Þjóðviljinn - 04.04.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.04.1981, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4.-5. april 1981. HVAÐ FELST I NÝJU BARNALÖGUNUM? Mörg nýmæli og réttarbót fyrir börnin og foreldra Mörg nýmæli felast i barnalög- unum, sem alþingi samþykkti i fyrradag og er réttur barnsins til feörunar, forsjár, framfærslu og umgengni viö báöa foreldra sett- ur ofar gömlum ákvæöum um réttindi og skyldur foreldra viö barn sitt. Frumvarp aö þessum lögum var fyrst lagt fyrir alþingi voriö 1976 og siöan á hverju þingi allar götur slöan. Sifjalaganefnd, sem m.a. hefur endurskoöaö lög um stofnun og slit hjúskapar (1972) og ættleiöingarlögin (1978) samdi frumvarpiö en I henni eiga sæti Armann Snævarr, hæsta- réttardómari, formaöur, Auöur Auöuns, fyrrverandi dómsmála- ráöherra, Baldur Möller ráöu- neytisstjóri og Guörún Erlends- dóttir, dósent. Þjóöviljinn ræddi viö Guörúnu um nýju lögin sem taka gildi 1. jan. 1982 og helstu nýmæli þeirra. Forsjá barns Með nýju barnalögunum eru felld úr gildi tvennir lagabálkar, annars vegar lög um afstöðu for- eldra til skilgetinna barna, nr. 57/1921 og hins vegar lög um af- stöðu foreldra til óskilgetinna barna nr. 87/1947, sagði Guðrún. 1 þessum gömlu lögum var skýr greinarmunur geröur á óskil- getnum og skilgetnum börnum, t.d. hvað varöar forsjána. Skil- getin börn höfðu forsjá beggja foreldra en óskilgetin börn höfðu aðeinsforsjá móður, þó hún byggi með barnsföðurnum. Þegar upp úr slikri sambúð slitnaði, kom Rætt við Guðrúnu Erlendsdóttur, dósent faðirinn þvi ekki til álita heldur fékk móðirin sjálfkrafa forsjá barnsins. 1 nýju lögunum er sambúð I þessu tilliti jafnaö við hjúskap, þannig að ef foreldrar barns búa saman hafa þau forsjá barnsins I sameiningu. Ef upp úr sambúð- inni slitnar er þvi álitamál hvoru foreldrinu eigi að fela forsjá barnsins* en sú ákvöröun miðast við það sem barninu er talið fyrir bestu i öllum tilfellum. í lögunum er rækilega um það fjallaö hvað felst i „forsjá barns” og sam- kvæmt þeim á barnið rétt á forsjá foreldra. Faðerni barns Hvað varðar faðernið gildir svokölluð „pater est” regla um skilgetin börn, þ.e. að eiginmaður konu á þeim tima sem barn er getið eða fætt er talinn faðir barnsins. Þar þarf enga sönnun. Hins vegar getur eiginmaðurinn vefengt faðernið og það er gert auðveldara með nýju lögunum. Frestur til vefengingar er mun lengri og eins geta bæði móðir og barnið sjálft vefengt faðernið, en það er nýmæli. Þannig getur eiginmaður við gildistöku barna- laganna vefengt faðernið innan árs eftir að hann fékk vitneskju um atvik sem því tengjast, en þó ekki siðar en 5 árum eftir fæðingu barns. Dómsmálaráðherra getur þó veitt lengri frest ef sérstakar ástæður koma til. Faðerni óskilgetins barns sem hvorki er getið né fætt I hjúskap verður hins vegar að sanna og gilda þau sömu sjónarmið i nýju lögunum. Faðerni telst sannað með viðurkenningu föður, I rikara mæli en áður með sambúð for- eldra og með dómi. í eldri lögunum telst það jafngildi fað- ernisviöurkenningar ef sambúð helstóslitið frá 10 mánuöum áður en barn fæðist þar til tvö ár eru liðin frá fæðingu þess, en i nýju lögunum jafngildir það faðernis- viðurkenningu ef móðir barns og maöur, sem hún hefur lýst föður að barni sinu búa saman við fæðingu barnsins og einnig ef þau taka sfðar upp sambúð. Þetta er mikil rýmkun, en sambúðina þarf að sanna með afriti úr þjóðskrá eða öörum gögnum. Ættleiðing Faðir óskilgetins barns fær með barnalögunum rikari heimildir- t.d. ef móðir hyggst gefa barnið, getur hann farið fram á að fá for- sjá þess, en það var ekki hægt skv. gömlu lögunum. Með lögunum er eiðurinn einnig afnuminn, þannig að faðerni barns veltur ekki eftir gildistöku þeirra á eiði móður eöa þess sem hún nefnir til. Jafnframt er fellt úr gildi ákvæði um meðlags- skyldu manna ef faðerni er ekki sannað. Faðernissönnun er skv. nýju lögunum forsenda meðlags- skyldu. Umgengisrétturinn Hvað varðar umgengnisréttinn segir i lögunum að börn eigi rétt til umgengni við báöa foreldra sina, þannig að það foreldri sem forsjána hefur getur ekki meinað barninu umgengni við hitt for- eldrið. Hins vegar getur dóms- málaráðuneytiö úrskurðaö tak- markanir eða bann viö umgengni ef sérstakar ástæður mæla meö þvi. Framfærslualdur í 18 ár Framfærsluákvæðin breytast verulega. í fyrsta lagi a- fram- færslualdurinn hækkaður i 18 ár og skv. lögunum er heimilt að úr- skurða framlengingu til tvitugs vegna menntunar eða starfsþjálf- unar. Þetta á t.d. við um kostn- aðarsamt nám eða sérstaka um- önnun sem fatlað ungmenni þarf. Eftir að barn hefur náð 18 ára aldri þarf að fara fram á slika framlengingu ef ástæða þykir til við sýslumann, fógeta eða saka- dóm Reykjavikur og úrskurða þessir aðilar i slikum málum án ritstjórnargrein Frá vinstri? Það er mikil iðja i borgaraleg- um blöðum að velta fyrir sér þeim háska sem lýðræði er talinn stafa frá vinstri: frá vinstri öfga- mönnum, frá byltingarsinnum, frá vinstrimönnum yfirleitt. Stundum eru vopnaöar uppreisnir i þriðja heiminum hafðar að rök- semd — og reynt að láta mönnum skjótast yfir þá einföldu stað- reynd, að þegar menn til dæmis I ýmsum illræmdum rlkjum Róm- önsku Ameriku gripa til vopna þá er það ekki gegn lýöræði, heldur gegn þeim herforingjaklikum sem banna lýöræði og mannrétt- indum aö þrifast. 1 annan stað er mikiö rætt um þá sérkennilegu hópa sem efnt hafa til pólitiskra mannrána i sumum löndum Vestur-Evrópu, og kenna sig að sönnu við róttækni og byltingu. Þær hreyfingar hafa þó veriö að hjaðna og einangrast og þar við bætist, að atburðir siöasta árs leiða i ljós, að það er um þessar mundir fyrst og fremst frá nýfas- iskum öfíum og hægrisinnuöum ættingjum þeirra sem haldið er verið steypt? Svarið er næsta ein falt: hættan stafar af hægrisinn- uöum herforingjum, sem eru i sambandi við nýfaslskar hreyf- ingar, jafnvel viröulega hægri- borgara — og kannski bandarisku leyniþjónustuna i þokkabót. Þess- ir aðilar sameinuðust allir um að steypa þingræði i Grikklandi árið 1967, og koma á kúgunarstjórn sem stóö i sjö löng ár ómældra hörmunga fyrir griska þjóö. Um sama leyti komst upp um hliðstæð áform herforingja og nýfasista um að steypa lýðræði á ttaliu. 1 fyrra ákváöu tyrkneskir herfor- ingjar að afnema þingræði á Tyrklandi i þeim merkilega til- gangi aö bjarga lýðræöinu, og er ekki vitað til að bandarisk stjórn- völd hafi neinn teljandi höfuðverk af slikri þróun innan NATO, sem átti vist að vernda lýðræðið, að minnsta kosti þegar verið var að tosa Islendinga inn þangað. Og það kemur á daginn siðustu daga, að meira aö segja á Bretlandi var árið 1968 tekiö að spinna samsæri konungborinna manna, liðsfor- ingja og fjármálafursta um að steypa stjórn sósialdemókratans Hvaðan er lýðræði háski búinn? uppi hermdarverkum þeim sem mannskæöust eru og illkynjuðust. Hverjir voru að verki? Og það er ekki úr vegi að skoða nánar nýja sögu þess lýöræðis sem byggir ■ þingræði og þar með margra flokka kerfi. Hvaöan hef- ur þvi i raun stafað hætta á undanförnum árum, hverjir hafa verið að verki þegar þvi hefur Harolds Wilsons, sem þessu liði þótti alltof róttæk og likleg til að steypa Bretlandi út I upplausn og ringulreiö. Spánn fyrir skemmstu Skyldu landsfeöur I Washington hafa gert meira en aö gretta sig ef aö slikt samsæri gegn Verka- mannsflokksstjórn heföi heppn- ast? Þaö er ekki gott að vita. En ýmislegt það sem hefur leitað upp á yfirborðið eftir misheppnað valdarán herforingja og þjóð- varðliöa á Spáni minnir á það, aö einmitt Bandarikin eru afar ótryggur vinur lýðræðis i tvi- sýnu. Alexander Haig utanrikis- ráðherra hafði þaö helst um valdarániö 23. febrúár aö segja aö það væri innanlandsmái Spán- verja. Frjálslyntspænskt blað; E1 País, skrifar fyrir skömmu, að samsærisforingjarnir hafi áöur en þeir létu til skarar skriöa leit- að hófanna hjá mönnum I stjórn Reagans um möguleika á stuðn- ingi Bandarikjanna við stjórn sem komiö væri á meö valdaráni. Blaöiö telur sig vita.að slikum Guðrún Erlendsdóttir, ddsent. dóms. Þá er i lögunum heimildar- ákvæði um framfærsluskyldu vegna t.d. skimar og fermingar barns ásamt eldri ákvæðum um sérstök framlög vegna greftrunar og sjúkdóma. Hér er um að ræða kostnað sem fylgir t.d. fata- kaupum á barnið sjálft, en ekki veislukostnað og þess háttar. — Ef barn einstæörar móður verður 17 ára I júni 1981 fellur meðlagsskylda föður niður skv. núgildandi lögum. Hvað verður eftir að nýju lögin taka gildi um áramót? Þá yrði faðirinn meölags- skyldur á nýjan leik frá 1. janúar 1982 þar til barnið hefur náð 18 ára aldri i júni það ár. — Að lokum, Guðrún, ertu ekki ánægð með að þessi lög skuli loks hafa náö fram að ganga og hvað var i veginum allan þennan tima frá 1976? Ég er mjög ánægð með að barnalögin skuli loks hafa verið samþykkt. Ástæðu þess að þau hafa ekki verið afgreidd fyrr, tel ég vera almennt áhugaleysi, fremur en að einstök efnisatriði hafi staðið i mönnum. Frum- varpið var oftast lagt fram að vorlagi, undir lok þings og þvi vannst aldrei timi til að afgreiða það vegna efnahagsmála eða annars. Nú var frumvarpið hins vegar lagt fram i upphafi þings og lögð með þvi áhersla á að af- greiða það. —AI stuöningi hafi hvorki verið lofaö né honum neitað. En altént hafi Bandarikjamenn vitað hverju fram fór, ekki sist sendiherra þeirra i Madrid, Terence Tod- man, sem hefur einatt látið i ljós samúð með herforingjastjórnum Suður-Ameriku. E1 Pais telur sig vita, að Bandarikin gætu vel séö sér hag i forræði hersins á Spáni, sem væri i ætt viö það sem gerst hefur I Tyrklandi — slik stjórn yrði þægileg bæöi bandariskum fjárfestingum og herstöðvum á Spáni. Allt i stil Slik afstaða þarf reyndar ekki að koma neinum á óvart. Hún væri ekki annað en enn ein itrek- un á margprófuðu samspili her- foringja og hægrileiðtoga við bandariskar leyniþjónustúr og ráðherra, samspili um skerðingu lýöræðis, um afnám þingræðis. 1 anda þeirrar stefnu, sem Reagan og hans liðsoddar gangast nú við hreinskilnislega — að jafnan beri að taka „hefðbundna harðstjórn” fram yfir lýðræði, hvenær sem lýðræðisleg réttindi hafa fengið vinstriöflum einhver áhrif á póli- tiska þróun i samfélagi. Eða eins og Henry Kissinger réttlætti bandariska aðstoð viö valdarán i Chile: viðgetum, sagði hann, ekki staöiö hjá þegar eitt . land veröur rautt vegná ábyrgö- arleysis landsmanna! Með slík- um rökum var steypt löglega kos- inni stjórn i Chile, rétt eins og steypt hafði veriö stjórn Guate- mala 1954 og Dóminikanska lýð- veldisins 1965, svo tvö þekkt dæmi úr vesturheimi séu nefnd. —AB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.