Þjóðviljinn - 04.04.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.04.1981, Blaðsíða 3
Hclgin 4.-5. april 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIBA 3 J ÓIi Vestmann Einarsson yfirkennari bókageröardeildar Iönskólans IReykjavik fyrir framan hina nýju og fullkomnu setningartölvu. (Ljósm. —gel —) Með því fullkomn- asta sem til er BókagerðardeiIdin í Iðn- skólanum í Reykjavík hef- ur nú f engið setningartölvu af Linotype- gerð með um brotsskermi/ og er þetta tæki með því fullkomnasta sem til er í þessari grein. Segja má að möguleikar þessarar tölvu í setningu séu nær ótakmarkaðir. Framfarir í örtölvutækni hafa orðið gifurlegar á bókagerðarsviðinu nú allra síðustu ár og haf a þær ver- ið svo hraðar að það sem taldist nýjast og best í gær er orðið úrelt í dag. Fáar starfsgreinar, ef nokkrar hafa orðið eins fyrir barð- inu á örtölvutækninni hin síðari ár, í atvinnulegu til- liti, og prentverkið. Prentdeildin er elsta verk- námsdeild Iðnskólans i Reykja- vik og þar sem þessi tölvutækni i prentverki hefur rutt sér mjög til riims hér á landi, er nauðsynlegt fyrirdeildina að eiga tæki af full- komnustu gerð til kennslu. Segja má að bókargerðardeildin i Iðn- skólanum í Reykjavik sé vel búin tækjum, enda nauðsynlegt þar sem rai er hægt að ljúka námi i bókbandi og prentun i skólanum án þess að gera námssamning við meistara. Of f kikið mál yrði að útskýra þá möguleika, sem þessi nýja tölva býður uppá,og ef til vill aðeins fyrir fagmenn að skilja það, en fullyrða má að hún valdi einni af mörgum byltingum á sviði setn- ingar nú hin allra siðustu ár. Að minnsta kostiein prentsmiðja hér á landi hefur fengið tölvu af sömu gerð og til eru svipaðar tölvur viðar, þótt þær séu ef til vill ekki alveg eins fullkomnar. —S.dór. Tónlistarskóla Kópavogs V ornámskeið fyrir 6 og 7 ára börn hefst mánudaginn 27. april og lýkur fimmtudaginn 14. mai. Tekið verður á móti umsóknum til 8. april á skrifstofu skólans, Hamraborg 11, 2. hæð, kl. 10—11 f. hádegi. Skólastjóri. Skrifstofumaður Starf skrifstofumanns hjá Hveragerðis- hreppi er laust til umsóknar. Aðalverk- efni: Vélritun, simavarsla og almenn af- greiðsla. Upplýsingar á skrifstofu hreppsins, simi 99-4150. Umsóknarfrestur er til 10. april. Sveitarstjóri Hveragerðishrepps. ,, Vegna fjarveru sendiherrans í opin- berum erindum svo og páskanna, verður þjóðhátíðardagur Danmerkur ekki haldinn hátíðlegur að þessu sinni á afmcelisdegi drottningarinnar, en í þess stað daginn fyrir Grundlovsdaginn, eða 4. júni 1981” KGL. DANSK AMBASSADE Reykjavik, den 1. april 1981 í Búlgariu bjóðurn við upp á eitt glæsilegasta hótel i Evrópu — Grand Hótel Varna. Almennt viðurkennt af þeim, sem gist hafa þar, sem það besta. Á Hótelinu eru auk rúmgóðra herbergja og „svita”, þrir veitingastaðir, Cafe-teria, þrir barir, næturklúbbur, heilsuræktarstöð, bowling, billard, coreconbúðir og úti- og inni-sundlaugar, góð baðströnd og Sauna. Allt á sama stað. Auk þess bjóðum við fjögur 1. flokks hótel á sólarströndinni, öli með baði, WC og svölum. Ein stærsta baðströnd Evrópu. Við fljúgum i áætlunarflugi Flugleiða til Kaupmannahafnar og strax á eftir með þotum Balkanairlines til Sofiu. Þar bjóðum við upp á vikuferð frá Sofiu til llilaklausturs, Plovdiv Gabrovov, Velikov, Turnevo og Varna. 7 daga ferð 1. flokks hótel fullt fæði. Á baðströndunum bjóðum við 1-2-3 vikur og 4 vikur, ef ekki er farið i viku- ferðina. Vinsælt matarmiðakerfi, eins og peningur i vasa. Þú borðar hvar sem er, hvenær sem er og hvað mikið sem þú vilt. 50% uppbót á erlendan gjaldeyri, ef skipt er á hótelum. Iðandi baðstrandarlif, en einnig fjöldi tækifæra til að fara i skoðunarferðir um landið og á Iystiskipum er tveggja daga ferð til Istanbul og þriggja daga ferð til Yalta — Istanbul og Odessa — Yalta. Skipsferðir greiðast hér heima. Flogið alla mánudaga frá 25. mai-14. sept. Hægt að stoppa i Kaupmannahöfn i bakaleið. Sumarferðir eru að fyllast. Bókið strax. Ekki missir sá sem fyrstur fær. ódýrasta og ein besta orlofsferð, sem völ er á hér á landi. Spyrjið þá sem hafa farið íslenskir fararstjórar i Búlgariu, i Sofiu og á ströndinni €SÞ Ferðaskrifstofa KJARTANS HELGASONAR Gnoóavog 44-104 Reykjavik - Simi 86255.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.