisilgúrs milli 20—24.000 tonnum á ári. Á siðastliðnum 3—4 árum hefur veriö unnið að endurskipulagn- ingu og eflingu strandferðaþjón- ustu Rikisskips. I þvi skyni hefur verið tekið upp leiðakerfi þriggja skipa, ferðum fjölgað og nýjum viðkomuhöfnum bætt við. Fram- undan eru ný vöruafgreiðsla I Reykjavik og ný strandferðaskip. I fréttatilkynningu frá Rikis- • skip segir, að mikil áhersla hafi verið lógð á þjónustu viö milli- landaskipafélögin og samstarfs- samningurinn við Hafskip sé mikilvægur áfangi i þeirri við- leitni og reyndar stærsti flutn- ingasamningur sem Rikisskip hefur gert til þessa. Að mati fyrirtækjanna hafi þessi verka- skipting þjóðhagslegt gildi og umtalsverðan sparnað I för með sér, sem svari miljónum króna.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.