Þjóðviljinn - 04.04.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.04.1981, Blaðsíða 8
.8 SIÐA — i>JÖÐVILJINN Helgin 4.rr5. aprll 1981. Þegar greint er frá sögulegum tiöindum er timinn bandamaður sem ekki borgar sig að litilsvirða með óðagoti sunnudagspistíll Fréttin, tíminn og bókin Fyrir nokkrum dögum kom út hjá nýju forlagi, Vöku,bók sem er um margt sérstaeö. Hún heitir Gislar i 444 daga, bandarfsk blaðamannabók um mál gisl- anna sem haldið var i Teheran, höfundar eru Sheldon D. Engel- mayer og Robert J. Wagman. Ölafur Ragnarsson, fyrrum rit- stjóri, fer með mál Vöku og minnir á það i formála að hér fari „fyrsta fréttatengda er- lenda bókin sem gefin er út hér á landi örskömmu eftir útkomu erlendis”. Og má raunar segja, að ekki hafi áður liðið skemmri timi frá atburðum til útkomu bókar — ekki munum við betur en það liöi lengri timi frá þvi aö Heimeyjargos hófst þar tÚ jóla- bækur um það efni komu á markað, og Forsetakjör i fyrra var ögn lengur á leiðinni en þessi ef miðað er við kjördag og frelsunardag gislanna og svo taldir dagar til útkomu bókar. Hér er m.ö.o. liður á ákveöinni þróun: bókaútgáfa sem við- bragðsfljótur útlimur frétta- og fjölmiðlunarbákns og vafalitið að velgengni slíkra bóka er fyrst og siðast tengd þvi, að atburöir séu I fersku minni og enn milli tanna á mönnum. Forsetabókin var áðan nefnd i sömu andrá og þessi, en satt aö segja eru þær nokkuð ólikar að eðli: Forsetakjör er fyrst og fremst minjagripur. öllu nær væri að likja saman Valhallar- bókinni um Sjálfstæöisflokkinn og Gislabókinni — i báðum er að finna blöndu af atburðaskrá og tilhlaupi til útskýringa, og það er einmitt liklegt að vel- gengni Valhallarbókar verður nú til þess að forlagið Vaka fer ,,inn á nýjar brautir á islensk- um bókamarkaöi að þvi er varðar bókategund og útgáfu- tima”, eins og segir I formála. Opinberir þjóðbræður En þegar „farið er inn á nýjar brautir” er sérstök ástæða til að skoða hvaða háski er þar á ferð- inni. Sá fyrsti blasir reyndar við af mörgum siöum og er tengdur þvi að flas er ekki til fagnaðar i þýðingum. býðendur eru fimm, og eru þeim bersýnilega mis- lagðar hendur. Alltof oft gægist frummálið fram með klaufa- legum hætti. „Leynilegir könn- uðir” eru sendir á vettvang; spurt er hvort íranski herinn muni berjast gegn „þjóð- bræðrum” sinum, eða hvort valdamaður „aðhyllist hern- aðarbeitingu”. Undirróður bandariskrar leyniþjónustu gegn Mossadek forsætisráð- herra 1953 heitir „Mossadek- andróður” einhverra hluta vegna. Tiltekin eiginkona bandarisks diplómata telur sig tilheyra „opinberu samfélagi”, hvaö sem það nú þýðir. Höfuð- tunga landsins er á vlxl köiluð farsi eða persneska. Meirihluti Irana eru af sjiitagrein mú- hameðstrúar eins og kunnugt er. I bókinni bregður svo við, að „Shitar” (svo!) eru á vixl „Shitahreyfing”, „Shitatrú”, „Shitaættflokkar” eða „Shita- kynstofn”. Vönduð vinnubrögð? Jæja. Vikjum nú að þætti hinna bandarisku hófunda sjálfra. I formála segir ölafur Ragnarsson: „hér er um að ræða vandaða rannsóknar- blaöamennsku.enda tekst þeim (höfundum) að varpa nýju ljósi á margvisleg atriði, sem vantað hefur fyllri upplýsingar um I almennum fréttum fjölmiöla”. Betur a.ð satt væri. Gislabókin er skrifuð i stöðl- uðum bandariskum blaöa- mannastil og gæti þessvegna verið ógnarlega löng grein úr vikublaðinu Time. bað tilheyrir þessum stil að framsetningin er glaðklakkaleg, nokkuð svo sjálfumglöð (við vitum viö skilj- um) og stundum undarlega bernsk — eins og segir i mynda- texta (bls 56): „Daglegt lif heldur áfram I íran þótt hart sé deilt um örlög bandarisku sendiráðsstarfsmannanna”. — Fremur fátæklegar tilraunir til skýringa á atburðum sem vikið verður að siöar, vikja jafnan fyrir áherslum á upptaíningu atburða (sbr. langan kafla sem hleypur yfir gislamáliö i annáls- formi) eða einkamálaþátt- um — um iranska eiginkonu éins gislanna, óhlýðna eigin- konu annars osfrv. Árni Bergmann skrifar / Að tapa Iran Bókarhöfundar gera sér grein fyiir þvi, að gislamálið vekur fyrst af öllu upp tvær spurn- ingar, sem eru i beinu fram- haldi af þeirri sem hæst bar i bandariskum fjölmiðium fyrst eftir að keisarinn hrökklaðist úr landi: Hvers vegna töpuðum viö íran? önnur lýtur að þvi mikla hatri á Bandarikjunum og reyndar vestrænni eða „annar- legri” menningu yfirleitt sem gislamálið meðal annars leiddi i ljós. Hin er svo þessi: hvers vegna var það einmitt „ofsa- fengin klerkastétt” (orðalag bókarinnar) sem tök við völd- um? Svörin eru mjög i skötullki, en um leið fróöleg aö þvi leyti að þau visa á sjónarmiö höfund- anna. Greinarhöfundar telja að sönnu, að Bandarikjamenn eigi sjálfir sök á þvi hvernig fór i Iran. En þessi mál eru sett fram á afar yfirborðslegan hátt og i raun þannig, að enginn skilur neitt. bað er farið afar fljótt yfir sögu samskipta þessa oliurika þróunarrikis við Bretland og Bandarikin. Til dæmis fá les- endur varla nokkra hugmynd um það, hve miklu þaö skiptir að Bretar og bandariska leyni- þjónustan stóðu aö þvi að steypa Mossadek 1953, manninum sem fyrstur pólitiskra foringja i þriðja heiminum lagöi tii atlögu við oliurisana. beir fá enga hug- mynd um samspil leyniþjónustu keisarans, Savak, við vest- rænna starfsbræður, samspil, sem m.a. varð örlagarikt fyrir marga Iranska námsmenn á Vesturlöndum, menn sem siðar urðu áhrifamiklir i iranskri byltingu. Enn siður er gerö til- raun til að sýna fram á það, hvers konar spenna hleðst upp i samfélagi, sem mótað er af strangri hefð, trú og þjóðernis- vitund þegar annarleg áhrif geysast yfir þaö með miklum hraða i krafti kapitaliskra við- skiptahátta. (Vesturlenskir blaðamenn viröast skilja það miklu fremur þegar hefðarsam- félög risa öndverð gegn kommúnistaáætlun um að gjör- bylta öllu I nafni tækni og fram- fara eins og i Tibet — þá taka þeir sér stööu meö guðkóngi úr forneskju eins og Dalai Lama. En ef ajatollar persneskra sjiita kunna ekki vestrænan nútima að meta þá eru þeir og skjól- stæöingar þeirra „ofsatrúar- menn”.) Fundnir sökudólgar bess i stað hafa bókarhöfundar mikla tiiburði tilað kenna tveim áhrifamiklum einstaklingum um aö „við töpuöum Iran”. Annar er Brzezinski, öryggis- málaráögjafi Carters, sem ekki vildi trúa neinu misjöfnu um keisarann. Hinn er húsbóndi hans, Carter. bað er til dæmis i tvigang gert afar mikiö úr þvi, að um áramótin 1977—78 fór Carter i heimboð til trans- keisara og „jós þviliku lofi yfir Reza Pahlavi aö flestum blöskr- aði. Keisarinn sjálfur fylltist stolti og gleöi og gerði á skammri stundu þau mistök sem á endanum kostuðu hann hásætið” (bls. 29 og svo 96: „Með svo persónulegri veg- sömun limdi Carter keisarann viö Bandarikin i hugum Irana, svo aö ekki varö á milli skiliö frá þeim degi”).Hér er eins og verið að bjóða upp á þá sérstæðu söguskýringu að ef að Carter hefði haft vit á að vera dálitið önugur við keisarann i nýjárs- veislu, og lesið honum smápistil um mannréttindi, þá hefði allt bjargast. Með öðrum oröum: öllvanda- mál sem tengjast sambúð stór- veldis við skjólstæðing i þriðja heiminum, viðskipt um og menningarsambúð norðurs og suðurs — allt víkur þetta fyrir áherslum á það, að tveir áhrifa- menn, Carter og Brzezinski, hafi verið klaufar. Kelsarinn vlldl vel t annan staö gera höfundar smátilraunir til úttektar á innanlandsástandi i tran sem varla munu leiða til annars en að lesandinn skilur enn færra en áður. beir viðurkenna aö visu almennum oröum syndir keisarans, hann var harður i horn að taka eða eitthvað þess- háttar. En um leið er sifellt verið aö bera i bætifláka fyrir hann og sýna hann I jákvæðu ljósi i samanburöi við andstæö- inga sina. bessa skýringu fáum við til dæmis á glimu klerka og keisara um hylli hinna fátæku: „bað kemur sem sagt i ljós að klerkastéttin sem slik var e.t.v. enn auðugri en sjálf keisaraf jöl- skyldan. Gegnum aldimar hafa prestarnir byggt upp gifurlegan auð I alls konar eignum ( — Væntanlega þó ekki á leyni- reikningum i Sviss? — áb).bað var vegna þess að þeim fannst sér ógnað með „hvitu byltingu” keisarans, að trúarleiðtogar landsins snerust gegn keisar- anum þegar Khomeini lét frá sér heyra. bessi „hvita bylting” fól meðal annars i sér byltingar- kennda uppskiptingu landsins og gerði ráð fyrir að feiknar- legum landssvæðum yrði deilt út meðal fólksins”. bessi setning er mesta meistaraverk. Mönnum skilst af henni að tranir hafi verið upp til hópa fábjánar sem ekki kunnu velvilja keisarans að meta. Hér er t.d. gengið fram hjá stöðu klerka i Islömsku samfélagi og ekki sist þvi að „klerkastéttin sem slik” er geysif jölmenn. Og svo þvi, að keisarinn og fjölskylda hans, gættu þess vandlega i „hvitri byltingu” aö ekki yrði hreyft við geypilegum gróðalindum hennar af oliu- vinnslu, bönkum, trygginga- félögum, viðskiptaleyfum og fleiru. Annað dæmi um hneigðir bókarhöfunda er sérstakur kafli um aftökugleði hinna Islömsku byltingardómstóla. Enginn mælir þvi réttarfari bót — en þegar þvi er sleppt I þessu sam- hengi aö visa til þess, aö upp- haflega voru þessir dómstólar aö hefna mikilla harma fyrst og fremst — á þeim leyniþjónustu- mönnum keisarans, SAVAK, sem höfðu staðið að einhverjum viðbjóöslegustu pyntingum á föngum sem færðar eru i letur á • siðari árum, þá verður enn ljóst að allt er á sömu bók lært: bað er reynt að hressa upp á orðstir keisarans. Og ekki hans vegna auðvitað (höfundar eru alveg á þvi, aö það heföi átt að láta keisarann gossa meöan timi var til að koma upp nýjum vini Bandarikjanna i Te- heran) — heldur vegna þess, að þrátt fyrir allt var hann réttum megin i tilverunni, bandamaöur þeirra sem ráða i Wall Street og Pentagon. Upplýsingar baö sem helst er nýjabrum að i þessari bók eru kaflar sem fjalla um tilraunina misheppn- uðu sem Carter lét gera til aö leysa gislana úr haldi. bar er þó margt á huldu enn, eins og von- legt er. En þar kemur m.a. fram, að þeir sem að áhlaupinu stóðu höfðu áhuga á þvi að láta útsendara Bandarikjanna I landinu efla i leiöinni til upp- reisna eða átaka sem heföu e.t.v. leitt til breytinga á stjórn trans. bað er um leið minnt á það fast einkenni stórvelda- hrokans, að telja ihlutun af sliku tagi sjálfsagða þegar „við” eig- um i hlut, en reka upp miklar hneykslisrokur ef aö „þeir” eru að sama verki. Ekkert lært Aö öllu samanlögðu viröist þessi „fréttatengda” bók gefa tilefni til þeirrar ályktunar, aö timinn sé nytsamur banda- maður þeirra sem fjalla vilja um söguleg tiðindi i bókarformi, bandamaður sem ekki ber að litilsviröa meö óöagoti. 1 annan stað sýnist einmitt gallar blaða- mennsku, eða ákveöinnar teg- undar blaðamennsku, koma enn skýrar fram en i blöðum og vikuritum, þegar afurðimar eru stækkaðir upp i bókarlengd. Og i þriðja lagi minnir þéssi bók okkur á það, að Bandarikja- menn, stjórnmálamenn sem embættismenr^ætla sér ekki að læra nokkurn skapaðan hlut af sögunni. í íran fengu þeir and- bandariska byltingu, sem átti sér allar rætur i landinu sjálfu og varð andbandarisk vegna stuðnings þeirra viö harð- stjóra. Engu að síður hélt Brz- ez'inski öryggismálafulltrúi Carters, áfram aö kalla andstæðinga keisarans „kommunista og ofstækis- menn”, sem eins og á öðrum stað segir: „Margir væru undir áhrifum Sovétrikjanna”. Og það sem meira var: þessi valdamaður virðist hafa trúað þessari túlkun sjálfur. Nú er ný stjórn tekin við, en Alexander Haig er jafnvel enn vissari en fyrirrennarar hans i tið Carters að t.a.m. uppreisn snauðra manna i E1 Salvador gegn kúg- un og morðsveitum sé fyrst og fremst tengd áhuga þeirra á að geðjast útsendurum Sovétrikj- anna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.