Þjóðviljinn - 04.04.1981, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 04.04.1981, Blaðsíða 17
Helgin 4.-5. april 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Bandaríski rithöfundur- inn Marilyn French vakti heimsathygli er bók henn- ar Kvennaklósettið kom út. Á síðasta ári kom ný bók frá hendi höfundar, er nefnistThe Bleeding Heart er þýða mætti sem Viðkvæm sál eða eitthvað í þeim dúr. Hefur hún einnig vakið mikla athygli og umtal. Hér á eftir _ fer þýðing á viðtali sem norski blaða maðurinn Else Michelet átti við Marilyn French eftir útkomu sfðari bókarinnar en það birtist í 7. hefti tímaritsins Kontrast árið 1980. I viðtal- inu er rætt um þær spurn- ingar sem bækurnar hafa vakið/t.d.: Breytingar eru nauðsynlegar, en er það öruggt að við verðum hamingjusamari með því að breytast? Hvers vegna líta svo margir karlmenn á- kvenréttindahrey finguna sem ógnun? Er nýtt menningartímabil að hef j- ast? Þetta er þemað í viðtalinu. Norski blaðamaðurinn Else Michelet ræðir við bandaríska rithöfundinn Marylin French, höfund bókarinnar Kvennaklósettið Marylin French: Konur af okkar kynslóö fórna sér og er fórnaö. HVAD TEKUR VIÐ? —Enskur rithöfundur hefur lát- ið svo um mælt aö bók þin Kvennaklósettið sé ein af þeim bókum sem breytir lífi manns. Heldurðu að nokkur bók og þá þessi sérstakiega sé fær um að breyta lifi manna? — Ég kallaði aðalpersónu sögunnar Miru sem er gælunafn fyrir spegilinn sem við sjáum okkursjálfi. Ég held að marg- ir hafi fengið það á tilfinninguna að i bókinni hafi lif þeirra verið skrásett á einhvern verðugan og þýðingarmikinn máta, sem þeir höfðu aldrei leyft sér að leiöa hugann að sjálfir. Þeir sem senda mér bréf skýra frá breytingum. A ytra boröinu felast þær i þvi að konur skilja við menn sina o.s.frv. En i raun og veru felast þessar breytingar i þvi að kon- urnarfara að lita öörum augum á sjálfarsig. — Mfra finnur smátt og smátt lifi sinu gildi og verður meðvituð um sjálfa sig. A bakhlið kiljuút- gáfunnar stendur að þessi þróun sé tákn um þá upptendrun sem fylgi frelsun konunnar. En nú er Mira hreint ekki svo mjög upp- tendruð i bókarlok. — Ég lit siöur en svo á að þróun Miru sé i átt til hins verra heldur þvert á móti til hins betra. Rauði þráöurinn i mörgum kvennabók- menntum er sá aö ef manni takist að breyta lifi sinu veröi maöur hamingjusamur og siðan sé framhaldið samfelld sigurbraut. Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt. Mira er heilsteypt kona i bókarlok. Hún átti ekki annarra kosta völ en fara þessa leiö. En breytingin hefur ekki endilega i för með sér paradis. — Kvennaklósettið hefur nú verið þýtt á fjölmörg tungumál og er orðið að eins konar klassik. Finnst þér móttÖkurnar, sem þú og boðskapur þinn hefur fengiö, inisjafnar eftir þjóðum og ólfkum kvennahópum? — Móttökurnar eru svipaðar hjá venjulegum konum. Það getur maður séð á sölu bókarinn- ar og viöbrögðum við henni eftir þvi sem timinn hefur liðið. Viðbrögð hinna ýmsu kvenfrelsis- hreyfinga hafa hins vegar verið misjöfn. Feministar i Þýskalandi og á Spáni hafa t.d. afneitað henni. Þeim finnst ég ekki vera nægilega róttæk. Sjálfri finnst mér ég vera miklu róttækari en þær. Þær vilja tengja kvennabylt- inguna efnahagsbyltingu og binda von sina viö hóp manna sem sagan hefur margsinnis sýnt að eru ekki veröugir þess að binda vonir við. Byltingin verður að ganga miklu lengra heldur en marxisminn gerir ráð fyrir. Vopnuð bylting er að minu áliti gagnslaus. Við þurfum byltingu sem breytir viðhorfum kvenna til sjálfra sin og karlmanna til kvenna og lifs þeirra. — Vildi ekki Che Guevara senda okkur á ný inn f eldhúsin? — Eöa f rúmið. Stokely Carmichael var spurður um það hver væri staöa konunnar i mannréttindahreyfingu svartra i Er ofbeldi eina tilfinningin sem fullorðnir karlmenn eru færir um að tjá? Bandarikjunum og hann svaraði „prone” (liggjandi). — Fyrsta atriöiö i Kvenna- klósettinu snerti einhvern streng hjá mér og örugglcga mörgum öðrum. Það er þegar Mira þorir ekki út af klósettinu en situr vit- stola af hræöslu á „womens room”. Siðan endarðu með setn- ingunni „some Deaths take forever”. Mér finnst það sem þú lýsir i Kvennaklósettinu vera Hefð árþúsunda um samskipti karls og konu og uppe 'ldi barna verður ekki þurrkuð út í einu vetfangi nokkurs konar lýsing á dauðan- um. Þar er fjallaö um fólk sem fer inn á nýja braut án þess að geta nýtt sér hana, þvi ef það gerir eitthvaö verður þaö notaö gegn þvi. Einmitt þess vegna er það mér mikilvægt að heyra af þinum vörum að einangrunin sem Mira finnur fyrir undir iokin sé nauðsynleg og góö... — Ég er ekki viss um að hún sé nauðsynleg. Ungar konur fara léttar inn á þessa lifsbraut og finna ekki fyrir sama vonleysi og Mira. Mira er af þeirri kynslóð sem fórnar sér og er fórnað. Hún tilheyrir þeim sem ekki geta losn- að undan hinum sterku tilfinn- ingaböndum fortiöarinnar jafnvel þó aö hún sé orðin vel meövituö kona. Ég held að margar aðrar konur standi i sömu sporum. Kannski verður þetta allt ööru vist hjá börnunum ykkar. Þau fara i skóla og háskóla og hrærast á sinn hátt i öðru kerfi, öðrum heimi. Það sem heldur tilfinn- ingalega aftur af Miru og hennar kynslóð er hiö hefðbundna hlut- verk eiginkonunnar og móðurinn- ar. — Já, einmitt. Ef allt lifið hefur miðast að þessu tvennu, þá er það orðið skiiorðsbundið. Þú getur ekki slitið þig frá þvi. Þú getur ekki gefið „kærleikann” upp á bátinn jafnvel þó að það hafi i för með sér að þú veröir að fórna öllu öðru. Einu sinni kaliaði ég það „ógn hamingjunnar”. — Það er ekki hamingja. Það ernokkurskonar,,ást” sem þýðir að þú hættir að ráða yfir lifi þinu. Þaö er gott að vera elskaöur en að vera ástfanginn er ekki hamingja; þaö er eiginlega aö vera galinn. En innræting okkar kvenna nær ekki bara til ástar- innar og hamingjunnar. Okkur hefur verið kennt að það sé ekkert skemmtilegt aö vera einar á báti. Ég trúi ekki þeirri kenningu þegar allt kemur til alls. Ég held að maður geti haft mikla ánægju af þvi að vera alein, sérstaklega ef þú hefur alið upp barn og átt fjölskyldu eins og ég. Mér finnst það dásamleg tilfinning að ganga inn I auða íbúö þar sem enginn ætlast til neins af þér. Þú átt þig sjálfa I þinu eigin lifi. En það skal tekið fram að við erum mótaðar af ákveðinni menningu og túlkum tilfinningar okkar eins og hún hefur kennt okkur. Það er hræðilega erfitt að slita sig frá þessari menningu og raunar ekki gerlegt andlega. Og við munum halda áfram að eitra fyrirungum stúlkum með venjum okkatj stofnunum og hugtökum. — Nýr skiiningur þýöir ekki endilega að breyting fyigi strax. Það þarf langan tima til að verða frjáls undan þessum aðstæðum. Bækur þinar eru að mörgu leyti svartsýnar. Lýsing á þvi sem við gætum kailað „nauðgunarsam- félagið” gefur okkur skýringu á þvi hvernig og hvers vegna kon- ur, ef svo mætti segja, fara yfir mörkin og verða byltingarsinnað- ir feministar sem heyja baráttu sina með öllum tiltækum meööl- um. Eru slíkir hópar sterkir i Bandarikjunum? — Nei, en ég held að þeir veki hræðslu hjá karlmönnum sem eru máttugri en nokkuö annað sem ég hef fundið. Komi saman 2—3 rót- tækar konur eru þeir um leiö komnir á sporiö og reyna að útrýma þeim. Fyrir u.þ.b. 10 árum var hópur Framhald á bls. 18. er

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.